Algerlega andvígur því að leggja af ríkiseinkasölu á áfengi á Íslandi

Nú er komið fram frumvarp Vilhjálms Árnasonar sem felur í sér að leggja af ríkiseinkasölu á áfengi á Íslandi, og færa þar með sölu á áfengi inn í almenna verslun - þar á meðal, stórmarkaði. Ég hafna ekki út af fyrir sig rökum hans, að með því að færa sölu áfengis yfir í almennar verslanir. Verði "aðgangur almennings að áfengi bættur" auk þess að "mun þægilegra verði fyrir almenning að nálgast áfengi í sömu ferðinni og það kaupir sér mat" og síðan að "viss sparnaður verði af því að reka sölu á áfengi á sömu stöðum sala matvæla fer fram."

Breyting á lögum nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak

  • Á hinn bóginn--styð ég ekki þau markmið.
  1. Ég vil ekki "fjölga sölustöðum áfengis." Það er tilgangur í sjálfu sér, að þeir séu "tiltölulega fáir."
  2. Ég vil ekki "bæta aðgang neytenda að áfengi." Það sé tilgangur í sjálfu sér að hafa hann tiltölulega ógreiðan.
  3. Og ég vil alls ekki, færa sölu á áfengi til "einkaaðila." Það sé tilgangur í sjálfu sér, að sala á áfengi sé í ríkiseinkasölu.


Ég tel að ríkið sé "betur fært" um að sjá um sölu áfengis, en einkaaðilar!

Þetta snýst auðvitað um "hvaða markmið" er lögð áhersla á að þjóna!

  1. En galli við það að færa sölu yfir til einkaaðila, er auðvitað sá - að einkaaðilar vilja ávalt - - > hámarka sinn hagnað. Sem er ekkert að í sjálfu sér, þegar seld er vara sem ekki telst til fíkniefna.
  2. Það þíðir auðvitað, að einkaaðilar - munu ávalt "keppast um markaðinn" og ekki síst "keppast um að hámarka sölu" - - > Þau atriði ganga einmitt gegn lýðheilsumarkmiðum.
  3. Þetta er grundvallaratriði - - en tilgangur þess að viðhafa ríkiseinkasölu, er að sjálfsögðu sá, að lágmarka sem mest er mögulegt, tjón samfélagsins af áfengi.
  4. Lágmörkun útbreiðslu og neyslu áfengis, er hluti af þessum lýðheilsumarkmiðum - að auka aðgang að áfengi, gera neytendum það þægilegra að nálgast það, fjölga sölustöðum til mikilla muna, færa sölu áfengis yfir til aðila "sem hafa hagsmuni af því að hámarka sölu þess" - - > Allt það gengur gegn lýðheilsumarkmiðum.
  • Þetta er ástæða þess, að ríkið er "betur fært um að sjá um sölu á áfengi" þ.s. "ríkið er betur fært um að þjóna þeim lýðheilsumarkmiðum" að "lágmarka samfélagslegt tjón af áfengi."

Þegar ekki er verið að selja "skaðleg fíkniefni" þá að sjálfsögðu, geri ég engan hinn minnsta ágreining við rök þess efnis, að einkaaðilar eigi að sjá um málið.

 

Þetta þíðir að ég vil reyndar ganga lengra en gert er í dag, að viðhafa ríkiseinkasölu á fíkniefnum!

  1. En sömu rök virka algerlega, þegar kemur að sölu á tóbaki, og sígarettum - vindlum og öðru sem inniheldur tóbak.
  2. Að auki, er ég kominn á þá skoðun, að rétt væri - - að selja; kannabis - og - hass - einnig í ríkiseinkasölu.
  • En ég tel að gild rök séu fyrir því, að afglæpavæða þau efni - þau séu ekki "augljóslega skaðlegri en áfengi eða tóbak."
  • Sem segir ekki að þau séu "minna skaðleg" - en ef áfengi sé heimilt og einnig tóbak, séu ekki gild rök fyrir því, að banna þessi 2-fíkniefni sem í dag eru undir banni.
  • Það þíðir auðvitað, að ég ætlast til að viðmiðin séu þau sömu - - eins og í dag gilda um sölu áfengis.

ÁTVR - - ætti þá að fá nýtt nafn, Fíkniefnasala Ríkisins eða FR.

 

Niðurstaða

Ég ætlast til þess, að áfram sé viðhöfð sú regla sem hingað til, að ríkið sjái um sölu á áfengi. Að auki tel ég rök fyrir því, að afglæpavæða "kannabis" og "hass" -  viðhafa samskonar ríkiseinkasölu skv. sambærilegum reglum er gilda um sölu á áfengi um þau 2-efni. Til viðbótar, er ég á því að sölu sígaretta - vindla - píputóbaks; ætti einnig að færa yfir í ríkiseinkasölu.

En mér virðist sömu rök halda í öllum tilvikum - að ríkiseinkasala gegni lýðheilsusjónarmiðum.

Auk þess, að réttmætt sé að ríkið hirði allar sölutekjur af þessum skaðlegu efnum, á móti því tjóni sem ríkið óhjákvæmilega ber - vegna þess að það heldur uppi þeim sjúkra- og hjúkrunarstofnunum, sem þeir er tapa heilsu sinni af völdum þessara fíkniefna þurfa á að halda.

Þeir sem eru þeirrar skoðunar að hið mikilvæga yfirmarkmið sé einstaklingsfrelsi, verða eðlilega á öðru máli. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Makalaus þessi árátta að halda að ríkið þurfi alltaf að hafa vit fyrir neysluvenjum fólks. Við Íslendingar þurfum að læra að umgangast áfengi eins og hverja aðra vöru, en ekki sem forboðinn ávöxt.

Áfengissjúklingar hafa verið til frá örófi alda, voru til á meðan ÁTVR seldi áfengi yfir borðið, og verða til þótt smásala fari í almennar búðir. Slíkir persónuveikleikar eiga hins vegar ekki að stýra því hvaða aðgang meirihlutinn á að hafa að vöru eins og áfengi.

Hins vegar mætti setja ströng skilyrði til að tryggja að áfengi sé einungis selt fólki sem hefur aldur til að kaupa það:

- Sölufólk á t.d. ekki að vera yngra en löglegir neytendur.

- Ekki á að vera hægt að greiða fyrir áfengi með kreditkorti eða debitkorti fólks sem hefur ekki aldur til að kaupa.

- Kaupendur sýni skilríki alveg ef greiða á með peningum

- Verði kaupmenn uppvísir að sölu áfengis til fólks undir aldri greiði þeir háar fjársektir við fyrsta brot og missi söluleyfið til frambúðar við annað brot.

Ríkið getur náð lýðheilsumarkmiðum með öðrum hætti en forsjárhyggju. Fyrsta skrefið gæti t.d. verið að skapa réttlátt þjóðfélag sem mismunar ekki fólki eftir kyni, aðstæðum eða kynhneigð. Styrkja mætti grunnstoðir svo fólk hafi sterkari öryggiskennd, sinna þarf eftirlitsskyldu með fullnægjandi hætti og sjá til þess að lögaðilar virði réttindi fólks í landinu og refsa tafarlaust þeim aðilum (lesist: bankar) sem virða slík fyrirmæli að vettugi. Lýðheilsa byrjar nefnilega í kollinum á lýðnum, en ekki með boðum og bönnum og forsjárhyggju ríkisvaldsins.

Erlingur Alfreð Jónsson, 13.9.2014 kl. 03:18

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er ekkert makalaust við það - en sumt fólk er til í að fórna lýðheilsumarkmiðum á altari einstaklingshyggju er virðist tröllríða vestrænum þjóðfélögum, svo miklir einstaklingshyggjumenn eru margir orðnir, að þeir geta ekki hugsað sér lengur, að láta hagsmuni samfélagsins koma í fyrsta sæti - heldur virðast þeir til í að fórna hinum stærri hagsmunum, gegnt því að þeir persónulega hafi það örlítið þægilegra - - einmitt þess vegna eru vestræn samfélög í því veseni sem þau eru; enginn vill lengur fórna nokkru, til að vernda samfélagið - heildina - -> einmitt þetta orðalag hjá þér "forsjárhyggja" segir mér margt, en þeim sem hafa einstaklinghyggju ofar öllu, er einmitt ákaflega í nöp við aðgerðir sem ætlað er að vernda samfélagið, tala um "forsjárhyggju" eins og það sé "slæmur hlutur."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.9.2014 kl. 12:03

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ef við ætlum að bera við lýðheilsumarkmiðum í þessu sambandi, eigum við þá ekki að færa allt sælgæti og aðra sykurvöru í eina verslun, Verslun ríkisins eða VR, svo það sé nú passað upp á það að enginn kaupi sér of mikið af nammi og verði of feitur og fari sér að voða? Sykurneysla er eitt stærsta lýðheilsuvandamál vestrænna þjóðfélaga, mun meira vandamál en áfengisneysla. Samt geta börn keypt sér ómælt magn af sykri! Setjum bara allt í sömu búðina, sælgæti, áfengi og tóbak og látum ríkið skammta ofan í okkur. Enginn fær afgreiðslu nema hann sé minnst 20 ára.

Eigum við ekki svo að ríkisvæða alla skyndibitastaði í landinu svo ríkið geti nú passað að enginn raði í sig miklu magni af óhollum mat eins og pizzasneiðum og frönskum kartöflum?

Erlingur Alfreð Jónsson, 13.9.2014 kl. 13:04

4 Smámynd: Elle_

Burt með óþolandi forsjárhyggjupólitík yfir fullorðnu fólki.  Þetta er alveg hárrétt hjá Erlingi, Einar. 

Elle_, 13.9.2014 kl. 14:55

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Elle, þ.e. ekkert óþolandi við forsjárhyggju, nema í augum þeirra sem eru illa haldnir af þröngsýnni sérhyggju, að þeir geta ekki þolað þá hugsun, að umbera "forsjárhyggju" sem þjónar fjöldanum, en á sama tíma skapar þeim "smávægileg óþægindi" - ég virkilega meina, smávægileg óþægindi. Þetta er einmitt þ.s. ég á við þegar ég segi, að einstaklingshyggja tröllrýði samfélaginu, og skapi vandamál. Ég fyrirlít þessa "öfgafullu einstaklinghyggju sýn" af sama krafti, og þú fyrirlítur þá sýn - að það beri að leitast við að vernda samfélagið eins og er praktískt mögulegt, gegn hættulegum fýkniefnum sem valda fjölda manns alvarlegu heilsutjóni. Við verðum því að vera sammála um að, fyrirlíta sjónarmið hins í þessu máli.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.9.2014 kl. 15:57

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Erlingur, þetta er kjaftæði - - áfengi, tóbak, hass, kannabis - - valda miklu mun alvarlegra heilsutjóni en sykur og sælgæti. Jafnvel þó að heilsutjón af ofneyslu af öðru tagi, sé algengara vandamál og vaædi flr. fólki heilsutjóni en neysla áfengis - þá veikir það ekki með nokkrum hætti rök þess, að takmarka aðgang að neyslu "hættulegra fíkniefna" eins og áfengi er; þ.e. rökleysan "two bads make a right." Að líkja þessu saman, sýnir hve brengsluð sú hugsun er sem þú aðhyllist í þessu máli. Áfengi hefur engan annan tilgang en að vera fýkniefni! Það er mögulegt að neyta þess án þess að skaða sig, en það hefur á sama tíma, ekki neitt næringargildi - - það gagnast ekki líkamanum með sambærilegum hætti og t.d. sykur í hófi getur; varðandi neyslu á sykri, þá er það vandamál tengt rangri samsetningu fæðu hjá fjölda fólks, að það ofneyti sumar tegundir vanneyti aðrar. Vandamál við "fýkniefni" er ekki síst, hve þau eru "vanabindandi" - hve "fýkn" er algengt vandamál, þannig að neyslan verður stjórnlaus í fj. tilvika; þó að fýkn sé einnig möguleg á flr. sviðum neyslu. Er fýkn í fýkniefnin áfengi - tóbak - hass og kannabis; mun sterkari og því ávanabindandi fyrir mun hærra hlutfall neytenda sem nýta slíka vöru. Að auki eru heilsufars vandamál mun flr. og enn alvarlegri, en tengd ofneyslu á sykri eða matvælum af öðru tagi. Það er enginn vafi á að það er gagnlegt frá heislufars sjónarmiði, að takmarka neyslu á "áfengi" - "tóbaki" - "hass" og "kannabis." Vegna þess tjóns sem neyslu þessara efna fylgir. Það eru gild rök, að ríkið taki að sér sölu þeirra efna, taki tekjur af á móti því tjóni - sem sameiginlegir sjóðir og þér m.a. berið því í gegnum að borga skatta. Meðan að það ætti að vera öllum augljóst, að setja sölu þessara efna yfir til einkaaðila - sem vilja hámarka hagnað og því sölu - - skaðar lýðheilsumarkmið. Ég sé af afstöðu þinni þó að ég hafi ágætlega skýrt málið - - að þér er slétt sama um hag fjöldans. Þér virðist eins og margir í dag; eingöngu hugsa um "eigin rass." Skítt með hina.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.9.2014 kl. 16:17

7 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Það er sykur í flestri vöru sem seld er, Einar. Ekki bara í gosdrykkjum og sælgæti. Hvet þig til að lesa utan á umbúðir og sjá hversu algengt það er að bæta sykri í vörur. Svo held ég að þú finnir seint röksemdir sem mæla með neyslu sykurs þó í hófi sé.

Ríkið fær ekkert minni tekjur þó einkaaðilar sjái um smásöluna, og sennilega meiri ef eitthvað er, gangi allar hrakspár ykkar forsjárhyggju- og miðstýringarsinna um hærra verð og aukna neyslu eftir. Meiri neysla og hærra verð gefa meiri VSK í ríkissjóð, er ekki svo? Tek þó fram að ég er ekki að mæla með aukinni áfengisneyslu til að auka tekjur ríkissjóðs.

Ég hef hvergi sagt að mér sé slétt sama um hag fjöldans og frábið mér að þú gerir mér upp skoðanir með þessum hætti. En mér finnst rétt að fullorðið fólk hafi val og frjálsræði yfir eigin athöfnum, svo fremi sem ekki er gengið á réttindi annarra eða þeim valdið tjóni eða óþægindum.

Erlingur Alfreð Jónsson, 13.9.2014 kl. 20:32

8 Smámynd: Elle_

Einar, þú segir þá óbeint að ég sé haldin þessari þröngsýni sem þú lýsir og finnst það vera ranglát gagnrýni.  Hinsvegar sætti ég mig ekki við að það sé verið að vernda fjöldann með þessu.  Fólk getur hugsað sjálft, ekki bara misvitrir stjórnmálamenn, og þarna fara þeir bara yfir strikið.  Þar með mundi ég aldrei halda eða segja að ekki verði að vera boð og bönn og lög í landinu.

Elle_, 13.9.2014 kl. 20:48

9 Smámynd: Elle_

Eftir að hafa lesið svar Erlings, verð ég nú bara að segja eins og hann: Ég hef hvergi sagt að mér sé slétt sama um hag fjöldans og frábið mér að þú gerir mér upp skoðanir með þessum hætti.  Þar fyrir utan er pínulítið rauðvín örugglega hollara fyrir líkamann en sykur.

Elle_, 13.9.2014 kl. 20:55

10 Smámynd: Elle_

Og eitt enn: Það er bara röng skoðun þín, Einar, að ég hafi nokkuð verið að hugsa um hvort ég persónulega kæmist eða ekki.  Það kom hvergi fram að ofan.

Elle_, 13.9.2014 kl. 21:00

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það vill gleymast í þessu frumvarpi að til þess að mega selja áfengi, verður að gera dýrar breytingar á verslunarhúsnæðinu og verslanir verða að gera breytingar á mannahaldi sem eru kostnaðarsamar.  Á hverju halda menn að þessi aukni kostnaður lendi? Dreifingin verður dýrari en hún er í dag , hvar skyldi sá kostnaður lenda?  Til stendur að leggja leyfisgjald á þá sem selja áfengi, hver skyldi borga það?  Álagning matvöruverslana er hærri en Vínbúðarinnar.  Eru menn virkilega á því að áfengisverð hækki ekki við þessa breytingu?  Mér finnst persónulega áfengisverðið alveg nógu og hátt í dag................

Jóhann Elíasson, 13.9.2014 kl. 22:09

12 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Jóhann: Auðvitað er það vitað að allur kostnaður við neytendavörur endar í útsöluverði. En ef kaupmenn sjá sér ekki hag í því að vera með áfengi til sölu gera þeir engar breytingar á sínu verslunarhúsnæði.

Og af hverju ætti dreifingin endilega að verða dýrari? Það er þegar verið að dreifa vörum í búðirnar með sendi- og flutningabílum. Verður eitthvað dýrara að setja áfengið með í bílinn?

Bendi líka á að bjór framleiddur á Árskógssandi eða Akureyri er nú þegar sendur daglega með flutningabílum til Reykjavíkur og svo aftur til baka í vínbúðina á Akureyri, sem og aðrar vínbúðir á Norðurlandi! Hver borgar það?

Það er líka alveg rétt að verð á áfengi er orðið ansi hátt, en aukin samkeppni gæti lækkað verð á móti, fyrir þá sem hugnast að fá lægra verð. 

Nú ef verð hækkar meira en nú er kemur meira í ríkissjóð og má þá kannski auka forvarnir fyrir gróðann? Þar að auki gæti verið meira forvarnargildi í hærra verði einu saman.

Gleymum því ekki líka að allt áfengi er flutt inn af einkaaðilum sem hafa heildsöluumboð fyrir viðkomandi vörur, ekki ríkinu.

Erlingur Alfreð Jónsson, 14.9.2014 kl. 01:47

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvaða trygging er fyrir því að meira komi í ríkissjóð ef áfengisverð hækkar, hefur sú verið raunin í öllum tilfellum? Er ekki nokkuð augljóst að ný dreifileið verður,alla vega til að byrja með, kostnaðarsamari en sú eldri? Það fer þekking á vinnu og aðferðum.  Þú veist hvernig matvörumarkaðurinn er hér á landi og ekki verður sagt að samkeppni sé þar mikil og ekki kemur áfengisverslun neitt til með að breyta því.  Svo þau rök þín detta niður alveg dauð, Erlingur, eins og fleira sem þú hefur látið frá þér fara  í þessari athugasemd.  Í dag er álagning matvöruverslana að meðaltali 40% en vínbúðanna rúm 10%, ríkið ætlar ekki að lækka sínar álögur á áfengi.  Bendir þetta til að áfengisverð LÆKKI, við breytinguna?

Jóhann Elíasson, 14.9.2014 kl. 10:25

14 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þið sem eruð á móti þessu fyrirkomulagi gefið ykkur að smásöluálagning verði hærri, sem þýðir hærra verð, sem aftur þýðir meiri VSK innkoma fyrir ríkissjóð að því gefnu að neysla haldist óbreytt. Eða er það ekki? Held að þessi rök séu sprelllifandi.

Ný dreifileið þarf ekkert að verða dýrari því stóru verslanirnar eins og Hagkaup og Bónus fara með alla sína vöru í gegnum stórt vöruhús hvort eð er. Þá fara allar vörur til smærri aðila úti á landi í gegnum flutningamiðstöðvar ásamt öðrum aðföngum og þess vegna sé ég ekki að dreifingarkostnaður þurfi að aukast eithvað sérstaklega. Þar fer þekking á vinnu og aðferðum.

Erlingur Alfreð Jónsson, 14.9.2014 kl. 16:24

15 Smámynd: Elle_

Í lokin vil ég taka fram að í svari mínu í no. 9, svo ég verði ekki líka misskilin þar, að ég var ekki með neina neikvæða gagnrýni á notkun á sykur og finnst sykurskatturinn fáránlegur.  Hinsvegar var ég að svara fullyrðingum Einars um sykur í no. 6. 

Líka langar mig ekki beint að koma aftur hingað inn eftir fyrirlitningu hans og öfgatali um okkur Erling út í loftið og án raka.  Það kom mér verulega á óvart frá honum.  Það er ekkert verið að verja fjöldann með þessu, það er verið að hefta fjöldann vegna minnihluta sem er veikur fyrir. 

Vilji Einar verja fjöldann mætti hann berjast fyrir harðari og lengri dómum forhertra glæpamanna, en dómar eru oftast hlægilegir í þessu landi.  Það mundi verja fjöldann, í stað þess að vera alltaf með vettlingatök á þeim seku.

Elle_, 14.9.2014 kl. 18:37

16 Smámynd: Jóhann Elíasson

Erlingur, við gefum okkur ekkert, þetta eru bara staðreyndir.  Ertu virkilega svo grænn að halda að tekjur ríkisins aukist þótt áfengisverð hækki?  Hvað með þann VSK, sem ríkið þarf að greiða til baka vegna kostnaðar við að gera verslunina klára til að versla með áfengi?  Ertu með þessu að segja að Hagkaup og Bónus verði einu aðilarnir sem selji áfengi á landinu, þú hlýtur að vera í glasi?

Jóhann Elíasson, 14.9.2014 kl. 23:32

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Erlingur Alfreð Jónsson - - Þú tekur ekki sérlega vel eftir.

  • Einkaaðilar vilja hámarka hagnað sinn.
  • Það þíðir þeir vilja hámarka sölu.

Ég tók þetta vendilega fram í texta í færslu.

Það að setja þetta til einkaaðila, sem vilja hámarka eftirspurn þannig neyslu, gengur augljóst gegn sjónarmiðum að vernda heilsu fjöldans.

Þér virðist aftur á móti standa sama um þau markmið, þ.e. þ.s. ég sé út úr þinni afstöðu - - ég mótmæli að sjálfsögðu svo þröngsýnni einstaklingshyggju.

Ég veit vel að þ.e. sykur í fj. drykkjarvara - þ.e. ástæða til að skoða ofnotkun sykurs, t.d. með því að takmarka hvað má setja mikinn sykur í drykki og matvæli - - það gæti auðvitað leitt til "banns við sölu algengra drykkja eins og Coke m. sykri."

Ég er alveg til í að taka slíkri áskorun frá þér.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.9.2014 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband