Áhugavert að nafn þings "Alþýðulýðveldisins Donetsk" skuli vera "Supreme Soviet"

Það er merkilegt vegna þess, að það var nafnið á þingi Sovétríkjanna á sínum tíma. Forseti þingsins í Donetsk Alþýðulýðveldinu, fer fögrum orðum um Sovétríkin sálugu, og fer ekkert í felur með það - að hann sé sannfærður kommúnisti af gamla skólanum. Þó segir hann, að ekki standi til að stjórna eins og í Sovétríkjunum, heldur sæki þeir fyrirmyndir í Rússland seinni tíma. Á hinn bóginn, segir aðstoðar-varnarmálaráðherrann, að "lýðræði" muni þurfa að bíða betri tíma. "Lýðræði sé lúxus sem menn hafi einungis efni meðan þeir hafa nóg af öllu. Meðan að stríð sé í gangi og upplausn, verði herstjórn áfram til staðar.

Þá er það spurning - hve lengi stríðsástand varir, en þ.e. alveg hugsanlegt, að það verði töluverður varanleiki þar um.

  1. Áhugaverðast er, að forseti þingsins - viðurkennir að "fólk hafi verið handtekið án dóms og laga" og "haldið föngnu án dóms og laga."
  2. Segir að því ástandi verði breytt á næstunni.
  3. Aðstoðar varnarmálaráðherrann, segir að réttmætt hafi verið að breyta listasafninu þ.s. hann áður flutti fyrirlestra, í fangelsi, þ.s. lystin sem þar hafi verið sýnd. Hafi hvort sem er, verið tilgangslaus.

Sérlega áhugaverð viðhorf þessara herramanna - - sem eru háttsettir meðlimir stjórnar uppreisnarmana í Donetsk Alþýðulýðveldinu svokallaða.

-----------------------------------------

Rebels in Eastern Ukraine Dream of Reviving Soviet Heyday

"In the Donetsk region of eastern Ukraine, the Supreme Soviet, as its separatist legislature is known, is nationalizing coal mines and reviving collective farms."

"There is now a secret police force called the M.G.B.,...Some rebels call it,...jokingly, the N.K.V.D."

"Boris O. Litvinov, the chairman of the Supreme Soviet..." - “Over the past 23 years Ukraine created a negative image of the Soviet Union,” ... “The Soviet Union was not about famine and repression. The Soviet Union was mines, factories, victory in the Great Patriotic War and in space. It was science and education and confidence in the future.” - “Some military men say, ‘I am from the N.K.V.D.,’ but it’s just bravado,”

  1. "Mr. Litvinov said that extrajudicial imprisonment here was a temporary wartime expedient, and that a court system would be up and running by December."
  2. "After elections scheduled for Nov. 2, he said, the Supreme Soviet would be renamed the People’s Soviet."

"Fyodor D. Berezin, a deputy defense minister, who before the uprising was an author of science fiction novels, described the system of government the Donetsk People’s Republic as aiming to build as “military Communism.”"

"The Isolation art space, where he once held talks as an author, is better used as a prison and garrison, he said, because the art there was “beautiful but senseless.”"

"“Yes, we have a parliament and so on, but we will rule with military methods,” he said in an interview. “It’s a necessary situation. Democracy, that beautiful structure of society, is possible when resources are abundant. We don’t have that now. Winter is here.”"

----------------------------------------- 

Hvenær voru síðast hantökur án dóms og laga í Rússlandi?: á dögum byltingarinnar 1917. Það virðist þó ekki vera svo, að handeknir hafi verið drepnir unnvörpum eins og Lenínistarnir hófu fljótlega fjöldamorð eftir valdatöku.

En fréttir hafa borist af "nauðungarvinnu" fanga - en áhugaverð frásögn fyrrum fanga, sem hefur borist í alþjóða fjölmiðla. Segir einmitt frá vist "akkúrat í hinni umtöluðu byggingu er áður var listasafn" sem hafi verið einkar ömurleg, við léleg skilyrði. Skv. frásögn hans, hafi hann verið handtekinn vegna þess að hann var með úkraínskt vegabréf og talaði með úkraínskum hreim. Honum var síðan sleppt að hans sögn - vegna þess að uppreisnarmenn hafi átt von á fjölda nýrra fanga. 

En skv. þeirri frásögn, fór hann aldrei fyrir neinn dómstól - heldur hafi hann frá handtöku lent í þeirri ömurlegu vist, sem hann sagði frá.

  • Frásögn forseta þings Donetsk Alþýðulýðveldisins, virðist staðfesta - að fólk sé einmitt handtekið og ekki dregið fyrir dóm, haldið síðan án réttarhalda eða tækifæris til að verja sig með nokkrum hætti.

Skv. því, virðist hann þar með - - viðurkenna að Donetsk Alþýðulýðveldið, sé þar með sekt - um fremur alvarleg brot á mannréttindum.

Fólk sé handtekið, en síðan fari engin sérstök skoðun á þeirra málum fram - - og ég sé enga ástæðu til að draga í efa. Frásögn fyrrum fangans, um "nauðungavinnu."

  • En það var eitt af því, sem kommarnir gerðu alltaf á sínum tíma.
  • Það var að handtaka fólk, að því er best varð séð, til þess eins að - - > Útvega þrælavinnuafl.

Ég velti því fyrir mér, hvort að Donetsk Alþýðulýðveldið, hafi þar með - - einnig gerst sekt um "þrælahald" ofan í það, að í reynd viðurkenna - - >> að vera sekt um að halda fólk án réttarhalda, eða málsvarnar af nokkru tagi.

 

Niðurstaða

Ef þetta eru réttmætar aðferðir í augum talsmanna "Donetsk Alþýðulýðveldisins" - sem viðurkenna sjálfir að sjá Sovétríkin sálugu í dýrðarljóma. Þá grunar mig, að Rússarnir sem styðja baráttu uppreisnarmanna; séu ef til vill - - að koma sér úr öskunni í eldinn. 

En þrælavinna í fangabúðum, var einmitt eitt af megineinkennum Sovétríkjanna, og uppreisnarmenn virðast hafa - - endurskapað gúlag í smáum stíl.

Það var ekkert "frelsi" í Sovétríkjunum - - það var ákveðin "velferð til staðar" en samtímis, iðkuð mjög alvarleg mannréttindabrot. Ásamt því, að ekkert umburðarlyndi var til staðar - gagnvart andstöðu eða gagnrýni.

Eins aðstoðar varnarmálaráðherrann orðaði þetta svo skemmtilega - - "sé lýðræði lúxus" sem menn hafa einungis efni á, þegar þeir hafa nóg af öllu. 

Kannski ætti efti allt saman, "Novo Rossia" ekki að bera akkúrat það nafn, ef til vill er "Novo Soviet" nær lagi -- því framtíðaríki sem til standi að mynda þarna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband