8.9.2014 | 22:20
Það á eftir að verða erfiður vetur í Úkraínu
Það hefur ekki verið áberandi í fréttum þar sem að stríðið hefur drekkt öðrum fréttum. Til upprifjunar þá stendur Úkraína frammi fyrir 100% hækkun á gasverði, skv. því - að Gasprom -rússn. gasrisinn- ákvað að nema úr gildi 50% afslátt af gasi, sem Úkraína hafði gert samn. um á sínum tíma, var afslátturinn form af "greiðslu á leigu" af hálfu rússn. stjv. - - fyrir her-og flotastöðina í borginni Sevastopol á Krím skaga. Gasprom, bendir á að síðan Krím-skagi var færður inn fyrir landamæri Rússlands, sé ástæðan fyrir 50% afslætti á gasi, fallin úr gildi - - og Gasprom hefur síðan sl. vor "heimtað greiðslur skv. 100% hærra verði." Sem stjv. í Kíev hafa hafnað - - í sumar "skrúfaði Gasprom fyrir sölu á gasi til Úkraínu."
Russia aims to choke off gas re-exports to Ukraine
Í frétt Financial Times, kemur fram - - að Gasprom, er að beita þær evr. þjóðir þrýstingi, þ.e. Pólland - Ungverjaland og Slóvakía. Sem hafa verið að leitast við að "aðstoða Úkraínu" með því, að "endurselja Úkraínu hluta af því gasi sem þær þjóðir kaupa af Gasprom."
- Þessi endursala - - dugar þó ekki til þess, að mæta þörf Úkraínu fyrir gas.
- En líklega "frestar því að birgðir þverri í Úkraínu."
Það mun koma að því, að gasið þverri - - og orkukrísa skelli á í Úkraínu!
Þá er Úkraína komin undir mjög harkalegan þrísting - þ.e. á annan kannt, vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem sl. tvær vikur virðist hafa borist "öflugur liðsstyrkur" "hvort sem sá liðsstyrkur er rússn. her eða nýjar sveitir uppreisnarmanna sem hafa verið vopnaðar af Rússum" - "þá virðist eitt blasa við miðað við þann snögga viðsnúning á stríðsgæfunni sem orðið hefur" - "að þær sveitir eru betur vopnum búnar en stjórnarher Úkraínu."
Svo á hinn kannt, er það Gasprom og orkuskorturinn sem við blasir, að mun skella á í Úkraínu - í vetur. Þó ekki sé auðvelt að tímasetja akkúrat hvenær, gasið klárast.
- Þetta er líklegt að gerast, einmitt í vetrarkuldunum, janúar og febrúar.
Það áhugaverða er - að Úkraína er ekki að fá neinn umtalsverðan stuðning, a.m.k. ennþá!
Úkraínu - hefur verið veitt nokkur "lánafyrirgreiðsla" í gegnum AGS, er í prógrammi. Bandar. og ESB taka þátt í henni, en "þetta eru lán" - "ekki styrkir."
Hvernig Úkraína á að standa við það prógramm, er mér hulin ráðgáta. En ég á mjög erfitt með að sjá, hvernig það getur gengið upp - miðað við það að stefnir í að Úkraína missi verulegan hluta af sínum útfl. tekjum.
- En nú þegar stríðsgæfan hefur snúist við, virðist blasa við - að samn. staða stjv. í Kíev, hefur veikst verulega.
- Höfum í huga, að Úkraína "er samtímis undir þrístingi frá Gasprom."
A.m.k. enn sem komið er, virðist fátt benda til þess, að NATO eða Evr.ríki - séu að veita stjv. í Kíev, hernaðarstuðning - hvort sem er í óbeinu formi í gegnum vopnasendingar eða beinni hætti.
Meðan að Evr. og Washington, eru þetta "lin í stuðningi" þá er Kreml í lófa lagið, að breyta stöðunni í A-Úkraínu, hvenær sem Kremlverjum sýnist svo, til þess að "herða frekar á þrýstingnum á Kíev."
- Margir gruna, að Kreml vilji stofna "protectorate" í A-Úkraínu, þ.e. annaðhvort með því, að A-héröðin Luhansk og Donetsk, fái það mikið sjálfforræði, að þau séu "í reynd sjálfstæð" og einungis undir "Úkraínu að nafni til."
- Eða, ef Úkraína semur ekki, að styðja uppreisnarmenn til þess, að hafa "sigur á bardagavelli" þannig að þeirra "Novo Rossia" verði að "de facto" sjálfstæðu svæði undir þeirra stjórn - - en "einungis með stuðningi Rússlands."
Hvort útkoman verður veruleiki - - þ.e. samkomulag, sem leiði til þess fyrra.
Eða að stríðið gjósi upp að nýju, og rússn. stuðningur leiði fram það seinna.
Þá verði niðurstaðan sú, að Úkraína tapi þeim útfl. tekjum, sem iðnaðurinn í þessum tveim iðnvæddu héruðum, hefur síðan 1991 skaffað Úkraínu - - mér skilst um 40% útfl. tekna.
Iðnaðarsvæðin í A-Úkraínu, verða hl. af rússn. hagkerfinu - - ekki því úkraínska; í báðum tilvikum.
NATO og Vesturlönd, geta hvenær sem er, ef þau vilja, breitt þeirri útkomu - sem annars við blasir
Með því að "taka upp sambærilegan stuðning við stjv. í Kíev" og stjv. í Moskvu veita uppreisnarmönnum. Þ.e. "vopnasendingar a.m.k." og kannski einnig - að senda einhverjar hersveitir Úkraínu til stuðnings.
Vopnasendingar - væru þó til muna áhættuminni aðgerð.
Að auki, að "gefa eftir skuldir" - "breyta lánum í styrki" - "senda stjv. í Kíev frekari styrki."
- Málið er - að Vesturlönd hafa stutt Kíev, "með hálfum huga."
Þó að "refsiaðgerðir" á Rússland - hafi áhrif á Rússland.
Þá mundi Úkraínu - - gagnast til mikilla muna meir, "beinn fjárhags stuðningur" og "vopnasendingar."
- Þá mundi samn. st. Kíev, batna - - en þessa stundina.
- Virðist hún afar veik.
Niðurstaða
Þetta er alltaf spurning um þá lokaniðurstöðu sem menn eru að horfa á. Eins og uppreisnarmenn tala, og netverjar sem styðja þá, mætti ætla að í gegnum það að berjast v. stjv. í Kíev - séu þeir að berjast við Vesturlönd. En þ.e. af og frá, að stuðningur Vesturlanda sé í nokkru samræmi, v. stuðning Kremlverja við uppreisnarmenn.
Maður veltir fyrir sér, af hverju "NATO lönd hafa ekki tekið upp vopnasendingar til Kíev?"
Það væri ekki neitt sérdeilis "áhættusöm aðgerð" - og mundi geta að verulegu leiti, bætt stöðu stjórnarhersins, sem virðist fara hallloka sl. tvær vikur - - eftir tilkomu "nýrra herja" sem margir segja að séu Rússar en því er neitað í Rússlandi. Hverjir sem þeir eru - - hefur vígsstaðan snögg breyst til þess mun verra, þegar áður það virtist stefna í loka sigur stjórnarhersins.
Ef Vesturlönd vilja ekki - - að Kíev fari mjög hallloka í samn. næstu vikur.
Þá þarf NATO og Bandar. að sýna í verki einhvern umtalsverðan stuðning v. Kíev, svo um munar.
Annars sennilega hefur Pútín þann lokasigur í þessari rimmu, sem hann ef til vill "stefndi að allan tímann." Þ.e. að tryggja að A-héröðin "verði efnahagslega séð hluti af Rússlandi."
En hafa ber í huga, að A-héröðin "framleiða enn varning sem er mikilvægur fyrir Rússland" sbr. Antonov flutningavélar, Zenit eldflaugar sem notaðar eru til að skjóta á loft gervihnöttum, skriðdreka og önnur hergögn, og m. flr.
Það er þægilegra fyrir Rússland - - að A-héröðin séu "de facto rússn. yfirráðasvæði" en að Rússland þurfi ef til vill, að verja miklum fjárhæðum í, að byggja upp þá framleiðslu sem þar fer fram, innan Rússlands.
- Ég hef alltaf grunað Kremlverja, að vera fyrst og fremst að "hugsa um hagsmuni Rússlands" fremur en hagsmuni Rússanna sem búa í A-Úkraínu.
Það verður forvitnilegt að sjá, hvað gerist. En stjv. í Kíev, ef þau láta eftir þeim kröfum, að Luhansk og Donetsk séu "de facto" sjálfstæð, þá mundi það sennilega vera pólit. sjálfsmorð fyrir ráðamenn í Kíev.
Það getur því vel verið, að stríðið blossi upp að nýju innan skamms, þegar í ljós kemur líklega að Kíev treystir sér ekki til að mæta kröfum uppreisnarmanna, og á sama tíma, telja uppreisnarmenn að stríðsgæfan sé þeim í vil. Að hagstæð úrslit geti náðst á bardagavelli.
Það yrðu þá sennilega mjög harðir bardagar um borgina Mariupol, en þar í útjaðri stendur "hinn nýi her uppreisnarmanna sem kom til skjalanna fyrir tveim vikum grár fyrir járnum." Bíður einungis skipana að leggja til atlögu. Í þeirri borg, gæti orðið mjög mikið blóðbað, því borgin er skipt ca. 50/50 að íbúatölu, fj. íbúa t.d. um daginn, tók þátt í að "grafa skotgrafir" líklega frá Úkraínuhelmingi borgarbúa. Forseti Úkraínu var þar í heimsókn á mánudag, lofaði - - að verja Mariupol "hvað sem það kostaði":
Visiting East, Ukraine Leader Vows to Not Cede Any Territory
Uppreisnarmenn langar augljóst í Mariupol, mikilvægustu hafnarborgina á þessu svæði - einnig mikilvæg iðnaðarborg. Að auki mundi fall hennar, flækja mjög verulega liðsflutninga fyrir stjórnarherinn.
Mér virðast því afar miklar líkur á, að vopnahléið sé einungis stund milli stríða.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 856037
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Til þess að þetta verði allt svona mun þyngra og mun erfiðara viðfangs þarna í Úkraínu og hugsanlega Evrópu líka, þá þarf núna að styðja við allar þessar lygar með þessum gervihnattamyndum án hnits og með röngum dagsetningum og úr tölvuleikjum.
Sérstaklega þar sem að ekki eru til neinar sannanir fyrir því að Rússar hafi gert innrás í Úkraínu. Nú og þar sem þessir fjölmiðlar margir hverjir hafa þurft að ljúga um að friðarsamkomulag hafi verið gert milli stjórnvalda í Rússlandi og stjórnvalda í Úkraínu, en ekki það hafi verið gert friðarsamkomulag milli stjórnvalda í Úkraínu og uppreisnarmanna í Úkraínu.
En eins og gefur að skilja þá vill þetta lið halda áróðrinum áfram til að koma á fleiri refsiaðgerðum, og fyrir frekari stækkun NATO til austurs, því að stjórnvöld Bandaríkjunum er nákvæmlega sama um allar refsiaðgerðir er Rússar gætu komið með á móti ESB og öðrum löndum, ekki satt?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.9.2014 kl. 10:08
Varðandi skrif þín um Viðskifti Gasprom og Úkrainu þá sleppir þú viljandi nokkrum mikilvægum þáttum í þessu máli til að bandamenn þínir líti betur út.
Ef þú ert í raun og veru einhverskonar Evrópufræðingur þá ert þú í raun að eyðileggja fræðimannsheiður þinn með að hagræða sannleikanum með þessum hætti frekar en að reyna að skýra fyrir okkur aumingjunum hvernig málin standa í þessari deilu.
Þetta er svosem ekkert einstakt fyrir þig ,þar sem það virðist vera orðin venja að fræðimenn víkji frá því sem þeir vita réttast til að þjóna einhverjum hagsmunum.
Árangurinn er sá að það er ekkert frekar hægt að taka mark á þeim frekar en hverjum öðrum.
Ég legg til að ef þú ert fræðimaður að þú leggir þetta af og farir að reyna að greina stöðuna af heilindum.
Viðskifti Gasprom og Úkrainu eru viðskifti milli fyrirtækis og Úkrainu sem voru niðurgreidd af rússneska ríkinu.
Samningurinn hljóðaði upp á að ef Úkraina stæði ekki í skilum mundu þessar niðurgreiðslur falla niður.Þetta var sett inn í samninginn af gefnu tilefni.
Jafnframt sagði samningurinn að ef vanskil yrðu ætti Úkraina að borga fyrirfam það gas sem þeir fengju.
Öll þessi atburðarás er því nákvæmlega eftir samningnum sem undirritaður var 2009 að mig minnir.
Það sem sýnir ótrúlegan sáttavilja rússa er að þrátt fyrir allt sem á undan er gengið eru þeir tilbúnir að selja Úkrainu gas fyrir lægra verð heldur en aðrar evrópuþjóðir eru að borga,eða sennilega á svipuðu verði og stóri kínverski samningurinn sem þó er að hluta til borgaður fyrirfram.
Það er ekki einkennilegt að Gasprom reyni að bregðat við ef aðrir viðskiftavinir eru farnir að halda uppi vanskilaríkinu með gas ,og koma þannig í veg fyrir að Gasprom geti innheimt margra milljarða dollara skuld Úkrainu við fyrirtækið. Hvaða fyrirtæki mundi ekki gera það?
Þú rekur ágætlega miklilvægi austurhéraðanna fyrir Úkrainu og hvernig iðnaðurinn þar er samansettur og samspil hans við rússland,en af einhverjum ástæðum ertu ófær um að draga áliktanir af því sem þú veist.
Þetta samspil við rússneskt efnahagslíf er einmitt önnur megin ástæðan fyrir því að fólkið á svæðinu reis upp gegn Kiev stjórninni. Íbúarnir sáu að stefna fasistastjórnarinnar mundi þýða algert hrun inaðarins og þar með lífskjara á svæðinu. Þetta vildu þeir einfaldlega ekki og snerust til varnar.
Hin megin ástæðan fyrir uppreisn fólks var að það var nokkuð ljóst strax í upphafi að fasistastjórnin mundi takmarka mannréttindi fólks af rússneskum uppruna líkt og gert er í Eystrasaltslöndunum og hugsanlega víðar og sennilega mundu takmarkanirnar verða meiri en þar tíðkast.
Þó að stjórnvöld í Eystrasaltsríkjunum séu mjög þjóðernissinnuð eru þau þó langt frá því að vera fasísk.
Eins og þú væntanlega veist hafa rússar sem ekki eru fæddir í t.d. Eystlandi ,en hafa þó búið þar jafnvel áratugum saman,ekki Eistneskt vegabréf heldur sérsakt "grátt" vegabréf.
Þessu vegabréfi fylgir ekki kosningaréttur né aðgangur að styrkjakerfi og fleira.
É g held þó að þeir hafi aðgang að almannatryggingum og þeir greiða að sjálfsögðu skatta.
Forseti Eistlands svaraði aðspurður um þessa tilhögun.
Eftir heimstyrjöldina síðari voru þjóðverjar barðir á götum úti.
Rússneskir einstlendingar eiga sem sagt að þakka fyrir að sleppa með skert mannréttindi en vera ekki barðir á götum úti.
Ég hef samt grun um að yfirvöld þar aðhafist ekki mikið þó rússar séu barðir.
Þetta gerir þeim einnig ókleyft að sinna opinberum störfum og jafnframt gerir þetta þeim mjög erfitt fyrir á almennum vinnumarkaði af því að fyrirtæki hafa löngu áttað sig á að fyrst þeir eru annars flokks þegnar í augum hins opinbera er auðvelt að hlunnfara þá á vinnumarkaði.
Þetta vildu íbúar A Úkrainu forðast og gerðu uppreisn,þeir stóðu frammi fyrir að töluverður hluti íbúanna yrði gerður að annars flokk þegnum.
Þetta er líka ástæðan fyrir að rússar fóru að gefa út vegabréf til þessa hóps og Kiev setti lög í framhaldinu sem bönnuðu tvöfalt ríkisfang.
Uppreisn A úkrainumanna stafaði sem sagt aðallega af tvennu.
Þeir sáu fram á stórkostlegt efnahagslegt hrun og stórlega skert mannréttindi fyrir töluverðan hluta íbúanna.
Þessa hluti veist þú örugglega alla sem Evrópufræðingur ,en kýst að segja okkur ekki frá þeim.
Þínir menn lúkka nefnilega ekki eins frábærir ef maður telur þetta með.
Borgþór Jónsson, 9.9.2014 kl. 10:18
Boggi - Boggi - Boggi, ég skil ekki þessa heift, þ.e. ekki rétt hjá þér "að Rússar hafi niðurgreitt gasið" heldur var gasið lægra "sem form af greiðslu af hálfu Rússa fyrir flotastöðina í Sevastopol." Ég velti fyrir mér, af hverju þú kýst að líta fram hjá því "af hverju Gasprom" ákvað að fella niður 50% afsláttinn af gasi - - þó ég hafi vendilega tekið fram hver ástæðan var. Nefnilega sú, að þegar Rússl. "stal" Krím-skaga, þá leit Gasprom svo á - að þar með væri afslátturinn ekki lengur í gildi. Ég að sjálfsögðu vísa þínum ásökunum til strax til baka, því sú ástæða sem þú gefur upp "er röng." Það má vera að einhverjir vefir í dag "haldi þessari söguskýringu sem þú gefur upp á lofti" en þá er einmitt það "ósannindi."
------------------------------------
Þessi saga að stefnt hafi verið að því að Rússar yrðu að 2-flokks borgurum. Eða að aðild Úkraínu að "innra markaði ESB" mundi leiða til fátæktar í A-héröðunum. Þetta eru "eftirá skýringar settar fram" af þeim sem styðja uppreisnina, og af uppreisnarmönum. Það eru engar sannanir um slíkar stefnur fyrir hendi.
Ég ætla ekkert að fullyrða, að það sé algerlega útilokað að slíkt hafi staðið til. En fyrir því "liggja nákvæmlega engar sannanir." Þetta séu "fullyrðingar" eiginlega út í loftið.
Hin kenningin þín, sé augljós þvættingur.
Þitt vandamál virðist vera, að þú trúir gagnrýnislaust áróðri annars stríðsaðilans, alfarið að því er ég fæ séð, burtséð frá hve vitlaus sá áróður er.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.9.2014 kl. 18:31
Eins og þú getur ímyndað þér mundi Gasprom aldrei fara að niðurgreiða gas til Úkrainu enda fyrirtækið ekki með neina flotastöð í Sevastapol.
Eins og þú veist væntanlega er Gasprom ekki 100% í ríkiseigu og ég hygg að það hefði verið þungur róður að láta aðra hluthafa niðurgreiða gas til annars ríkis,eða niðurgreiða gas yfirleitt.
'Ég fór að skoða gamlar fréttir um þessa samninga og þá kemur í ljós að þessi tenging milli gasverðsins og flotastöðvarinnar er alger uppspuni.
Við virðumst því báðir hafa verið að fara villur vega í þessum efnum.
Samningurinn um flotastöðina (2010 til 2042) er klippt og skorið 525,5 milljónir dollara árlega +97,75 milljón dollara niðurfelling á skuldum.
Ekkert gas engar niðurgreiðslur ,bara peningar.
Gassamningurinn sem Yulia Tymoshenko gerði við rússa 2009 hljóðaði nokkurn veginn þetta: (Tekið úr frétt í Guardian sunnudagin 18 jan 2009)
Ukraine paid $179.50 per 1,000 cubic meters of gas in 2008, less than half the price paid by European countries. The European price for the first quarter of 2009 is about $450, but is expected to fall to reflect the decline in world oil prices.
Before talks broke down on 31 December, Russia had offered Ukraine a price of $250 for 2009, which Ukraine refused.
The two countries also reached a deal on the price Russia will pay Ukraine for transporting gas to Europe through its pipelines. Ukraine had insisted that if it paid more for gas, Russia should pay market prices for transit.
Putin said the discounted transit price would remain in place for 2009. Beginning on 1 January next year, Ukraine will pay full price for gas and Russia will pay market prices for transit, he said.
Hér er engin flotastöð
Þessi tenging milli flotastöðvarinnar og gasverðsins virðist vera flökkusaga sem á ekki við nein rök að styðjast sennilega af því að greiðslan fyrir flotastöðina hefur verið dregin frá gasreikningnum og rússneska ríkið hefur síðan greitt Gasprom mismuninn.
Eftir 2009 voru engar niðurgreiðslur á gasi til Úkrainu,en "transitféð" hefur komið til frádráttar á gasreikningnum ásamt hugsanlega leigunni fyrir Sevastapol.Það eru samt bara getgátur ,en alls ekki ólíklegt.
2009 gildir svo gasverð til Evrópu með 20% afslætti en Gasprom fær svo flutninginn á undirverði,en árið 2010 tekur svo gildi verðskrá sem felur í sér fullt gjald fyrir Gas og flutning.
Þessi samningur þótti svo afleitur að Yulia Tymoshenko var seinna dæmd í 7 ára fangelsi fyrir að undirrita hann.
Þegar Krímskagi gekk til liðs við Rússland á þessu ári var ekki lengur tilefni til að lækka gasreikningana með leigugreiðslunum.
Svona er þetta nú Einar minn.
Skýringarna um að aðild að innri markaði ESB mundi leiða til ófarnaðar í A Úkrainu eru engar eftiráskýringar. Þetta átti einmitt að vera fundarefni samningaviðræðna sem bæði úkrainumenn og rússar fóru ítrekað fram á við ESB ,en þeir neituðu ávallt að taka þátt í.
Ætlun ESB virðist hafa verið að þvinga Viktor Yanukovych til að að velja á milli ESB og Rússlands.Það endaði síðan með því að Viktor Yanukovych gerði það og ákvað að halda sambandinu við Rússland,vitandi það að slit þar á milli án samningaviðræðna mundu leiða til mikils ófarnaðar og þar hefur hann örugglega aðallega haft í huga iðnaðarhéruðin í Donbass.
Margir hafa legið ESB á hálsi fyrir að þvinga fram þetta uppgjör.
Framhaldið vitum við.
Varðandi annars flokks þegna sem ég minntist á,þá hafði einmitt komið fram ríkur viljí stjórnvalda í Kiev að haga málum með þessum hætti.
Tillögunni var ekki hafnað heldur var hún ekki tekin til afgreiðaslu,þar er stór munur á . Hún hefur væntanlega ekki verið talin tímabær.
Síðari atburðir áttu svo eftir að staðfesta þennan ótta úkraínurússa þegar stjórnin í Kiev sendir herinn til að bæla niður uppreisnina í Donbass,án þess að gera nokkra tilraun til að semja við uppreisnarmenn.Enga tilraun.
Þessi aðgerð var brot á stjórnarskrá Úkrainu
Það er mjög líklegt að þær kröfur sem uppreisnarmenn höfðu uppi á þeim tíma hafi verið auðveldlega umsemjanlegar,enda ekki miklar,en það sýnir augljóslega hugarfar stjórnarinnar til þessa fólks að þeirra fyrsta og eina hugsun var að drepa það.
Þeirra kröfur voru í grunninn að þeir vildu tryggingu fyrir að réttindi þeirra væru virt og að þeir fengju aukna sjálfsstjórn.
Kröfur þeirra hljóðuðu í raun upp á að þeir fengju að halda stærri hluta af skattekjum í heimabyggð,enda hafði verið langvarandi óánægja með að þeir borguðu meginhlutann af sköttunum ,en fengu að eigin mati of lítið til baka.Þessi óánægja var ekki bundin við rússa.
Hörmuleg endalok þessa máls má svo rekja til bandarískra stjórnvalda.
Ef ekki hefði komið til stuðningur þeirra við fasistana sem sprengdu upp febrúarsamningana væru Úkrainumenn núna í lýðræðislegu ferli að velja sér nýjan forseta og þing sem hefði síðan leyst þessi mál með einhverjum hætti .
Enginn væri dauður og ekkert tjón hefði orðið í landinu umfram það óverulega tjón sem varð í kringum Maidan.
21 febrúar var ekkert sem benti til að þessi atburðarrás væri að fara af stað,henni var stýrt af öflum sem ætluðu sér stóra hluti á svæðinu.
Borgþór Jónsson, 9.9.2014 kl. 23:04
Fari það í glóandi,Einar hefur rétt fyrir sér að hluta til.
Í apríl sömdu rússar og úkrainumenn um lækkun á gasverði sem nemur 30% sem var fellt inn í greiðslur fyrir Sevastapol herstöðina.
Þessar greiðslur féllu svo niður þegar krímverjar sameinuðust Rússlandi.
Við viljum að sjálfsögðu að lesendur séu vel upplýstir um þetta málefni sem önnur, en ég kann Putin litlar þakkir fyrir að gera þennan samning án samráðs við mig.
Mér þykir miður að hafa talað höstuglega til Einars af þessu tilefni,nóg er samt.
Borgþór Jónsson, 10.9.2014 kl. 10:08
Gasprom er "in effect" hl. af stjórnvaldinu í Rússlandi, hafðu í huga að ef stjórnendur "fara á svig við skilgreinda hagsmuni stjv. Rússl. skv. skilgr. stjv." þá mundi sennilega enda fyrir því fyrirtæki eins og Lukos á sínum tíma, stjórnendur þess fara í fangelsi fyrir "tilbúnar sakir" skv. dómi er væri í samræmi v. "skipanir frá Kreml." Það sé afar ólíklegt að Gasprom taki slíkar ákvarðanir - - - án samhengis við stefnu rússn. stjv.
----------------------
Rússn.stjv. stálu sem sagt Krím-skaga af Úkraínu, rússn. hersveitir frá herstöðinni í Sevastopol, fóru um hann allan, hernámu - umkringdu stöðvar lögreglusveita stjv.; settu upp landamærastöðvar v. mörk Krím-skaga og Úkraínu. Síðan fór fram kosning m. augljóst fölsuðum úrslitum, að auki var settur rússn. leppur sem stjórnandi -gegnsætt ekki raunverulegur stjórnandi- enda sátu rússn. hermenn í þingsal, meðan þingið skipaði hann augljóst undir "duress."
-----------------------
Varðandi gasverð - hafandi í huga að Lukos mun vart afgreiða deilu v. Úkraínu í ósátt v. stjv. Rússl. - - þá er næívt að halda, að verð þ.s. Úkraína hefur fengið fyrir gas sem hefur verið helmingi lægra en í Evr. almennt, sé ótengt því að Rússl. hefur haft herstöð á úkraínsku landi. *Þó það standi ekki beint í samn. getur þú verið viss, að samhengi er á milli þeirra atriða. Auðvitað hefur það aldrei verið opinberað, að ef Úkraínumenn hafa hótað í fortíðinni, að segja upp samn. um herstöðina - ef þeir fá ekki "ódýrt" gas. **Það má vel vera, að bagalegt hafi verið -í einhverjum skilningi- fyrir Rússsl. að neyast til að selja gas "ódýrar." En höfum í huga hagræðið á móti, að hafa herstöðina v. Svartahaf. ***Ég sé ekkert í spilunum sem augljóst bendi til þess að Rússl. hefði ekki getað haldið áfram í það óendanlega, að selja Úkraínu ódýrt gas í staðinn "De Facto" fyrir herstöðina. ****Þó hugsanlega hafi getað komið deilur um verð, hafi það ekki verið sérlega íþyngjandi fyrir rússn. efnahag fram til þessa sbr. digra gjaldeyrissjóði Rússl. þrátt fyrir þetta og að hagnaður Gasprom hefur einnig á sama tíma verið ágætur flest árin. *****Það virðist mér afar líklegt, að Rússl. hafi tekið skagann yfir, vegna þessara hugsanlegu auðlynda, en úkrínsk. stjv. voru í samn. v. erl. fyrirtæki - um hugsanlega sambærileg skiptingu lögsögunnar í Svarta Hafi. En nú fellur þetta til Rússa - sem geta verið auðlyndir upp á hundruð ma. dollara.
-----------------------------
"Skýringarna um að aðild að innri markaði ESB mundi leiða til ófarnaðar í A Úkrainu eru engar eftiráskýringar. Þetta átti einmitt að vera fundarefni samningaviðræðna sem bæði úkrainumenn og rússar fóru ítrekað fram á við ESB ,en þeir neituðu ávallt að taka þátt í."
Þetta er "augljóst kjaftæði" - - :
1. allar þjóðir sem hafa hingað til, tekið upp náin efnahags samskipti t.d. öll fyrrum A-tjalds ríkin sem ekki voru hl. af Sovét, hafa grætt á því. Ekkert land fram að þessu, er fátækara í dag af fyrrum A-tjalds löndum, eftir að hafa hafið náin efnahags tengsl v. Evrópusambandið.
2. Þetta eru algerlega "óstaðfestar staðhæfingar" sem var "haldið fram af andstæðingum samningsins. Höfum í huga, að Yanukovych gerði þennan samn. - hann er ekki úkrainskur þjóðernssinni. Hvað ætti honum að ganga til, eru menn að halda því fram - að hann hafi verið ófær um að semja v. ESB þannig að það mundi koma vel út fyrir landið allt?
3. Ég ítreka að það er "irrational" að halda því fram, að úkraínsk stjv. hafi haft það í hyggju - að leggja í rúst efnahag landsins, og A-héraðanna sérstaklega, -þegar þ.e. haft í huga hve ákaflega háð efnahag þeirra héraða Úkraína er- það væri afskaplega "irrational" ákvörðun, að hafa samið með þeim hætti - - að það leiddi til efnahagshruns.
4. Ef v. tökum EES sem dæmi, sem Ísl. hefur. Þá er Ísl. alls ekki fátækara í dag en 1994. Né kemur EES samn. í veg fyrir - - að Ísl. flytji varning til 3-landa, skv. reglum sem gilda í þeim löndum. Þ.e. ekkert sem ég sé sem bendi til þess, að samn. v. ESB hefði hindrað "áframhaldandi viðsk. rússl. og Úkraínu."
5. Nú, ef þ.e. svo, að úkraínskur iðnaður fer halloka í samkeppni v. evr. fyrirtæki - - þá "merkilegt nokk" kemur dæmið betur út fyrir A-héröðin. Þar sem þau, hafa þá samt áfram, rúss. viðskiptin. Þannig, að þvert á að vera tilræði v. A-héröðin, hefðu þau haft "betri möguleika" en önnur héröð í landinu. Að halda í efnahagslegum skilningi - - velli. Ég get því með engum hætti, sé með hvaða hætti þessi samn. hafi verið tilræði v. íbúa A-Úkraínu. Þvert á móti, eru önnur héröð sem versla minna v. Rússl. - að taka "megináhættuna."
6. Reynslan sýnir aftur á móti ekki - fram á að það sé sérlega líkleg útkoma, þ.e. "efnahagshrun." Þ.s. eftir allt saman, hefur ekkert af fyrrum A-tjalds löndunum, orðið fátækara eftir að hafa tekið upp náin viðsk. v. Evrópu.
**Ég sé því ekki að þessar ásakanir séu með nokkrum hætti, sanngjarnar. Hafna þeim því algerlega.
--------------------------------
Þ.s. þú leiðir hjá þér, að meir að segja Yanukovych "vildi ekki gera samn. v. Rússl. um tollabandalag." Það var ekki fyrr en eftir að Rússl. hafði beitt hótunu - þar á meðal "viðskiptaþvingunum" og hótunum um frekari slíkar þvinganir; að auki að því var hótað að gjaldfella skuldir - - að Yanukovych lét undan nánast á 11 stundu.
Ég hef alltaf litið á Yanukovych fyrir bragðið, sem visst fórnarlamb í stöðunni, því hann fór einungis þvingaður að vilja Rússl.
Hann hafi að mörgu leiti verið ósanngjarnt, gagnrýndur af "þjóðernissinnum."
En þ.e. önnur saga.
---------------------------------
"Tillögunni var ekki hafnað heldur var hún ekki tekin til afgreiðaslu,þar er stór munur á . Hún hefur væntanlega ekki verið talin tímabær."
Hún var ekki tekin til "Þinglegrar meðferðar" - -það þíðir að henni var hafnað.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.9.2014 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning