Einn af auðugustu mönnum Rússlands, virðist skyndilega fallinn í ónáð - sumir vilja líka málinu við mál Khodorkovsky

Vladimir Yevtushenkov, einn af 15 ríkustu löndum Rússlands, aðaleigandi AFK Sistema, sem er eitt stærsta einkafyrirtæki starfandi í Rússlandi.

Skv. fréttum frá því fyrr í þessari viku, hefur hann verið settur í stofufangelsi.

Russian oligarch Yevtushenkov placed under house arrest

Russia’s rich feel chill wind from the Kremlin

Yevtushenkov loses favour as new Moscow order emerges

  • Athygli vekur, að áður hefur komið fram í fréttum innan Rússlands, að "ríkisolíufyrirtækið Rosneft" hafi áhuga á að kaupa, Basneft sem er í eigu AFK Sistema - - sem skv. fréttum sé í dag "eina starfandi stóra olíufyrirtækið innan Rússlands" - sem ekki sé ríkisfyrirtæki heldur einkarekið.
  • Sá sem ræður ríkjum innan Rosneft er Igor Sechin - "sem er í innsta hringnum utan um Pútín."

Það er afar freistandi, hafandi í huga "spillinguna innan embættiskerfis Rússlands" sem og innan "réttarkerfis Rússlands" að túlka ásakanir á hendur Yevtushenkov - - sem tilraun til þess að "knýja hann til þess að selja Basneft" - til Rosneft.

Að slik séu sambönd Sechin innan opinbera kerfisins í Rússlandi - - að hann geti notað sambönd sín innan kerfisins, til þess að fá Yevtushenkov handtekinn - - gegnt kærum sem séu búnar til.

Á hinn bóginn var Khodorkovsky að ástunda pólitísk afskipti - Yevtushenkov virðist ekki hafa stundað neitt slíkt.

  • Það væri auðvitað - ákaflega slæmt fyrir Rússland, ef þ.e. svo að "innanbúðar menn í Kreml" geti haft fyrirtæki af "öðrum auðmönnum" með því að "notfæra sér sambönd innan embættismannakerfisins" til að fá "viðkomandi handtekna" gegnt kærum sem séu "soðnar saman eftir þörfum."
  • En það mundi einnig þíða, að "Vestræn fyrirtæki sem fjárfesta í Rússlandi" - "væru ekki endilega örugg."

Slíkt augljóslega fælir fjárfestingar frá landinu, ef menn geta ekki treyst því, að "lög séu virt" eða að "farið sé eftir leikreglum."

Það hafa öðru hvoru komið upp mál sem virðast gefa vísbendingu um það, að Kremlverjar - geti nánast pantað hvaða niðurstöðu sem þeir vilja, frá embættismannakerfinu - og frá dómskerfinu einnig.

Síðast var það málið tengt þekktri kvennahljómsveit, Pussy Riot, sem mótmælti eins og þekkt er í kirkju, voru meðlimir dæmdir fyrir í fangelsi - töluvert síðar náðaðir af Pútín.

Khodorkovsky málið er einnig áhugavert fyrir "náðunina sem hann fékk" mörgum árum eftir að hafa verið dæmdur í fangelsi - - fyrirtæki hans bútað niður, og "skipt milli elítunnar tengd Kreml." Hann er nú eins og þekkt er, í útlegð.

Maður velti fyrir sér, hvort að stutt sé í að - annar auðmaður verði flúinn í útlegð.

 

Niðurstaða

Sennilega hið versta mein sem hvílir er Rússlandi, er hin gríðarlega óskaplega spilling. Sem virðist það slæm - - að lög og reglur, gildi ekki - þegar innanbúðar menn vilja eitthvað annað. Að lög og reglur, gildi mun síður fyrir "auðuga einstaklinga" sem hafa efni á mútum, en fyrir fátækan almenning sem mun síður hefur efni á slíku.

Kremlverjar virðast lítt áhugasamir um það að vinna á henni, því Kremlverjar - - allra tíma. Virðast sjá það frekar sér í hag, að "beita henni fyrir sig."

Þessi spilling - auðvitað gerir Rússland að töluverðu áhættu umhverfi, fyrir hvern þann sem vill fjárfesta í Rússlandi. En mörg dæmi eru um það, að fyrirtæki og eignir, hafi verið hafðar af fyrri eigendum með "fölsuðum pappírum" með uppáskrift mútaðra embættismanna.

Menn héldu kannski, að í seinni tíð, hefði þetta vandamál - rénað.

En kannski, er það nú, á leiðinni til baka - af töluverðum krafti.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög líklegt að þetta sé astæðan fyrir ákærum á hendur Yevtushenkov.

Hitt er aftur á móti annað, og það eru skoðanir þínar á spillingu innar Rússlands, sem er nánast hjákátlegt.

Rússland var Kommústistiskt land, þar sem allt var í eigu Ríkissins.  Síðan voru eigurnar gefna vinum og vandamönnum, á svipaðan hátt og á Íslandi.  Sem síðan varð ástæða hrunsins 2008.

Yevtushenkov, hefur því fengið þetta olíu fyrirtæki sitt ... fyrir tillstilli spillingar.  Mútur, bankarán og annað sem hefur gefið honum þetta í hendur.  Það var eina leið hans, að fá það yfir höfuð ... þannig að ákærurnar á hendur honum, eru réttmætar.

Við getum síðan rætt, hvort blindur sé að leiða blindan hér ... og hvort Putin og hans föruneyti, sé ekki bara að taka þetta tilbaka, til eigin hagsmuna, en ekki í hag ríkisins.  Þetta getum við rætt.

En við getum einungis rætt það, eftir að núverandi ástand ljúki.  Því heimstyrjöldin er hafinn, Þú fékkst ósk þína að rætast ... Rússland er óvinur vesturveldanna.  Og því hefur Putin ekkert um annað að velja, en að tryggja að auðlyndir landsins, séu í Þjóðarhag, og ekki í eigin hagsmuna hag Yevtushenkov.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.9.2014 kl. 08:14

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei, það er með engum hætti ýkt að tala um "óskaplega spillingu í Rússlandi" og hún er miklu eldri heldur en tímabil kommúnismans, heldur hefur þetta verið viðvarandi vandamál í Rússlandi um aldir - - síðan hafa mörg fyrrum kommúnistaríki er hafa sagt skilið við kommúnisma alfarið "náð ágætum árangri í því að vinna bug á spillingu" meðan að alvarleg spilling virðist áfram sem áður ráða ríkjum innan Rússlands. Meginmunurinn á Pútín og fyrri forseta virðist sá, að Pútín hafi þjappað spillingunni utan um Kreml - með því að færa mörg áður "einkavædd fyrirtæki" aftur til ríkisins, meðan að í tíð fyrri forseta, hafi hún verið meir áberandi í samkappni milli einka-aðila. Sechin virðist vilja færa Basneft undir sín yfirráð - - skv. nýjustu fréttum hefur Yevtushenkov verið sleppt úr stofufangelsi. Hann virðist hafa fundið stuðningsmenn innan kerfisins. Líklega sé nú í gangi barátta milli þeirra að tjalda baki, þ.s. þeir leitast við að spila þeim áhrifum sem þeirra peningalegu áhrif hafa keypt innan valdakerfis Rússlands.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.9.2014 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband