7.10.2014 | 18:22
Þýska iðnaðarvélin að bræða úr sér?
Það vekur athygli - að hagvöxtur í Þýskalandi virðist í frjálsu falli upp á síðkastið. Skv. nýjustu tölum, er umtalsverður samdráttur í iðnframleiðslu - sá mesti síðan febrúar 2009, þ.e. 4% minnkun.
Plunge in industrial production stokes German recession fears
German factory orders suffer biggest fall since 2009 crisis
Þessar tölur eru það ógnvekjandi, að hagfræðingar telja nú hugsanlegt að samdráttur mælist í Þýska hagkerfinu á 3. fjórðungi þessa árs, t.d. - 0,2%. Þá teldist Þýskaland skv. reglum ESB í "kreppu" en á öðrum fjórðungi ársins, var mældur samdráttur þýska hagkerfisins um einmitt - 0,2%.
- Þýskaland er augljóslega enginn mótor þessa mánuðina skv. fram komnum tölum.
Skv. seinni hlekknum, þá var einnig - mesti mældi samdráttur í pöntunum til iðnaðar í Þýskalandi, þ.e. minnkun milli mánaða um 5,7%. Þetta eru skv. tölum er fram komu í október yfir pantanir í ágúst. Pantanir líta eðlilega aðeins fram í tímann, og gefa vísbendingu um samdrátt iðnframleiðslu í framhaldinu. Sá samdráttur virðist nú kominn fram.
Eins og sést á myndinni að neðan, þá má lesa þá þróun úr - að uppsveifla er í gangi frá og með fyrri hl. sl. árs, síðan er eins og að "ný niðursveifla" hefjist áður en sl. ári er lokið; sú þróun hafi síðan haldið áfram að ágerast á þessu ári - - nú sé svo komið, að tölur séu loks komnar niður fyrir "0" punkt.
Á kortinu hér fyrir neðan, má sjá graf yfir hagvöxt í Þýskalandi. Úr því má lesa "hraða hnignun" á þessu ári. Ef 3. fjórðungur endar í mældum samdrætti - þá er vel hugsanlegt að allt árið endi með þeim hætti, þegar þ.e. gert upp fyrir rest. Það er þó ekki víst, þ.s. vöxtur var á fyrsta fjórðungi. Það mundi því ekki þurfa mikinn mældan vöxt síðasta hluta ársins - til þess að endanlegt uppgjör mundi sína smávægilegan vöxt.
Gavyn Davies var einnig með áhugaverða umfjöllun: Germany is stalling
Hann bendir á að þessi þróun komi á óhagstæðum tíma fyrir ríkisstjórn Þýskalands, en fundur verður á næstunni í Washington á vegum Heimsbankans, þ.s. má reikna með að stefna Þjóðverja - verði gagnrýnd. Að auki, er hún nú undir harðri gagnrýni bæði Hollande og Renzi forsætisráðherra Ítalíu - bæði löndin vilja fá að "slaka á niðurskurðarstefnu" til að milda samdráttartilhneigingar í þeirra hagkerfum.
Þessar tölur verði líklega - vatn á myllu þeirrar gagnrýni, að breytingar þurfi að gera á ríkjandi efnahagsstefnu í Evrópusambandinu. Auka þurfi áherslur í þá átt að - efla hagvöxt.
Gavyn Davies, birtir þó tölur sbr. mynd að neðan, sem sýnir að svokallað "heildar undirliggjandi vaxtarferli" -þegar leitast er við að núlla úr með tölfræðikúnstum skammtímasveiflur- sé einungis jákvætt upp á 0,9%. Neysla hafi viðhaldist innan Þýskalands, vinnumarkaðurinn sýni ekki heldur samdrátt.
Skv. sama hagfræði módeli, segir Davies - ætti síðasti fjórðungur líklegast að enda á 1,4% vexti miðað við 12 mánaða reikning. En líkur séu samt ca. 1/6 skv. því módeli, að sá fjórðungur endi á samdrætti. 3-sviðsmyndir um framhaldið eru reiknaðar.
Niðurstaða Davies - - er sem sagt sú, að líklega sé Þýskaland ekki í kreppu, þó að tölur 2. og. 3. fjórðungs geti sýnt samdrátt - telur skv. tölfræði mati á "undirliggjandi vexti" að heildarútkoman verði upp á tæpt prósent.
Megin samdrátturinn sé í iðnframleiðslu - vegna þess að viðskiptalönd hafi sýnt slaka framvindu á þessu ári, þ.e. Frakkland + Ítalía og Kína; hafi öll verið undir væntingum - lakari en árið áður. Fyrir bragðið hafi útflutningur iðnvarnings - - beðið nokkurn hnekki.
- Meðan að fyrirtæki halda þetta "skammtímasveiflu" þá sennilega eru þau ekki að "stunda uppsagnir."
- En ef þær hefjast, mundi líklega það bitna á neyslu.
Það er komin fram yfirlýsing þýskra stjórnvalda: Berlin holds the line on fiscal rigour despite recession risk
En skv. henni, ætlar ríkisstjórn Þýskalands - ekki að slaka á þeim áformum, að skila "hallalausum fjárlögum á nk. fjárlagaári." Með því, er væntanlega - fyrirfram hafnað kröfum sem líklega koma fram á fundinum í Washington; að Þýskaland auki eyðslu - t.d. með því að auka framkvæmdir. Sambærilega kröfur hafa einnig komið fram innan ESB - viðbrögð þýskra stjv. er líklega "nei" við þeim kröfum einnig.
Niðurstaða
Útkoman virðist skýr a.m.k. að einu leiti. Að hagvöxtur þessa árs innan ESB - verður umtalsvert lakari. En opinberar hagspár töldu í upphafi þessa árs. Í stað þess að vöxtur innan ESB sé öflugri á þessu ári en því síðasta. Virðist hann stefna í að verða - heldur lakari á þessu ári.
Þetta sést einnig í verðbólgutölum, að heildarhagkerfið er nærri "stöðnunarpunkti" með mælda heildarverðbólgu skv. síðustu mælingu 0,3%.
- Þýska iðnvélin - virðist ganga á 2-sílindrum af 4. Hökta áfram rétt svo ofan við heildar núllpunkt.
- Mótorinn virðist því vanta í ESB.
-----------------------------
Ps: Skv. AGS eru 40% líkur á kreppu á evrusvæði í ár, og 30% á verðhjöðnun á evrusvæði. Ég hefði í reynd haldið, að líkurnar væru akkúrat 30 - 40, að verðhjöðnun væri líklegri. En þetta er mat AGS:
IMF sees risk of new eurozone recession
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:25 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 106
- Frá upphafi: 860921
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 98
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hörð afstaða ESB gagnvart Rússlandi gerir það líka að verkum að nær engar líkur eru á þvi að Þýskaland haldi áfram að geta selt þriðjung útflutnings síns til Rússlands, mikilvægasta markaðarins utan ESB til þessa. Því skutu ESB og Þjóðverjar sig í fæturna.
Ívar Pálsson, 8.10.2014 kl. 11:04
Þú ert með of hátt hlutfall, ekki 1/3 þeirra útflutnings.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.10.2014 kl. 22:51
Já, afsakið. Þriðjungurinn kom líklega sem vöxtur sem hætti.
Ívar Pálsson, 10.10.2014 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning