30.8.2014 | 02:07
Ef uppreisnarmenn í A-Úkraínu, gera "innrás" í S-Úkraínu, gæti borgarastríðið í landinu, færst yfir á mun alvarlegra stig en áður
Eins og þeir sem fylgjast með átökum í Úkraínu ætti að vera kunnugt, hófst öflug ný árás frá svæðunum í grennd við landamæri Rússlands fyrr í þessari viku. Sérstaka athygli vekur sú sókn, sem leitar í Suður - og sækir að hafnarborginni, Mariupol. Borg með ca. 400þ. íbúum. Sem skiptast ca. 50/50 í Úkraínumenn og rússneskumælandi. Það auðvitað þíðir að Úkraínuher, hefur a.m.k. stuðning "helmings íbúa" - það virðist að nokkur fj. ætli að standa með hersveitunum í vörn hennar! Þarna getur því orðið ákaflega "dramatísk atburðarás" um helgina!
Íbúar hennar eru nú í óða önn að grafa "skotgrafir" - a.m.k. Úkraínuhelmingur íbúa hennar
Þetta setur auðvitað samanburð Pútíns, sem kom fram í fjölmiðlum, á umsátri Úkraínhers við borgirnar Luhansk og Donesk, við umsátur nasista við Leningrad - í áhugavert samhengi!
- Fyrir það fyrsta er þetta ákaflega "ósanngjarn samanburður" en í umsátrinu um Leningrad, fórust um 640þ. af íbúum hennar.
- Það vill svo skemmtilega til, að nú er útkomin, áætlun Sameinuðu Þjóðanna, á heildarmannfalli þ.s. af er - borgarastríðinu í Úkraínu: Report on the human rights situation in Ukraine
Skv. þeirri áætlun, er heildarmannfall - - ca. 2.200. Þá meina þeir, frá upphafi átaka.
- Þetta þíðir, að mannfall meðal þeirra sem "berjast" hefur verið meira, en mannfall meðal almennings.
- Sem er, afar óvenjulegt í slíkum átökum - - sem dæmi fórst í ný afstöðnum átökum Ísraelshers og Hamas á Gaza, ca. svipaður fjöldi. Og þar af er stærsti hlutinn, almennir borgarar.
Það sem þetta segir - - er að samanburður Pútíns, er algerlega út í hött.
Þessi skýrsla sýnir þvert á móti, að aðferðir Úkraínuhers, eru afar ólíkar aðferðum Nasista, þ.s. "leitast er við að lágmarka mannfall almennra borgara" meðan að Nasistar leituðust við að drepa eins marga og þeir gátu.
Skv. tölunum, hefur Úkraínuher - - staðið sig mun betur en Ísraelar, við það - - að takmarka mannfall meðal almennings.
Ég bjóst við því, að tölurnar væru - - mun hærri. Miðað við það að nokkur hundruð þúsund manns, hafa flúið átökin.
- Til samanburðar má benda á, að í Sýrlandi hafa yfir 100þ. almennir borgara farist, og í dag er áætlað að 6 millj. séu á flótta frá heimilum sínum. Um 40% landsmanna.
Og Assad í Sýrlandi - - munið, er bandamaður Rússa!
- "According to the Council for National Security and Defence (RNBO), casualties within the Ukrainian armed forces comprised, at least, 618 killed..."
- "According to the reports by civil medical establish ments on the number of people delivered to hospitals and morgues, and by local administrations , casualties among civilians and armed groups include, at least, 949 killed and 1,727 wounded in the Donetsk region,
- and, at least, 653 killed and 1,927 wounded in the Luhansk region. "
Hafið í huga, að tölur frá svæðum uppreisnarmanna, innihalda þá bæði mannfall meðal uppreisnarmanna sjálfra, og almennra borgara
- Ef mannfall uppreisnarmanna undir vopnum, er svipað mannfalli Úkraínuhers - - sem er líklegt.
- Þá er 2/3 fallinna ca. einstaklingar "undir vopnum" - - sem eins og ég segi, er óvenjulegt hlutfall í slíkum átökum. Þegar venjan er, að mannfall almennra borgara sé "bróðurparturinn."
Þessi "undarlegi samanburður Pútíns" - - er að sjálfsögðu settur fram í áróðursskyni.
----------------------------------------
Það áhugaverða er, að í "árásinni á Mariupol" gæti orðið meira mannfall, á einum stað - - en hingað til samanlagt í öllum átökunum.
Einhvern veginn, á ég ekki von á því, að þá muni Pútín koma með samanburð við Leningrad eða árásir nasista á Rússland.
Skv. fréttum, virðist varnarliðið "veikt" í Mariupol, það virðist að þessi árás í Suður, hafi gersamlega komið Úkraínuher í opna skjöldu
Með allt niður um sig, hafi verið höfðað til íbúa borgarinnar, um að standa með hernum. Það auðvitað þíðir, að mannfall ibúa gæti orðið - - töluvert. Þ.s. heildartala íbúa er 400þ. þar af ca. 200þ. Úkraínumenn, þá er ekki að undra - - að ég álykta að flr. þarna geti nú farist, en þ.s. af er átökum.
Herinn sem sækir að henni, virðist miklu mun betur vopnum búinn.
Blaðamenn sem hafa séð til þeirra sveita, hafa séð fj. skriðdreka sem og stórskotalið á skriðbeltum - "mobile artillery."
Aðspurðir, sögðust hermennirnir berjast fyrir "Novo Rossia" sem uppreisnarmenn kalla nú héröðin Luhansk og Donetsk í sameiningu, eða Nýja Rússland.
Að sögn, líta þeir svo á - - að héröðin fyrir Sunnan, alla leið til "Odessa" með réttu tilheyri "Novo Rossia." Og tala um að halda sókn sinni áfram - ef þeir geta.
Ukraine Rebels Push Toward Strategic Southeast Seaport
"
"
Hvað gæti gerst, ef uppreisnarmenn "ráðast inn í S-héröðin?"
Vandinn er sá, að þó svo þar séu "rússar fjölmennir" þá eru þeir "alls staðar minnihluti." Einungis í Luhansk og Donetsk héruðum, eru þeir í meirihluta.
Þannig, að ef þ.e. svo að þessi tiltekni her - - er nægilega sterkur til að taka Mariupol. Og síðan, halda áfram í Suður.
Þá er hætt við gríðarlega mikilli fjölgun flóttamanna - - þ.e. hingað til hafa rússn. mælandi verið í meirihluta þeirra, en ef uppreisnarherir ná að sækja inn í S-héröðin. Gæti það allt snúist við.
Eða a.m.k. þær tölur - jafnast.
Að sjálfsögðu mundu uppreisnarmenn, ekki hafa þá - - stuðning íbúa. Sem líklega mundi "vopnast eins og þeir gætu" og þar með gæti stríðið farið inn á - - nýtt og enn hættulegra stig en áður.
- Með því, að íbúarnir í borgum og bæjum, fari sjálfir að "berjast" þ.e. hóparnir.
Á skömmum tíma, gæti öll S-Úkraína farið í háa loft. Með þjóðernishreinsunum á báða bóga.
Ég á ekki von á að uppreisnarherinn, muni geta sótt langt í Suður - - en kannski mundi sókn einhvern spöl inn í næsta hérað, ásamt fréttum t.d. af miklum fj. flóttamanna frá Mariupol, og hugsanlega mjög verulegu mannfalli almennings í þeirri borg.
Duga til að "æsa upp lýðinn í landinu" þannig að virkilega mundu "bræður fara að berjast" - úti um borg og bý.
Niðurstaða
Það er hugsanlegt að miklir atburðir geti gerst í Úkraínu yfir helgina. Sérstaklega er engin leið að spá fyrir það fyrirfram, hversu blóðug átökin í Mariupol verða. Síðan verða ákaflega harðir bardagar milli Úkraínuhers, og þeirra "framrásarsveita" sem streymt hafa frá svæðinu nærri landamærunum við Rússland. Er virðast að auki hafa stuðning milli 1-2þ. hermanna Rússlands, einkum hreyfanlegt stórskotalið.
En mér virðist a.m.k. hugsanlegt, að flr. geti fallið í Mariupol einni - - en hingað til í öllum þeim átökum er fram að þessu hafa orðið í Úkraínu.
Ef það verður útkoman, að árás uppreisnarmanna á Mariupol, skapar meira mannfall en í öllum átökunum fram að þessu - - mundi það setja áróðurskenndan samanburð Pútíns í áhugavert samhengi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:10 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Nú þetta hérna hjá þér er allt saman svona beint eftir öllum þessum áróðursfjölmiðlum (NYTimes, FT, BBC og CNN) og allt svona til þess þá að réttlæta áframhaldandi stríð gegn fólki sem er að berjast fyrir sjálfstæði þarna í Austurhluta Úkraínu, en auðvita þá má ekki tala um friðar- og samningaviðræður í þessu sambandi eins og Putin hefur verið að benda á milli stjórnvalda í Úkraínu og hins vegar rússneskumælandi uppreisnarmanna, ekki satt?
En það að nota PHOSPHORUS sprengjur inni í íbúahverfum er ekki "að takmarka mannfall meðal almennings.", Þú??? Auðvita má þetta rússneskumælandi fólk alls ekki fá sjálfstæði þrátt fyrir að landsvæðin þarna hafi tilheyrt Rússlandi í meira en 300 ár fyrir tíma Nikita Khrushchev, því að Bandaríkin og fleiri ríki þykjast hafa einkaleyfi á því hverjir fá sjálfstæði og hverjir ekki, ekki rétt? Nú af skiljanlegum ástæðum þá eru stjórnvöld í Bandaríkjunum mikið á móti RT og öðrum fjölmiðlum þar sem að þessir fjölmiðlar hafa verið að opinbera lygar stjórnvalda í Bandaríkjunum, en vonandi verður mál yfirvalda í Úkraínu fljótlega tekið fyrir hjá Alþjóðastríðsglæpadómstólnum í Haag.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 14:33
leiðr.
"..vonandi verður mál yfirvalda í Úkraínu fljótlega tekið fyrir hjá Alþjóðastríðsglæpadómstólnum í Hague.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 14:46
Það vill svo til, að Rússland sjálft á sínum tíma, í tíð fyrsta forseta Rússlands, undirritaði sáttmála ásamt NATO þjóðum - þ.s. aðilar samkomulags, undirrituðu eiðstaf að því að ábyrgjast landamæri Úkraínu - eins og þau eru og voru áður en Rússland "rændi Krímskaga." Þetta var gert í tengslum við sakomulag, þ.s. Úkraína samþykkti að afsala sér kjarnavopnum, sem voru á þeirra landsvæði, þegar Sovétríkin liðuðust í sundur í kjölfar sjálfstæðisyfirlísingar Rússlands 1991. Rússland með aðstoð v. uppreisnarmenn - sem nú er óvéfengjanlega í gangi fyrir allra augum, er augljóslega að brjóta það samkomulag. Það felst m.a. í því að hafa undirritað samkomulag þ.s. Rússland ábyrgist gildandi landamæri, að Rússland má ekki beint eða óbeint síðar meir, stuðla að því að þeim landamærum sé breytt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.8.2014 kl. 17:24
Sæll aftur Einar Björn
Þetta samkomulag sem þú ert hérna að benda á kemur EKKI í veg fyrir að þetta rússnesku-mælandi fólk þarna í Austurhluta Úkraínu geti fengið sjálfsákvörðunarrétt skv. alþjóðalögum. En eins og áður segir þá hefur NATO aldrei staðið við samkomulag er þeir gerðu við Rússa.
Nú og þetta rússneskumælandi fólk þarna í Austurhluta Úkraínu á að hafa sama rétt eins og aðrir með fá sjálfstæði skv. alþjóðalögum (Self determination (international law) eða sama rétt þar sem að t.d. Suður Súdan fékk sjálfstæði frá Súdan, Kosovo fékk sjálfstæði frá Serbíu og Falklandseyjar fengu sjálfsæði frá Argentínu. En hvernig er það hefur þessi Fasistastjórn þarna í Úkraínu ásamt ríkisstjórn hans Obama afnumið og/eða ógilt öll alþjóðalög?
Hvað með samninginn um Efnahagslega, félagslega og menningarleg réttindi (International Economic, Social and Cultural Rights) er Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn skrifuðu undir þann 3. janúar 2006 eða :
"All pepole have the right of self-determination . By virture of that right they freely determine their political status and freely pursue their economic social and cultural development"
Er búið að afnema og/eða ógilda þetta skriflega samkomulag líka, eða hvað???
Nú auðvita er ríkisstjórn hans Obama á móti öllu sem heitir sjálfstæði þarna í Austurhluta Úkraínu, eða þar sem að stjórnvöld í Bandaríkjunum þykjast vera með elsta sjálfstæði í öllum heiminum og auk þess allt af því einkaleyfi á að veitta sjálfstæði. Því að eins og áður segir að þegar það hentar stjórnvöldum í Bandaríkjunum að veita sjálfstæði þá er það veitt.
En það skiptir ekki neinu máli þó að Austurhluti Úkraínu og Krímskagi hafi tilheyrt Rússlandi í um 300 ár fyrir tíma Nikita Khrushchev, því það er bara veitt sjálfstæði þegar það hentar stjórnvöldum í Bandaríkjunum öðru vísi ekki, ekki satt?
Nú og hvar er einhver sönnun fyrir því að Rússar hafi gert innrás inn í Úkraínu, eða þar sem þú fullyrðir hérna, að:"Rússland með aðstoð v. uppreisnarmenn - sem nú er óvéfengjanlega í gangi fyrir allra augum.."? Þetta hérna er bara ekki rétt hjá þér Einar Björn, því að bæði Rússneskumælandi uppreisnarmenn þarna og Úkraínuher notar Rússnesk vopn, bíla og skriðdreka og það er ekkert að marka þessar meintu NATO gervihnattamyndir frá þessu einkafyrirtæki.
Ég veit það ekki en kannski þarf núna að auka kaldastríðsáróðurinn fyrir næsta NATO fund svo að hægt sé koma fyrir 'first strike' vopnbúnaðinum gegn Rússum í Úkraínu, nú og ásamt því sem menn vilja frekari refsiaðgerðir gegn Rússum fyrir stjórnvöld þarna í Bandaríkjunum? Nú og kannski þarf einnig með þessu hætti að fá fram fleiri refsaðgerðir frá Rússum gegn ESB og gegn öðrum þjóðum fyrir ríkisstjórn hans Obama, ekki satt og/eða til þess að magna upp Rússafóbíuna?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 20:25
Hvaða vitleysa er í þér Einar.
Þú veist vel að það voru íbúar Krímskaga sem breittu landamærunum,en ekki rússar. Fyrst kusu þeir og sóttu síðan um inngöngu í Rússland.
Eftir langa umhugsun ákvað Putin að taka vel í málaleitan þeirra og lagði frumvarp fyrir þingið.
Rússar hafa ekki breitt neinum landamærum
Borgþór Jónsson, 30.8.2014 kl. 20:44
Nei Boggi, það var rússn. herlið frá flotastöð Rússa í Sevastopol, sem það gerði. Þeir hófu til valda fámennan hóp, sem í kosningum á undan hafði einungis fengið 4% fylgi, þ.e. síðast á undan að almennt var kosið til þings í Úkraínu. Þ.s. síða gekk fyrir sig, var augljóst sjónarspil sbr. lókal þing greiddi atkvæði "undir byssukjöftum" - skipaði foringja þess aðila sem fékk 4% fylgi áður stjórnanda svæðisins. Þ.e. alveg augljóst að þeir stjórnendur voru ekki raunverulegir valdaaðilar, heldur réð rússn. herinn því sem hann vildi ráða. Ósk sem fram sett, var til að geta sýnt fram á pappírnum - tja svona eins og að á pappírnum eftir innrás Stalíns í Eystrasalt löndin sóttu þau á pappírnum um inngöngu í Sovétríkin, þetta er svona ca. eins lögmætur gerningur, þ.e. innganga Kríms-skaga, og innganga Eystrasalt landanna 1940. Svo má bæta við, kosningur - með augljóst fölsuðum niðurstöðum - - en úrslitin eru vægt sagt "tölfræðiælega séð" ólíkleg, ég kaupi alls ekki að það séu trúverðug úrslit í ljósi íbúasamsetningar, að 91% atkvæðabærra hafi samþykkt í ljósi þess að Rússar voru eingöngu tæp 60% íbúa. Þú þarft þá að gera ráð fyrir því, að verulegur stuðningur v. inngöngu hafi verið meðal - annarra íbúa Krimskaga, sem virðist vægt sagt "afar ólíklegt." Ég hef því ávalt gert ráð fyrir því að þessi kosning hafi ekki skilað þeim úrslitum sem hafa verið auglýst. Það sé afar vafasamt að þau úrslit séu rétt. Allt til þess að það virðist "lögmætt á yfirborðinu." Surface legitimacy.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.8.2014 kl. 14:57
Þú veist alveg Einar að þessir hermenn voru bara þarna til að koma í veg fyrir að kjósendur væru drepnir á leið á kjörstað ,því eins og þú veist eru fasistar ekki ginkeyftir fyrir lýðræði.
Þessar lýsingar þínar minna svolítið á stjórnarskiftin í Kiev fyrr á árinu.
Borgþór Jónsson, 31.8.2014 kl. 18:32
Þú hlýtur samt að skilja að rússum sé órótt
Eins og þú kannski veist hafa rússar í gegnum árin orðið fyrir innrás frá Þjóðverjum Frökkum Svíum Eistlendingum og pólverjum og flestar þessar innrásir hafa farið í gegnum Úkrainu af skiljanlegum ástæðum
Nú er enn einu sinni bankað uppá í 'Ukrainu og í þetta skifti af herveldi sem hefur sýnt rússum mikla óvild í orði og á borði undanfarinn áratug og hefur auk þess slóðina á eftir sér þar sem hernaðarofbeldi þeirra hefur kostað milljónir manna lífið í mörgum löndum og mörgum heimsálfum,reyndar öllum nema Antartiku.
Það er ekki sérstaklega hughreystandi fyrir rússa þegar bandaríkjastjórn byltir lýðræðislega kjörinni stjórn í Úkrainu með astoð nasista .
Þeir hefðu ekki getað valið bandamann sem hefði ergt rússa meira af því að þeir eiga sárar minningar frá síðustu viðskiftum sínum við nasistana fyrr 70 árum.
Margir eru enn lifandi sem muna síðustu innrás
Ofan á allt saman er þetta ekki einusinni tilfallandi ,vegna þess að samvinna nasista og bandaríkjamanna hefur staðið síðan 2010 sem hefur falist í bandarískum þjálfunarbúðum fyrir nasista í Eistlandi og 5 milljarða dollar framlagi til undirbúnings.
Maidan mótmælin sem var mótmæli gegn spillingu Oligarkanna og óréttlætinu í landinu var það sem nasistarnir höfðu beðið eftir og þeir þustu fram á völlinn og yfirtóku mótmælin,ekkert nýtt þar,þetta er það sem öfgahópar gera.
Þá kemur áfallið fyrir þá,þegar Þjóðverjar ,frakkar og rússar ásmt úkrainumönnum semja um pólitíska lausn á deilunum síðla febrúar.
Það er þá sem "Fokk the EU" momentið kemur. Bandaríkjamenn sætta sig alls ekki við þessi málalok enda höfðu þeir ekki náð markmiðum sínum.Þeim er fullljóst að þeir aðilar sem þeir hafa valið sem samstarfsaðila hafa enga möguleika til að komast til valda gegnum kosningar. Þeir verða að komast til valda gegnum byltingu ,og það er þá sem við sjáum morðin á Maidan torginu þegar liðsmenn Right Sector skjóta á mannfjöldann.
Bingo,Bandaríkjamenn voru búnir að koma nasistum í veigamikil embætti í Úkrainu.Herinn og dómskerfið og fleira.
Nú þarf að hafa hraðar hendur af því að þeim er ljóst að það er ekki víst að þeir geti haldið nasistum við völd til eilifðarnóns .Orkugeirinn er drifinn í hendurnar á Biden fjölskildunni og landbúnaðarlandið sem er í eigu Úkrainska ríkisins er að komast í eigu fyrirtækja sem eru nátengd eiginmanni Victoriu Nuland og landbúnaðarrisans Monsanto. Við eru ekki að tala um eitthvað smá tún,heldur 25 milljónir hektara.
Til að tryggja að engin snuðra hlaupi á þráðinn er í lánasamningi IMF klausa þar sem úkrainskum yfirvöldum er bannað að koma í veg fyrir að GMO útsæði ´se notað í þarlendum landbúnaði. Þar með er búið að tryggja framtíð Monsanto í Evrópu gegn vilja íbúanna.
Hversu meira rotið getur þetta orðið.
Úkraina hefur ekki mikið fleiri auðlindir ,nema að vera skyldi Jarðvarmi sem er þar nokkur,kannski getum við samið við Frú Nuland að fá honum úthlutað.
Úkrainumenn hafa hvort sem ekkert við þetta að gera.
Hér er ágætis grein fyrir þá sem kæra sig um að vita eitthvað um hvað er að gerast í Úkrainu
http://consortiumnews.com/2014/03/16/corporate-interests-behind-ukraine-putsch/
Það eru reyndar fleiri greinar eftir þennan frábæra ameríska rannsóknarblaðamann á síðunni hjá honum.
Hann hefur meðal annars unnið sér til frægðar að upplýsa Contra hneykslið og vera rekinn frá New York times fyrir að vilja ekki senda upplognar fréttir frá stríðinu í Írak.
Borgþór Jónsson, 31.8.2014 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning