Leiðtogar Katalóníu ætla að halda almenna atkvæðagreiðslu um sjálfstæði, þó að stjórnarskrárdómstóll Spánar hafi bannað hana

Það eru vísbendingar þess að deilan milli Katalóníubúa og yfirvalda á Spáni sé að - hitna. En í frétt á vef Financial Times kemur fram, að skv. nýlegri skoðanakönnun. Mælist stuðningur kjósenda - við það að atkvæðagreiðslan verði haldin 70%. Að auki skv. þeirri könnun, fær enginn flokkur sem er andvígur því að atkvæðagreiðslan fari fram - - meir en 5% fylgi.

Athygli vekur, að "Partito Popular" hægri flokkur Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar, mælis skv. þeirri könnun, einungis með 2% fylgi í Katalóníu.

Síðan er afstaða kjósenda í Katalóníu bersýnilega að harðna - - því nú mælist stærstur flokka þar, flokkur harðra sjálfstæðissinna, meðan að hófsamir sjálfsstæðissinnar flokks héraðsstjórans - þeirra fylgi hefur dalað. Er sá flokkur þá næsti stærsti flokkurinn - í staðinn.

  • Þetta er örugglega styrkir Artur Mas, leiðtoga héraðsins, í því að - - standa í hárinu á spænskum stjórnvöldum.
  • Hafið í huga, að þetta er meiri stuðningur við sjálfstæðiskröfu að hlutfalli, en kom fram í Skotlandi. 

Catalan leaders vow to press on with referendum vote

Graphic: Catalonia by the numbers.

Það er gríðarlegur munur á nálgun breskra stjórnvalda á drauma skoskra þjóðernissinna, og á nálgun spænskra stjórnvalda á drauma katalónskra þjóðernissinna!

Eins og kom fram í minni síðustu umfjöllun um þetta mál:

Það eru ekki bara Skota sem dreymir um "sjálfstæði"

Þá er nálgun spænskra stjórnvalda - - þvermóðskan ein. sbr. þ.s. ég sagði síðast "...hafa stjv. á Spáni, gert allt í sínu valdi - til að "hindra það að sambærileg atkvæðagreiðsla geti farið fram í Katalóníu, kallað tilraunir til slíks "lögleysu" og sagt að spænska þingið, yrði að "veita heimild" og að auki - að veiting slíkrar heimildar "komi ekki til greina." - "Þá hefur ríkisstjórn Spánar, einnig sagt - - að engu héraði sé "heimilt að yfirgefa Spán" nema að allsherjar þjóðaratkvæðagreiðsla á "öllum Spáni" samþykki slíkt. Og á sama tíma einnig sagt, ekki hafa áform um að "láta framkvæma eina slíka."

Hvað hefur síðan gerst í Bretlandi? Stjórnvöld ekki einungis -heimiluðu atkvæðagreiðslunni að fara fram- og samtímis var gersamlega ljóst að útkoman mundi vera virt. Heldur hefur David Cameron staðfest - að staðið verði við loforð um það, að "auka sjálfforræði" einstakra héraða í Bretlandi.

  1. Mér virðist einmitt það vera að gerast sem ég óttaðist, að sjálf þvermóðska spænskra stjórnvalda, sé að hleypa vaxandi hörku í málið.
  2. Og mér virðist að hún sé einnig að hafa þau öfugu áhrif innan Katalóníu, að "auka fylgi við sjálfstæði."

Þvert ofan í þ.s. hægri menn á Spáni - virðast óttast.

Þá getur hin þvermóðskufulla afstaða forsætisráðherra Spánar og flokks hans, verið að auka líkurnar á því - - að Katalónía á endanum segi skilið við Spán.

Síðan þarf að muna eftir því, að Katalónía er "auðugasta hérað Spánar" - - ef eins og getur stefnt í, málið fer í átök og vesen, þá gæti það augljóslega - - skaðað efnahag Spánar.

Atriði, sem Spánn má ekki við - augljóslega.

 

Ég held að stjórn Spánar, hefði mjög auðveldlega getað komið í veg fyrir þessa atkvæðagreiðslu, með allt öðrum hætti

Það er, ef ríkisstjórn Spánar - hefði verið til í að taka upp þá umræðu við héröðin á Spáni. Að ræða almennt um valdahlutföll milli miðstjórnarvaldsins og héraðanna.

En áður en krafan um sjálfstæði blossaði svo ákaft upp í Katalóníu. Hafði Katalónía - krafist að fá að halda eftir, auknum hluta skatttekna sem þar verða til.

Þ.e. Katalónía eftir allt saman er - auðugasta héraðið. Þá rennur mikið skattfé þaðan, til þess að styrkja fátækari héröð sérstaklega á S-Spáni, þ.s. fátæktin er einna mest.

Þessi spurning kom upp, eftir að kreppan á Spáni hófst, og krafan um útgjalda niðurskurð fór að "bitna á héröðunum" - - Katalónía sá auðvitað, að ef hlutfall skatttekna sem Katalónía má halda eftir "væri aukið" hefði niðurskurðarkrafan bitnað mun minna á opinberri þjónustu innan Katalóníu.

  • spænsk stjv. höfnuðu þessum kröfum algerlega.

En þ.e. fremur sennilegt, að spænsk stjv. hafi á þeim tímapunkti, getað lent málinu - og stöðvað það í fæðingu.

En eftir að kröfum Artur Mas var hafnað, þá tók hann upp sjálfsstæðiskröfuna. Það virðist a.m.k. síðan þá, að sú krafa hafi náð mjög miklum hljómgrunni meðal íbúa í Katalóníu.

  1. Á sínum tíma, fóru Bretar einnig að með öðrum hætti, en Skotland er nú búið að vera með sjálfsætt þing um nokkurn tíma. Skotar fengu það fyrir nokkru síðan.
  2. Og það þing fékk "raunveruleg völd" og það þíddi að Skotar fengu einmitt þ.s. Katalónar áður fóru fram á, "hlutdeild í skatttekjum."

Munurinn er sem sagt sá - - að bresk stjv. virðast alltaf hafa verið tilbúin til "málamiðlana."

Meðan, að spænsk stjv., með afstöðu sinni - - að gefa ekki eftir "nögl á fingri." Það bjóði hættunni heim.

  • Þó það hafi verið rifist um sjálfstæðismálið í Skotlandi og í Englandi - - þá varð málið aldrei mjög heitt.
  • En annað gæti verið uppi á teningnum á Spáni.
  1. En t.d. - hvað gerist, ef eins og nú blasir við, að flokkar sjálfsstæðissinna í Katalóníu.
  2. Segjast ætla að framkvæma kosninguna, þó svo hún sé úrskurðuð ólögleg, og þó svo að Mariano Rajoy, hafi sagt munu koma í veg fyrir hana með öllum tiltækum ráðum?
  • Mér dettur t.d. sá möguleiki til hugar, að "leiðtogar sjálfsstæðissinna í Katalóníu verði handteknir" - "þeir ákærðir jafnvel fyrir landráð" - "dregnir fyrir dóm."

En það er sennilega alfarið innan lagaramma, stjórnvöld á Spáni, mundu geta látið handtaka þá - - og formlega ákæra. Það má vera, að hægt væri að hafa það "landráðakæru."

  • Það getur líka verið, að fjölmennt lögreglulið verði sent á staðinn af hálfu stjv. - kjörgögn gerð upptæk - kjörstaðir innsiglaðir - o.s.frv. En látið vera að handtaka leiðtogana.

Punkturinn er sá, að í báðum tilvikum mundi líklega sjóða upp úr: Ég hugsa að fjölmenn mótmæli á götum í Katalóníu, skipulögð óhlýðni borgar o.s.frv. - - væri afskaplega líkleg.

Þá mundi efnahagsskaði fyrir Spán, verða yfirgnæfandi líklegur.

 

Niðurstaða

Mér virðist deilan milli Katalóníu og stjórnvalda á Spáni. Vera á leið inn í stöðu - þegar átök verða hratt vaxandi að líkindum. En ef flokkar sjálfsstæðissinna, gera alvöru úr því að setja undirbúning atkvæðagreiðslu íbúa héraðsins á fullt. Eftir að hún hefur verið úrskurðuð - brot á stjórnarskrá Spánar. Með stefnu á að halda hana skv. áður útgefinni dagsetningu 9. nóv. nk. 

Þá virðist mér ljóst að stjv. á Spáni - muni gera alvöru úr því. Að hindra að hún fari fram.

Þá í ljósi þess, hve stuðningur við það að atkvæðagreiðslan verði haldin virðist orðinn mikill innan Katalóníu - - blasir við í kjölfarið, miklar líkur á fjölmennum mótmælum, og borgaralegum óróa.

Þessi deila mundi þá líklega fara að hafa neikvæð efnahags áhrif fyrir Spán. Eitthvað sem Spánn þarf alls ekki á að halda.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Einar Björn

Ítarlegar pælingar þínar eru venju samkvæmt áhugaverðar og fræðandi.

Erindi mitt að þessu sinni er ekki að kvarta yfir niðurstöðum þínum, sem mér finnast þó stundum bera beiskan keim kosher fjölmiðlana vestanhafs, en nóg um það.

Eitt er það viðfangsefni sem ég hefði gaman að heyra álit þitt á og hvet þig til að tjá þig um, en það snýr að stöðu mála í Yemen og hvaða áhrif þú álítir að núverandi ástand skapi á næstu misserum fyrir Mið-Austurlönd og auðvitað okkur á Vesturlöndum.

Um þessi mál ríkir einhverra hluta vegna nánast þrúgandi grafarþögn í vestrænum fjölmiðlum.

Jónatan Karlsson, 4.10.2014 kl. 17:58

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mér virðist þar birtast átök Írana og Saudi Araba - - langt kalt stríð sem geisað hefur síðan á 9. áratugnum, en er virðist hafa hitnað mikið eftir að borgaraátök innan Sýrlands hófust 2011.

En það virðist að Shíta hópurinn í Yemen séu bandamenn Írans. Meðan að sú stjórn er þeir steyptu af stóli - - var bandamaður Sauda.

Má þannig séð, líta á þ.s. vissan krók á móti bragði, af hálfu Írans. Refsing á Sauda af hálfu Írans - - fyrir það að Saudar hafa stutt andstæðinga Assads í Sýrlandi. En Sýrland er bandamaður Írans.

  • Tilkoma "IS"/"ISIS" - virðist hafa verið á óvart, þ.e. Saudar - flóa Arabar, og Tyrkir - - með stuðningi sínum við öftamúslima er voru tilbúnir að berjast við Assad.
  • Hafi skapað þann jarðveg, sem "IS"/"ISIS" spratt úr.
  • Þannig "óvart" stuðað að því að þau samtök urðu til.

Þannig hafi þau, "óvart" - búið til skrímsli.

Nú virðast þessi lönd, vera búin að samþykkja - - að vinna með Bandar. að því, að berja á "IS" - að auki samþykkt, að hætta að styðja hættulega öfgamenn.

Á sama tíma, er annað merkilegt í gangi, sem er - - samningaviðræður Bandar. og Vesturvelda, við Íran.

Hvað úr þeim samningum kemur - - getur orðið stórmerkilegt.

Þetta allt fléttast saman. Á þessari stundu virðist engin leið að lesa þá stöðu, hvernig hún er líkleg að þróast.

En t.d. ef samkomulag næst milli Bandar. og Vesturvelda - - er það hugsanlegt. Að Íran söðli um, hætti að vera andstæðingur.

Á sama tíma - - er Rússland þarna einnig að auki til staðar. Leitast við að vera svokallaður "spoiler" - en mig grunar að Bandar. og Vesturveldi geti ávalt yfirboðið Rússland.

Afskipti Rússa - - gætu þó stuðlað að því, að Íran nái á endanum, hagstæðara samkomulagi við Vesturveldi.

Eitt virðist víst, að Saudar - eru alls ekki hrifnir af því, ef Íranar og Bandar. - nálgast hvort annað. Þar á milli sé fornt hatur - sem sé afskaplega lifandi í dag.

Bandar. virðast vera - - að leitast við. Að hafa a.m.k. "óbeint" samstarf við Íran, í baráttunni við "IS" - - þ.e. í gegnum stjv. í Bagdad. En þau hafa verið - einnig, bandamaður Írans í seinni tíð.

En nú þegar þau eru undir þrístingi frá "IS" - - neiðast þau til að þyggja aðstoð frá Washington.

  • Þarna með öðrum orðum, er í gangi flókinn leikur með nokkrum persónum og leikendum.
  • Útkoman getur verið með margvíslegum hætti.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.10.2014 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband