Joe Biden ásakar bandamenn Bandaríkjanna, fyrir að hafa stuðlað að því að "Islamic State" samtökin urðu til

Þessi ummæli vekja athygli, en Biden var staddur á fundi með háskólastúdentum sl. fimmtudag í Harvard. Þetta er í fyrsta sinn, sem háttsettur ráðamaður innan Bandaríkjanna - opinberlega kvartar undan hegðan bandamanna Bandaríkjanna árin sem borgarastríðið innan Sýrlands hefur staðið.

Biden Apologizes to Turkish President

 

Syrian border town still under siege by Islamic State despite allied air strikes

Turkey clashes with US over rise of ISIS

 

Það er vart unnt að ímynda sér að Biden sé að segja þetta óvart:

------------------------------------------------

Joe Biden - "Our allies in the region were our largest problem in Syria.” - “They were so determined to take down Assad and essentially have a proxy Sunni-Shia war, what did they do? . . . They poured hundreds of millions of dollars and thousands of tonnes of weapons into anyone who would fight against Assad.” - Except that the people who were being supplied were [al-Qaeda affiliate Jabhat] al-Nusra and al-Qaeda and the extremist elements of jihadis coming from other parts of the world.

  1. "In an apparent attack at former colleagues such as Hillary Clinton, ex-secretary of state, who pushed during President Barack Obama’s first term for the US to arm the Syrian opposition..."
  2. "..., Mr Biden suggested that such a step would have left weapons such as anti-aircraft missiles in the hands of Isis and al-Qaeda."

------------------------------------------------ 

En hann virðist vera að staðfesta - - þ.s. mér hefur virst vera í gangi í Mið-Austurlöndum, að utanaðkomandi ríki hafi verið að misnota stríðið í Sýrlandi, til að vega hvert að öðru með óbeinum hætti.

Leitast við að gera stríðið að "proxy war" sín á milli, þ.e. sérstaklega Arabalöndin - - þá Saudi Arabar og flóa Arabar - - sem hafi dælt linnulaust fé og vopnum, einmitt eins og Biden sagði - - > hvern þann sem var til í að berjast.

Meðan að Íran -sérstaklega- studdi stjórnina í Damascus, er hefur verið bandamaður Írana í gegnum árin, þ.e. vart unnt að ímynda sér að án Írans og bandamanna Írans þ.e. Hesbollah, hefði stjórnin í Damascus haldið velli. Á sama tíma, má vænta þess að - - án áhuga Írana. Hefðu Saudar og Flóa Arabar líklega ekki heldur skipt sér eins mikið af þeim átökum.

Rússland hefur einnig stutt stjv. í Damascus - í formi vopnasendinga. Síðan rétt eftir sl. áramót, samdi Rússland við stjv. í Damascus, um gas- og olíuleit í lögsögu Sýrlands.

  • Eins og við vitum, þá hefur "ISIS" síðan "IS" risið upp úr þeim jarðvegi, sem þar myndaðist - - að utanaðkomandi "jihad"-istar leituðu eins og mý að mykjuskán, til Sýrlands.
  • Og gátu þar fengið vopn og peninga til að berjast. Smám saman urðu "erlendir stríðsmenn" að meginaflinu meðal þeirra fylkinga sem berjast við Assad.
  • En þ.e. 2013, en átökin hófust 2011, sem að "ISIS" rís upp og sópar þannig séð, völlinn. Stórt hlutfall erlendu "jihad"-istanna virðist hafa gengið í lið með "al Baghdadi" þegar hann það ár, lýsti yfir stofnun "ISIS."
  • Og sá hópur hafði verið mikið til vopnaður af Arabaríkjunum við flóann, og Saudi Arabíu.

------------------------------------------------

Biden bætti við - - “Everyone in the region has awakened, now under US leadership the coalition has been put together and they are moving.” - “Saudi Arabia has stopped the funding going in” and “the Qataris have cut off their support for the most extreme elements of the terrorist organisations” - “It took a while for Turkey, a Sunni nation, to figure out that ISIL was a direct and immediate threat to their well-being,

Tyrkland virðist hafa einnig spilað sinn eigin leik - - með því, að viðhafa nánast ekkert eftirlit við landamærin að Sýrlandi - - og heimila þekktum "Jihad"-istum að fara viðstöðulaust yfir landamærin.

Að auki, lá megin birgðaflutningaleið uppreisnarmanna, í gegnum Tyrklands. Og þ.e. augljóst að í algeru lágmarki, þá létu Tyrkir það afskiptalaust.

Skv. fréttum kvartaði forseti Tyrklands formlega undan ummælum Biden:

------------------------------------------------ 

Skv. talsmanni Biden - “The vice president apologized for any implication that Turkey or other allies and partners in the region had intentionally supplied or facilitated the growth of ISIL or other violent extremists in Syria,” - “The United States greatly values the commitments and sacrifices made by our allies and partners from around the world to combat the scourge of ISIL, including Turkey.”

------------------------------------------------ 

  1. Takið eftir - - að Biden skv. því, hefur ekki dregið til baka þá ásökun, að bandamenn Bandaríkjanna hafi stuðlað að því að "ISIS" varð til.
  2. Einungis, skýrt ummæli sín með þeim hætti, að þau feli ekki í sér þá ásökun - að þeir hafi vísvitandi ætlað "ISIS" að verða til. 

 

Niðurstaða

Þetta eru með eftirminnilegustu ummælum sem ég hef séð frá svo háttsettum Bandaríkjamanni - í langan tíma. Ég tek þessum ummælum eins og þau standa, þ.e. að þau sýni fram á - að sín mín á rás atburða hafi verið rétt. Með þeim hætti, að Bandaríkin sjálf, hafi að mestu verið "áhorfendur" að "proxy war" bandamanna sinna -Saudi Araba og flóa Araba- við Íran, sem hafi blossað upp af krafti - meðan átökin innan Sýrlands hafa staðið yfir.

Með því að styðja hvern þann sem vildi berjast við Assad. Hafi bandamenn Bandaríkjanna, endurtekið mistök Bandaríkjanna sjálfra í Afganistan á 9. áratugnum, þegar þau "óvart" stuðluðu að tilkomu "al Qaeda" er þau með sambærilegum hætti - vopnuðu og þjálfuðu hvern sem vildi berjast í Afganistan, gegn her Sovétríkjanna þar.

"Al Qaeda" síðar reis upp og beit Bandaríkin með eftirminnilegum hætti, í svokölluðum 9-11 atburði. Það tók síðan Bandaríkin - nokkur ár. Að - að mestu, berja þau samtök niður. Og leita Osama Bin Laden uppi, og koma honum fyrir kattarnef.

  • En nú virðast bandamenn Bandaríkjanna innan Mið-Austurlanda, hafa tekist að skapa - - enn verra skrímsli, þ.e. "Islamic State."

Ég samþykki með öðrum orðum, ekki þá kenningu - að Bandaríkin sjálf, hafi verið einhver pottur og panna að baki tilurð "IS" eins og hópur "and bandarískra netverja heldur fram."

En það virðist byggja stórum hluta á því, að bandamenn Bandar. eiga í hlut, en það ágæta fólk áttar sig ekki á því - - að þó að land sé bandamaður Bandaríkjanna - - > Þá þíði það ekki endilega. Að það land fari alltaf í einu og öllu að vilja Bandaríkjanna. 

Við getum t.d. tekið sjálf okkur sem dæmi - - en Ísland hefur ekki hingað til hætt hvalveiðum. Ef það væri svo, að vera bandamaður Bandar. væri það sama, og sitja og standa skv. vilja Bandar. í einu og öllu; þá væri það ekki svo að Ísland hefði í gegnum árin - - komist upp með að hundsa vilja Bandaríkjanna innan Alþjóða Hvalveiðiráðsins.

  • Það kemur alveg fyrir, að bandamennirnir eru að framkvæma sína eigin stefnu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Góð grein. Ég hef á tilfinningunni að tilgátur þínar séu réttar.

Það er raunar alveg með ólíkindum hvað mikil ógæfa hefur hlotist af því þegar verið „hjálpa“ til við að koma ríkjandi stjórn þjóða frá völdum .

Oftast vegna þess að viðkomandi forseti er ljótur ,vondur og  leiðinlegur.

 Þjóðir verða sjálfar að sjá um slíka hluti .

 

Snorri Hansson, 5.10.2014 kl. 00:20

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef maður rifjar upp Lýbanon stríðið, þá voru þar með afskipti "Sýrland" - "Bandar. á tímabili" - "sannarlega Ísrael" - "og líklega Sovétríkin óbeint í gegnum Sýrland." Þetta varð örugglega miklu mun mannskæðara, stóð mun lengur en ella - en ef utanaðkomandi ríki. Hefðu látið öll afskipti vera.

Afskipti virðast yfirleitt tengjast málum, sem lítið hafa í raun og veru með átök í því tiltekna landi að gera. Heldur einhverja deilu þeirra landa sín á milli, sem hafa afskipti.

Slík afskipti virðast yfirleitt til bölvunar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.10.2014 kl. 13:31

3 Smámynd: Salmann Tamimi

:etta er alltaf þannig að bandaríkin eða lepp ríkii þeirra sem eru að baki öll vandræði í miðausturlaönd. Það virðist að almenning hér vill eki viðurkenna það og trúar ölu sem bandarikiin segji

Salmann Tamimi, 5.10.2014 kl. 15:42

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Voðalega ert þú góður við USA, Einar, og trúir einhver ennþá þeirri samsæriskenningu að Al Quaida standi á bak við 911 atburðina?

Hörður Þórðarson, 5.10.2014 kl. 19:45

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það eru ekki beinlínis nýjar fréttir að Sádarnir komi að þessu bralli, en óneitanlega eru það "bandarískir" vopnaframleiðendur sem maka krókinn.

Jónatan Karlsson, 5.10.2014 kl. 22:43

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það væri nú alveg hægt að taka svona kenningar lengra.

Í fyrsta lagi ber að feitletra ásamt undirstrika, að ISIS er ekkert eina aflið sem berst gegn Assad. Upphaflega var uppreisnin á allt öðrum forsendum en ISIS er með. ,,On 11 November 2012 in Doha, the National Council and other opposition forces united as the National Coalition for Syrian Revolutionary and Opposition Forces.[519] The following day, it was recognized as the legitimate government of Syria by numerous Persian Gulf states. Delegates to the Coalition's leadership council are to include women and representatives of religious and ethnic minorities, including Alawites. The military council will reportedly include the Free Syrian Army." (wiki)

Þessi hópur hafði bækistöðvar í Tyrklandi, minnir mig.

Nú, víða í ríkjum þarna um slóðir er einræði nánast með einum eða öðrum hætti. Allskyns fígúrur sem stjórna harðri hendi.

Ok. Hverjum koma helst til góða öfgahópar á borð við ISIS? Jú, harðstjórum á svæðinu!

Það er víða mikil gerjun þarna og fólk vill meiri réttindi o.s.frv.

Það er ekkert betra fyrir ríkjandi öfl á svæðinu að hafa hóp eins og ISIS og segja eitthvað á þá leið að: Sko! Sjáiði bara! Er það þetta sem þið viljið? O.s.frv.

Þetta styrkir einræðisherra og harðstjóraöfl á svæðinu.

Þessvegna eru skiljanlegar kenningar um það að hópi eins og ISIS hafi verið leyft að eflast svona og sé svo vel útbúinn vopnalega.

Þetta er reynar alþekkt trikk ef útí það er farið hjá öflum sem vilja halda völdum sama hvað. Þá stofna þeir leynilega terrorhópa eða öfgahópa - og hleypa þeim lausum.

Í þessu tilfelli er vissulega um afar ógeðfeldan hóp að ræða sem virka nánast eins og fávitar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.10.2014 kl. 00:00

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Símon Falkner -  -Nei Símon, ég held þvert á móti, að Kanar hafi raunverulega verið áhorfendur að því, að bandamenn þeirra voru að ástunda "Proxy war."

En þú gleymir því, að stöðugt kalt stríð hefur verið milli Írans og flóa Araba síðan á 9. áratugnum. T.d. fyrir 2-vikum, þá tóku bandamenn Írana í Yemen höfuðborg landsins og steyptu ríkisstjórn þess lands og forseta.

Milli Sauda + flóa Araba, og Írans. Hefur verið "tit for tat" í gangi sl. 30 ár.

Atburðir í Sýrlandi, eru í beinum tengslum við þau átök - - bandamanna Bandar. v. Íran.

--------------------

Ég er alveg viss um það, að Bandaríkin hafi haldið sér til hlés í þessum tilteknu átökum. Þó þú kjósir ekki að trúa því að svo sé sjálfur.

Enda hefur það verið stefna Obama - - að fókusa í auknum mæli á Asíusvæðið. 

Það má aftur á móti vera, að þetta "neglect" hafi verið "benign neclect" þ.e. að Bandar. hafi ekki endilega verið ósátt við það, að bandamennirnir væru að vinna að því, að steypa Assad.

Obama hafi alveg verið til í að - - láta þá um það verkefni. Enda er gagnrýni varaforsetans, ekki á þá leið - - að það hafi verið rangt af þeim, að gera tilraun til að steypa Assad.

Heldur einungis sú, að þeir hafi verið ógætnir í því - - hverja þeir vopnuðu. Í því skyni að grafa undan Assad.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.10.2014 kl. 01:25

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar Bjarki Kristjánsson-- Skemmtileg kenning, þ.e. auðvitað ekki unnt gersamlega að útiloka að Flóa Arabarnir og Saudar, hafi vísvitandi búið til "ISIS/IS."

Á hinn bóginn, ef svo er - - > Getur vel verið. Að þau samtök séu "komin út fyrir handritið" þ.e. "hætt að hlíða skipunum" og "farin að vinna eftir eigin prógrammi."

Það eitt gæti dugað til að skíra, að "Sauda og Flóa Arabar" vina um kúrs, og samþykkja að starfa með Bandar. í því - - > að berja þau samtök niður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.10.2014 kl. 01:28

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Það eru ekki beinlínis nýjar fréttir að Sádarnir komi að þessu bralli, en óneitanlega eru það "bandarískir" vopnaframleiðendur sem maka krókinn. Jónatan Karlsson,"

-------------------------

Það þarf ekki að vera, en "rússn./sovésk" vopn eru mun ódýrari. Dæmigerðasta vopnið notað af Jihadistum er "RPG" sem er gömul sovésk hönnun.

Þú getur keypt mun meira magn af ódýrum vopnum frá Rússlandi, eða Kína eða Víetnam eða N-Kóreu - - > Fyrir sama pening.

Ég held að mun líklegra sé, að vopn frá þessum áttum séu keypt á svörtum markaði, og þeim dreift til þessara aðila. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.10.2014 kl. 01:32

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Voðalega ert þú góður við USA, Einar, og trúir einhver ennþá þeirri samsæriskenningu að Al Quaida standi á bak við 911 atburðina?

Hörður Þórðarson, 5.10.2014 kl. 19:45"

--------------------

Að sjálfsögðu, enda standast kenningar þess efnis að Bandar. hafi sprengt turnana enga skoðun. Ég get haldið langa ræðu um það, af hverju þær kenningar eru augljós steypa - en nenni því ekki nú. En ég tók þátt í netdeilum um það atriði í 2-3 ár. Viðaði að mér ágætri þekkingu um það, hversu fáránlegar þær kenningar eru.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.10.2014 kl. 01:34

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Símon Falkner--- Símon, þ.e. ekki hægt að taka mark á nokkru því sem er skrifað á "Global Research."  Sá vefur hefur svo mörgum sinnum verið staðinn af því að flytja gróusögur og annan tilbúning - - að engin leið er að taka mark á nokkru sem þar er skrifað. Nema unnt sé að finna óháða staðfestingu á því, hjá einhverjum óskildum aðila.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.10.2014 kl. 01:39

12 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég tek undir athugasemdir Harðar, Símons, Ómars og Salminns, hvað varðar gagnrýnislausan stuðning og traust Einars síðuhaldara á orðum og athöfnum ráðamanna vestanhafs og hvet hann reyndar til að leiða hugann að hverjir það eru sem standa prúðir hjá garði og hafast ekkert að, en eru eigi að síður þeir sem hafa mestan hag af stuðningi Sádi Arabíu við herforingjastjórninaí Egyptalandi og uppreisnaröflin í Sýrlandi.

Jónatan Karlsson, 6.10.2014 kl. 17:22

13 identicon

Sæll Einar Björn

Þetta er allt að koma fram og það er ekki hægt að leyna öllu um tengsl stjórnvalda í Bandaríkjunum við ISIS:

Draumur Zíonista (eða Neocons) er núna loksins að rætast með að gera sprengjuárásir á íbúa Sýrlands, og síðan eftir það verður ráðist á íbúa Írans eða skv. gamla Zíonistaplaninu er General Wesley Clark upplýsti okkur um (sjá Wesley Clark Told The Truth).  

Í dag þá hlýtur allt þetta AIPAC -liðið að vera ánægt, þar sem að áætlun hans Oded Yinon er öll að rætast, og allt fyrir þetta Stóra og Nýja Zionista Ísrael.

Obama authorized covert support for Syrian rebels,

U.S. finalizing plan to boost support for Syrian rebels 

Obama authorizes secret U.S. support for Syrian rebels 

US-Sponsored Terrorism in Iraq and “Constructive Chaos” in the Middle East

Rand Paul: US created ‘jihadist wonderland’ in Syria, Libya and Iraq

ISIS Terrorists were Trained by US in 2012 for Syria Conflict

Oklahoma Senator Says He Has Proof That Obama Is Supporting the Enemy

"It's a little tricky to keep up on who is on whose side, but for now ISIS, Al Qaeda, and the Syrian Revolutionary Front (aka FSA) are working together, and that means that any weapons or money that the U.S. government sends to the Syrian rebels are going to end up helping ISIS"(Isis & Al Nusra Merge & Announce Islamic Caliphate - Obama to Send them $500 Million)

ISIS Leader Abu Bakr Al Baghdadi Trained by Israeli Mossad, NSA Documents Reveal  http://www.globalresearch.ca/isis-leader-abu-bakr-al-baghdadi-trained-by-israeli-mossad-nsa-documents-reveal/5391593

ISIS Leader ‘Al-Baghdadi’ Is A ‘Jewish Mossad Agent’ – French Reports http://topinfopost.com/2014/08/08/isis-leader-al-baghdadi-is-a-jewish-mossad-agent-



Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband