Mun Tiananmen hryllingurinn endurtaka sig í Kína, en nú eru fjölmenn mótmæli í Hong Kong og borgum nærri Hong Kong?

Ég held að Tiananmen sé á vörum allra í dag sem fylgjast með bylgju mótmæla sem virðist hefjast í Hong Kong, og standa í tengslum við - ákvörðun stjórnvalda þar skv. þrýstingi frá meginlandinu, að takmarka lýðfrelsi í Hong Kong. Þar sem meira frelsi hefur verið til staðar - en fram að þessu innan Kína.

Hong Kong pro-democracy protests swell as riot police back off

Hong Kong protesters defy Beijing with calls for democracy

Það sem er merkilegt við þetta, er ekki síst - að Kína skuli velja að þrengja að lýðfrelsi í Hong Kong.

En það mun veikja til muna áhuga t.d. íbúa í Tævan, að verða að nýju hluti af Kína.

Á myndinni má sjá greinilega lík liggja í vegkantinum!

lSzvWLU En á sínum tíma er Bretar afhentu nýlenduna, þá var loforð með í þeim pakka, að stjv. mundi leitast við, að varðveita þá samfélagsmynd - sem hefur verið til staðar í Hong Kong. Og að mörgu leiti hefur gert Hong Kong að þeim stað sem Hong Kong er.

Þetta getur bent til þess, að Kína meti í dag - að ógnin af því tiltölulega mikla frjálsræði sem hafi verið í Hong Kong, sé meiri ógn - - en hugsanlegur gróði.

Hong Kong er ekki lengur stærsta viðskiptaborgin í S-Kína, heldur hefur Shanghæ tekið sinn gamla sess - - þ.e. kannski það. Sem ræður niðurst. kínv. stjv. - - að þau telji sig ekki þurfa lengur á því að halda, að viðhalda Hong Kong eins og Hong Kong hefur verið.

  • En þetta þíðir samt, að það muni draga úr áhuga Tævan búa að ganga Kína á hönd.

Remembering the Tiananmen Square Massacre, 25 Years Later

The Untold Story: “25th Anniversary Tiananmen Square Massacre”

Látnir og lifandi á sömu myndFinals-1

 

Eins og þessar grimmu myndir sína, þá vissulega féllu margir á Tiananmen torgi og nærstöddum götum!

Það er þessi útkoma sem ég óttast, að flokkurinn muni senda herinn inn - ef Hong Kong og nærstödd svæði. Ráða ekki við það að halda mótmælendum í skefjum. Sérstaklega ef mótmælin halda áfram að dreifast út.

  • En ég er viss að flokkurinn, ef flokksmenn telja að völdum flokksins sé ógnað - - láta sverfa til stáls að nýju.

Í dag ráði ekki "hugmyndafræði" miklu - heldur frekar "græðgi" í peninga og völd. Gríðarleg spilling virðist innan flokksins, þ.s. flokks tengdir falbjóða sig út í viðskiptalífinu - að þeir hafi tengsl. Síðan þiggja peninga, til að aðstoða aðila í viðskiptum við það að fá "land" eða önnur gæði á hagstæðum kjörum, eða námu - eða hvað annað. Eða við það að komast framhjá reglum um vinnuvernd eða hvað annað, jafnvel að sleppa undan sköttum að verulegu leiti.

Eftir því sem flokks meðlimir séu hærra í virðingarstiganum í flokknum - - séu þeir líklega spilltari og auðugri af slíkum peningum. Sjálfir t.d. í stjórn fyrirtækja þó þeir hafi ekkert upp á að bjóða, en að geta útvegað fyrirgreiðslu - - að vera innanbúðar menn.

  • Það sé ekki síst þetta fyrirkomulag, sem flokksmenn - muni leitast við að verja.
  • Það er, sinn eigin auð - þá aðstöðu er þeir hafa að geta auðgast.

Á sama tíma grafi þessi spilling undan virðingunni fyrir flokknum - - sú sýn vaxi eðlilega ásmegin, að þetta séu allt - - > þjófar.

Ef einhver stuðningur er enn til staðar - - snúist hann um það. Að þrátt fyrir allt tjónið sem spillingin örugglega veldur. Hafa flestir Kínverjar það betur í dag en fyrir 30 árum.

En það á að sjálfsögðu einnig við mörg önnur lönd - - að þar er betra en fyrir 30 árum. Og þar er annars konar stjórnarfyrirkomulag.

Protesters hold their mobile phones as they block the main street to the financial Central district, outside the government headquarters, in Hong Kong September 29, 2014. REUTERS/Carlos Barria

Þetta virðast virkileg fjöldamótmæli - það að óeirðalögreglan hafi hörfað. Er ekki endilega ólíkt því sem áður gerðist. En framan af reyndu yfirvöld þá, að semja við mótmælendur - - en eftir að þau höfðu staðið yfir í töluverðan tíma. Og ekki sýnt nein merki þess að vera að hætta.

Varð einhvers konar - - innanflokks bylting. Harðlínumenn náðu völdum yfir honum - og sá sem var leiðtogi flokksins þá dagana sem mótmælin fóru fyrir sig að mestu óáreitt. Hann var dæmdur til langrar fangelsisvistar. Síðan tók við tímabil - - þ.s. mun meiri harka var til staðar en í tíð þess manns.

Það gæti endurtekið sig að nokkru leiti í Kína nú, ef full harka er sýnd - þá megi búast við því, að aukin harka verði sýnd um allt þjóðfélagið, það muni koma nýtt tímabil þegar harka er meiri en verið hefur upp á síðkastið. 

Ég á þó ekki von á innanhús byltingu í flokknum, núverandi valdhafar muni læra þá lexíu af fyrirrennara sínum 1989, að sýna hörku sjálfir - - svo að einhver annar innan flokksins hrifsi völdin ekki af þeim.

 

Niðurstaða

Það er eiginlega það sem mig grunar, að flokkurinn sé hættur að snúast um annað en "völd" og "peninga" þ.e. - - græðgi. Spillingin sé svo víðtæk innan flokksins að hún sé regla - ekki undantekning. Innanbúðar menn falbjóði sig, noti þannig aðstöðu sína til að auðgast persónulega, á móti þjóni þeir aðilum í viðskiptalífinu - - þeirra gróði að miklu leiti tengist þeirri fyrirgreiðslu þeir fá.

  • Þetta fyrirkomulag heitir á ensku "crony capitalism" - einnig er gjarnan notað hugtakið "rent seeking."

Hann er á endanum alltaf ákaflega "kostnaðarsamur" fyrir samfélagið, því hann leiðir til spillingar ekki einungis innan valdastéttarinnar - heldur innan fyrirtækjanna sjálfra.

Og þessi spilling hefur tilhneigingu til að vinda frekar upp á sig, versna.

Meðan hagvöxtur er enn til staðar innan Kína - lífskjör fara batnandi.

Umber fólkið þetta, ef til vill - - en annað mundi sennilega gilda. Ef kreppuástand skapast, og almenningur verður þá meir var við kostnaðinn - tjónið af spillingunni.

Spurning hvað flokkurinn gerir - - ef þessi hreyfing fer að dreifast víðar um kínv. samfélag?

Ég held að flokkurinn muni endurtaka leikinn frá - - Tiananmen. Og það áður en hreyfingin nær að berast of víða. 

Ef hún sýnir hratt aukna útbreiðslu, þá muni þess skammt að bíða, að herinn fái að tala.

Því víðar sem hún dreifist út - - því harðar verður ástandið þegar flokkurinn lætur til skarar skríða í kjölfarið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála, en Kína er búið að vera að vinna að því síðan 1997 að "drekkja" Lýðveldi í Hong Kong.  Og þeir munu ekki halda neina samninga, sem þeir skrifuðu undir, þegar þeir tóku við Hong Kong.  Ég var í Hong Kong í Júli, og sá og heirði þegar þeir voru að byggja þetta upp.  Þeir sögðu þá, að "civili disobediance", sem þeir nota myndu ganga lengra og lengra, þangað til þeir fengu sínu fram.

Og þetta er hræðileg framþróun, en Hong Kong hefur verið til fyrirmyndar.  Þangað til að Kína ákvað, að Hong Kong þyldi alveg um 3 miljónir fleiri Íbúa, sem síðan urðu að þrengja sér í smá bústaði, sem þeir kalla fyrir fuglabúr.  Heilsugæsla, aðhald og stjórnun í Hong Kong, hefur liðið stóran skrekk við það að Kína tók við Hong Kong.  Í Hong Kong er þrifnaðurinn til fyrirmyndar, en betri en á vesturlöndum ... á meðan hinum meginn við hliðið, í Shenzhen.  Þá er skipulagið og hreinlætið til skammar, jafnvel fyrir versta sveitalúða.  Vatnið ódrykkjarhæft, og fólk kemst upp með að setja kranavatn í flöskur og merkja þær Kóka Kóla.  Kína er í dag, að verða nýtt Boxara þjóðernis-ofstopa-veldi ... og þá var nú kommunisminn skömminni skárri.

Þannig að það er eðlilegt, að fólkið vill hafa lýðræðislegan stjórnanda í Hong Kong, en ekki "skipaðan" pésa frá Peking, eins og er núna.

Konan mín segir að engin hafi áhyggjur út af þessu.  Því fólk séu vissir um að England muni koma Hong Kong búum til aðstoðar.

Ég get ekki talað fyrir England, en hér er alveg dæmigert vandamál ... sem Evrópa ætti að taka til sín og tala yfir Hausamótum Kínverja og krefjast úrbóta.  Og það væri vel þess virði Einar, að "rjúfa" sambandið við Bandaríkin, og reyna að ná samkomulagi við Kína um umbætur þar.  Evrópa hefur aðstöðu til þess, því að "framtíðarsýn" Kínverja, er ný "silkileið" milli Kína og Evrópu, yfir Rússland.  Þessi nýja silkileið, er "frá" Kína, en ekki til ... en þetta gefur Evrópu gullið tækifæri til að sýna sig, og láta eitthvað gott af sér leiða án styrjaldar.

Við höfum öll trompin í hendi okkar, það er bara að spila þessu vel ... og þá er hægt að fá bæði Rússa og Kínverja á réttan kjöl.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.9.2014 kl. 21:04

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég get ekki ímyndað mér að utanaðkomandi þrýstingur sé líklegur að hafa hin minnstu áhrif á innanflokks menn í Kína. Þeir telja heiminn vera sína ostru, Kína líka - að þeir fái sitt fram, meðan þeir geti haldið völdum heima fyrir. Með öðrum orðum, þeir geti átt kökuna og étið hana líka.

Þeir sjá lönd keppast við að auka viðskipti við Kína, Evrópulönd þar með talin - meðan hundsa þeir kröfur um aukið lýðfrelsi innan Kína. Og eftir því sem efnahag Kína vex ásmegin - - minnka enn frekar líkur þess; að þeir taki nokkuð hið minnsta mark á utanaðkomandi þrýstingi.

Einungis Kínverjar sjálfir geti nokkru um breitt innan Kína.

  • Eins og í Kalda Stríðinu - sé líklegra til árangurs. Að Vesturlönd viðhaldi samstöðu sinni.
  • Það þíðir - áframhaldandi bandalag milli Evr. og Bandar.

En ég mundi vilja bæta Rússlandi inn í það bandalag. Því þá tel ég, að myndast mundi 3-eikis fyrirkomulag. Þ.s. Evrópa mundi nota sér Rússland þá sem mótvægi - en gæta þess þó að viðhalda sambandinu við Bandar. á sama tíma. Sem mundi kalla á viðkvæman jafnvægis leik.

En þannig væri sjálfstæði Evrópu til eigin ákvarðana hámörkuð. Rússland gæti fengið aðgang að viðskiptasvæðum í Bandar. og Evrópu - - og það virkað sem mótvægi við áhrif kínv. fjárfesta innan Rússlands.

Sem mundi þá samtímis, hjálpa Rússum við það - að halda áhrifum Kínverja í skefjum, svo þeir verði ekki og valdamiklir innan Rússlands sjálfs.

Það held ég að sé skársta framtíðin fyrir Rússland - líka. Það eigi ekki möguleika í samkeppni við Vesturlönd - - þá muni það "ofurselja sig Kína."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.9.2014 kl. 22:21

3 identicon

Ég er þér alveg ósammála hvað varðar Evrópu og Bandaríkin.

Bandaríkin hafa ekki valdið neinu nema erfiðleikum í heiminum, og þetta eru ekki sömu Bandaríki N-Ameríku og var áður.

Evrópa verður að hætta að hanga í pilsufaldinum á kananum, og byrja að beita sér fyrir betrumbótum sjálfir.  Það þíðir það, að Evrópa verður að hætta að reiða sig á Bandaríkin, Kína eða aðra með að veita sér vörur.  Evrópa hefur öll tromp í hendi sér, eina sem þarf er að losna við asnana sem standa við Stjórnvölinn.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.9.2014 kl. 15:27

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú ert of neikvæður gagnvart Bandar. En ég samþykki ekki þá kenningu að Bandar. séu á einhverri krossferð gegn sjálfstæðum ríkjum í heiminum.

Ég lít á Bandar. sem hvorki góð né slæm. Sannarlega ekki verri en Rússland er í dag, og líklega skárri kost en Kína.

Að mínu mati er "Evrópa" veik - - hún sé í sambærilegu ástandi og Rússland sjálft. Þ.e. að eiga í vök að verjast.

Í báðum tilvikum, þ.e. tilviki Rússlands og tilviki Evrópu, séu annars vegar Rússland og hins vegar Evrópa, of veikir aðilar. Til þess að geta staðið einir. 

Evrópa hafi einungis 2-valkosti. Kína eða Bandaríkin.

Rússland hafi það ekki sem raunhæfan valkost - - að keppa við Bandar. Það muni ekki ganga upp. Til þess sé Rússland of veikt - - sérstaklega þegar á sama tíma. Kína líklega lítur gírugum augum til Rússlands - auðlinda þess.

  • Ef Rússland leitist við að Keppa v. Bandar. - - þá ofurselji sig það Kína.

Ég á erfitt með að koma auga á þau tromp á hendi sem Evrópa hefur.

  1. Evrópa er ekki að hanga í Kananum, vegna þess að Evrópa elski Bandar. svo mikið.
  2. Heldur vegna þess, að þegar Evrópa skoðar valkosti. Eru Bandar. skárri kosturinn í boði. Hafa verið það hingað til.

Þetta er alltaf "default" val - þ.e. milli slæms og verri. Þá velur þú þann minna slæma.

Eins og pólitík er að þróast í Rússlandi, þá er Evrópa að fjarlægjast Rússland. Fyrir utan að sennilega, væri Evrópa + Rússland "tæknilega mögulegt bandalag" einnig of veikt - - til að standa í hárinu annars vegar á Bandar. eða hins vegar Kína.

  1. Heimurinn sé að stefna að nýju í átt að "risavelda keppni" þ.e. milli Bandar. og Kína.
  2. Lönd séu farin að velja sér bandalög.

Fyrir Rússland er ég algerlega þess fullviss, að það á eftir að koma ákaflega illa út fyrir þá sjálfa. Að velja bandalag við Kína.

Mig grunar, að Rússland eigi eftir að "hrökklast frá Kína" þó með minna dramatískum hætti, en þegar Stalína brenndi sig harkalega á bandalagi við Hitler.

Þá mun það einungis eiga einn valkost, tel ég - - Bandalag við Vesturveldi.

  • Þá yrði Rússland með Vestrænu löndunum, sem eftir allt saman - - stnada Rússlandi miklu nær "menningarlega."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.9.2014 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband