Mér fannst áhugaverð skilaboð Seðlabankastjóra, að ef launahækkanir verða umfram 3,5% þá verði sennilega vaxtahækkun

Þetta kom fram í viðtali á Bylgjunni í hádegisfréttum á miðvikudag. Síðan ræddi Bylgjan við forseta ASÍ og spurði hann út í ummæli Más. Þá svaraði hann því, að ríkisstjórnin hafi með samningum þeim sem hún gerði við "háskólamenn" sett ákveðin tón - það væri ósanngjarnt af krefjast þess af "verkamönnum" að þeir fái "lægri launahækkanir" en "háskólamenn" til þess að halda niðri verðbólgu. Það væri ósanngjörn krafa, að setja ábyrgðina af því að "viðhalda stöðugleikanum" eingöngu á "verkafólk."

Ég man ef til vill ekki orð Gylfa Arnbjörnssonar - - nákvæmlega orðrétt.

En ég held að ég fari nokkurn veginn rétt með - - innihald þeirra.

 

Hvað meinar Már Guðmundsson, með 3,5% viðmiðinu?

Mér finnst þetta afar forvitnilegt, og í reynd merkilegt - hve lítil umræða hefur um það skapast. En mér finnst það afar freistandi að skilja það svo - - að þetta sé áætlun starfsm. Seðlabankans, mat þeirra með öðrum orðum, á því hve mikla aukningu á "innflutningi" hagkerfið ber í gegnum frekari launahækkanir - - án þess að sennilega þurfi að fella gengið.

  1. Ég hef verið það samfellt síðan ríkisstjórnin gerði kjarasamninga við kennara, sem sjálfur formaður samninganefndar kennara, sagði geta falið í sér 30% launahækkun - þegar tillit er tekið til hækkana sem lofað væri ef tilteknar skipulagsbreytingar væru samþykktar innan skólanna; verið viss um að með þeim hafi ríkisstjórnin gert afar afdrifarík mistök.
  2. Grunnhækkunin var e-h rúmlega 6%. En hafandi í huga, hve öflug gulrót það sennilega er -að fá restina af launahækkuninni- þá væntanlega verða þær skipulagsbreytingar framkvæmdar, þannig að við séum virkilega að tala um - - launahækkanir í 2-ja stafa tölu.
  3. Ég verð að segja það, að ég var "virkilega undrandi á menntamálaráðherra" - "sem sjálfur er hagfræðingur að mennt" - "sem þíðir að honum á að vera vel kunnugar þær afleiðingar sem það getur haft fyrir stöðugleika í landinu ef 2-ja stafa launahækkanir ganga sem bylgja í gegnum kjarasamninga allra helstu hópa launamanna" - "að það skuli hafa verið hann sem þó tók slíka ákvörðun" - "maður sem hefur árum saman predikað að ríkið eigi að sýna ráðdeild." Svo bregðast krosstré sem önnur tré - segi ég.

Í haust stendur nú ríkisstjórnin frammi fyrir afleiðingunum - - stífri kröfu frá almennum launamömum, um hækkanir af sambærilegu tagi - og þær sem kennarar hafa fengið.

Þetta er atriði - sem menn áttu að sjá fyrir - sem virkilega "naívt" var að menn skuli ekki hafa áttað sig á þessu fyrirfram.

Sannarlega er það rétt, að starf kennara er mikilvægt, að það hefur verið flótti út stéttinni, að þeir eiga skilið hærri laun - - - allt þetta er rétt.

En í alvöru, að heimila slíkar launahækkanir - - var samt gersamlega ábyrðalaust.

  • Punkturinn er augljóslega sá, að aðrir launamenn munu krefjast sambærilegra hækkana.
  • Már hefur algerlega með réttu, í reynd bent á, að slíkar launahækkanir ef þær ganga í gegnum allan skalann - - munu leiða til "hærri verðbólgu" - líklega þíðir það að hann á von á gengisfellingu.
  1. Þá auðvitað - - hverfur þessi "launaleiðrétting kennara" og verður nær því að engu.
  2. Menn áttu að sjá - - að slík "leiðréttingartilraun" gat aldrei gengið upp, hlaut að ganga ekki upp, nema að hún væri framkvæmd í - - sátt við aðra hópa launamanna.
  3. Leiðrétting- - getur eðli málsins ekki gengið upp. Nema að aðrir hópar, sætti sig við hana.

Annars verður engin leiðrétting. Svo einfalt er það.

Þegar aðrir hópar heimta og ná "sennilega fram" sambærilegum hækkunum.

Gengur verðbólgubylgja í gegnum samfélagið "eftir líklega gengisfellingu" og verðbólgan þá "eins og svo oft áður hefur gerst" étur að mestu upp hinar 2-ja stafa prósentulaunahækkanir.

Við sáum þetta svo oft í endurtekningu á 9. áratugnum, að ég er undrandi á því, að menn skuli - - taka ákvörðun sem svo að miklum líkindum - - mun kalla slíka dembu yfir okkur eina ferðina enn.

 

Þetta er örugglega af hverju Már lækkaði ekki vexti

Mér virðist þetta alveg klárt - - verðbólga sl. 6 mánuði hefur verið "innan við 2%" sem þíðir - - að skoðað eingöngu út frá verðbólgunni. Eru stýrivextir augljóst alltof háir.

Á hinn bóginn, ef maður hefur í huga, að Már - - telur sennilega miklar líkur á nýrri verðbólgubylgju á nk. 12 mánuðum. Þá skýrist algerlega, af hverju hann lækkaði ekki vexti. Og ekki síst, að hann skuli á sama tíma - hóta frekari "vaxtahækkunum."

  • Ég er mjög hræddur um, að ríkisstjórnin hafi gersamlega "klúðrað stöðugleikanum" með þessari einu ákvörðun, kjarasamningum kennara.
  • Með þeim hafi hún búið til tifandi tímasprengju, sem eigi eftir að springa.
  • Sem muni síðan, sprengja þann stöðugleika í "tætlur" sem við höfum náð fram á síðustu mánuðum.
  1. Það þíðir að auki, að þ.s. sá stöðugleiki er "ein megin forsenda þess" að unnt verði að losa um höft.
  2. Að líklega verður ekki af því, að hafin verði losun hafta.
  3. Það getur verið það slæmt, að losun hafta verði ekki -- þetta kjörtímabil.

Hversu afdrifaríkt getur þetta verið? Svo afdrifaríkt: Að við fáum, vinstri stjórn að nýju, ef hægri stjórnin verður fyrir því atlægi að hafa gersamlega klúðrað "stöðugleikanum" og síðan "losun hafta" - - fyrir Framsóknarflokkinn "klúðrast þá sennilega einnig leiðréttingin svokallaða þó svo hún verði framkvæmd því verðbólgan sem kennara samninga klúðrið býr til í kjölfar þess að samtök launamanna að afloknum útbreiddum verkföllum neyða ríkisstjórnina til að semja um sambærilega hækkanir og kennarar fengu; eyði upp kjarabótinni sem skuldugir launamenn töldu sig fá með lánaleiðréttingunni fyrir utan að lánin munu hækka duglega þegar verðbólgu bylgjan gengur yfir. Þá fá báðir stjórnarflokkarnir duglegan rassskell frá kjósendum - að góðum líkindum. Þetta sýnir - hvað eitt klúður getur klúðrar miklu.

Ríkisstjórnin -virtist vera á ágætri siglingu með sín mál- svo með einni ákvörðun var sennilega öllu klúðrað.

 

Niðurstaða

Því miður,  ég segi þetta dapur í hjarta, en ég tel það líklegra en ekki, að ríkisstjórnin muni fá afskaplega slæma útreið úr nk. þingkosningum. Það verði vegna þess, að vegna einnar slæmrar ákvörðunar - - muni nánast allt þ.s. ríkisstjórnin stefndi að, ekki takast.

Þetta sýnir það - hve óskaplega mikilvægt það er.

Að stara stöðugt á heildarmyndina - þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar.

En hvort sem Íslendingum líkar betur eða verr, þá eru "laun" - mikilvægt púsl í þá heildarmynd sem þarf að ganga upp. Tekjur Íslendinga af utanríkisviðskiptum eru alltaf takmarkaðar. Landið býr við þunga greiðslubyrði sem verður væntanlega ekki minnkuð að verulegu ráði, fyrr en á nk. kjörtímabili. 

Meðan að "hrunskuldirnar" eru enn þungur baggi - þá verður að taka tillit til þeirra greiðsla, sem þíðir m.a. að "launahækkanir" verður á meðan að halda í "hófi" því að innflutningur verður að vera "nægilega hófstilltur" meðan að greiðslubyrðin af hinum erlendu skuldum er enn þung.

Þetta áttu allir að vita. Átti ekki að koma nokkrum á óvart!

En ekki síður, að stöðugleiki - lág verðbólga, væri einnig ein grunnforsenda fyrir losun hafta. Svo að klúðraður stöðugleiki, þíðir einnig að líkindum, að ekki verði af haftalosun.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband