23.9.2014 | 21:43
Enn eina ferðina vilja Vinstri Grænir - gera tilraun til þess að koma Íslandi úr NATO. Barnaskapur VG í öryggismálum þjóðarinnar ætlar engan endi að taka
Eins og kemur fram í fréttum, vill Ögmundur og Birgitta "sem er meðflutningsmaður ályktunartillögunarinnar" skora á ríkisstjórnina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO aðild. Ef marka má þetta fólk, þá er staða heimsmála algerlega breytt í dag. NATO hafi annað hlutverk að mörgu leiti en áður. Að þeirra mati, þá sé Íslandi engin akkur af því - að tilheyra samstökum, sem standi fyrir átökum t.d. núna í Mið-Austurlöndum.
Vilja atkvæðagreiðslu um úrsögn úr NATO
Áhugaverð tilvitnun í ummæli Ögma: Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að NATO
"Áform eru nú uppi meðal leiðtoga bandalagsins um 4.000 manna herlið á vegum bandalagsins til að mæta óskilgreindri ógn frá ríkjum utan bandalagsins. Hvorki sér fyrir endann á þessari útrás bandalagsins, né átökunum sem þau standa í nú og í framtíðinni. Nauðsynlegt er að staldra við og gefa landsmönnum færi á að svara þeirri spurningu hvort þeir telji rétt að Ísland eigi aðild að slíkum hernaðaraðgerðum og ljóst að mikil þörf er á opinni og lýðræðislegri umræðu um samflot Íslands í fyrrnefndum hernaðaraðgerðum."
Þarna nefnir hann "fámennar" hraðsveitir sem Evrópulönd, hafa ákveðið að stofna - til þess að svara kalli Eystrasalt þjóðanna. Þar sem varnarvígbúnaður hefur fram að þessu verið ákaflega lítill.
En hafa ber í huga, að skv. loforðinu "árás á einn er árás á alla" þarf NATO að sína fram á, eða a.m.k. geta sýnt fram á, að geta varið öll aðildarríki - - og það hefur verið "vaxandi spenna í samskiptum við Rússland."
Rússland hefur auðsýnt getu, til að færa með hraði til "tugi þúsunda hermanna." Eða hæglega - 10. faldan þennan fjölda.
- Með það í huga, er stofnun 4000 manna liðssveitar - - afskaplega væg aðgerð.
- En auðvitað, Ögmi nefnir að sjálfsögðu ekki á nafn, hver sú ógn er - sem aðgerðin beinst gegn.
Heldur lætur hann eins og um sé einhverja "óútskýrða hernaðarstefnu af hálfu NATO."
Við skulum ímynda okkur að Ísland hefði sagt sig úr NATO, og varnarsamningnum við Bandaríkin að auki
Þá væri sýn "einlægra friðarsinna" um "fullkomið varnarleysi" - þar með "fullkomnuð." En skv. sýn slíkra einstaklinga, þá getur þjóð eingöngu verið fullkomlega góð - ef hún hefur engar varnir af nokkru tagi. Enda sjá slíkir einstaklingar, alltaf "varnarviðbúnað" sem "hernaðarstefnu" þ.s. þeir gera engan greinarmun á "varnarviðbúnaði" og "viðbúnaði ætlað til árásar á annað land."
Slíkir einstaklinga að auki, líta ávalt á hervígbúnað sem "illan" hlut, alveg óháð að því er best verður séð, tilgangi þess vígbúnaðar.
----------------------------------
- Ég bendi á að á hverju ári koma hingað til lands, fjölmennir hópar ferðamanna frá margíslegum heimshornum.
- En þar eru þó fjölmennastir hópar frá Evrópu og N-Ameríku.
- Höfum í huga að í dag, eru til hryðjuverkasveitir sem eru ákaflega vel vopnum búnar.
Íslenska lögreglan á einhvern fjölda af gömlum Heckler og Koch hríðskotarifflum, gömul týpa sem flestir eru hættir að nota.
- Þær sveitir ættu ekki roð í vel vopnum búnar sveitir hryðjuverkamanna, ef þeir mundu ganga hingað á land.
Er það ekki frámunalega ólíklegt? Munum eftir "ferðamönnunum" - en hingað koma "frakkar" - "þjóðverjar" - "Bretar" - "Bandaríkjamenn." Auk fjölda annarra.
Hér má á sumrin reikna með, að hér séu ávalt fjöldi vestrænna ferðamanna, og margir frá þjóðum "sem hryðjuverkasveitir hafa líst réttdræpa" - "ef til þeirra næst."
- Meðan Ísland er í NATO, þá eru nágranna lönd okkar, skuldbundin til þess að koma Íslandi til aðstoðar.
Utan NATO, utan varnarsamstarfs - - væri aðstoð algerlega háð duttlungum pólit. ákvarðana. Jafnvel þó að aðstoð mundi "sennilega berast" á "einhverjum enda" - gæti það tekið nokkurn tíma.
- Punkturinn er sá, að hinir fjölmennu hópar ferðamanna hér, þar sem "engar varnir eru fyrir hendi" gætu verið - freistandi skotmark.
Hér gætu hryðjuverkamenn, komist yfir "ferðamenn" - "tekið þá í gíslingu" - og "hótað að drepa þá nema að t.d. hættulegir hryðjuverkamenn væru leystir úr haldi."
- A.m.k. þíðir NATO aðild í þessu tilviki, að hver sá sem hingað ræðst, á að vita - - að hjálp mundi berast fljótt.
- Við höfum engar aðrar varnir - en þá sem felst í varnarskuldbindingu nágranna þjóðanna gagnvart okkur.
- Og sú gildir einungis svo lengi, sem við erum NATO meðlimir.
Að sjálfsögðu gildir þetta enn frekar, þegar við erum í samkiptum við þjóðir sem ekki eru Vestrænar!
Ímyndum okkur, að Kínverjar raunverulega setji hér upp - - "umskipunarhöfn." Nú, það væri ekki mjög mikið vesen af Kínverjum, ef Ísland væri "utan NATO" og "ekki með varnarsamning við Bandaríkin" að einn góðan veðurdag - - umbreyta höfn með nokkrum fjölda kínverskra starfsmanna, þangað sem kínversk skip mundu sigla reglulega. Í eitt stykki flotahöfn fyrir Kínaveldi.
En "hvað sem er getur verið inni í gámum" þess vegna "vopn" - "skriðdrekar" - "fallbyssur" - "eldflaugar" -- -- jafnvel gæti flutningaskip flutt myndarlegan herflokk.
- Án NATO aðildar, væri ekkert sem mundi augljóslega hindra Kínverja í slíku.
- Ef Ísland væri utan við NATO, og án varnarsamnings við Bandaríkin.
Niðurstaða
Mín sín á málið er afar einföld - að það væri það allra heimskulegasta sem Ísland og Íslendingar geta gert. Að segja upp aðild af því varnarkerfi sem "vestrænar þjóðir" komu sér upp 1949. Þó að NATO hafi víkkað hlutverk sitt á seinni árum. Breytir það ekki því grunnhlutverki. Að NATO er "varnarkerfi" fyrir aðildarlönd. Þó svo að "NATO" hafi bætt við sig "verkefnum" þá sinnir það enn þeim gömlu. Þau eru eftir sem áður - - kjarni tilgangs tilvistar NATO.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála þér áð það er engin önnur leið vitleg en að vera í skjóli NATO.
Ég er samt afar ósáttur við alla framkomu og aðgerðir NATO að undanförnu svo vægt sé til orða tekið.
Þessar kenningar um hættuna frá Kína eru að mínu mati fáránleg. Árásar saga Kína er afar stutt.
En afturá móti er til langur listi yfir þjóðir sem hafa ráðist á Kína.
En það þarf ekki stóran herflokk óþokka til að hernema þetta sker og við því eru algerlega óvarðir
Snorri Hansson, 24.9.2014 kl. 02:21
Höfðu ekki Vinstri grænir (ex Alþýðubandalag, ex Sósíalistaflokkurinn, ex Kommúnistaflokkur Íslands) áunnið sér það umfram alla aðra flokka að geta kallazt "Landráðaflokkur Íslands par excellence"?
Össurarflokkurinn hefur að vísu veitt honum harða samkeppni á þessu sviði í um það bil áratug.
En hvort heldur Kína eða Rússland geta ráðizt á algerlega varnarlaust Ísland. Rússar gætu það t.d. ef Evrópusambandið, NATO og Bandaríkin fara að skipta sér mikið af Úkraínu, ef ekki með því að senda inn her, þá með því að vopna Úkraínuher í miklum mæli; þá gætu Rússar hrifsað Ísland og sagt svo, að þeir færu þaðan ekki, fyrr en vesturveldin gæfust upp gagnvart russification Úkraínu.
Og Kínakommum er til alls trúandi, t.d. að ráðast á Formósu og krefjast svo þess, að Bandaríkin hættu við að reyna varnir þar, gegn því, að hertekið Ísland yrði aftur gert frjálst. Og hvert yrði þá val manna eins og Obama eða annarra álfa í Hvíta húsinu?
Jón Valur Jensson, 24.9.2014 kl. 03:50
Snorri minn, saga Rauða-Kína var orðin "afar stutt" (króginn 1-2 ára) þegar Maó og hans fylginautar hófu innrás í Tíbet og náði því brátt öllu á sitt vald, hlutuðu það sundur, sameinuðu vissa hluta Kína sjálfu og raunar allt landið, gáfu sem sé Tíbetum enga sjálfstjórn af neinu tagi í reynd og eru nú með þjóðernishreinsun (ethnic cleansing) þar í gangi, með eins-barns-stefnu, geldingu kvenna og ofbeldisfullum fósturdeyðingum, á sama tíma og Han-Kínverjar flæða inn í landið í milljóna tali. (Sjá tugi greina í þessari vefmöppu minni: Tíbet, Kína, Taívan.)
Jón Valur Jensson, 24.9.2014 kl. 04:02
Snorri, þarna virðist þú eingöngu horfa til tímabils "hnignunar" Kínaveldis, sem hófst fyrir ca. 250 árum. En ef þú rekur sögu þess 3000 ár aftur í tímann. Þá sérðu að landamæri þess, hafa færst mikið til og frá í gegnum söguna.
**Kína á stórveldis tímabilum - - hefur ávalt fært út sín landamæri.
**Ég sé ekki af hverju, það sé óhugsandi að Kína taki upp forna hætti, að færa út sín landamæri - þegar það á nýjan leik - stefnir í að verða stórveldi; þó það sé langt um liðið að það var það síðast.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.9.2014 kl. 08:25
Jón Valur, tæknilega geta Rússar tekið Ísland - en það þíddi "formlegt stríð við NATO." Sem mundi ekki enda vel fyrir Rússland, en NATO hefði engan valkost annan en "stríð" því að ef "árás á einn er árás á alla" er ekki virt - mundi NATO missa allan trúverðugleika. Trúverðugleiki þeirrar yfirlísingar, er kjarni öryggisstefnu NATO - - til þess að framfylgja henni, viðheldur NATO herafla og gerir enn.
----------------------
Ef ég væri forseti Bandar. væri ég löngu búinn að "vopna Úkraínuher" og að auki, væri ég líklega búinn að "senda her til Úkraínu." Þ.e. þannig sem þú mætir þrýstingi aðila eins og t.d. Rússa, að sýna fram á að þú getir alltaf mætt hverju því sem þeir reyna.
**Þeir hefðu aldrei þorað eins og þeir gerðu nýverið að senda sjálfir herlið inn í A-Úkraínu, ef NATO her hefði verið staðsettur innan Úkraínu, t.d. í Næsta héraði fyrir Vestan.
**Heldur hefðu Rússar þá, haldið sig við það að vopna skæruliða í A-Úkraínu.
**Obama hefur í reynd brugðist Úkraínu, gefið hana upp á bátinn. Því að hann hefur hvorugt gert, að vopna her Úkraínu né að senda herlið á vettvang.
**Útkoman er fyrirsjáanleg, í því sem virðist vera að gerast - - uppgjöf Úkraínu gagnvart Rússum.
------------------------
Meðan Ísland er í NATO, er óhugsandi aðgerð fyrir Kína, að ráðast á Ísland - - aftur á móti tel ég afar líklegt. Að Kína ráðist á Tævan á næstu árum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.9.2014 kl. 08:36
"Snorri, þarna virðist þú eingöngu horfa til tímabils "hnignunar" Kínaveldis, sem hófst fyrir ca. 250 árum. En ef þú rekur sögu þess 3000 ár aftur í tímann. Þá sérðu að landamæri þess, hafa færst mikið til og frá í gegnum söguna.
**Kína á stórveldis tímabilum - - hefur ávalt fært út sín landamæri."
Það er varla hægt að hafa rök hallærislegri en þetta !
Snorri Hansson, 24.9.2014 kl. 12:21
Þið verðið nú að líta jákvæðum augum á þetta brölt VG. Það er engin herstöð lengur í keflavík svo það þýðir ekkert að fara í keflavíkurgöngu lengur. Og hvað á þá blessað fólkið að gera. Klóra sér í þófnum.
Jósef Smári Ásmundsson, 24.9.2014 kl. 14:01
"Íslenska lögreglan á einhvern fjölda af gömlum Heckler og Koch hríðskotarifflum, gömul týpa sem flestir eru hættir að nota."
Ekki vanmeta H&K. Ekki kannski kraftmestu hólkarnir, og kannski ekki alveg í sama klassa og AKM, en fullkomlega ásættanlegt í bardaga við hvern sem er. Svo lengi sem viðkomandi er ekki í neinu þykkara en ullarpeysu.
"Þær sveitir ættu ekki roð í vel vopnum búnar sveitir hryðjuverkamanna, ef þeir mundu ganga hingað á land."
Hryðjuverkamenn?
Ja, lögreglulið, hef ég tekið eftir í gegnum tíðina, á í terrorista & aðra glæpahópa í hlutfallinu 1/10 - 1/15, það þýðir að til þess að kála einni löggu þurfa glæpamennirnir að mæta með 10-15 manns - að öllu öðru jöfnu. Ef það er einhver bógur í terroristunum, eins og TD FARC eða Hezbolla, þá lækkar hlutfallið niður í 1/3 - 1/7.
Hlutfallið glæpon vs random almennur borgari með skammbyssu er til samanburðar ~ 1/2.
Svo, ef við gefum okkur að terroristar ætli að taka ísland, þá þurfa þeir 320 - 500 manna lið bara til þess að díla við víkingasveitina.
Þegar það er búið, þá eru á landinu 30.000 manns með byssuleyfi, flestir af þeim eiga byssu, og af þeim eru svona 10% sem eru vísir til að vera með uppsteit.
Þessir 10% eru ekki þessir random almennu borgarar sem ég minntist á hér að ofan. Það myndu vera það sem í daglegu tali er kallað, eftir bardaga við hryðjuverkamenn í landi sem er ekki USA: lík.
Til þess að eiga við þessa 3000 menn þyrftu terroristarnir okkar að mæta með lágmark 30.000 manns í viðbót.
Það er mannskapur sem kemst ekkert með norrænu í einni ferð.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.9.2014 kl. 15:44
Snorri, hvað akkúrat er hallærislegt við þá ábendingu? Maður á alltaf að bera ákveðna óttablandna virðingu fyrir "rísandi stórveldum" ef maður hefur mannkynssöguna í huga. Þar er Kína engin undantekning.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.9.2014 kl. 16:18
Jósef, satt segirðu - en þeir mættu einnig alveg gleyma þessari þráhyggju.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.9.2014 kl. 16:19
Ásgrímur, þú ert að bera "þrautþjálfaðar sérsveitir" erlendis við ísl. "sérsveitina." Þ.e. örugglega töluverð víð gjá milli t.d. SAS sveitanna bresku og ísl. sérsveitarinnar. Og við erum ekki heldur að tala um "venjulega glæpóna" heldur aðila sem líklega eru harðnaðir dráparar. Meðan að okkar lögreglumenn, einnig sérsveitarmenn, hafa fæstir lent í raunverulegum skotbardaga. Þeir eru með öðrum orðum þ.s. menn kalla - grænir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.9.2014 kl. 16:22
Það sem ég er að bera saman er það eina sem ég hef eitthvað infó um.
Útlendir glæpahópar af stærri gerðinni. Alltaf öðru hvoru berjast þeir við lögregluna - var talsvert algengt í Mexíkó fyrir ekkert löngu - til dæmis - og bodycountið var alltaf 1/10 til 1/15, lögreglinnu í vil.
Það eru bara normal löggur þar sem við tölum um, ekkert þrautþjálfað eitt eða neitt, og fæstir lent í skotbardaga. Vegna þess að það er ekkert normal atburður neinstaðar. - sem er einmitt ástæða þess að það lendir í fréttum.
SAS myndi örugglega sigra sérsveitina með bara 4 gaurum, án mannfalls sín megin. Að ég tali nú ekki um GIGN eða Ghurka, sem þyrftu ekki nema einn gaur til þess.
Civilian vs glæpamenn eru tölur frá USA, þar sem nördar halda utan um svoleiðis. Vegna þess að kaninn fílar tölfræði. Ég get meira að segja sagt þér hve oft þeir þurfa að skjóta til þess að hitta alveg örugglega: ~500 sinnum.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.9.2014 kl. 16:35
Sæll Einar Björn
Hvernig er það Einar Björn má nokkuð gagnrýna þetta NATO samstarf, er þetta NATO samstarf ekki allt saman hafið yfir alla gangrýni?
Nú og hvernig er það eigum við ekki alltaf að styðja fleiri svona NATO stríð með öllum þessum lygum (eða "pretext" -um) gegn öðrum þjóðum um gjöreyðingar vopn, nauðganir, manndráp osfrv., eða hvað?
Gekk þetta ekki allt saman upp síðast hjá NATO með ljúga að öllum heiminum um allar þessar nauðganir og manndráp, eða til þess að NATO þjóðirnar gætu ráðast á Líbýu, og til þess að Líbýa yrði svona líka algjörlega spreng upp í tætlur?
Hvernig er það gekk þetta ekki allt upp hjá þessum NATO þjóðum til þess að ráðast á Írak 2003 með öllum þessum lygum um gjöreyðingarvopn, og viljum við ekki einmitt styðja fleiri svona NATO stríð með lygum (eða "pretext" -um) gegn öðrum þjóðum?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 17:14
Ég er á því að það sé best fyrir okkur að vera í NATO því að forsvarsmenn þessara samtaka virðast vera orðnir gersamlega morðóðir.
Ekkert ríki utan samtakanna getur verið öruggt um að vera ekki sprengt í loft upp eða lagt í rúst með öðrum meðulum.
Það er tiltölulega sjaldgæft að aðrir en NATO ráðist á önnur ríki svo við þurfum svo sem ekkert sérstaklega að hafa áhyggjur af því.
Ísland í NATO.
Borgþór Jónsson, 24.9.2014 kl. 19:28
Já, já Borgþór fólk hér á landi er svo hrifið af öllu svona NATO herðabrölti, svo og mönnum eins og honum Andres Fogh Rassmusen er studdu allar þessar lygar svo að hægt væri að hefja stríðið gegn Írak, svo og svona mönnum er studdu allar þessar lygar svo að hægt væri að hefja NATO stríðið gegn Líbýu.
Þú verður að athuga það Borgþór, að auðvita fá allir svona menn eins og Andres Fogh höfðinglegar móttökur hér á landi, sérstaklega þar sem að þeir studdu allar þessar lygar til hefja stríðið Írak, og þar sem að þeir studdu allar lygarnar til hefja stríðið gegn Líbýu, því að þessir menn eru álitnir hetjur hér á landi.
Menn hafa reyndar gagnrýnt NATO þar sem að NATO hefur aldrei einu sinni beðist fyrirgefningar á því að hafa drepið alla þessa saklausu borgara þarna í fyrrum Júgóslavíu og núna eftir Líbýu stríðið, en hvað menn hér á landi eru flestir á því að NATO sé algjörlega hafið yfir alla svona gagnrýni.
Nú og fólk hér á landi er svo hrifið af NATO, þar sem að NATO hefur verið að nota Cluster sprengjur inní í íbúðarbyggðum, svo og þar sem að NATO hefur notað sprengjur með geislavirku úranium (depleted uranium) inní í íbúðarbyggðum Írak, Líbýu og fyrrum Júgóslavíu.
Þá eru menn hér á landi hrifnir af NATO, þar sem að NATO hefur átt það til að spengja upp sjúkrahús, skóla og fólk sem að NATO átti víst að vera að verja í Líbýu, og reyndar eins og átti sér stað í fyrrum Júgóslavíu þar sem NATO drap saklausa borgara.
Þrátt fyrir að NATO hafi margs sinnis brotið af sér, þá eru menn hér ennþá að bulla um að NATO sé varnarbandalag, þegar þessi samtök (NATO) eru fyrir löngu orðin þekkt fyrir vera ekkert annað en innrásabandalag.
En hvað auðvita þá viljum við tilheyra þessu innrásarbandalagi (NATO) og taka þátt í fleiri svona NATO stríðum með svona lygum gegn öðrum þjóðum, eða þar sem að "tiltölulega sjaldgæft að aðrir en NATO ráðist á önnur ríki", ekki satt?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.9.2014 kl. 01:44
Einar Björn, í svari þínu til mín í gær kl. 08:36 gerir þú ráð fyrir, að ég sé að tala um Ísland sem NATO-ríki, en ég var einmitt að tala um það, sem gerzt gæti, ef Vinstri grænir hefðu sitt fram og landið gengi úr NATO.
Jón Valur Jensson, 25.9.2014 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning