Seðlabanki Evrópu ætlar að kaupa eignir á markaði fyrir hundruð milljarða evra, auka þess að vextir eru nú 0,05%

Margir hafa spáð því sem óhjákvæmilegu að Seðlabanki Evrópu mundi hefja "prentun" ásamt kaup-prógrammi í stíl við þau sem rekin hafa verið af Seðlabönkum Bandaríkjanna, Bretlands og Japans. Miðað við ræðu Mario Draghi, þá er prógrammið ekki eins umfangsmikið og þau prógrömm sem hinir Seðlabankarnir hafa rekið.

Draghi gaf ekki upp stærð eða umfang þess, en fram kemur að eignasafn "ECB" muni stækka í eina bandaríska "Trilljón" eða eitt þúsund milljarða evra.

Skv. því, er umfang prógramms "ECB" enn - - dvergur miðað við prógrömm hinna Seðlabankanna.

Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 4 September 2014

  1. "the Governing Council decided today to lower the interest rate on the main refinancing operations of the Eurosystem by 10 basis points to 0.05%...
  2. "The rate on the deposit facility was lowered by 10 basis points to -0.20%."
  3. "In addition, the Governing Council decided to start purchasing non-financial private sector assets."
  • "The Eurosystem will purchase a broad portfolio of simple and transparent asset-backed securities (ABSs) with underlying assets consisting of claims against the euro area non-financial private sector under an ABS purchase programme (ABSPP)."
  • "In parallel, the Eurosystem will also purchase a broad portfolio of euro-denominated covered bonds issued by MFIs domiciled in the euro area under a new covered bond purchase programme (CBPP3)."
  • "The annual rate of change of loans to non-financial corporations (adjusted for loan sales and securitisation) remained negative at -2.2% in July, unchanged compared with the previous month."
  • "According to Eurostat’s flash estimate, euro area annual HICP inflation was 0.3% in August 2014, after 0.4% in July."
  • "Following four quarters of moderate expansion, euro area real GDP remained unchanged in the second quarter of this year compared with the previous quarter. While it partly reflected one-off factors, this outcome was weaker than expected. With regard to the third quarter, survey data available up to August indicate a loss in cyclical growth momentum, while remaining consistent with a modest expansion."

Mér sýnist fljótt á litið - - að þessi aðgerð sé ætlað að stuðla að, auknu flæði lánsfjár til smærri og meðalstórra fyrirtækja. 

En "ECB" býðst nú til að kaupa "skuldbindingar" með veðum í eignir einkaaðila - sem ekki starfa á fjármálasviði.

Þá getur verið að það stuðli að auknu framboði af lánsfé til slíkra fyrirtækja - þ.s. mér virðist að "ECB" sé að bjóðast til að, taka við áhættunni af þeim lánum sem bankarnir þannig veita.

Þ.s. "ECB" býðst nú til að kaupa lánin til smærri fyrirtækja og meðalstórra, eftir að þau hafa verið vöndluð saman í afleiður "ABS"

----------------------------------------

  • Ef einhver man eftir "undirlánakrísunni" sbr. "sub prime crisis" - þá var hún stórum hluta búinn til af fyrirtækjum, sem stunduðu það vísvitandi að "selja frá sér veitt lán - jafnóðum" sem þíddi að þar með "dreifðu þau áhættunni yfir allt fjármálakerfi heimsins" meðan að þau á móti "losuðu sig við alla áhættu" en - - hirtu lántökugjald í hvert sinn.
  • Þessum fyrirtækjum virtist alfarið saman um gæði þeirra lána sem veitt voru, þ.s. þau seldu þau alltaf frá sér, jafnóðum. Bissnessinn - - virtist snúast um "lántökugjaldið."

----------------------------------------

Mario Draghi, er þá -vísvitandi- að bjóða "ECB" fram sem móttöku aðila fyrir lántökuáhættu.

Ég reikna með því, að hann muni eingöngu "kaupa ný lán" til að tryggja, að verið sé að "veita ný lán."

Þannig að kaupin á "afleiðum" sbr. "asset based securities" skili því, að framboð á lánsfé til smárra og meðalstórra fyrirtækja - - aukist.

Það verður forvitnilegt að sjá "hvort að plottið gangi upp."

En, eins og kemur fram að ofan, var skv. nýjustu mælingu, enn í gangi - - samdráttur í lánveitingum til fyrirtækja á evrusvæði.

Sá samdráttur, hefur eiginlega verið samfellt í gangi í ákaflega langan tíma, eða síðan svokölluð evrukrísa hófst.

  • Sjálfsagt eru það þó - - hagtölurnar sem reka á eftir.
  1. Að 2. ársfjórðungur sýni stöðnun í hagvexti.
  2. Að greining á tölum sem þegar liggja fyrir, sýni að staða hagkerfisins sé einnig mjög slök á 3. fjórðungi.
  3. Ekki síst, að verðbólga sé komin í 0,3%.

En það að hefur hægt á hagvexti - - mun líklega þíða, verðbólga stefndi í frekari lækkun.

 

Niðurstaða

Þá er "ECB" að hefja "seðlaprentunaraðgerð" ásamt kaupum, þó að aðgerð "ECB" gangi ekki enn eins langt, og kaup "US Federal Reserve" - "Bank of England" og Japansbanka hafa gengið. "ECB" sé t.d. skv. þessu, ekki enn að kaupa "ríkisbréf" - - eins og hinir seðlabankarnir. 

Miðað við það, hve rosalega lág vaxtakrafan fyrir mörg ríkisbréf á evrusvæði er orðin, þrátt fyrir risaskuldsetningu margra landa - - þá hlýtur það eiginlega að vera, að markaðurinn reikni með því, að "ECB" muni fyrir rest - - einnig hefja kaup ríkisbréfa.

Það verður forvitnilegt að sjá, hvort að "kaup ECB" á skuldbindingum einkaaðila af bönkum og fjármálastofnunum, muni skila sér í viðsnúningi upp í aukinn hagvöxt að nýju - með því að framboð að lánsfé til smærri og meðalstórra fyrirtækja, fari að vaxa að nýju.

  • Hvað "ECB" getur gert meir, er að - stækka kaupaprógrammið frekar.
  • Og hefja kaup ríkisbréfa að auki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband