31.8.2014 | 13:34
Vesturlönd verða að standa vörð um lýðréttindi og frelsi, meðan baráttan við róttækt Íslam stendur yfir. Þannig hámörkum við sigurlíkur!
Það er gjarnan sagt, að ef fólk læri ekki af sögunni, sé það dæmt til að endurtaka hana. Við skulum rifja upp svokallað "Kalt Stríð" þ.e. hvernig Vesturlönd brugðust við því. Það sem við þurfum að hafa í huga, er að "trú" er í eðli sínu form af "hugmyndafræði." Trú yfirleitt inniheldur fjölda hugmynda, sem tengjast innbyrðis, og í sameiningu mynda - kerfi hugmynda. Síðan er gjarnan út frá þeim kerfum hugmynda, mótuð "hugmyndafræði" / "Doctrine" - - sú hugmyndafræði gjarnan þróast í gegnum rás tímans, síðan að auki, getur orðið klofningur innan "trúar" vegna þess að trúarhugmyndir þróast í sundur eða nýr skilningur á fyrri trúarhugmyndum rís upp, og hugmyndafræðilegur klofningur þróast.
- "Islamic State" - er einmitt dæmi um slíkan "hugmyndafræðilegan klofning" innan íslam.
- Það sem Al Baghdadi trúarleiðtogi "IS" boðar, er í reynd að mörgu leiti, "nýtt íslam."
En sögulega séð, lítur íslam ekki á "kristna" eða "gyðinga" sem "heiðingja" eða "skurðgoðadýrkendur"
En Kóraninn hefur fyrirmæli um það, hvernig fara skal með "skurðgoðadýrkendur - sannarlega, sem eru ákaflega grimm.
En málið er, að "Kóraninn" skilgreinir ekki "kristna" eða "gyðinga" sem "skurðgoðadýrkendur" heldur sem "fólk sem trúir á sama guð og múslimar" en "bara með röngum hætti" - þ.e. kristni og gyðingdómur, sé "trúvilla" í samhengi því að trúa á guð, það leiðir til þess, að "kristnir" og "gyðingar" eru ekki "heiðingjar" skv. Kóraninum.
Fyrirmæli Kóransins, eru því ólík hvað varðar nálgun á kristin samfélög eða samfélög gyðinga, þ.e. "heiðingjum" eða "skurðgoðadýrkendum" - þeim ber að veita þá valkosti, að taka upp "íslam" eða vera drepnir ella.
- En "kristnum" og "gyðingum" er heimilt að halda sinni trú, ef þeir vilja.
Skv. fyrirmælum Kóransins, ber að innheimta sérstakan skatt, sem hefur nafn sem finna á í Kóraninum, og "kristnir" eða "gyðingar" geta aldrei verið í leiðtogahlutverkum í samfélögum þ.s. múslimar eru í meirihluta, eða verið hermenn eða lögregla, o.s.frv. Þ.e. ef farið er eftir Kóraninum nákvæmlega.
- Þetta er ástæða þess, að þrátt fyrir allt, eru enn til "kristin samfélög" í löndum múslima.
- Þau hafa alltaf búið við þetta "misrétti" sem ég nefni, en þau hafa getað lifað með múslimum samt sem áður í meir en 1.000 ár.
Meginpunkturinn, hvers vegna ég segi al Baghdadi boða nýja trú, er að eins og hann nálgast kristna og gyðinga, þá er það ekki í samræmi við - fyrirmæli Kóransins. Þ.e. Kóraninn skilgreinir ekki kristna eða gyðinga sem "heiðingja" eða "skurðgoðadýrkendur."
Síðan þarf að hafa í huga, að stjórnendur múslimaríkja hafa í gegnum tíðina, fylgt fyrirmælum Kóransins, mis nákvæmlega!
- T.d. þegar Indland var "múslimaríki" svokallaðir "Mógúlar" ríktu þar, þá fylgdi "Mógúllinn" sömu eða svipaðri stefnu gagnvart "hindúum" og kveðið er um, að fara skuli eftir gagnvart "kristnum" og "gyðingum.
- Enda var algerlega ópraktískt, að ætla að "neyða alla hindúa til að taka íslam eða drepa þá ella."
- Á sínum tíma, þegar múslimar tóku "Persíu" þá var farið með sama hætti með fylgismenn Zaraþústra" að fylgt var fyrirmælum Kóransins varðandi "kristna."
- Þetta er hvers vegna, enn má finna fámenn hópa fylgismanna þeirra fornu trúarbragða enn þann dag í dag, sbr. minnihlutahópur svokallaðra "Yasida" innan Íraks.
Svo er rétt að hafa í huga, að "IS" beitir einnig fjölda "súnníta" mjög harkalegu misrétti, t.d. hefur "al Baghdadi" skilgreint heilt fjölmennt klan í Sýrlandi, réttdræpt." Punkturinn virðist sá, að beita trúarlegu skilgreiningunni "apostate" eða "sá sem gengið hefur af trúnni" á hvern þann, sem berst gegn "IS" sem er múslimi. Þetta virðist vera réttlæting samtakanna fyrir aftökum þeirra múslima sem kjósa að berjast við þá, ef viðkomandi síðan eru teknir til fanga - þá séu þeir skv. skilgreiningunni "Apostate" þ.e. gengnir af trúnni, sem finna má fyrirmæli um í Kóraninum, að jafngildir "dauðadómi." Þetta virðist á grunni þess, að "al Baghdadi" hefur líst sig, trúarleiðtoga allra Múslima, hann hafi því eins og Páfinn i róm, guðlegt "nánast" vald til að ákveða líf eða dauða, hvers þess sem "IS" lendir upp á kannt við.
- Það komu fréttir af því um daginn, að "IS" tók af lífi líbanskan hermann, og "IS" hefur flr. slíka í fangi, eftir að "IS" tók einn líbanskan bæ, nýlega - hótar að drepa þá alla, ef stjv. í Líbanon, afhenda ekki handtekna félaga í "IS" til samtakanna: ISIS Militants Behead Lebanese Soldier and Hold 18 More
Punkturinn sem þarf að hafa í huga, að "glíman er við eitraða hugmyndafræði innan íslam" - - "ekki við gervallt íslam"
Vesturlönd, þurfa að "vinna með hófsömum múslimum" í baráttunni gegn "IS" - þau þurfa að "styrkja lönd" sem geta verið líklegir bandamenn gegn "IS."
Að mörgu leiti, má líkja þessu við baráttuna tengdu svokölluðu "Köldu Stríði."
En sú barátta var í grunninn, hugmyndafræðileg eðlis!
- Vesturlönd háðu á 20. öld mjög langa baráttu við hugmyndafræði sem hét "marxismi" og hafði á endanum "fullan sigur" yfir marxisma.
- Marxistar skiptust í "hófsama" hreyfingu svokallaðra "sósíalista" sem unnu að markmiðum sínum eftir leikreglum lýðræðis. "Slíkir flokkar fengu alltaf að starfa óáreittir meðal Vesturlanda og að auki mörg dæmi eru um, að "sósíalistar" hafi starfað í ríkisstjórnum, meðan Kalda Stríðið stóð yfir. Þetta er punktur sem vert er að muna.
- Róttækir marxistar eða "kommúnistar" voru þeir sem vildu stefna að "byltingu" þ.e. að bylta því þjóðskipulagi sem var ríkjandi, með öðrum orðum - því lýðræðisfyrirkomulagi sem var til staðar ásamt því efnahagslega grunn skipulagi sem var til staðar. Kommúnistar voru með öðrum orðum, að berjast gegn "lýðræði" - fyrir upptöku "kommúnisma í staðinn" og gegn einkaeignarfyrirkomulaginu sjálfu - því að einstaklingar reki fyrirtæki, eigi eigin jarðir og nýti sjálfir o.s.frv.
- Kommúnistar voru því ákaflega róttækar hreyfingar.
- Samt fengu þeir yfirleitt að starfa á Vesturlöndum.
- En fylgst var með þeim, njósnað um þá.
Einungis þeir sem "brutu lög" voru handteknir - - t.d. þeir sem stofnuðu hópa svokallaðra "borgarskæruliða" og fóru að drepa "stjórnmálamenn" og "iðjuhölda." T.d. "Bader Meinhof" hópurinn í V-Þýskalandi - "Action Directe" í Frakklandi og "rauðu herdeildirnar" á Ítalíu. Einnig var lengi til staðar hryðjuverkahópur Kommúnista í Grikklandi.
- Stríðið gegn marxismanum var háð vítt um heiminn, og kostaði "tugi milljóna lífið" en Vesturlönd studdu fjölda ríkja, sem gerðu sér far um að vera "andkommúnísk." Sem ekki endilega voru lýðfrjáls sjálf, en þetta voru ekki ósjaldan hægri sinnaðar einræðisstjórnir.
- Í slíkum löndum, var gjarnan beitt þeirri stefnu, að allir flokkar marxista væru bannaðir.
- Í mörgum þeirra, voru mjög hörð þjóðfélagsátök, það eru nokkur þekkt dæmi, um skærustríð sem töpuðust - -meðan að einnig eru dæmi um skærustríð þ.s. andkommúnistarnir höfðu betur.
- Mig grunar sterklega, að stór hluti ástæðunnar, af hverju í löndum þ.s. skortur var á lýðfrelsi, átökin gjarnan færðust yfir á alvarlegt stig.
- Hafi einmitt verið vegna þeirrar nálgunar sem í þeim samfélögum var stunduð, þ.e. "allsherjar bann á starfsemi allra flokka marxista" og ofsóknir gegn marxistum almennt - með öðrum orðum, ekki gerður greinarmunur milli hófsamra og róttækra marxista.
Ég held að lærdómurinn af Kalda stríðinu, sé vel nýtilegur, þegar við erum að velta fyrir okkur þessum "nýju hugmyndafræðilegu átökum" þ.e. við hina nýju hugmyndafræði róttækra múslima
- Samfélög þ.s. lýðfrelsi var virt, þ.s. flokkar marxista fengu að starfa óáreittir, þar urðu almennt séð ekki, mjög alvarleg átök.
- Samfélög, þ.s. gripið var til mjög harðra "almennra aðgerða gegn marxistum" þ.e. takmörkun lýðfrelsis þeirra jafnt, þeir handteknir - flokkar þeirra bannaðir - gjarnan mjög alvarlegu ofbeldi beitt gegn marxistum; þar hafi einna helst orðið mjög alvarleg samfélagsátök.
- Punkturinn sé, að það hafi verið nálgun stjórnvalda, sem miklu hafi ráðið um það - hvort að um ágreining var að ræða sem að mestu gekk fyrir sig með friðsemd - eða hvort að ágreiningurinn gaus upp í skærustríð með gríðarlega alvarlegu ofbeldi.
Það er með þennan lærdóm í huga - - hvernig Vesturlönd stóðu vörð um lýðréttindi í gegnum allt Kalda-stríðið, að hvergi meðal Vesturlanda urðu átökin milli marxista að útbreiddu skærustríði. "Nema um tíma í Grikklandi - síðan fylgdi Grikkland stefnu annarra Vesturlanda."
Þó svo að upp hafi risið skæruliðar á Vesturlöndum, sem börðust fyrir marxisma - þá nutu þeir hvergi í vesturlöndum "útbreidds stuðnings." Nema á 6. áratugnum í Grikklandi.
Annað gilti um lönd, þ.s. gripið var til ofsókna gegn marxistum jafnt - þar urðu í fj. landa skærustríð þ.s. hreyfingar skæruliða nutu gjarna "mjög útbreidds stuðnings."
Með öðrum orðum, um var að ræða raunveruleg "borgarastríð."
- Þegar við tölum um róttækni núverandi róttækra íslamista vs. róttækni sem kom fram meðal öfgasinnaðra eða róttækra marxista, þá eru dæmi um gríðarlega alvarlega róttækni.
- Einna frægasta dæmið eru svokallaðir "Rauðir Kmerar" með Pol Pot sem leiðtoga. Þ.s. e-h um 30% landsmanna í Kambódíu, voru myrt í gríðarlega miskunnarlausri tilraun til að endurskipuleggja samfélagið með því að "fyrst gersamlega útrýma því gamla."
Í Kína var framkvæmt fjöl-margt alvarlega klikkað, t.d. er talið að í svokölluðu "Stóra Stökki" Maós formanns, hafi á bilinu 20-30 milljón manns, látið lífið. Þá er eftir að telja mannfall sem varð í síðari tilraunum Maós til samfélagsbreytinga t.d. svokallaðri Menningarbyltingu.
Þekkt er grimmdaræði Stalíns, sem framkv. reglulega svokallaðar "hreinsanir" þegar í hvert sinn voru hundruð þúsunda myrtar af NKVD eða leynilögreglu Stalíns. Það var ekki neitt land þ.s. Kommar komust til valda, þ.s. ekki var á einhverjum tíma, beitt mjög víðtækum blóðugum ofsóknum.
- Marxisminn - - stendur að öllu leiti samanburð.
- Megin munurinn er sá, að Marxistar boðuðu "himnaríki á Jörðu" þ.e. það endanlega fyrirkomulag sem átti að rísa upp, draumsýn þeirra um hamingjuríkið sem átti að skapa - - meðan að "trúarbrögð" boða himnaríki utan Jarðar.
Bæði marxismi og í þessi tilviki, íslam - - boðuðu himnaríki. Sennilega létu yfir 100 milljón manns lífið, ef allt er talið í baráttunni við marxisma.
Það er mjög langt í að átök við hið nýja róttæka íslam, hafi sambærilegar afleiðingar.
Ráðleggingar á grunni þess hvernig Kalda-stríðið vannst, er þá að fara eins að!
Í Kalda-stríðinu tókst Vesturlöndum með því að halda í prinsippin um lýðfrelsi og lýðréttindi "allra jafnt" að leiða átökin um marxisma - - að mestu í gegnum, friðsaman farveg. Innan eigin samfélaga.
Þetta nákvæmlega sama eiga Vesturlönd nú að gera, þ.e. "undir engum kringumstæðum að standa fyrir -collective punishment" á múslimum sem búa meðal Vesturlanda" - "heldur að veita þeim sömu lýðréttindi og öllum öðrum hópum."
- Það sé lykillinn að því, að átök við öfgaíslam - fari almennt friðsamlega fram á Vesturlöndum.
- En í Kalda-stríðinu, tókst að fá "hófsama marxista" til að "standa með samfélaginu" - það sama á að gera, að höfða til "hófsamra múslima" og/eða "íslamista" og fá þá til að standa með heildarsamfélaginu, gegn þeim sem boða ofbeldi.
- Við skulum varast þá hugsun, að líta á múslima sem búa í okkar samfélögum, sem einhverskonar 5-herdeild íslamista.
- En, sannarlega spruttu fram borgarskæruliðar á Vesturlöndum í Kalda-stríðinu, það voru "morð og hryðjuverk" en - - en stuðningur hófsamra marxista við samfélagið, tryggði að þeir skæruliðar nutu stuðnings, einungis mjög lítils hluta marxista á Vesturlöndum.
- Nákvæmlega sama þarf að ná fram, þ.e. að höfða til hófsamra múslima, fá þá í lið "með samfélaginu" í átökum við "öfgasinnaða íslamista."
- Svo að öfgasinnaðir íslamistar, verði ávalt með jaðarstuðning eingöngu meðal múslima sem búa meðal vor.
- Þ.s. þarf að hafa í huga, í ljósi reynslu ríkja - - sem beittu þeirri leið "að takmarka lýðfrelsi."
- Að það var sennilega einmitt sú aðferð, sem leiddi fram þau alvarlegu átök, sem víða stóðu yfir í slíkum löndum.
Við verðum að vara okkur á "sambærilegri hugsun" að mikla upp "hættuna af róttækum íslamistum" og beita þeirri "ógn" sem rökum fyrir því - - að takmarka lýðréttindi og frelsi múslima almennt, sem búa á Vesturlöndum.
Því einmitt slík aðgerð, mundi "tryggja að ótti okkar um útbreiðslu róttækra íslamista meðal þeirra" yrði að veruleika.
Það sé einungis með því, að "virða frelsi þeirra" jafnt og við "viljum að frelsi okkar sé virt" að möguleiki skapast til þess, að "hófsamir hópar" standi með samfélaginu.
- En það gera þeir eingöngu - - ef samfélagið, veitir þeim ástæðu til að standa með því.
- Í formi þess, að veita þeim sömu réttindi og öðrum.
- Um leið og við förum almennt að takmarka réttindi múslima meðal okkar, sem búa með okkur.
- Þá töpum við einnig stuðningi þeirra sem eru "tiltölulega hófsamir" og fjölgum til muna þeim sem styðja róttæka hugmyndafræði.
Við verðum að forðast - - "self fulfilling prophecy."
Ég bendi á áhugavert samtal sem ég átti við ungan mann á Eyjunni - sjá samtal mitt við Harald Guðbrandsson, sem virðist ég fæ ekki betur séð, vilja taka upp ofsóknir gegn Múslimum:
Kalífadæmi óttans: Er hægt að sigrast á Íslamska ríkinu?
- Slík viðhorf er farið að gæta nokkuð meðal - ungs fólks á netinu.
- Sú trú, að upprisa róttækra hópa íslamista, sé sönnun þess - að ekki sé unnt að "lifa með múslimum."
- Það þurfi að verja okkar samfélög, að takmarka réttindi þeirra, sé nauðsynlegur þáttur í að verja okkar samfélög.
Ég er alveg viss að slík stefna - - væri glapræði.
En ég er gersamlega viss um, að í þeim löndum þ.s. ákveðið á sínum tíma var að "banna flokka marxista almennt" var það skv. sambærilegum rökum, að stefna marxista væri samfélagslega hættuleg, það væri í reynd enginn grundvallarmunur á hófsömum vs. róttækum marxistum.
En það var einmitt í þannig löndum, þ.s. deilur við marxista leiddu gjarnan, til mjög alvarlegra samfélagsátaka, jafnvel borgarastríða.
- Að auki, reyndist sú stefna "að takmarka lýðfrelsi sumra" - einnig hættuleg "lýðfrelsi almennt."
- Hún leiddi fram "einræði" þ.e. á endanum að lýðfrelsi allra varð skert, því var fórnað á altari þess að "verja samfélögin."
- Það leiddi til þess, að stjv. urðu nánast eða alfarið eins grimm í mörgum tilvikum, og þeir sem þau börðust við.
Ég get ekki séð, að það sé nokkur hin minnst ástæða til þess, að ganga svo langt - - að fórna frelsinu sjálfu; á altari þess að verja okkar samfélög gegn tiltekinni skilgreindri ógn.
Sú hugmynd, hafi í öllum tilvikum, leitt fram mun - - verra ástand. Að átökin urðu miklu mun blóðugri og stærri, en þau annars líklega hefðu orðið.
Niðurstaða
Ef Vesturlönd standa keik á prinsippinu um frelsi allra - um jafnan rétt allra. Þá sé ég enga ástæðu, af hverju "róttækir íslamistar ættu að vera alvarleg ógn við samfélög Vesturlanda." Margir gleyma því, sem hugsa múslima sem búa meðal vor - sem einhvers konar 5-herdeild íslamista. Að þessir hópar sem búa meðal okkar, þeir hafa einnig "áhrif innan þeirra landa þaðan sem þeir komu." Þeir með öðrum orðum, skila áhrifum til baka til sinna samfélaga - t.d. hugmyndum um lýðræði.
Ef við veitum þeim sama rétt og okkur hinum.
Þá skilar það sér til samfélaga múslima í Mið-Austurlöndum, að á Vesturlöndum hafa "múslimar" meiri og betri réttindi, en víðast hvar í ríkjum "múslima."
Það sýnir íbúum Mið-Austurlanda, fram á það - að frásögn róttækra íslamista, sé þá ekki sönn. Að áróður þess efnis að samfélög Vesturlanda "séu vond" - sé lýi.
- Ef við berum þetta við Kalda Stríðið - - þá endaði það á þann hátt, að fólkið reis upp gegn alræðinu.
- Það hefði fólkið ekki gert, ef Vesturlönd hefði ekki gætt þess, að halda í lýðfrelsið og virðingu fyrir mannréttindum. Verið augljóslega þ.s. mun betra var að vera.
- Á endanum, vildi fólkið fá þessa þætti í sýn lönd.
Það var ekki síst "góð fyrirmynd" sem á endanum, varð sterkari en áróður Kommúnistastjórnanna gegn Vesturlöndum.
Ef við stöndum í lappirnar með að halda í okkar frelsi, og veita það jafnt til allra. Þá mun smám saman það síast inn á þau svæði þ.s. róttækir íslamistar ráða - þ.s. "frelsi er ekki til staðar" - "þ.s. aðrar skoðanir fá ekki að þrífast" - - að á Vesturlöndum er mun betur farið með múslima.
Á endanum gæti það sama gerst, að samfélögin þ.s. róttækir íslamistar hafa komist til valda, muni sjálf rísa upp gegn þeim.
- En það munu þau algerlega pottþétt ekki gera.
- Ef Vesturlönd sanna fyrir múslimum "áróður íslamista" um það, að Vesturlönd séu óvinir múslima.
Þ.e. í því tilviki, að áróður íslamistanna yrði sannaður, að Vesturlönd með þeim hætti, mundu tryggja róttækum íslamistum - raunverulegan fjöldastuðning.
Ef við tökum upp almennt misrétti á múslimum - þá yrði sennilega það útbreidda stríð við íslam, sem sumir sem vilja takmarka réttindi múslima, óttast að verði.
Sbr. hugtakið - - "self fulfilling prophecy."
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 1.9.2014 kl. 11:27 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar, sko Þú ert að tala um að við verðum að standa vörð um lýðræði og frelsi. Á sama tíma ertu að tala um að þetta tryggi okkur sigur.
Hvað er lýðræði í þínum augum, góurinn. Hvernig dettur þér í huga að kalla þetta lýðræði þegar þú ert að básúna því að það verði að fara með vopnabraki og myrða múslima.
Hvort þér eða mér líki miður við múslima. Hvort sem það sé vegna útlits, eða trúar, er engin afsökun. Ef múslimar, í arabalöndunum, vilja lifa eins og svín ... þá er það réttur þeirra samkvæmt lýðræðislegum hugsunarhætti, að þeir mega lifa sínu svínalífi þar í friði fyrir föntum eins og þér og mér. Við höfum engann rétt, til að neyða þetta fólk til að lifa samkvæmt okkar hugdettum.
Þessi hugsunarháttur okkar hér, er sami hugsunarhátturinn og hjá Hitler. Við erum réttu megin, allir hinir, eru röngu megin. Eini munurinn á milli okkar, Óbama og Hitler. Er að Hitler talar þýsku og drap Gyðinga, hann er líka röngum megin því hann tapaði. En hafa gyðingar einhvern æðri rétt, en múslimar. Er það eitthvað verra, að drepa gyðing eða kristinn mann, en múslima. Og á hvaða hátt þá .. á þann eina hátt, að hinn kristni maður og gyðingur er nær þér og mér persónulega.
Slíkar hugarvellingar, hafa ekkert með lýðræði eða réttlæti að gera Einar. Og Hitler hafði nákvæmlega sömu skoðun á málunum ... hans fólk, var meira virði en Gyðingar. Í Þínum huga og mínum, eru kristnir menn meira virði en múslimar.
Það hefur ekkert með lýðræði eða réttlæti að gera.
IS er hreifing, sem hefur það eina takmark að æsa fólk eins og þig til ódæðisgerninga. Draga menn niður í sama skítapollinn og þeir eru. Þeir eru að drepa kristna, vegna þess að menn eins og þú og ég stóðu á hliðargötunum og horfðu uppá og hrópaðu húrra, þegar bandarískir drulluhalar gengu um og tóku fanga i Abu Grahib í afturendan, og hrúguðu þeim upp í lík hauga. Menn eins og við felldu ekki eitt tár, yfir saklausum börnum sem létust, og fæddust afskræmd vegna notkunar bandaríkjamanna á kjarnaúrgangi, sem vopnum.
Það heirðist lítið öskrið í fólki hér. Og ekki bólar á samúð þeirra, yfir saklausum rússneskum konum og gamalmennum, sem urðu að bana í Ukraínskum eldflaugaárásum. Í þeirra einfalda huga, fundust ekki þessar konur eða gamal menni ... því þeir voru bara Rússar, og það er allt í lagi hjá þeim að drepa Rússa eða Múslima.
Það er að dreifa lýðfrelsi og lýðræð, er það ekki... skoðaðu til dæmis þetta barnið hérna.
http://www.uruknet.info/pic.php?f=14fatima-15212335.jpg
Sjáðu hvað bandaríkjamenn voru duglegir að frelsa þetta barn, með lýðræðislegum vopnum sínum. Baneytruðum kjarna úrgangi, sem notaður er sem þunga kúlur í skotvopn þeirra.
Þetta er það sem IS er að hefnast fyrir ... og Einar, það er ekki hægt að leysa málið með fleiri dauðum í mið austurlöndum, og fleiri vansköpuðum börnum ... það er enginn lausn. Allt sem bandaríkjamenn hafa blandað sér í hefur skapað ennþá verri niðurkomu, eins og til dæmis ISIS nú ... að leyfa þessum óþverra að fara og gera meiri usla, en þegar er orðið af, hvort sem er í mið austurlöndum, eða Urkaínu. Eru glæpsamleg mistök.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.9.2014 kl. 09:35
Þú hefur e-h svakalega miskilið inntak þessa pistils, en hann snýst einmitt um, að "við eigum ekki að drepa múslima," heldur vinna með múslimum innan okkar samfélaga, styðja hófsama múslima í öðrum löndum, hvetja áfram til útbreiðslu lýðræðis og frelsis - - ég legg því til að þú lesir hann aftur.
-----------------------
Að sjálfsögðu fylgja Vesturlönd áfram sömu hugmyndafræði og áður, að lýðræði og frelsi sé öllum til heilla, hvar sem er. Að slíkt skipulag sé öllum hvar sem þeir búa, til hags. Það auðvitað felur það í sér að Vesturlönd líta á lönd þ.s. lýðræði og frelsi er í heiðri haft. Sem sína náttúrulega bandamenn - - þetta snýst ekki um "trúarbrögð" heldur virðingu fyrir rétti hvers og eins, að hann sé virtur sem víðast, síðan þar af leiðandi um andstöðu gegn hverjum sem er, sem vill stuðla að útbreiðslu "misréttis" og vill breiða út ófrelsi og misrétti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.9.2014 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning