1.10.2014 | 23:47
Spurning hvað akkúrat "Rússland" er að gera við "netið" í Rússlandi? En ef marka má Pútín - er tilgangurinn að auka "netöryggi!"
Það hefur verið orðrómur uppi um að Rússland væri á þeirri leið að setja upp "Net-Kína múr." En fljótt á litið, virðist slíkt ekki vera í gangi - a.m.k. ekki enn. En ef marka má frásagnir og yfirlísingar Pútíns. Þá verði búið til innan Rússlands "backup-net" fyrir síður sem hafa endinguna .ru og .rf.
Putin Backs Plan to Isolate Russian Internet as Security Measure
Það er nefnilega málið, að þó yfirlístur tilgangur sé einn, getur vel verið að aðgerð þjóni einnig öðru markmiði!
- "Oleg Demidov, an authority on Russian Internet policies at the PIR center in Moscow, said that Russia wanted to create a double channel for the Internet."
- "The backup channel would of course be under government control."
- In normal times, it would work like it does now, he said of this Russian vision of the Internet. But in an emergency, the reserve system would come alive.
Sko - ef það á að vera mögulegt að "bakka up" -heimanetið- þá er það vart mögulegt, nema að það sé allt varðveitt -heima- þ.e. öll gögn varðveitt innan Rússlands.
Mér virðist það, veita stjv. augljós tækifæri til "eftirlits" með netinu "innan Rússlands."
Skv. opinberri frásögn - stendur ekki til, að "loka landinu" -í netheimum þ.e.- ekki að takmarka aðgang að erlendum síðum.
- Rússland hefur krafist þess af erlendum netfyrirtækum - - sem reka "þekkta samfélagsmiðla" að gögn rússn. notenda - séu varðveitt í Rússlandi.
- Fram að þessu bendir þó ekkert til þess, að rússn. yfirvöld hafi haft erindi sem erfiði - við það verk, að þvinga þau fyrirtæki, til að stofna "útibú í Rússlandi" þ.s. gögn rússn. notenda væru varðveitt þ.s. -tja hægt væri að bakka þau upp- en einnig að -tryggja eftirlit.-
Það hefur vakið athygli, að skv. nýlegum lögum í Rússlandi - - má loka aðgangi að erlendum netsíðum. Án nokkurs fyrirvara - án dómsúrskurðar og að því virðist, án rökstuðnings.
- Mér skilst að "síður þekktra rússn. andófsmanna t.d. "Navalny" hafi orðið fyrir barðinu á þessu - - en skv. bókstaf laganna á bannið eingöngu að ná yfir síður sem "dreifa hatursáróðri."
- En það má sjálfsagt túlka það afar frjálslega - hvað er hatursáróður.
Það læðist þannig að manni sá lúmski grunur - - að megin tilgangur rússn. stjv. sé ekki "internet öryggi."
Nema í skilningi þeim, sem snýr að stjv. sjálfum, að þau vilji tryggja "þeirra eigið öryggi."
Þetta sé þá ef til vill - í reynd fókusað á "control" - að hafa stjórn á, vald yfir "netinu" jafnvel netnotkun innan Rússlands.
Með öðrum orðum, að um sé að ræða "víða skilgreinungu á öryggi" - - en "öryggi" er sennilega mest sögulega séð, misnotaða orð allra tíma.
- Á 20. öld, voru sennilega hundruð þúsunda ef ekki milljónir, handetknar, og pyntaðir - jafnvel líflátnar; án þess að dýpri ástæða en "öryggi" væri upp gefin.
Niðurstaða
Ég varpa því fram, að eftir að Rússland hefur hrint sinni áætlun í verk - að bakka upp allt heimanetið. Tryggt eins og framast mögulegt er, að gögn heima notenda séu bökkuð upp innan Rússlands, varðveitt þar í gagnagrunnum.
Þá geti vel komið sú tilkynnning stjv. - að aðgangur að síðum utan Rússlands. Sé -ekki bannaður- en háður "netgátt stjv." Aðrar leiðir verði lokaðar. Síðan verði eins og í Kína, fj. manns á vegum stjv. í vinnu, við það að fylgjast með netnotkun "utan landsins" - en það verði þá unnt að sjá hvaða síður hver og einn heimsækir, þegar öll traffíkin sé í gegnum netgátt stjv. með öflugri síu. Auðvelt án fyrirvara, að hindra aðgang að efni - sem talið er skaðlegt af hálfu stjv.
Sem þarf kannski ekki að vera annað - en óþægileg gagnrýni sem birt er á erlendri netsíðu.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nánast fyndið að heyra þig röfla um Net-Kína múr ...
Sannleikurinn er sá, að Kínverjar hafa meiri upplýsingar um veröldina en þú ... sem er verulega spaugilegt.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.10.2014 kl. 14:48
Sæll Einar Björn
Putin og fleiri stjórnmálamenn eru ekki hrifnir af allri þessari njósnastarfsemi á netinu, en auðvita eigum við að vera ánægð með alla þessa njósnastarfsemina á vegum stjórnvalda í Bandaríkjunum í gegnum google, facebook og á vegum CIA, ekki satt?
Menn eiga auðvita að styðja alla svona Neo- Fasista njósnastarfsemi á vegum stjórnvalda í Bandaríkjunum, og það hlýtur að vera eitthvað mikið að fólki sem er á móti þessari Neo- Fasista njósnastarfsemi í gegnum google, facebook og á vegum CIA, ekki satt?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.10.2014 kl. 19:51
Það má segja, að nú séu í Kína ákveðin "censur" í gangi, þar sem fólk almennt fær ekki að vita í fréttum hvað er að gerast í Hong Kong. "almennt", en það þýðir ekki að engar upplýsingar séu til staðar.
Google, Wikipeda eru engar "góðar" fréttarásir. Wikipedia er full af þvættingi, sem alltaf kemur upp á google og blokkerar allar "alternatívar" skoðanir. Þannig að hugmyndir þínar Einar um það hvað þú hefur mikin aðgang að góðum upplýsingum, er nánast hlægilegur.
Það eru ALLTAF tvær hliðar á öllum málum. Og hér á Vesturlöndum er orðið allt of mikið um einhliða fréttafluttning. Og það er til dæmis ekki til sá kauði hér, sem "spekulerar" í því hvað Obama sé í raun að aðhafast. Menn trúa á hann og Bandaríkin, eins og Þjóðverjar trúðu á Hitler.
Sjálfskoðun, er ekki til á Íslandi lengur ... eða á Norðurlöndum. Sjálfsgagnrýni, eða bara að vera "efagjarn" og vísindalegur í eðli sínu og vilja fá "sannanir" fyrir málinu.
Sannleikurinn er sá Einar, að það er "fróðlegt" með einsdæmum að sjá Kínverskt sjónvarp. Það vantar ekkert á sjálfsgagnrýnina, og eru Hong Kong búar alveg dæmigerðir í þessum efnum. Kíinverjar eru fyllilega færir um að sjá sjálfan sig í réttu ljósi ... enb þó benda á að "boxarar" eru ennþá stór hópur í Kína. Og tilheyrir núverandi flokksformaður Kína í dag, þessum hópi manna. Það er bara spurning hversu mikin skaða hann getur valdið áður enn Kína snýr sér á réttan kjöl.
En, þó svo að ég segi "boxarar", þá má líka nefna það að vrea stoltur og þjóðernissinnaður eins og Kínverjar, er ekkert slæmt mál. Blönduð sjálfsgagnrýni, og þjóðernis hættir eru andstæður sem geta skapað góða afkomu. Þessi "andsnúnings" háttur, eins og gengur um Evrópu er bara Evrópu til skammar í raun ... það er til millivegur í málinu.
Hong Kong, er dæmigert um þad. Hversu mikið hugrekki, djúp hugsun og baráttu andi finnst í Kínverjum. Og þetta er ekkert "einokað" við Hong Kong, heldur er mikill efnisviður í Kínverju. Og þú myndir læra margt á því að horfa á sjónvarpið þeirra, hvað varðar þætti og fréttaflutning.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.10.2014 kl. 20:25
Mer dettur i hug brandarinn sem sagður var i skemmtiþætti sem bar nafnið Laugh - in ef eg man rétt.
Rússi var spurður um sjónvarpsefni a rússneskum sjónvarpsstöðvum og svarið var.
"In russia we don't watch television, the television watches us."
Kveðja fra Ebolu ríkinu Texas.
Jóhann Kristinsson, 2.10.2014 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning