Þýska iðnaðarvélin að bræða úr sér?

Það vekur athygli - að hagvöxtur í Þýskalandi virðist í frjálsu falli upp á síðkastið. Skv. nýjustu tölum, er umtalsverður samdráttur í iðnframleiðslu - sá mesti síðan febrúar 2009, þ.e. 4% minnkun.

Plunge in industrial production stokes German recession fears

German factory orders suffer biggest fall since 2009 crisis

Þessar tölur eru það ógnvekjandi, að hagfræðingar telja nú hugsanlegt að samdráttur mælist í Þýska hagkerfinu á 3. fjórðungi þessa árs, t.d. - 0,2%. Þá teldist Þýskaland skv. reglum ESB í "kreppu" en á öðrum fjórðungi ársins, var mældur samdráttur þýska hagkerfisins um einmitt - 0,2%.

  • Þýskaland er augljóslega enginn mótor þessa mánuðina skv. fram komnum tölum.

Skv. seinni hlekknum, þá var einnig - mesti mældi samdráttur í pöntunum til iðnaðar í Þýskalandi, þ.e. minnkun milli mánaða um 5,7%. Þetta eru skv. tölum er fram komu í október yfir pantanir í ágúst. Pantanir líta eðlilega aðeins fram í tímann, og gefa vísbendingu um samdrátt iðnframleiðslu í framhaldinu. Sá samdráttur virðist nú kominn fram.

Eins og sést á myndinni að neðan, þá má lesa þá þróun úr - að uppsveifla er í gangi frá og með fyrri hl. sl. árs, síðan er eins og að "ný niðursveifla" hefjist áður en sl. ári er lokið; sú þróun hafi síðan haldið áfram að ágerast á þessu ári - - nú sé svo komið, að tölur séu loks komnar niður fyrir "0" punkt.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/german_ec_0001.jpg

Á kortinu hér fyrir neðan, má sjá graf yfir hagvöxt í Þýskalandi. Úr því má lesa "hraða hnignun" á þessu ári. Ef 3. fjórðungur endar í mældum samdrætti - þá er vel hugsanlegt að allt árið endi með þeim hætti, þegar þ.e. gert upp fyrir rest. Það er þó ekki víst, þ.s. vöxtur var á fyrsta fjórðungi. Það mundi því ekki þurfa mikinn mældan vöxt síðasta hluta ársins - til þess að endanlegt uppgjör mundi sína smávægilegan vöxt.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/german_ec_0002.jpg

Gavyn Davies var einnig með áhugaverða umfjöllun: Germany is stalling

Hann bendir á að þessi þróun komi á óhagstæðum tíma fyrir ríkisstjórn Þýskalands, en fundur verður á næstunni í Washington á vegum Heimsbankans, þ.s. má reikna með að stefna Þjóðverja - verði gagnrýnd. Að auki, er hún nú undir harðri gagnrýni bæði Hollande og Renzi forsætisráðherra Ítalíu - bæði löndin vilja fá að "slaka á niðurskurðarstefnu" til að milda samdráttartilhneigingar í þeirra hagkerfum.

Þessar tölur verði líklega - vatn á myllu þeirrar gagnrýni, að breytingar þurfi að gera á ríkjandi efnahagsstefnu í Evrópusambandinu. Auka þurfi áherslur í þá átt að - efla hagvöxt.

Gavyn Davies, birtir þó tölur sbr. mynd að neðan, sem sýnir að svokallað "heildar undirliggjandi vaxtarferli" -þegar leitast er við að núlla úr með tölfræðikúnstum skammtímasveiflur- sé einungis jákvætt upp á 0,9%. Neysla hafi viðhaldist innan Þýskalands, vinnumarkaðurinn sýni ekki heldur samdrátt.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/german_ec_0004.jpg

Skv. sama hagfræði módeli, segir Davies - ætti síðasti fjórðungur líklegast að enda á 1,4% vexti miðað við 12 mánaða reikning. En líkur séu samt ca. 1/6 skv. því módeli, að sá fjórðungur endi á samdrætti. 3-sviðsmyndir um framhaldið eru reiknaðar.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/german_ec_0003.jpg

Niðurstaða Davies - - er sem sagt sú, að líklega sé Þýskaland ekki í kreppu, þó að tölur 2. og. 3. fjórðungs geti sýnt samdrátt - telur skv. tölfræði mati á "undirliggjandi vexti" að heildarútkoman verði upp á tæpt prósent.

Megin samdrátturinn sé í iðnframleiðslu - vegna þess að viðskiptalönd hafi sýnt slaka framvindu á þessu ári, þ.e. Frakkland + Ítalía og Kína; hafi öll verið undir væntingum - lakari en árið áður. Fyrir bragðið hafi útflutningur iðnvarnings - - beðið nokkurn hnekki.

  • Meðan að fyrirtæki halda þetta "skammtímasveiflu" þá sennilega eru þau ekki að "stunda uppsagnir."
  • En ef þær hefjast, mundi líklega það bitna á neyslu.

Það er komin fram yfirlýsing þýskra stjórnvalda: Berlin holds the line on fiscal rigour despite recession risk

En skv. henni, ætlar ríkisstjórn Þýskalands - ekki að slaka á þeim áformum, að skila "hallalausum fjárlögum á nk. fjárlagaári." Með því, er væntanlega - fyrirfram hafnað kröfum sem líklega koma fram á fundinum í Washington; að Þýskaland auki eyðslu - t.d. með því að auka framkvæmdir. Sambærilega kröfur hafa einnig komið fram innan ESB - viðbrögð þýskra stjv. er líklega "nei" við þeim kröfum einnig.

 

Niðurstaða

Útkoman virðist skýr a.m.k. að einu leiti. Að hagvöxtur þessa árs innan ESB - verður umtalsvert lakari. En opinberar hagspár töldu í upphafi þessa árs. Í stað þess að vöxtur innan ESB sé öflugri á þessu ári en því síðasta. Virðist hann stefna í að verða - heldur lakari á þessu ári.

Þetta sést einnig í verðbólgutölum, að heildarhagkerfið er nærri "stöðnunarpunkti" með mælda heildarverðbólgu skv. síðustu mælingu 0,3%.

  • Þýska iðnvélin - virðist ganga á 2-sílindrum af 4. Hökta áfram rétt svo ofan við heildar núllpunkt.
  • Mótorinn virðist því vanta í ESB.

-----------------------------

Ps: Skv. AGS eru 40% líkur á kreppu á evrusvæði í ár, og 30% á verðhjöðnun á evrusvæði. Ég hefði í reynd haldið, að líkurnar væru akkúrat 30 - 40, að verðhjöðnun væri líklegri. En þetta er mat AGS:

IMF sees risk of new eurozone recession

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Hörð afstaða ESB gagnvart Rússlandi gerir það líka að verkum að nær engar líkur eru á þvi að Þýskaland haldi áfram að geta selt þriðjung útflutnings síns til Rússlands, mikilvægasta markaðarins utan ESB til þessa. Því skutu ESB og Þjóðverjar sig í fæturna.

Ívar Pálsson, 8.10.2014 kl. 11:04

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú ert með of hátt hlutfall, ekki 1/3 þeirra útflutnings.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.10.2014 kl. 22:51

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, afsakið. Þriðjungurinn kom líklega sem vöxtur sem hætti.

Ívar Pálsson, 10.10.2014 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband