8.10.2014 | 22:49
331 manns hafa látið lífið síðan svokallað vopnahlé hófst í Úkraínu
Þetta kemur fram í skýrslu mannréttindaskrifstofu SÞ: Report on the human rights situation in Ukraine 16 September 2014. Eins og fram kemur, þá hafa báðar fylkingar gerst sekar um alvarleg brot á mannréttindum. Vísbendingar séu um "dauðasveitir" á vegum svokallaðs "Donetsk People's Republic" sem hafi skotið fólk án dóms og laga, sem grunað hafi verið um að "aðstoða óvininn." Einnig séu vísbendingar um að fólki sem sé haldið án dómsúrskurðar af yfirvöldum meðal uppreisnarmanna, hafi verið þvingað til nauðungarvinnu. Að auki, séu dæmi þess - að fólk hafi verið gripið haldið og síðan boðið í skiptum fyrir uppreisnarmenn í haldi stjórnvalda. Á sama tíma, séu fjöldi tilvika þ.s. sveitir vinveittar stjórnvöldum í Kíev, hafi handtekið og lúbarið fólk - grunað um samstarf við óvininn. Einhver dæmi þess, að slíkum aðilum hafi verið haldið í einhverja daga, meðan þeir hafi sætt illri meðferð.
- Skv. þessari lýsingu - - virðist ógnarástand til staðar í A-Úkraínu.
Uppreisnarmenn séu síst minna sekir um að skapa það sbr. "dauðasveitir þeirra meðlimir kalla sig gjarnan NKVD í höfuðið á leynilögreglu Stalíns" - "fólk sé gripið og neytt í nauðungarvinnu" - "fólk sé gripið af förnum vegi eða heimilum, boðið í skiptum."
Sjá einnig frétt: Ukraine fighting has killed at least 331 people since ceasefire UN
Áhugaverðar myndir á þessum hlekk: Shocking pictures
Á myndinni sést í rústir flugstöðvar byggingar Donetsk borgar flugvallar
Á þessari mynd má sjá hvernig flugturn Donetsk borgar flugvallar hefur verið leikinn
Síðan má sjá uppreisnarmenn skjóta sprengjuvörpum á stöðvar stjórnarhermanna
Það virðist að stöðugir bardagar hafi staðið yfir síðan svokallað vopnahlé tók gildi - einmitt við Donetsk flugvöll. Þar skiptast stjórnarhermenn á skotum og sprengjuregni sbr. mynd að ofan af uppreisnarmönnum að skjóta á stöðvar stjórnarhermanna þar - - óbreyttir borgarar fá fyrir ferðina, þegar sprengjukúlur eða eldflaugar hitta ekki "rétt skotmark."
Skv. skýrslunni er áætlað heildarmannfall - - 3.660. En viðurkennt, að flr. geti í reynd hafa fallið.
Uppreisnarmenn - virðast raunverulega vera "ruddar og ribbaldar"
Ég hef alveg frá upphafi talið það "fullvíst" að þeir væru a.m.k. í engu skárri en svokallað "Right sector" í Úkraínu, þ.e. róttækir úkraínskir þjóðernissinnar. Sem einnig hafa gerst sekir fyrir fjölda mannréttindabrota.
Ég bendi á umfjöllun mína frá því um daginn: Áhugavert að nafn þings "Alþýðulýðveldisins Donetsk" skuli vera "Supreme Soviet"
En ég einmitt velti fyrir mér á sínum tíma, af hverju þeir völdu að kalla sitt sjálfskipaða lýðveldi "Alþýðuýðveldið Donetsk."
Það var vegna þess, að ég mundi eftir því - að öll fyrrum kommúnistaríkin. Kölluðu sig ávalt, "alþýðulýðveldi."
Svar við því virðist mega finna í grein sem ég fann á netinu, og vitna til í mínum pistli.
- En málið virðist einfaldlega vera, að þetta lið séu "unreformed communists" þ.e. kommar sem séu enn jafn sannfærðir í dag, eins og það hefði aldrei orðið "hrun kommúnismans."
- Forseti þings þeirra, "Supreme Soviet" -takið eftir en það kallaðist einnig þing Sovétríkjanna í den- fer í enga launkofa með, að hann sé aðdáandi Sovétríkjanna sálugu. Og líti til þess tíma, sem dýrðardaga.
Þá skilur maður - af hverju "alþýðulýðveldi" en ekki "lýðveldi" og af hverju "Supreme Soviet" en ekki t.d. "Duma."
Og auðvitað, að meðlimir "dauðasveita" alþýðulýðveldisins skuli kalla sig "NKVD" í höfuðið á leynilögreglu Stalíns, en kannski hefur einhver heyrt nafn Beria - fyrrum yfirmanns hennar. Og þekktur blóðhundur.
En NKVD var einmitt þekkt fyrir það - - að skjóta fólk gjarnan á staðnum.
Það virðist, að uppreisnarmenn - séu einnig að afrita þær starfsaðferðir.
-------------------------------
Ég bjóst við því, að uppreisnarmenn væru frekar til "öfgahægri" en "öfgavinstri" en kannski er stutt í reynd milli þeirra "öfga."
Niðurstaða
Ég vorkenni fólkinu í A-Úkraínu. En íbúar svæðisins - virðast milli steins og sleggju, tveggja öfgafylkinga - - sem séu í besta falli "vondur" vs. "verri." Og mig er farið að gruna miðað við upplýsingar Mannréttindaskrifstofu SÞ, að kannski séu uppreisnarmenn eftir allt saman "verri." Þó að "right sector" sé sannarlega skipað hættulegum öfgamönnum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 9.10.2014 kl. 08:25 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning