Japönsk stjórnvöld rannsaka hóp af mönnum sem þau segja að hafi haft í huga að ferðast til Sýrlands og gang í lið með "Islamic State"

Þetta er mjög lítil frétt - en merkileg þó. Því hún sýnir hvað það stoðar lítt í dag að "berjast gegn moskum." Hvað á ég við? Það, að "IS" er ákaflega virkt á netinu, og það eru einnig margir aðrir hópar svokallaðra "jihadista." En enginn þeirra -skilst mér þó- hafi nærri því eins skilvirka og umfangsmikla nettilvist og "ISIS/IS."

-------------------Þetta er öll fréttin: Japanese Men Were Planning to Fight for ISIS, Police Say

TOKYO — The Tokyo police said Monday that they were investigating several Japanese men suspected of planning to go to Syria to fight for the jihadist group Islamic State. The police provided few details of the men, whom they described as university students in their 20s who were not actively attending classes.

They said one of the men, identified as a 26-year-old student at a university in Hokkaido, was recruited by the Islamic State via the Internet. The authorities said the men were the first Japanese suspected of wanting to join the Islamic State.

In Japan, engaging in war acts against a foreign government is a crime punishable by up to five years in prison.

----------------------------------------

En ég hef ekki heyrt um nokkrar moskur í Japan: Þannig að nánast eini möguleikinn á því, að japanskir háskóla stúdentar hafi ánetjast "IS" - sé þá að það hafi gerst í gegnum "netið."

Ég hef áður bent á það - hve tilgangslítið það sé í dag. Að berjast gegn "Mosku í Reykjavík" einmitt út af því, að í dag sé "netið" orðið "megin áróðurs vettvangur hættulegra íslamista."

Að hindra það að moska verði sett upp í Reykjavík, með öðrum orðum - í engu minnki líkur þess, að íslenskir ríkisborgarar ánetjist "IS" og taki upp á því, að gera sér ferð til Sýrlands - til þess að ganga í lið með þeim.

Það þarf ekki einu sinni, að þeir séu af ættum innflytjenda, en í Japan eru tiltölulega fáir innflytjendur - þannig að afar líklegt er. Að þessi japönsku stúdentar, séu ekki af ættum innflytjenda.

Það hafa verið töluvert af dæmum þess, að ungir Íslendingar - ánetjist sértrúar söfnuðum í gegnum árin. Þó að "IS" sé miklu mun grimmari hreyfing en nokkur sá sértrúarsafnaður, sem hér hefur starfað - svo ég viti til.

Þá sýni þetta, að við ættum alls ekki að halda, að hættan af því að íslenskir ríkisborgarar ánetjist "IS" - - sé einskorðuð við "innflytjendur frá múslima löndum."

  • Þessi möguleiki geti alveg verið fyrir hendi frá okkar eigin fólki.

Tja - ég gæti ímyndað mér, t.d. meðal hóps Íslendinga sem hafa fyllst andúð á "Vesturveldum" og telja á sama tíma, að Múslimar hafi í langan tíma verið fórnarlömb - - Vesturlanda.

Einhverjir af slíkum, gætu hugsanlega verið viðkvæmir fyrir áróðri öfgasamtaka, sem segja "Vesturlönd" vera -spillt- og -lýðræði Vesturlanda það líka- eða -íjað að því að það sé ekki raunverulegt- :að tími sé kominn til að stokka spilin í heiminum - þar á meðal á Vesturlöndum.

Aðeins "IS" geti leitt slíka baráttu.

En ég get ekki ímyndað mér, nokkra aðra geta ánetjast þeim samtökum - - nema þeir séu þegar orðnir töluvert djúpt sokknir í "andúð á Vesturlöndum."

Því þegar sjálfir komnir með töluvert "varpaða hugsun."

 

Niðurstaða

Eitur hættulegra íslamista samtaka er í dag - einkum spúð yfir netið. Þannig séð, sé það því "úrelt hugmynd" að moskur séu megin miðstöðvar dreifingar hættulegs íslamista áróðurs. Ég bendi á þetta, vegna þess að nokkur hópur manna er andvígur mosku á Íslandi - vegna þess að þeir telja að moska auki hættu á dreifingu áróðurs af hættulegu tagi. En eins og japanska dæmið sýnir - - er engin vernd gegn Íslamista áróðri að "hafa engar moskur."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband