Íran virðist vera að ná Yemen af Saudi Arabíu

Þetta er athyglisverð þróun - þó ef til vill ekki endilega að hún valdi straumhvörfum. En ef marka má fréttir undanfarna daga. Þá hafa bandamenn Írana, ættbálkur Shíta í Yemen - - hertekið höfuðborgina Sana. Þeir virðast nú hafa hana "alla" á valdi sínu. 

Ríkisstjórnin og forseti landsins, hafa sagt af sér.

Houthi rebels consolidate control of Yemen capital

Shi'ite Rebels Have Taken Over Yemen's Capital, As Another Middle East Country Implodes

http://www.lib.utexas.edu/maps/atlas_middle_east/yemen_map.jpg

Það er engin leið að vita á þessari stundu - hver afleiðing þessarar atburðarásar akkúrat verður

En þ.e. áhugavert að rifja upp - að þessi þjóðflokkur, ca. 30% íbúa landsins, fór með völdin í landinu í langan aldur - - eða til 1962 er síðasta konungi þeirra var steypt af stóli.

Síðan þá, hefur landið verið -nákomið Saudi Arabíu- og að auki hafa stjórnvöld þar, sem hafa verið Súnní Íslam - síðan 1962. Viðhaldið auk þess fremur nánu samstarfi við Bandaríkin.

  • Hvort tveggja er augljóslega í hættu.
  • Ef shítar í Yemen, eru að ná völdum í landinu á nýjan leik.

Þá að sjálfsögðu, getur það vel gerst, að landið verði að nýju - vinveitt Íran.

Að Íran eignist bandamanna, rétt Sunnan við landamæri Saudi Arabíu. Þannig á skemmtilegum stað, því þaðan er vel unnt að - laumast yfir landamærin. Og standa fyrir uppreisn þar handan.

En ekki fyrir mörgum árum, voru hernaðarátök milli Sauda og sama þjóðflokks.

  • Á hinn bóginn, er líklegt að Saudi Arabía - bregðist við, og hendi peningum og vopnum í andstæðinga Shítana í Yemen.
  • Þannig, að þarna gæti verið að hefjast - - enn eitt borgarastríðið eða "proxy" stríðið, milli Saudi Arabíu og Írans.

Hefur nú leynistríð Írana og Sauda - - staðið samfellt í 30 ár. 

Og fátt bendir til þess - - að það sé í rénun.

  • Þvert á móti, hefur það -að því er best verður séð- hitnað rækilega, með stuðningi Sauda v. andstæðinga bandamanns Írans í Sýrlandi, stjv. í Damascus.
  • Svo hefur mér fundist það áhugavert, atlaga "IS - Islamic State" - en hún hefur haft tiltekin hentug áhrif, frá sjónarhóli Sauda: þ.e. veikir frekar stöðu stjórnarinnar í Damascus. En ekki síst, veikir bandamanna Írana í Írak þ.e. stjórnina í Bagdad.

Sannarlega sannar það ekki með nokkrum hætti, að Saudar séu tengdir "IS" eða "ISIS" að þeirra hernaður, hefur haft þau augljósu áhrif - - að veikja Íran.

Það er eigi að síður freistandi að álykta, að Saudi Arabía hafi verið að baki "IS/ISIS" fram á seinni tíð, þó verið geti að þau samskipti séu ekki lengur fyrir hendi - þó svo að Saudi Arabía afneiti slíku; þá í sjálfu sér - merkir slík afneitun ekki neitt sérstakt, frekar en "afneitun Rússa að vera með afskipti af átökum í A-Úkraínu." En í tilviki Sauda, þá mundu stjv. afneita í bæði skiptin - ef þau eru sek, og, ef þau eru saklaus. Afneitunin sem slík - segi því ekkert til eða frá um sekt eða sakleysi stjv. í Ryadt.

Nýlegar yfirlísingar stjv. í Ryadt um þátttöku í samstöðu gegn "IS/ISIS" gæti verið til þess eins, að þyrla upp ryki - villa um sýn. Eða, það má einnig vera að "IS/ISIS" hafi farið út fyrir handritið, og Saudar líti á "IS/ISIS" nú sem ógn - eftir að hafa "kannski" áður stutt þann hóp "óformlega."

Með þetta í huga - - má líta á þ.s. krók á móti bragði hjá Íran. Að styrkja bandamenn Írans í Yemen, til að taka þar helstu völd. Og svipta þar með Saudi Arabíu, bandamanni sínum á S-landamærum.

  • Þannig virðist birtast ákveðið "TIT - FOR - TAT" milli Írans og Saudi Arabíu.

Spurning hvort að Íranar séu að leika sama leik, og "kannski" Saudar hafa leikið í gegnum "IS/ISIS" að veikja bandamenn Írana og þar með - óbeint Íran.

En stríðið í Írak, hefur orðið til þess - - að Íran hefur þurft að "dreifa kröftum sínum" - "milli Sýrlands og Íraks."

Nú kannski, er Íran - - að leitast við, að neyða Sauda til að dreifa "sínum" kröftum á flr. vígsstöðvar.

 

Niðurstaða

Eins og ég hef áður bent á. Virðast Mið-Austurlönd, undirlögð af átökum Saudi Arabíu og bandamanna Sauda við Persa flóa, þ.e. flóa Araba - - annars vegar - og - hins vegar - Írana og bandamenn Írans. Þ.e. afskaplega freistandi, að álykta að Saudi Arabía hafi sennilega staðið að baki "IS/ISIS" í ljósi þess - hvernig framrás "IS/ISIS" hefur veikt stöðu Írans, með því að veikja verulega stöðu tveggja bandalags ríkisstjórna Írans - þ.e. í Bagdad og Damascus.

Verið getur, að nú sé í gangi, tilraun Írana - til þess að koma fram með krók á móti bragði. Í formi þess, að svipta Sauda bandamanni þeirra á S-landamærum Saudi Arabíu. Og þar með hugsanlega, með því - að opna "nýja víglínu" í átökum Sauda og Írana.

Þannig verði til - - enn eitt "proxy" stríðið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband