Hin nýja sókn frá svæðunum við landamæri Rússlands í A-Úkraínu, virðist hafa verulega mikið breytt vígsstöðunni

Einhverra hluta vegna, virðast sveitir sem voru staddar skammt frá hafnarborginni Mariupol, ekki hafa lagt til atlögu þar. En þ.s. má ráða af fréttum, virðist benda til - umtalsverðs "flótta" liðs stjórnarhers Úkraínu. Hann hafi hörfað hratt af umtalsvert stóru landsvæði - en haldi þó velli nærri Luhansk borg. Skv. fréttum dagsins, var hörfað frá flugvelli borgarinnar.

 

Þessi stóra umpólun á vígsstöðunni, er augljós vísbending þess - - að öflugar hersveitir er áður voru ekki hluti af átökum, séu það núna

En svo snögg umpólun - þ.e. fyrir rúmri viku, virtist skammt að bíða "endanlegs ósigurs uppreisnarmanna" - yfir í, að nú á stjórnarher Úkraínu í vök að verjast, og hefur neyðst til að hörfa frá umtalsverðum landsvæðum.

Er svo sterk vísbending þess - að nýr stór þáttur sé kominn inn í myndina!

Að það má nánast kalla það - fulla sönnun þess!

  1. Ef þetta eru uppreisnarmenn, eingöngu - þá eru þeir "betur vopnum búnir en áður" og þ.s. meira er "þessar nýju sveitir virðast betur búnar vopnum en stjórnarherinn."
  2. Í ofanálag, virðast hinar nýju sveitir berjast af töluverðri kunnáttu - ekki nýgræðingar.
  3. Áhugavert, er að fréttir berast af "mjög nákvæmri stórskotahríð" - sem er geta sem uppreisnarmenn hafa ekki áður sýnt.
  • Það verður því að segjast sem er - - að vísbendingar virðast yfirgnæfandi um að rússn. hersveitir séu virkilega til staðar. 
  • Það er svo sannarlega ekki óhugsandi, að megnið af þessum "nýja her" sé skipaður uppreisnarmönnum - - > en þá líklega staðfestist tilvera þeirra "meintu" þjálfunarbúða á rússn. grundu, sem stjv. í Kíev, hafa haldið fram að væru til. Og að auki, virðist þá yfirgnæfandi líklegt, að þær sveitir hafi verið vopnaðar, af Rússum.

Að lágmarki - - sé um að ræða, rússn. þjálfaðir uppreisnarmenn, með vopnabúnað sambærilegan við það besta, sem rússn. herinn hefur - þ.e. ívið betri en sá sem stjórnarherinn virðist ráða yfir.

Og rússn. stórskotaliðssveit búin fallbyssum á skriðbeltum - "mobile artillery." Og varnarsveit þeirrar sveitar.

---------------------------------

Stór rússnesk íhlutun virðist a.m.k. augljós!

Hvort á að kalla þetta "rússn. innrás" eins og sumir vilja meina, læt ég liggja á milli hluta.

En nær enginn vafi virðist til staðar, um tilvist a.m.k. 1500-2000 manna liðs á vegum rússn. hersins.

 

Áhugavert er að fylgjast með, málatilbúnaði stjórnvalda annars vegar og hins vegar Kremlverja

Ég bendi fólki á að lesa þessa áhugaverður fréttagreiningu:

Putin's 'statehood' gambit raises stakes in east Ukraine

En áhuga vekur, að þessi stóra árás, hefst vikunni áður en friðarviðræður áttu að hefjast. Á mánudag var óformlegur fundur milli aðila. Seinna í vikunni á að fara fram formlegur fundur í Minsk, höfuðstað Hvíta Rússlands.

  • Það er eins og að - - Pútín annars vegar Poroshenko hins vegar, séu að keppa í "yfirlýsingagleði" fyrir fundinn síðar í vikunni.
  • Og áhrif vígsstöðunnar á samningsstöðu Kíev eru augljós, örugglega ekki tilviljun, að árásin hófst svo skömmu fyrir upphaf formlegra viðræðna.

Eins og fréttamaðurinn bendir á, þá liggi í orðum Pútíns sl. laugardag, þ.s. hann sagði e-h á þá leið, að rétt væri að ræða möguleikann á stofnun sjálfstæðs ríkis í A-Úkraínu - - hótun til Kíev, um það að stjórnvöld Úkraínu hafi meir að tapa en að græða, á því að halda átökum áfram.

Enginn veit nákvæmlega hvaða markmið Pútín akkúrat vill ná fram - - eins og fréttamaður bendir á, þá má vel vera, að Pútín sjálfur viti það ekki nákvæmlega, þ.e. þau markmið séu í þróun eftir því sem staða mála þróast á vígvellinum.

Það virðist þó að lágmarki blasa við - - að Pútin vill tryggja að:

  1. Úkraína verði aldrei meðlimur að NATO.
  2. Úkraína verði aldrei meðlimur að ESB.
  3. Og ekki síst, að Úkraína - - verði veikt ríki
  • En augljóslega, veikist staða Úkraínu gríðarlega mikið - - ef stjv. tapa af þeim tekjum sem landið hefur fengið frá iðnsvæðunum í Luhansk og Donetsk héruðum.
  • Sem eru megin iðnhéruð landsins.

Sambærilegt skilst mér ca. - hlutfallslega - að Ísland mundi missa öll fiskimiðin.

En mér skilst að ca. 40% útfl. tekna hafi komið frá Luansk og Donetsk héruðum, samanlagt.

-------------------------------

Ég bendi fólki að rifja upp svokallað "Transnistria" mál 1992 ca. - - en skömmu eftir uppbrot Sovétríkjanna, spratt upp deila milli Rússl. og hinnar nýsjálfstæðu Moldavíu. Transnistria, er mjó landræma á landamærum Moldavíu og Úkraínu, og rússn. her staddur í Transnistriu, nafn sem var ekki til áður- studdi við uppreisn þar. 

Rússl. studdi uppreisn Rússa á þeirri mjóu landræmu, sú landræma klauf sig frá Moldavíu, höfum í huga að á þessari landræmu, er iðnsvæði - meðan að restin af Moldavíu er nánast eingöngu landbúnaðarland, er auk þess "fátækasta land í allri Evrópu."

Ef við höfum þetta í huga, minnir þetta mál um margt á deiluna í A-Úkraínu.

  • En deilan við Moldavíu snerist einmitt um það - - hvort að Moldavía átti að halla sér að Evrópu, eða að Rússlandi.
  • Maður grunaði alltaf sterkt á sínum tíma, að stuðningur rússl. við Transnistriu, hafi verið "refsing Moldavíu" fyrir að vilja frekar - halla sér að Evrópu, þar með Vesturlöndum.

-------------------------------

Það má líka nefna stríðið í héraði er nefnist "Nagorno Karabak" á 10. áratugnum, átök milli Armeníu og Azerbadjan, en í því héraði búa einkum Armenar, þó það hérað væri í Azerbadjan - - þessum átökum lauk með armenskum sigri.

Það áhugaverða er, að bæði Armenía og Azerbadjan, höfðuðu til Rússa um stuðning - á endanum virðist að Armenar hafi orðið hlutskarpastir. Það ráðið úrslitum.

Marga hefur grunað, að tilburðir Azera til sjálfstæðis, áætlanir um að draga úr olíusölu í gegnum Rússland - hafi ráðið úrslitum um val Rússa. Þetta verður þó sennilega seint sannað.

-------------------------------

Svo auðvitað, nær í tíma, stríð Rússa við Georgíu - þ.s. Rússland ákvað að styðja "sjálfstæði" S-Ossetíu frá Georgíu, rússn. her gereyddi her Georgíu eftir að það virðist, að Rússar hafi leitt Georgíumenn í nett snjalla gildru, sem Georgíumenn féllu í - - þannig að rússn. her sem augljóst er að var fyrirfram búinn að koma sér fyrir; veitti her Georgíu snöggt náðarhögg.

  • Öll þessi tilvik hafa eitt sameiginlegt, að Rússland hefur valið að "veikja það land" sem virðist hafa ríkisstjórn, sem Rússland metur að ætli að ganga gegn skilgreindum hagsmunum Rússa. 
  • Það sem virðist blasa við, virðist mér vera - vísvitandi drottnunarstefna Rússlands gagnvart þeim löndum er áður tilheyrðu Sovétríkjunum.
  • Ég hef áður bent á að svo virðist að Rússar líti á fyrrum meðlimaríki Sovétríkjanna, sem sinn bakgarð - - sbr. hugtakið "near abroad" eins og þ.e. þítt úr rússn. yfir í ensku. Ekki ósvipað því hvernig Bandar. litu á Mið-Ameríku um langt árabil. Töldu sig hafa rétt til að ráðskast með þau ríki, hikuðu ekki við að refsa grimmilega þeim stjórnum - þar, sem þeir töldu ganga gegn sínum hagsmunum.

-------------------------------

Ég gæti bætt í púkkið, deilum sem hafa verið í Mið-Asíu, milli Rússa og ríkjanna þar.

Þar má tína til, nokkur viðbótar tilvik, en ég læt þetta duga.

  1. En punkturinn er sá, að til staðar virðist "ferli" eða "pattern" þ.e. slóð sem sé nokkurn veginn samkvæm, bendi til "drottnunarhyggju."
  2. Þess vegna -er ekki mjög undarlegt- að ég sé a.m.k. ekki fljótur að dæma yfirlýsingar stjórnvalda í Kíev, um þann skilning sem þau hafa á rás atburða, sem lýi.

 
Niðurstaða

Það virðist a.m.k. augljóst, að Rússland sé með þá fyrirætlan, að leiða mál í A-Úkraínu til lykta. Með þeim hætti, sem sé skilgreindum hagsmunum Rússlands - - í hag. 

Annað sem virðist augljóst, er að Rússland a.m.k. lítur svo á, að áhugi Úkraínumanna um að halla sér að Vesturlöndum, séu ógn við skilgreinda hagsmuni Rússlands.

Í ljósi þess, að Rússland hefur sl. 2-áratugi í nokkur skipti, að því er best verður séð, refsað fyrrum aðildarþjóðum Sovétríkjanna, sem Rússland hefur lent í deilum við - - ef útkoman hefur verið sú að Rússland hefur ekki getað hindrað að stjórnvöld þess lands í því að velja kúrs sem Rússlandi er ekki að skapi.

Þá a.m.k. hafna ég ekki þeirri kenningu sem augljósri lýi, þeirri staðhæfingu stjv. í Kíev, að uppreisnin í A-Úkraínu, sé það mikið studd frá upphafi hennar af "agentum" rússn. stjv. - - að stríðið í A-Úkraínu sé meir í ætt við "proxy war" en sjálfsprottið borgarastríð.

  • En ég bendi á, að ef mál enda á þann hátt, að Donetsk og Luhansk héröð enda Rússlandsmegin landamæra - - þá mun Rússland hafa grætt á því umtalsverðar auðlyndir þ.e. kolalögin í svokallaðri Donbas lægð, sem og það stóra iðnhérað sem enn framleiðir nauðsynlegan varning fyrir rússn. herinn. sem finna má í Luhansk og Donetsk héruðum.
  • Á sama tíma, væri Úkraína skilin eftir - - verulega til muna fátækari, og veikari.

Niðurstaðan væri þá sú, að enn eitt fyrrum meðlimaland Sovétríkjanna, sem hefði lent upp á kannt við Rússland, hefði í kjölfarið - - verið skilið mun veikara eftir!

Þó tæknilega geti þetta allt verið tilviljanir!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn

Við erum hætt að kaupa allar þessar áróðurslygar frá þessum áróðursfjölmiðlum (NYTIMES, FT, Reuters, CNN og BBC) er þú ferð svona stíft eftir alltaf, því að stjórnarher Úkraínu hefur aldrei unnið alla þessa sigra þarna í Austurhluta Úkraínu, þú? Nú og að reyna núna að segja að þetta rússnesku-mælandi uppreisnarlið hafi allt í einu núna í dag lagt allt þetta landsvæði undir sig eru ekki heldur að virka í öllum þessum áróðri.

Í allri þessari Rússafóbíu og lygum gegn Rússum með gervihnattamyndum með röngum dagsetningum og frá tölvuleikjum, þá eru þessar lygar um að Rússar hafi gert innrás með 11.000 manna herliði ekki heldur að virka.

Þessir lélegu fjölmiðlar þínir er þú ferð svona eingöngu stíft eftir alltaf hljóta að geta bætt fleiri lygum ofan á allar þessar lygar og gefið það út hvenær þessi meinta innrás Rússa á að hafa byrjað nákvæmlega upp á klukkustund með kvikmyndum, myndum osfrv, en hvar eru öll sönnunargögnin, þú?

Nú og auðvita áttum við trúa því að farþegavélinni MH17 hafi verið skotin niður af rússneskumælandi uppreisnarmönnum, þar sem að Úkraínsk stjórnvöld gáfu það út strax að þau byggju ekki yfir neinum ballistic missiles eldflaugum, en þetta átti allt saman að vera svo sniðugt hjá þeim, svo og þegar þeir sýndu okkur þessar ballistic missiles flaugar á sjálfstæðisafmælisdegi Úkraínu þann 24 ágúst sl. En sjáðu til Einar þessir fjölmiðlar þínir verða núna að reyna halda lyginni áfram, því að auðvita má ekkert annað fréttast er sannar að Úkraínski flugherinn hafi skotið farþegavélina MH17 niður (http://www.anderweltonline.com/wissenschaft-und-technik/luftfahrt-2014/shocking-analysis-of-the-shooting-down-of-malaysian-mh17/) Því það er áróðurinn fyrir stjórnvöld í Bandaríkjunum og NATO sem skiptir svo miklu máli að koma á framfæri núna til þess að magna upp meira hatur gegn Rússum og/eða til að hefja Rússafóbíuna upp í annað veldi, ekki satt?

Í allri þessari Rússafóbíu og lygum gegn Rússum hvað kemur til að þú Einar Björn ert ekki búinn að koma öllum þessu hugmyndum þínum um, að:“Rússar hafi leitt Georgíumenn í nett snjalla gildru, sem Georgíumenn féllu í”, á framfæri til Stríðsglæpadómstólsins Hague í Hollandi, þar sem að þú ert svona mikið á móti Rússum, nú og þar sem að Saakashvili karlinn hefur verið sakaður um stríðsglæpi fyrir hefja stríð gegn rússneskumælandi fólki þarna í Suður Ossetíu?         

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 01:50

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, ef flugvél verður fyrir eldflaug - þegar sú flugvél er á 900km. hraða, í 30þ.ft., og eldflaugin kemur á enn meiri hraða - - þá springur flaugin í tætlur - og broting ganga beint í gegnum skrokkinn á vélinni.

-------------------

Ég sé ekkert sem bendir til þess að fullyrðingin sé rétt, að þetta séu leyfar að flugstjórnarklefa, en það er einmitt eðlilegt að brotin af eldflauginni ef flaugin hefur hitt beint framan á -- fari í gegnum vélina. Að það séu mjög mörg smá brot.

--------------------

Samanlagður hraði nærri 2000km. Þá fara flísarnar beint í gegn, ógnar-hratt, og þ.e. eðlilegt akkúrat - - að búkurinn sýni merki þess, að margir smáir hluti hafi farið í gegn á ógnarhraða.

--------------------

Síðan er kolrangt að sú flaug sem líklega hafi verið notuð, hafi verið "ballistic" slíkar flaugar eru ekki notaðar til loftvarna, heldur stórar loftvarnarflaugar á vagni sem líklega var á skriðbeltum, sem hver um sig vega nokkur hundruð kg., og eru hver um sig milli 3-4 metrar að lengd.

----------------------

Síðan skutu uppreisnarmenn - fyrr sömu viku. Niður Antonov vél í 20þ.ft. - - sem ekki var mögulegt nema með öflugum skotpalli af einmitt þanni gerð.

----------------------

Þessi saga um að Pútin hafi verið nærstaddur - - er líklega ekki sönn. En þetta er óstaðfest fullyrðing þessa manns, það eru engar vísbendingar þess að sú fullyrðing sé sönn. Hún virðist fyrst og fremst sett fram, til þess að gefa söguburði hans - yfirborðs trúverðugleika.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.9.2014 kl. 15:14

3 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Það er eitt að gefa það út í öllum helstu fjölmiðlum og segjast ekki búa yfir neinum ballistic missiles eldflaugum, til þess eins þá að reyna að klína lygum yfir á aðra, og svo sýna þessar ballistic missiles eldflaugar á sjálfstæðis afmælisdegi Úkraínu þann 24 ágúst sl.

Þo að það sé nú annað mál, þá er það alveg greinilegt á öllum ummerkjum að dæma á skrokk á vélarinnar MH17 að vélin var skotið niður með fleiri en einu skoti:
."..a double-barreled 30-mm gun, type GSh-302 / AO-17A, equipped with: a 250 round magazine .... The cockpit of the MH 017 has evidently been fired at from both sides: the entry and exit holes are found on the same fragment of it’s cockpit segment!" (http://www.anderweltonline.com/wissenschaft-und-technik/luftfahrt-2014/shocking-analysis-of-the-shooting-down-of-malaysian-mh17/).  

Nú með
Antonov vélina þá ekki er komin fram nein sönnun þess efnis er segir að Antonov vélin hafi verið skotin niður af uppreisnarmönnum. En hvað þessir fjölmiðlar hljóta gega fundið eitthvað upp til l þess að magna upp meira hatur gegn Rússum eða til að hefja Rússafóbíuna upp í annað veldi, ekki satt?

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband