Pútín tók smá leikfléttu þar sem hann sagðist hafa soðið saman 7 punkta fyrir frið í A-Úkraínu á leið heim í flugvél

Það skemmtilega er, að á sama tíma - var Obama að halda ræðu í Tallin, í Eistlandi. Þar sem Obama lofaði því að verja Eystrasaltlöndin, án þess að nefna nokkur atriði um akkúrat hvernig, og fór hörðum orðum um Rússland, og ríkisstjórn Rússlands.

Gott og vel, það er auðvitað möguleiki, að saminn verði um "vopnahlé" á fundinum í Minsk, höfuðborg Hvíta Rússlands - - á föstudag til laugardags nk.

Ukrainian self-propelled artillery guns are seen near Slaviansk September 3, 2014. REUTERS/Gleb Garanich

"Ukrainian self-propelled artillery guns are seen near Slaviansk September 3, 2014." - greinilega SO152 -  til samanburðar, nota Rússar í dag: 2S19 Msta.

Það eru vissar vísbendingar, að það geti verið að svo verði niðurstaðan, sbr. margvíslegar fréttir um símafundi milli Pútíns og Poroshenko, yfirlýsingar beggja sem virðast gefa til kynna, að forsetarnir hafi a.m.k. "nálgast sameiginlegan skilning" á því, hvernig samkomulag um "vopnahlé" gæti litið út.

  1. "both sides “end active offensive operations."
  2. "Mr. Putin called for Ukrainian artillery to pull back and out of range of the eastern separatists’ strongholds"
  3. "an end to airstrikes"
  4. "an exchange of all detainees"
  5. "opening up humanitarian corridors for residents of the separatist areas"
  6. "repairing damaged infrastructure"
  7. "and deploying international observers to monitor the cease-fire."

Það sem þarf að átta sig á - - að í þessum atriðum, felst langt ferli!

  • Atriði 1, 2 og 3 - - eru eðlileg atriði, ef báðir aðilar samþykkja að hætta að skjóta hver á hinn.
  • Atriði 4 - - er líklegt að taka langan tíma, en vegna skorts á trausti, mundi líklega samkomulag um það atriði, á endanum verða nokkuð flókið - og taka nokkra mánuði.
  • Atriði 5 - - ætti að vera framkvæmanlegt, nánast um leið, og ljóst er að "vopnahlé heldur."
  • Atriði 7 - - þarf eiginlega að vera til staðar, um leið og vopnahlé hefst.
  • Atriði 6 - - tja, það gæti tekið "mörg ár."

Ágætt að muna eftir því atriði - - að Kóreustríðinu "lauk bara með vopnahlé" síðan þá, hafa menn við og við rætt möguleikann á formlegu friðarsamkomulagi, en af því hefur aldrei orðið.

Það er auðvitað hvers vegna, þegar spenna kemur á Kóreuskaga, að menn verða í hvert sinn smávegis "nervusir" því eftir allt saman, þarf ekki nema að einhver hersveit skjóti t.d. fyrir misskilning, að stríð geti að nýju verið hafið.

Í þessu liggur nefnilega sá punktur, að það þarf ekki að vera, að Kíev - Kreml og uppreisnarmenn, nái nokkru sinni saman, um framtíðar skipulag samskipta aðila til framtíðar.

Heldur gæti svipað ástand "frosins stríðs" tekið við, eins og á Kóreuskaga!

 

Niðurstaða

Ég nefni þennan möguleika á "frosnum átökum" því að það er til fordæmi fyrir slíkri útkomu, frá öðrum heimshluta þ.s. biturt stríð endaði á vopnahlé. En svo bitur hefur síðan afstaða deiluaðila verið áfram til hvors um sig. Að þeir hafa ekki getað fengið sig til, að ganga frá formlegu samkomulagi - um friðsöm samskipti. Heldur hefur nú um áratugi, verið viðloðandi það svæði - spenna, og möguleikinn á endurteknum átökum, nánast án fyrirvara.

  • Ég á frekar von á því, að aldrei komi niðurstaða í því, hver akkúrat skaut niður "malasísku" farþegavélina. Enginn verði nokkru sinni "hengdur" fyrir þann verknað. Rannsóknin á gögnum úr vélinni, og flakinu - - getur einungis sýnt fram á að hún var líklega skotin niður með loftvarnarflaug, ekki hver skaut flauginni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ó Loi gamli Armstrong hvað sást þú,? Wonderful World!? Draumsýn? hyllingar?

Helga Kristjánsdóttir, 4.9.2014 kl. 01:55

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einar Björn. Hvaða hlutverk ert þú með í leikfléttunni? Það væri vel þegið að fá upplýsingar um alla leikendur verksins! Ertu ekki "Evrópufræðingur"? (Hvað sem það nú þýðir)!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.9.2014 kl. 16:39

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Áhorfandi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.9.2014 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband