Rússneska ríkið seldi 10 ára ríkisbréf á mörkuðum á 9,37% vöxtum - áhugavert hve vaxtakrafa á Rússland er há

Mér finnst þetta helvíti háir vextir - miðað við það að Rússland er olíuríki, sem hefur umtalsverðan viðskipta-afgang. Þetta setur Rússland á svipaðan bekk. Og svokölluð "emergent" hagkerfi eða ný iðnvædd lönd. Annar samanburður væri við "evrukreppuna" en Írland var stundum með þetta háa vaxtakröfu og það var Portúgal - meðan krísan á evrusvæði var í hámarki. Krafan á Spán fór aldrei hærra en í 7% rúm, og á Ítalíu aldrei hærra en í rúm 6%.

Vextir á Ísland, hafa sennilega verið þetta háir 2010, eða þar um bil.

Þetta eru vextir - sem segja, að markaðurinn haldi að það séu töluverðar líkur á því, að fá peningana ekki greidda til baka "á réttum tíma" eða "ekki allt féð." Þess vegna svo háir vextir heimtaðir, svo það sé sem mestur "skammtímagróði" af veittu lánsfé.

Russia launches first debt sale in two months

Ég mundi segja - að lítil hætta sé á þeirri útkomu; nema að Úkraínustríðið "taki sig upp að nýju."

En skv. fréttum, hefur tíðni vopnahlésbrota minnkað, NATO segir að Rússar hafi af stærstum hluta "dregið her sinn til baka frá A-Úkraínu." Stjórnvöld í Úkraínu, virðast hafa "misst trúna á það að þau geti sigrað á vígvellinum." Þá er ef til vill "meginspurningin" - hvort uppreisnarmönnum, gæti dottið í hug, að stríðsgæfan hafi snúist þeim svo í vil - - að "vænlegra en að semja, væri að halda átökum áfram."

Eins og kemur fram á mynd að neðan, hefur gengi Rúblunnar sigið dálítið á árinu

XE Currency Charts (RUB/USD)

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/rouble-dollar.jpg

  1. Í janúar, hefur rúblan verið í ca. 0,03 gagnvart dollar.
  2. En nú er hún í 0,026.
  • Það gerir 13% gengissig.

Ekkert svakalegt í sjálfu sér - það lýsir áhyggjum á markaði, ekki "hræðslu."

  1. Til þess að Rússland geti orðið "gjaldþrota."
  2. Þá þarf sennilega stríðið í A-Úkraínu að hefjast aftur. Og Vesturlönd herða refsiaðgerðir af þeim krafti, að "það verði ákaflega erfitt fyrir Rússland" t.d. að "útvega sér dollara."
  3. Það gæti leitt til "default" á dollara lán.
  • Síðan er viðbótar hætta af stöðu ríkisfyrirtækja, en skv. frétt er kom fyrir nokkru síðan í rússn. fjölmiðli, þá þurfti Rosneft olíufélagið - að leita til rússn. ríkisins til þess að geta "greitt af skuldum í erlendum gjaldmiðlum" - - eftir að refsiaðgerðir voru búnar að flækja verulega, aðgang Rosneft að "dollurum" og "evrum."

Það er hugsanlegt, að stór ríkisfyrirtæki, í samkeppni við alþjóðlega orkurisa - geti lent í fanginu á "ríkissjóði" og - gert "gjaldeyrisstöðu" hans mun verri.

Það sé í slíku samhengi, ef að auki hefur verið takmarkaður aðgangur rússn. ríkisins að "evrum" og "dollurum" - - sem að hratt gæti gengið á gjaldeyrissjóði rússn. ríkisins; er það yrði að "borga lán upp" í stað þess að "framlengja þau" og hugsanlega gera það sama fyrir "risastóra ríkisrekna orkurisa."

Markaðurinn hlýtur að meta sviðsmynd einhvern veginn af þessu tagi, að hún hafi nokkur líkindi.

 

Skv. annarri frétt, er rússneska dúman að takmarka eignaraðild útlendinga að fjölmiðlum starfandi í Rússlandi, við einungis 20% af hlutafé!

Russia Moves to Extend Control of Media

Skv. þessu, verða engir fjölmiðlar reknir í Rússlandi - í meirihluta eigu útlendinga.

Þeir hafa síðustu misserin, verið nánast einu fjölmiðlarnir starfandi - sem hafa flutt gagnrýni á stefnu stjórnvalda. Þar sem fjölmiðlar í rússn. eigu, virðast fylgja stefnu stjv.

Það þíðir auðvitað - - að aðgangur Rússa að skoðunum öðrum en þeim sem eru "opinberlega viðurkenndar" - - verður skertur til muna.

En fyrr á árinu - - setti rússn. Dúman harðar skerðingar á "internetið" - - þannig að opinber eftirlitsaðili má loka síðum án fyrirvara, og loka á erlendar síður einnig - án fyrirvara og rökstuðnings.

  • Þarna virðist gæta hugsunarinnar - - að þörf sé að "vernda rússneska alþýðu" fyrir skoðunum, á stefnum og málefnum, sem taldar eru "órússneskar" eða í andstöðu við "rússn. markmið" eða umorðað "í andstöðu við stefnu rússn. stjv."

Ég verð að segja, að þetta er farið að minna "ískyggilega" á fyrirkomulagið í "Kínaveldi."

 

Niðurstaða

Markaðir virðast gera ráð fyrir því sem "raunhæfum" möguleika, að rússneska ríkið muni ekki geta greitt af sínum skuldum. Annars verður vart unnt að skilja vaxtakröfuna sem rússn. ríkið stendur frammi fyrir.

Síðan heldur aðför rússn. Dúmunnar að frelsi fjölmiðla áfram - - aðgangur að "óháðum" netmiðlum, var stór skertur skv. lögum fyrr á árinu.

Nú verður í framtíðinni, nánast ekki mögulegt að nálgast miðla innan Rússlands, sem birta önnur sjónarmið en þau - sem eru "opinberlega viðurkennd."

Þetta er auðvitað slæmt, því þetta bendir til þess - að stöðugt sé verið að vinna að því. Að kæfa umræðu um annað en þau sjónarmið, sem stjv. halda á lofti.

Það auðvitað "auðveldar stjv." að "móta skoðanir almennings" skv. eigin höfði.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heirðu vinur, hvað ertu að hugsa ...

Ríkisbréf, er það sem ríkið selur mér ... ég kaupi þetta, á ákveðnu verði.  Og vextirnir, eru það sem ég fæ tilbaka.

Og hvað varðar gjaldþrot, þá er þetta rússahatur þitt farið að ganga út í vitleysu bara.  Algert rugl. 

Bara af því að þú hatar Rússa, þá skaltu ekki halda að óskhyggja þín sé raunsæ.  Ef hún væri það,  hefðu Bandaríkin orðið gjaldþrota fyrir um hundrað árum, og væru á spena í dag. Ég efast ekki um getu þína, í sambandi við efnahag, en þetta sem þú talar um er ekki efnahagur, heldur Pólitík.  Og á því sviði, ertu bara kjáni.

Ef krafa á Rússa um háa vexti er stór, verða Rússar líka að sjá til að það verði aukinn hagvöxtur.  Síðan er spurning, til hversu langs tíma er um að ræða.  Hér í Svíþjóð er 5-6% afkastning, á bréfum til lengri tíma talið lág prósentutala.  Flestir fondar, byrja á 8% hlutföllum.

Að Pólitíkina snertir, þá eru bandaríkin fyrir löngu orðin gjaldþrota ... nema með ímynduðu fé.  Sem þeir standa að baki, með stríðsrekstri ... stríðsrekstri sem gefur þeim strjórnvölin, meðal annars á flutning olíu.  Þar geta þeir skofið af rjómann ...

Þannig að í stað þess hlakka yfir mögulegu gjaldþroti Rússlands, ættirðu heldur að hafa ahyggjur af  því, á hvaða hátt þeir ætla að tryggja 9% afkastagetu.  Bretar á sínum tíma, gerðu það með sölu á ópíum og ránum, meðal annars í Kína.  Bandaríkjamenn hafa gert þetta, einnig með sölu á ópíum, þó ekki fari mikið yfir því eftir Víetnam stríðið, þar sem CIA var tekið með hendurnar í Ópíum krukkunni.

Þannig að þú ættir heldur að hafa áhyggjur af þessu, því Rússar virðast ekki hræddir við að lofa þessu, og aðrir eru tilbúnir til að lán á þeim forsendum.  Þetta þýðir, að Rússland hefur skuldbynt sig til að "afla" þessa fjár. Og þar sem lokað er á viðskipti við þá, eru miklar líkur á því að þeir geri það með stríði. Eins og allir aðrir.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.9.2014 kl. 10:52

2 identicon

Ég ætla að bæta því við.  Að verð á gasi hefur hækkað svo að um munar, á þessu ári.  Þetta mun framkalla storfelld vandamál í allri Evrópu, ekki Rússlandi.

Þess vegna skalltu athuga betur, hvernig Þýskaland lítur á þessi mál.  En ekki út frá hernaðaráróðri Bandaríkjanna ... því sá hernaðaráróður er einungis til skammtíma, og er gerður í tvennum tilgangi.  Að eyðileggja Evrópubandalagið, og að grafa undan viðskiptafyrirkomulagi BRICS þjóðanna.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.9.2014 kl. 11:09

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rússland hefur ekki nokkra hina minnstu möguleika á 9% hagvexti, þ.e. ekkert sem þeir geta mögulega gert, til að framkalla slíkan vöxt - ef Vesturlönd loka á Rússl. þá endar Rússl. í efnahagslegu helvíti. Verður ofurselt Kína, er mun geta pínt Rússa á hvað hroðverð sem er. BRIC er ekki bandalag - hugtak sem nær utan um "ákaflega takmarkað" pólit. samstarf þeirra ríkja. Milli þeirra "er ekki einu sinni" efnahagssamstarf. Það eru margvíslegar "pælingar" til staðar um hugsanlegt frekara samstarf - t.d. þessi "þróunarbanki" sem er stærstum hl. í eigu Kínverja. En þegar kemur að samskiptum Kína vs. Rússland- -er Kína til mikilla muna "hinn sterki aðili." Það er mjög langt í að Kína og Rússland séu "jafningjar." Og ef Vestuverldi loka á Rússland, mun staða Rússl. -veikjast til mikilla muna. Því þá verður Kína nánast eini markaðurinn sem getur tekið við rússn. gasi. Sem mun búa til alfarið klassískan "kaupenda markað" þ.e. að kaupandinn ráði verðinu - seljandinn verði að taka því sem seljandinn vill. Rússl. yrði á hraðri leið yfir í að verða "leppríki" Kína. Ef Rússland vill verða kínv. leppur, vill sitja og standa alfarið skv. geðþótta Kína - - "go ahead Russia." En það mun ekki enda vel fyrir Rússland.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.9.2014 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband