17.9.2014 | 00:46
Rússland er Evrópuríki - mér finnst algerlega óskiljanleg sú afstaða, að viðskiptasamningur milli Úkraínu og ESB, sé ógn við Rússa eða Rússland
Skv. fréttum, hefur samningur Úkraínu og ESB um "aukaaðild" af svipuðu tagi, og felst í EES samningi Íslands og ESB frá 1994 - - verið staðfestur af aðildarríkjum ESB og nú formlega af þinginu í Kíev. Á hinn bóginn, var sett af hálfu aðildarríkja ESB - klásúla um að "gildistöku samnings væri frestað í 1-ár."
Skv. viðbrögðum sem sjá má í rússneskum fjölmiðlum, sé litið á þessa 1-árs frestun, sem sigur!
Skv. fréttum komi fram, að Rússar hafi íhugað "viðskipta-aðgerðir gegn Kíev" ef samningurinn mundi taka gildi.
- Mér finnst þessi afstaða - að líta á þ.s. ógn, að Úkraína gangi í náin viðskiptatengsl við ESB.
- Gersamlega óskiljanleg!
- Mér er algerlega "hulin ráðgáta" hvernig unnt er að líta það - ógn!
- Að nágrannalandið, fari í náin tengsl við nágrannalöndin í Vestri.
En stór hluti ástæðunnar fyrir öllu því öngþveiti, sem málin í Úkraínu hafa verið - sl. ár.
Eru einmitt deilur út af þessum viðskiptasamningi!
- En það er augljóst - að rússn. stjv. leggja mikla áherslu á, að koma þeim samningi fyrir kattarnef!
- Á sama tíma, fljúga margíslegar - skrítnar sögur um það, hve hættulegur sá samningur á að vera fyrir - tja, Úkraínu.
EU and Ukraine ratify trade agreement in historic vote
Ukraine Moves to Strengthen Ties With Europe, and Bolster Truce
Það er til sú kenning - - að elítan sem stýrir Rússlandi, líti á það sem ógn, ef Úkraína verður smám saman að landi þar sem efnahagsmál ganga betur en áður, í kjölfar þess að hafa tekið upp náin tengsl við Vesturlönd!
Ég ætla alls ekki að fullyrða - að sá skilningur sé réttur!
- En ég virkilega sé ekki með hvaða hætti, Rússlandi eða rússn. þjóðinni - sé ógnað.
- Þaðan af síður sé ég, með hvaða hætti, íbúum Úkraínu af rússn. bergi, sé ógnað!
Það hafa flogið margíslegar fullyrðingar - sem flestar eiga sameiginlegt að vera, lítt rökstuddar!
- Eins og t.d. að samningurinn, muni leiða til efnahagslegra hörmunga fyrir Úkraínu!
- Og að auki, að hann "ógni viðskiptasamskiptum við Rússland" sem "landið sé enn í dag mjög verulega háð."
Ég held að andstaðan við samninginn, sem virðist útbreiddur í Rússlandi, og rússn. fjölmiðlar hafa fjallað mjög um hann með neikvæðum hætti, samtímis að stuðningsmenn Rússa - taka undir slík sjónarmið; sé að stærstum hluta "fyrir misskilning!
Þvert á móti, sé ég ekki betur, en að þessi samningur, sé Rússlandi í hag, með margvíslegum hætti
Það sama eigi við - - sérstaklega þau héröð í A-Úkraínu, sem einkum eru byggð Rússum.
- Þvert á móti, þá held ég að samningurinn ætti að auka eftirspurn í Úkraínu eftir rússn. vörum - en þ.e. hefð í Úkraínu fyrir því að kaupa frá Rússlandi, þannig að afar líklegt virðist mér - - að bættur efnahagur Úkraínu, mundi líklega leiða til aukinnar eftirspurnar í Úkraínu.
- Ég á ekki von á því, að "vinir Rússlands" haldi því fram að "rússn. fyrirtæki" séu ófær um að "framleiða varning skv. evr. stöðlum" - - ég sé því ekki nokkra ástæðu af hverju. Draga ætti úr viðskiptum v. Rússa. Þó að Úkraína á sama tíma, auki viðskipti við V-Evrópu.
- Síðan er ekki nokkur ástæða að ætla, að Úkraínumenn og fyrirtæki í Úkraínu, missi áhuga á því - að selja varning til Rússlands. Ég bendi á að Rússland kaupir mikið af varningi af ESB aðildarlöndum eftir allt saman. Ef Rússland verður áfram auðugt olíuríki, ef gasviðskipti Rússa og Evrópu halda áfram - óhindruð. Þá sé ég ekki nokkra ástæðu þess - af hverju kaupmáttur Rússa ætti ekki að tryggja það, að úkraínskir aðilar sjái hag af því. Að halda áfram að framleiða og selja varning til Rússlands.
- Það virðist e-h misskilningur uppi, að þetta sé "zero sum game" þ.e. ef Úkraína tengist meir við Evrópu.
- Þá tapi Rússland!
En ég sé ekki nokkra ástæðu þess, að það sé réttur skilningur - - þvert á móti sé ég ekki betur, en að allir 3-aðilarnir geti grætt samtímis; þ.e. Úkraína, Vesturlönd, og Rússland!
Það er - hugtakið "mutual gain."
Hvað með ásakanir, að samn. hafi neikvæð efnahagsleg áhrif? Fyrir Úkraínu?
- Ég sé enga ástæðu af hverju, en tökum Ísland sem dæmi, Ísland hefur verið í ákaflega nánum viðskiptatengslum við ESB síðan 1971 - þ.e. 40 ár. Ísland hefur ekki orðið að efnahagslegri auðn á því tímabili. Þó að Ísland hafi orðið fyrir höggi 2008, þá er ekki að sjá neitt augljóst efnahagslegt tap fyrir Ísland "nettó" af EES samningnum 1994.
- Bendi á að -Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Búlgaría og Rúmenía- allt lönd sem áður tilheyrðu Járntjaldinu. Að þau hafa ekki orðið að "efnahagslegum eyðimörkum" við það - að taka upp náin viðskiptatengsl við V-Evrópu.
- Ég sé ekki betur, en að þetta séu "gersamlega órökstuddar ásakanir."
Eina landið ef -fyrrum Austan tjalds löndum- sem er fátækara í dag en 1991, er Sovétríkin hrundu - - er Úkraína.
Öll önnur lönd er áður tilheyrðu Járntjaldinu eða Sovétríkjunum - - eru betur stödd í dag en 1991.
Þeim hefur gengið "misvel" - en öll hafa það betur í dag!
- Ég held þvert á móti, að rússn. hluti Úkraínu - sé einmitt sá landshluti af Úkraínu, sem mestan hag hefði af viðskiptasamningi ESB og Úkraínu.
- Það er vegna þess, að sá landshluti - - er mest efnahagslega þróaður. Þar er megin kjarni iðnstarfsemi í landinu. Það er langt í frá allt "gamaldags þungaiðnaður" heldur er þar inni á milli, hátækni fyrirtæki t.d. flugvélaiðnaður - geimflaugar sbr. Zenit flaugar.
- En sagan sýnir, að það eru vanalega þau landsvæði sem eru "efnahagslega þróuð" sem mest græða, því þau eru í betur stakk búin, til að hagnýta sér þau "viðskiptatækifæri sem skapast."
- En einmitt í A-Úkraínu, er að finna vinnuafl, sem hefur "þekkingu."
- Það er því rökrétt, að þangað leiti fyrirtæki sem hafi áhuga á að fjárfesta innan Úkraínu, í því t.d. að efla frekar starfsemi, sem framleiðir fyrir rússl. markað.
Ég hugsa þvert á móti, að samningurinn leiði til ófara fyrir svæði þ.s. Rússar eru hvað fjölmennastir, að einmitt þau svæði - - muni fara í gegnum efnahagslegt "boom" fremur fljótlega á eftir.
- Í reynd ættu íbúar rússn.mælandi hluta landsins, að vera "mestu stuðningsmenn samningsins."
- Því það eru þeir sem hafa samböndin inn í Rússland!
Þeir sem eiga fyrirtæki, sem hafa framleiðslu þekkingu fyrir - ráða yfir þjálfuðu vinnuafli.
Meðan að, fátækari hlutar landsins - - muni óhjákvæmilega "lagga á eftir."
Þá vísa ég til þeirra svæða, sem eru meirihluta byggð úkraínskumælandi fólki.
---------------------------------
Þetta gæti orðið sambærilegt við Norður vs. Suður Ítalíu - þ.s. N-Ítalía hefur um aldir verið auðugra svæði, og þegar Ítalía fór í hagþróun á 20. öld - hefur það "bil" ekki mjókkað að neinu ráði.
- Gróði Rússland er þá: að rússn.mælandi svæðin í Úkraínu, verði að "bræðslupotti" þ.s. mætast Vestræn áhrif og rússn.menning, og Vestræn sem og rússn. þekking.
- Það til samans, skapi e-h meira og betra! Það er, ekki "Zero sum" að einn vinnur annar tapar heldur "Win-win."
- Eins og á Ítalíu þ.s. N-Ítalía hefur haldið sínu forskoti, þó Ítalía hafi þróast. Þá á ég von á því, að rússn. mælandi svæðin í A-Úkraínu, haldi því fremur mikla efnahags forskoti þau hafa á restina af Úkraínu - - verði áfram "ríku svæðin í Úkraínu" þó Úkraína gangi í gegnum frekari hagþróun.
- Og þ.s. að rússn. mælandi svæðin, hugsi enn mikið í Austur þó þau fari kannski samtímis líka að eiga viðskipti í Vestur.
- Þá muni bættur efnahagur íbúanna á þeim svæðum, stuðla að því að "viðskipti Úkraínu við Rússland - - vaxi, fremur en að minnka" - eins og virðist ótti um.
Það er kannski grunn misskilningurinn - - að líta á málið þannig!
Að Rússland tapi - ef Úkraína tengist Vesturlöndum "nánar."
- Rússn./úkraínsk fyrirtæki, gætu síðar meir - - orðið að mikilvægum viðskipta aðilum innan Rússlands.
- Rússn. mælandi svæðin í Úkraínu, gætu þannig - - myndað tengingu milli Vesturlanda og Rússlands, flutt þau áhrif sem mætast í Úkraínu inn í Rússland.
Það er ekki slæmt - - heldur gott!
Niðurstaða
Eins og ég sagði í titlinum - er Rússland Evrópuland. En Rússland á marga alda gamla sögu samskipta við V-Evrópu. Sem eins og gengur - voru æði misjöfn. Rússland var þátttakandi í mörgum stríðum innan Evrópu, sem dæmi. Rússland varð fyrir innrásum - en það einnig stundum réðst á að fyrra bragði. Saga Evrópu á öldum áðum, var saga - tíðra styrjalda. Og Rússland var sannarlega eitt af stórveldunum sem tókust á um völd á áhrif á meginlandi Evrópu.
En þetta var ekki - bara átaka saga. Einnig saga - samskipta á menningarsviðinu. Þar sem, flæðið var ekki "bara í eina átt" heldur þvert á móti - "bárust líka rússn. menningaráhrif til restarinnar af Evrópu."
Evrópa varð þannig að mörgu leiti einnig - bræðslupottur hugmynda og áhrifa.
- Rússland hefur ákveðið val - ég segi að Rússland eigi að láta af andstöðu sinni við viðskiptasamninga ESB og Úkraínu.
- Ég held að ef Rússland það geri, og aðstoði við það, að binda endi á átökin í A-Úkraínu.
- Þá muni þessi deila gleymast fljótt - - að auki muni það verða mögulegt. Að taka aftur upp þráðinn varðandi viðskiptasamskipti Rússlands og V-Evrópu.
- En það voru áform uppi um, dýpri viðskipta tengsl Rússlands og ESB - - áður en Úkraínudeilan hófst.
Því ekki, að í staðinn - venda alveg um kúrs. Og stefna að því að tengja alla Evrópu upp að Úralfjöllum í náin viðskiptatengsl!
Það mun enginn tapa á því.
Allra síst Rússar sjálfir!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:43 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Viðskiptasamningur sá sem verið er að gera, er gerður í hag Bandaríkjanna. Þetta er samningur, sem byggir sig á NATO ... sem er fyrst og fremst Bandarísk stofnun. Þessi samningur og aðrir samningar sem verið er að fá fram í Evrópu byggist á því að Bandaríkin og Evrópa í heild sinni er á Hausnum. En Bandaríkjadollar, kallast einnig fyrir "petro-dollar". Þessi gjaldmiðill er gjaldmiðill sem mið-austurlöndin eru þvinguð til að versla í, og Bandaríkjamenn lifa síðan á að taka af olíunni rjómann. Þessi samningur gengur út á það, að bandaríkin hafa "rænt" Rússa á Möltu og Kýpur. Þeir hafa tekið fé af þeim, svo miljörðum dala skiptir, og einangra síðan Rússa til þess að reyna að þvinga Rússa til að hætta að nota aðra gjaldmiðla en Dollar til að versla olíu og gas með.
Þú gerir þér sjaldnast grein fyrir því sem er að gerast á bak við tjöldin.
Þeir einu sem hagnast á þessum samningum, eru Bandaríkjamenn sem eru að nota sér þetta til að þvinga Evrópu að versla olíu og gas frá mið-austurlöndum, í gegnum tyrkland. Í stað Rússlands áður.
Þú segir að Rússland sé Evrópuríki, og ert að vitna í að við eigum að halda samann. Þá ættir þú á sama tíma, að hætta að vinna fyrir kanann ... því hann er ekki Evrópubúi, og hugarfar hans er ekki Evrópu í hag, til langs tíma.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.9.2014 kl. 08:21
Bjarne, enginn hefur þvingað Mið-Austurlönd til nokkurs hlutar, þ.s. er í gangi milli Bandar. og Mið-Austurlanda, er fyrirbærið "hagsmunabandalag" - útkoman af því hefur orðið sannarlega gróði. En sá gróði hefur ekki verið "einhliða." Sama um önnur viðskiptatengsl sem Bandar. hafa búið til víða um heim - - en ef maður lítur yfir útkomur þær sem hafa orðið. Þá er mjög einfalt að sjá, að "nær öll" bandalagsríki Bandar. eru "ríkari í dag" mjög mörg til mikilla muna "en áður en þau gengu í Bandalag v. Bandar." Þ.e. þetta sem er límið í bandal. Bandar. og margra annarra - - "gagnkvæmur gróði." Einhliða gróði er eingöngu unnt að þvinga fram, bandalög Bandar. hafa aldrei grundvallast "eingöngu á þvingun." Sannarlega græða Bandar. "meir" hlutfallslega - en kerfi þeirra tryggir, að "aðrir þátttakendur" "græða einnig." "Það er rangt, kolrangur skilningur, að -eini aðilinn sem græði séu Bandar. sjálf af viðsk. samn. Úkraínu og V-Evrópu. **Ég ítreka þ.s. fram koma, að öll fyrrum A-tjalds ríkin sem "gengið hafa inn í viðskiptakerfi Vesturlanda" eru "betur stödd í dag" en áður en þau gengu í "viðsk.kerfi Bandar." ***Þessi skuldavandamál Evrópu og Bandar. - - eru "auðleyst." ****Það þarf ekki annað en að keyra upp smá verðbólgu sbr. á 8. áratugnum, til að eyða þeim skuldum upp að stórum hluta. *****Þ.e. enginn hætta á því að Vesturlönd verði gjaldþrota - en allar skuldirnar eru í eign þeirra sjálfra. Þau skulda með öðrum orðum sjálfum sér. Þetta er þannig séð bóla er þau bjuggu sjálf til. Aðferðirnar til að vinda af þeim eru þekktar, hafa verið framkvæmdar áður, og þær virka - - eina sem stendur fyrir þeim er pólit. vilji að hrinda þeim í framkv. ******Ég ítreka þ.s. ég sagði í færslunni, að þessi andstaða v. samn. Úkraínu er misskilin - Rússar tapa langt langt í frá á honum, heldur mundi það virka fyrir þá tja "eina og alla hina þátttakendurnar í viðskiptakerfinu" að þeir mundu einnig græða á því. *******Þó Bandar. græði sannarlega ívið meira en aðrir þ.s. dollarinn er mikið til undir kerfinu, þá hefur samt verið allan tímann verið til staðar, gróði fyrir aðra þátttakendur líka - ekki jafn mikill hlutfallslega en einnig samt til staðar. Sá sameiginlegi gróði eins og ég sagði - er límið í kerfinu. Hann leiðir til þess, að aðildarlönd þess "sjá hag af því að vinna innan þess." Sem þíðir að það byggist ekki almennt séð á þvingun.
--------------------------
Það kaldhæðnislega séð er að "viðsk.kerfi þ.s. Rússar vilja setja upp, það raunverulega byggist "eingöngu á þvingun." Enda hafa þeir einungis fengið inn í það þjóðir, nágrannalönd, eftir að hafa beitt þau hótunum t.d. eins og þau beittu fyrrum forseta Úkraínu - að hóta þeim á viðskiptasviðinu - hóta að binda enda á viðsk. landanna við Rússland. Ef þau fara ekki að vilja Rússl. Að auki var hótað að gjaldfella lán. Af hverju skili það vera - að kerfi Rússa byggist á þvingun? Þ.e. vegna þess, að þeir hafa hingað til ávalt viðhaldið 100% merkantílísku kerfi, þ.s. "bara Rússl. græðir." **Rússar mistúlka síðan kerfi Bandar. sem það sama og þeirra. ***En þ.e. í reynd og hefur alltaf verið, mikill munur á milli þeirra.***Þ.s. kerfi Bandar. byggist á "gagnkvæmum gróða" - þó ekki jöfnum. ****Af því leiðir að "þjóðir sækjast eftir að ganga í kerfi Vesturlanda. *****Meðan að Rússar eins og ég benti á, fá eingöngu þær þjóðir inn sem þeir beita "þvingun." Því þeir virðast ekki vera til í að "deila gróðanum" eins og Bandar. hafa alltaf verið til í.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.9.2014 kl. 10:35
Það er helber misskilningur að borgarastyrjöldin í Úkrainu stafi af þessum samning.Það var búið að setja það mál í farveg sem allir gátu við unað í febrúar.
Löngu fyrir gerð þessa samnings hafði verið uppi mikil óánægja í austurhlutanum af því að íbúar þar töldu hlut sinn fyrir borð borinn í þjónustu ríkissins og ekki var sú óánægja eingöngu bundin við rússa.
Við valdaránið í febrúar komast svo til áhrifa öfl sem eru andrússnesk.Þau eru ekki eingöngu andrússnesk í þeim skilningi að þau leggi fæð á rússneska ríkið ,heldur alla rússa þar með talið rússneska íbúa Úkrainu.
Þetta hlýtur þú Einar að vita sem evrópufræðingur
Þessi öfl hafa nánast ekkert fylgi í austurhlutanum en allt að 14% í sumum ríkjum í vesturhlutanum ef ég man rétt.
Áhrif þessara aðila ,sem við skulum kalla öfgasinnaða þjóðernissinna til að spilla ekki friðarsamningunum, eru langt umfram kjörfylgi þeirra í síðustu kosningum þó að sennilega hafi fylgi þeirra aukist vegna átakanna eins og alltaf gerist.
Uppreisn rússa í austurhlutanum gengur út á að þeir vilja tryggja hlut sinn í skattekjum og ekki síður tryggja borgaraleg réttindi sín.
Auk þessa vilja þeir tryggja samband sitt við rússa sem þeir telja mikilvægt bæðifjárhagslega og félagslega.
Það er ekki hægt að ræða þessa hluti af viti án þess að gera sér fulla grein fyrir þessum nánu tengslum sem eru á milli fólks í a Úkrainu og Rússlandi.
Þetta er einfaldlega svo stór breyta að ef hún er virt að vettugi verður útkoman kolvitlaus.
Og það var einmitt það sem gerðist þegar bandaríkjamenn komu á stjórn öfga þjóðernissinna í Kiev,áform þeirra eru öll að hrynja af því þeir skildu ekki þessi tengsl.
Framtíðarsýn þín fyrir Úkrainu og Evrópu er nokkurn veginn sú sama sem Putin hefu talað fyrir í mörg ár.
Hann hefur alltaf verið einlægur Evrópusinni,en ekki ESB sinni,alveg eins og þú.
Hins vegar hefur Evrópa verið hikandi af ýmsum ástæðum,en sennilega hefur sú stæðsta verið að Rússland ar ákaflega stór biti og þjóðir eins og Bretland og Frakkland hafa séð fram á að áhrif þeirra muni þynnast út í slíku samstarfi,jafnvel þjóðverjar hafa vissa repekt fyrir risanum í austri.
Það er ekki ósennilegt að rússar yrðu fyrr eða seinna dominerandi í slíku samstarfi af ýmsum ástæðum.
Varðandi viðskiftaþvinganir
Vladimir Putin er afar vinsæll stjórnmálamaður í Rússlandi og áhrif hans á stefnu rússlands eru eftir því.
Þessvegna er ágætt að hlusta á hann til að komast að því hvað er í gangi á þeim bænum.
Putin hefur lýst afstöðu sinni ágætlega ,síðast á fundinum í Minsk þar sem deiluaðilar komu saman fyrir nokkru.
Þar sagði hann að Rússland hefði engin áform að hætta viðskiftum við Úkrainu en ef þessi samningur yrði gerður mundu gilda sömu reglur um Úkrainu og önnur lönd ESB.
Þetta geta varla talist refsiaðgerðir eða viðskiftaþvinganir,ekki lít ég allavega svo á að Ísland sé beitt viðskiftaþvingunum af hálfu rússa þó við búum við þessar reglur.
Samt er þessi afstaða hans túlkaðar sem viðskitaþvinganir í vestrænum fjölmiðlum ,sennilega vegna þess að undirniðri vita allir að Úkraina á mjög erfitt uppdráttar án þessa sérstæða fyrirkomulags sem gilt hefur í samskiftum þjóðanna.
Við verðum hinsvegar að skilja að þessi afstaða er á engan hátt óeðlileg.
Nýlega ræddi Lavrov í löngu viðtali um samskifti Rússlands og Vesturveldanna sem stundum eru kölluð.
Þetta viðtal var ekki þýtt,svo ég hef eingöngu endursögn af því.
Það virðist vera að rússnesk stjórnvöld sé að gefast upp á öðru en lágmarkssamskiftum sínum við vesturlönd og séu að snúa sér að samskiftum við aðra heimshluta.
Þar eru eðlilega fyrirferðarmest samskifti við asíu.
Vissulega munu viðskifti við vesturlönd ekki leggjast af ,en þau verðqa ekki lengur forgangsatriði eins og verið hefur frá falli Sovétríkjanna.
Ég held að ef Evrópa ætlar ekki að missa áhrif og þau mikilvægu viðskiftasambönd sem hún hefur í Rússlandi verði hún að bregðast hart við og bæta samskifti sín við landið.
Eins og staðan er í dag eru stjórnmálamenn í Evrópu ekki að þjóna hagsmunum kjósenda sinna ,heldur að láta undan hagsmunum USA.
Þrýstingur bandaríkjamanna á Evrópu um viðskiftaþvinganir stafar af því að bandaríkjamenn hafa engin ítök í Rússlandi og geta með engu móti beitt þá þvingunum.
Bann bandaríkjamanna á frármagnsflutninga hefur augljóslega engin langtíma áhrif á Rússland þó að það valdi tímabundnum óróa,en ef það er hægt að koma vöruviðskiftum Evrópu og Rússlands í uppnám hefur það miklu meiri áhrif. En þau áhrif verða ekki bara í Rússland,heldur ekki síður í Evrópu.
Fyrr en seinna verður Evrópubúum ljóst að það er ekki í þeirra þágu að loka sig frá þessum markaði,en það er greinilegt að það þarf að gerast fyrr en ekki seinna.
Það getur orðið tafsamt að endurvekja þessi sambönd og traust ef þau eru látin drabbast endanlega niður.
Vandamál heimsins nr eitt tvö og þrjú er í dag ofríki bandaríkjastjórnar sem útdeilir lýðræði um allar trissur með B52 og drónum og líður engum að hafa aðra hagsmuni en þeirra.
Exeptionalismi Obama forseta, ætti að kveikja á einhverjum viðvörunarbjöllum.
Exeptionalismi er ekki það sem við köllum ættjarðarást,heldur er meira í ætt við fyrirbrigði eins og yfirburði ariska ættstofnsins eða guðs útvöldu þjóð.
Samruni stjórnmála og stórfyrirtækja í bandaríkjunum ætti líka að kveikja á einhverjum minningum.
Að eitt ríki standi sífellt í ófriði áratugum saman og geri innrásir í hvert ríkið á fætur öðru getur ekki talist eðlilegt.
Markaðssetningin fyrir þessu hefur verið snilldarleg þannig að við erum orðin vön þessu,en ef við stöldrum aðeins við og hugsum málið þá hljótum við að sjá að það er eitthvað bogið við þetta
Borgþór Jónsson, 17.9.2014 kl. 13:17
Ég er algerlega viss að Evrópa gengur "aldrei" inn á samstarf v. Rússa af því tagi sem þú lýsir - einmitt vegna þess að það mundi leiða til þess að Evr. yrði rússn. "dominion."
----------------------
Aftur á móti, sem ég benti á fyrir nokkru síðan, gæti Evrópa verið til í "samstarf v. Rússl." á sama tíma og Evr. væri einnig í "samst. v. Bandar."
---------------------
Það væri mun hagstæðara fyrir ríkin i V-Evr. því þá geta þau, spilað jafnvægisleik milli þessara tveggja "risa." V-Evr. hefði mun meiri sjálfstæð áhrif þannig.
--------------------
Þetta er þ.s. ég held að V-Evr. raunverulega vilji. Hún aftur á móti, heldur sig við það módel er hún hefur byggt upp. Þ.e. þetta "ESB" sem er ekki alveg ríki en á sama tíma meira en venjul. viðsk. klúbbur.
--------------------
ESB vill allt samtímis - viðsk. v. Rússl. - viðsk. v. Bandar. - bandalag v. Bandar. áfram - - dýpkandi viðsk. v. Rússland. Að Rússland smám saman renni inn í "faðminn."
**Stefnan var eftir allt saman, áður en Úkraínudeilan fór af stað, að í framhaldinu við samn. v. Úkraínu - að hefja viðræður v. Rússa um dýpkandi viðsk. tengsl.
**Á sama tíma og V-Evr. er í viðr. v. Bandar. um "dýpkandi" viðsk. tengls.
-------------------------
Ég er einmitt á því, að Rússland hefði ekki átt að "beita" fyrri forseta Úkraínu þrýstingi - um að falla frá samn. v. ESB.
**En þ.e. ekki rétt hjá þér, greining þín - deilan hófst á þeim punkti, áður en það varð þessi uppreisn í Kíev - - og stóð um viðsk. samn.
**Ég er handviss að það voru mistök af Rússum, að þvinga fyrri forseta Úkraínu, til að falla frá samn. v. ESB.
**Ef Rússar hefðu ekki gert það, væri fyrri forseti Úkraínu, enn við völd, þjóðernissiarnir hefðu ekki komist til valda.
-----------------------------
Endanum má senda reikninginn til Rússa - vegna þessara stóru mistaka. AÐ berjast gegn viðsk. samn. milli ESB og Úkraínu. Það leiddi til þess, að ESB studdi "uppreisnarmenn" og gerði það í Bandal. v. Bandar. Það hefði ESB ekki gert, ef Rússar hefðu umborið það, að fyrri forseti Úkraínu-kláraði samn. sína v. ESB.
**Svo væru mjög sennilega nú í gangi, samn. viðræður v. ESB af hálfu Rússl.
**Engin alvarleg deila.
-----------------------
Það voru Rússar sjálfir sem völdu að hefja þessa deilu. Þeir misreiknuðu sig herfilega - þeir virtust halda að þeir gætu "beigt" forseta Úkraínu, að síðan væri hann fær um að kveða niður hverja þá uppreisn eða mótmæli sem mundu upp spretta. Þ.s. þú ert að velja, er punkturinn eftir að uppreisnin er um garð genginn. Ég er að tala um punktinn, áður en öll sú atburðarás hófst. Meðan að fyrri forseti var enn v. völd.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.9.2014 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning