21.9.2014 | 22:39
Tyrkir fá 49 gísla leysta úr haldi Islamic State samtakanna - við aðstæður sem mér finnst grunsamlegar
Málið er að frásögn yfirvalda í Tyrklandi - virðist fremur augljóslega ótrúverðug. En því er slegið fram að gíslarnir hafi verið leystir úr haldi og "óútskýrðri leyniaðgerð þakkað" meðan að því er hafnað alfarið að nokkurt lausnargjald hafi verið greitt til "IS."
Turkey Obtains Release of Hostages Held in Iraq
Questions remain about release of Turkish hostages
Islamic State closes in on Syrian town, refugees flood into Turkey
" Credit European Pressphoto Agency."
Af hverju ótrúverðugt?
"Turkey said its intelligence agency had led a covert operation to bring home the hostages, who included diplomats and their families, but insisted that no military actions had been taken and that no ransoms were paid."
- Ég á afar erfitt með að trúa því, að "IS" afhendi svo mikilvæga gísla, án þess að fá nokkurt fyrir sinn snúð á móti.
- Það hefur aftur á móti vakið athygli - að Tyrkir neita, þverneita - að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn "IS" samtökunum, nú í gangi.
- Að auki, neita þeir vélum á vegum NATO - að nota Tyrkneska flugvelli sem aðstöðu fyrir árásir á "IS."
- Til viðbótar, eins og kemur fram í fréttum helgarinnar, er "IS" hröðum skrefum að hertaka annað af svæðum Kúrda innan Sýrlands - - það smærra af þeim tveim. Skv. frétt að ofan, telur SÞ að 100.000 Kúrdar hafi nú flúið yfir landamærin til Tyrklands í sl. viku.
- Þarna virðist verulegur mannlegur harmleikur í gangi, en Tyrkland gerir nákvæmlega ekki neitt.
- Stærsti og öflugasti herinn á svæðinu, hreyfir sig ekki handarspönn.
- Það stefnir nú í, að "IS" hafi "löng landamæri gagnvart Tyrklandi.
Maður hefði búist við því, að Tyrkland mundi með einhverjum hætti - vernda Kúrda Sýrlands megin, þó ekki til annars.
En að halda svæði Kúrda Sýrlandsmegin sem "buffer" milli Tyrklands og svæða undir stjórn "IS."
Það er áhugavert að mikilvægt "NATO" land - neiti öðrum NATO löndum um afnot af eigin herflugvöllum.
Þegar í gangi er aðgerð gegn "IS" - sem hlýtur að vera "öryggisógn" fyrir Tyrkland.
"Syrian Kurds walk with their belongings after crossing into Turkey at the Turkish-Syrian border, near the southeastern town of Suruc in Sanliurfa province, September 20, 2014. "
Blasir kannski verðið sem "IS" fékk fyrir gíslana við eftir allt saman?
Í formi - hlutleysis Tyrklands?
Niðurstaða
Auðvitað fagna ég því að Tyrkir fá gíslana afhenda. En maður veltir fyrir sér - hvort verðið sem Tyrkland greiðir fyrir þá, sé ef til vill - ekki of hátt. Ef það felst í "aðgerðaleysi Tyrkja" - fram að þessu, og kannski áfram. Að Tyrkland virðist vera að umbera "þjóðernishreinsun IS" á Kúrdum - Sýrlandsmegin landamæra. Þeirri niðurstöðu sem þá blasir við - að Tyrkland mun eiga "löng landamæri" við "íslamska ríkið." Með því, virðast Tyrkir hjálpa "IS" að styrkja sína stöðu. Efla sína fótfestu í Sýrlandi.
Maður veltir fyrir sér - hvort að Tyrkland sé með einhverja langtíma áætlun, eða hvort þarna var einungis um að ræða "popúlíska aðgerð" að gera ekkert sem mundi hætta lífi gíslanna!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 22.9.2014 kl. 23:28 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alltaf varasamt að fullyrða hvað er á seyði, undir kringumstæðum sem þessum. En lyktin sem ég finn er af gamaldags "real politik". Það einfaldlega hentar Tyrkjum ágætlega að IS þjarmi vel að Kúrdum.
G. Tómas Gunnarsson, 22.9.2014 kl. 04:09
Ef þ.e. of gegnsætt þá gæti það leitt til nýrrar uppreisnar Kúrda innan landamæra Tyrklands. Á hinn bóginn, gæti verið önnur "real" pólitík, að Tyrkland meti það svo að "IS" muni sækja að Damascus, jafnvel Amman. Tyrkneski herinn sé nægilega sterkur til að sannfæra "IS" um að láta Tyrkland vera. Einhvers konar "non aggression agreement" kannski.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.9.2014 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning