Það eru ekki bara Skota sem dreymir um "sjálfstæði"

Ég er að tala um -Katalóníu- sem er hérað á Miðjarðarhafs strönd Spánar. Mér skilst að það hérað, sé það auðugasta hlutfallslega á Spáni. Þjóðarframleiðsla per haus - töluvert ofan við meðaltal á Spáni. Síðan kreppan skall á 2008, hafa sjálfstæðisdraumar Katalóna - vaxið ásmegin. Þá á ég við, að fylgi við hugmyndina um sjálfstæði, hafi vaxið ásmegin. Á hinn bóginn, er ríkisstjórn Mariano Rajoy hörð í horn að taka, og hefur hafnað því - að Katalónía hafi rétt til þess að halda almenna atkvæðagreiðslu um spurninguna varðandi sjálfstæði. Samt, ætlar leiðtogi héraðsins - - einmitt að halda slíka atkvæðagreiðslu.

Catalans Want Independence Too

Graphic: Catalonia by the numbers.

Áhugavert að bera saman - sjálfstæðismáli Skota og Katalóna! Sérstaklega í ljósi þess, hve ólík viðbrögð breskra stjórnvalda eru viðbrögðum spánskra stjórnvalda!

  1. Atriði eitt, er að sjálfsögðu - - að Bretland hefur látið það í ljós. Að ef Skotar samþykkja sjálfstæði í almennri atkvæðagreiðslu - mun Bretland virða rétt Skota til að yfirgefa sambandið við: England, Wales og N-Írland, með öðrum orðum, Bretland.
  2. Á sama tíma, hafa stjv. á Spáni, gert allt í sínu valdi - til að "hindra það að sambærileg atkvæðagreiðsla geti farið fram í Katalóníu, kallað tilraunir til slíks "lögleysu" og sagt að spænska þingið, yrði að "veita heimild" og að auki - að veiting slíkrar heimildar "komi ekki til greina."
  3. Á sama tíma, og enginn vafi er á, að Bretar munu heimila Skotum að yfirgefa sambandið. Þá hefur ríkisstjórn Spánar, einnig sagt - - að engu héraði sé "heimilt að yfirgefa Spán" nema að allsherjar þjóðaratkvæðagreiðsla á "öllum Spáni" samþykki slíkt. Og á sama tíma einnig sagt, ekki hafa áform um að "láta framkvæma eina slíka."

Þetta auðvitað gerir sjálfstæðismálið í Katalóníu - - að hugsanlegu "átakamáli." En þegar vilji svæðis sem virðist vera í dag verulega útbreiddur, er þannig "vísvitandi" barinn niður. Þá er augljós hætta á því, að harka geti færst í þá deilu - þ.e. sjálfstæðissinnar geti orðið róttækir.

Þó líkur virðast ekki miklar í dag, á róttækni - - sjálfstæðissinnar í Katalóníu, hafa lagt áherslu á "friðsama baráttu." Þá er harka hægri stjórnarinnar á Spáni slík, að hún getur vel verið vís til þess - - að standa fyrir dómsmálum gegn "háværum sjálfstæðissinnum" þó svo að þeirra tilburðir til mótmæla, séu algerlega friðsamir.

  • Þessa stundina, eru þó sjálfsstæðissinnar, að horfa á tilburði Skota - það getur sennilega haft umtalsverð áhrif á áhuga í Katalóníu á sjálfstæði; hvernig Skotum reiðir af.
  • En það eru nokkur óvissu atriði:
  1. Það er langt í frá öruggt, að sjálfstætt Skotland sé meðlimur að ESB - en sjálfstæðissinnar í Skotlandi, hafa verið að gefa sig út sem meiri ESB sinna - en Englendinga.
  2. ESB hefur algerlega neitað "hingað til" að gefa nokkuð út um það, hver yrðu örlög héraðs sem verður að nýju "sjálfstæðu" ríki.
  3. Sumir segja, að - - Skotland verði þá að fara í aðildarviðræður, óska eftir aðild. Ég er að tala um deilur "fræðimanna" - - meðan að sumir aðrir, segja það fáránlegt að landsvæði sem í dag "tilheyri ESB" verði það ekki lengur.
  4. Á sama tíma, hafa einstakir ráðherrar á Spáni - - talað gegn þeirri hugmynd, að það komi til greina, að Skotland verði sjálfkrafa "meðlimaríki." En um afstöðu þeirra, ræður líklega, að þeir vilja ekki skapa það fordæmi, að hérað sem yfirgefur meðlimaland "verði sjálfkrafa meðlimaríki" vegna vaxandi deilna við Katalóníu.
  5. Ekki liggur fyrir - - formleg afstaða stjv. Bretlands um þetta atriði.
  • Þ.e. ekki endilega "einu sinni" víst, að sjálfstætt Skotland, hefði nokkurn gildan viðskiptasamning við ESB aðildarlönd.
  • Bretland mundi ekki mega "gera fríverlsunarsamn. v. Skotland" þ.s. réttur til viðskiptasamn. v. lönd utan ESB, liggur hjá stofnunum ESB.
  • Svo það má ef til vill bæta við - - óvissu um viðskiptastöðu milli Skotlands og Bretlands.

Þetta er ekki "hræðsluáróður."

Ég hef ekki hugmynd um það - hvað verður ofan á.

Ég held að enginn viti það á þessari stundu!

 

Niðurstaða

Sumir ráðherrar á Spáni, hafa gengið svo langt, að vara við "sjálfstæði Skota" - sagt það þá aðgerð að "opna Pandóru Box." Það virðist a.m.k. ljóst - að Spáni er það þyrnir í huga, hvað er að gerast í Bretlandi. Þó að sjálfsögðu, Spánarstjórn geti ekki haft nein formleg afskipti af málinu.

Eitt virðist þó afar líklegt - að ríkisstjórn Spánar muni þvælast fyrir því, að Skotland fái að gerast "sjálfkrafa" meðlimaríki ESB.

Formleg afstaða stjv. í London - virðist ekki liggja fyrir um það atriði.

Afstöðu Spánar ráði ótti við það að einstök héröð, þá ekki endilega einungis Katalónía, muni segja skilið við Spán. Mín skoðun er, að Spánn ætti að taka upp formlegt fylkja fyrirkomulag, sbr. þ.s. tíðkast í Þýskalandi. Slíkt aukið sjálfforræði, mundi sennilega - þvert ofan í ótta stjv. á Spáni. Sennilega ekki auka líkur á klofningi Spánar. Heldur minnka líkur á honum, meðan að sjálf þvermóðska stjv. Spánar - - sé einmitt áhættuþáttur í því ljósi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband