Getur verið að nálgast úrslitastund fyrir evruna

Nokkrir þættir hafa vakið athygli - síðustu vikur. Fyrsta lagi, að tilboð Seðlabanka Evrópu til evrópskra bankastofnana svokölluð TlTRO lán. Að eftirspurn reyndist einungis ca. 1/4 af framboði af lánsfé - - með öðrum orðum, að þessi nýi lánapakki - - floppaði. Öðru lagi, frekari fregnir hafa borist af því, að hagvöxtur í Evrópu sé - - virkilega arfaslakur. Þriðja lagi, frétt dagsins í dag að verðbólga á evrusvæði sé nú einungis 0,3%.

  • Fyrir bragðið beinast spjótin nú að Seðlabanka Evrópu, sérstaklega Mario Draghi.

Mario er með enn eitt útspilið:

Mario Draghi pushes for ECB to accept Greek and Cypriot ‘junk’ loan bundles

Asset-backed securities: Back from disgrace

 

Eins og ég skil þetta, þá er tilboð Draghi - hans nýjasta útspil - ætlað til þess að styrkja fjármálastofnanir í S-Evrópu

Mario Draghi, er þá -vísvitandi- að bjóða "ECB" fram sem móttöku aðila fyrir lántökuáhættu. Þetta er reyndar ekki "alveg nýtt" en Draghi hefur þegar nefnt þessa leið - í nokkur skipti.

Sbr: Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 4 September 2014: "The Eurosystem will purchase a broad portfolio of simple and transparent asset-backed securities (ABSs) with underlying assets consisting of claims against the euro area non-financial private sector under an ABS purchase programme (ABSPP)."

En nú vill hann - - hleypa þessu prógrammi af stokknum. En skv. því -eins og ég skil það- þá býður "ECB" upp á að kaupa af bönkum - - lán til fyrirtækja annarra en fjármálastofnana.

----------------------------------------

  • Ef einhver man eftir "undirlánakrísunni" sbr. "sub prime crisis" - þá var hún stórum hluta búinn til af fyrirtækjum, sem stunduðu það vísvitandi að "selja frá sér veitt lán - jafnóðum" sem þíddi að þar með "dreifðu þau áhættunni yfir allt fjármálakerfi heimsins" meðan að þau á móti "losuðu sig við alla áhættu" en - - hirtu lántökugjald í hvert sinn.
  • Þessum fyrirtækjum virtist alfarið saman um gæði þeirra lána sem veitt voru, þ.s. þau seldu þau alltaf frá sér, jafnóðum. Bissnessinn - - virtist snúast um "lántökugjaldið."

----------------------------------------

  1. Punkturinn er auðvitað sá, að þetta getur haft verulega "jákvæð" áhrif til þess að "örva hagkerfin í S-Evrópu."
  2. En þó svo að "afleiður" - "asset based securities" hafi eðlilega á sér "óorð" eftir undirlánakrísuna - - þ.e. hve skeytingarlaust og ábyrgðalaust bandar. einkafjármálastofnanir misnotuðu afleiðuformið. Til þess beinlínis - að spúa "fjármálaeitri yfir hagkerfi heimsins."
  3. Þá auðvitað er "Draghi" að nota afleiður með allt öðrum hætti - - sem ég mundi ekki vilja samþykkja að sé óábyrg aðferð. 
  • En mér virðist, að með því að kaupa "lélegustu lánin" - þau sem "minnst raunverulegt andvirði er í" - þá mundi "ECB" í raun og veru, "veita S-Evrópu töluvert umfangsmikla efnahagsaðstoð."
  • Og það einmitt veitir alls ekki af því, að aðstoða S-Evrópu.

En slík yfirtaka "ECB" á verstu lánunum - - mun auðvitað "létta undir fjármálastofnunum í S-Evrópu."

Og þar með, er raunhæft að ætla, að framboð á lánsfé geti aukist einmitt á þeim svæðum í Evrópu, þ.s. hvað mestur samdráttur hefur verið á lánveitingum innan Evrusvæðis.

En ekki bara það, heldur að með því að "lækka verulega afskriftar kostnað fjármálastofnana í S-Evrópu" - "þá ættu þær S-evr. fjármálastofnanir að geta séð sér kleift að - bjóða ný lán á betri kjörum."

En þ.e. rökrétt að ætla, að hár afskriftakostnaður, sé ástæða þess að vaxtamunur milli S-Evr. og N-Evr. hafi vaxið umtalsvert síðan 2008.

Og auðvitað - verðið á lánsfé. Hefur mjög mikið að segja um, eftirspurn eftir lánum - - en ekki síst, hvort að fjárfesting borgi sig skv. lánsfjármögnun eða ekki.

  • Þannig, að það er alls ekki vonlaust að þessi aðferð - að kaupa lánarusl - geti virkað.

Síðan er það auðvitað - allt annar handleggur. 

Hvort að Draghi fær að gera þetta!

 

Niðurstaða

Ástæðan fyrir titlinum er sú - að í ljósi þess að "dregið hefur úr hagvexti í Evrópu að nýju" þó enn sé hann yfir "0." Og í ljósi þess, að evrusvæði - færist stöðugt nær - verðhjöðnun. Og ekki síst, að hingað til, hefur engin aðgerð sem Seðlabanki Evrópu hefur hrint í framkvæmd. Virkað til að stöðva þá öfugþróun, sem sífellt lækkandi verðbólga á hraðri leið í átt að "0" er.

Þá er rökrétt að ætla, að það nálgist viss úrslitastund.

Varðandi þá aðgerð, að "kaupa rusl" af fjármálastofnunum til þess að "lækka afskriftarkostnað." Þá held ég að rök séu fyrir því, að sú aðferð geti skilað árangri.

Þá eru tvær spurningar: 

  1. Fær Draghi að gera þetta?
  2. Ef hann fær grænt ljós, hve mikið af rusli fær hann að láta Seðlabanka Evrópu kaupa?

En því umfangsmeira sem prógrammið verður - því stærri verða áhrifin. Að sama skapi, ef upphæðir sem "ECB" fær að kaupa fyrir - eru hlutfallslega smáar miðað við vandann. Þá eðlilega mun slíkt "smátt prógramm" litlu skila.

Þ.e. auðvitað viss hætta - - að prógrammið verði of lítið. Til þess að skila þeim árangri sem til þarf.

En þ.e. auðvitað alltaf hægt að "kaupa meira síðar."

Kannski er nóg að "fá að hefja kaup" - - það dugi til að opna "Pandórubox."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband