Ef þetta vopnahlé heldur, þá er það einungis upphaf af löngu ferli - höfum í huga, að deilur milli aðila eru langt í frá leystar. Ef ekkert samkomulag næst, geta átök hafist að nýju. Það sem virðist hafa breyst og geri vopnahlé mögulegt, er sú fjölmenna árás frá svæðinu nærri landamærum Rússlands - er hófst fyrir tveim vikum. Hún virðist studd a.m.k. að einhverju leiti, af rússneskum hermönnum.
Umdeild hve margir þeir eru - eða hve hátt hlutfall af þeim her þeir eru, sem hóf atlögu fyrir tveim vikum.
Vígstaðan er orðin gerbreytt - það getur hafa leitt til þess, að úkraínsk stjv. töpuðu trú sinni á því að geta unnið lokasigur, eins og þau áður stefnu að.
Á hinn bóginn, má alveg búast við því, að spenna milli aðila - - haldist mikil, áfram. Að báðir haldi áfram að vera "gráir fyrir járnum."
Ekki síst, má vera að aðilar - - noti vopnahléið eingöngu til þess, að endurskipuleggja lið sitt.
Ukraine, pro-Russian rebels agree ceasefire deal
Þetta getur vel reynst einungis vera - hlé á átökum
Þegar vopnahlé var kynnt, þá höfðu áður borist fréttir af hörðum bardögum við borgina, Mariupol. Sem er hafnarborg á strönd Azovshafs - - byggð ca. 400.000 manns, með ca. 50/50 íbúaskiptingu milli Úkraínumanna og rússn.mælandi.
Í þeirri borg, hef ég virkilega óttast möguleikann á miklu mannfalli, því þar eru báðir hóparnir fjölmennir - annar líklegur að styðja stjórnarherinn, og kannski hinn - uppreisnarmenn.
Skv. SÞ - hafa ca. 2.200 manns fallið heilt yfir í átökunum - þó það geti verið "að þær tölur reynist ónákvæmar."
- Þannig séð, er það vel mögulegt, að Úkraínumenn - hafi ekki gefið upp þá von, að sigrast á uppreisnarmönnum.
- Þeir séu, ætli að nota tímann, til að safna kröftum - endurskipuleggja lið sitt - þjálfa nýja hermenn - afla frekari vopna - smíða flr. vopn, o.s.frv.
Síðan er einnig mögulegt, að þeir hafi ekkert slíkt í hyggju - - en stöðugar sögusagnir mundu samt vera í gangi um slíkt, valda spennu meðal uppreisnarmanna.
- Það getur vel verið, að uppreisnarmenn, hafi slíkar hugsanir einnig - að þjálfa flr. hermenn - afla frekari vopna - endurskipuleggja lið sitt.
- Og það sama gildir, að víðtækur skortur á trausti, getur skapað sögusagnir - - sem ekki eru endilega sannar.
Þannig getur gagnkvæm tortryggni og sögusagnir, viðhaldið spennunni!
Eins og ég benti á í: Pútín tók smá leikfléttu þar sem hann sagðist hafa soðið saman 7 punkta fyrir frið í A-Úkraínu á leið heim í flugvél
Þá er fordæmi fyrir því, að stríð - - endir bara með vopnahléi.
Síðan viðhaldist "endalaus spenna" og "tortryggni" - - stríðshætta verði æ síðan, stöðugt viðvarandi.
Að aðilar eins og S-Kórea vs. N-Kórea, haldi áfram að hata hvora aðra, og standa frammi fyrir hvorum öðrum, með fjölmenna heri - tilbúnir til stríðs "án fyrirvara."
-------------------------
Ég ætla ekki að spá neinu slíku - - en hafandi í huga fordæmið frá Kóreuskaganum, það hve aðilar hvor um sig í Úkraínu - - hafa spunnið upp "mikið ofstæki" - "hvor í hins garð" sbr. "að stjv. hafa ætíð kallað uppreisnarmenn hryðjuverkamenn" og "uppreisnarmenn kalla stjv. nær eingöngu nasista eða fasista."
Þá virðist mér kóresk endalaus spenna - - og ástand frosins stríðs.
Alls ekki endilega - - ólíkleg útkoma!
Niðurstaða
Miðað við það "gagnkvæma hatur" sem er til staðar í Úkraínu "milli fylkinga" - þ.s. hvor telur hina handbendi "erlends valds" og annars vegar nefna stjórnvöld uppreisnarmenn nær eingöngu "hryðjuverkamenn" og uppreisnarmenn hafa haft þann leiða talsmáta að líkja stjv. og þeirra stuðningsmönnum - statt og stöðugt við, nasista eða fasista.
Þá virðist fremur augljóst - að þrautin þyngri verður að semja um "raunverulegan frið."
En það eru vísbendingar þess, að hvor fylking um sig - - trúi mikið til eigin áróðri, um hina fylkinguna.
Erfitt verður að lækna þessa gagnkvæmu fyrirlitningu, sem skotið hefur rótum. Af völdum þess, vísvitandi hatursáróðurs - - sem báðar fylkingar hafa verið "sekar um."
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.9.2014 kl. 22:00 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning