24.8.2014 | 14:16
Geta áhyggjur af stöðu stjórnarinnar í Damascus, gert Pútín - eftirgefanlegri í deilunni í A-Úkraínu?
Það er eitt sem menn þurfa kannski að hugsa - þ.e. hvernig átökin í "Úkraínu" og hinsvegar átökin við "Islamic State" hreyfinguna - fléttast saman. En það hefur vakið athygli, þ.s. við skulum segja - að vinum uppreisnarmanna í A-Úkraínu, virðist vera hik Pútíns - við það að styðja uppreisnarmenn af meira afli.
- En kannski fléttast inn í -stöðu reikning Pútíns- annað stríð, sem fljótt á litið geti virst ótengt, þ.s. þ.e. á öðru heimssvæði.
- En þvert á móti, getur verið, að þau séu - ákaflega tengd í vitund ráðamanna í Moskvu.
Skv. nýjustu fréttum, hefur "Islamic State" tekið á rás í Sýrlandi, sækir nú hart fram gegn "stjórnarhernum" og "hófsömum uppreisnarmönnum" samtímis á svæðinu nærri borginni Aleppo.
IS sé nærri því að klára að ganga á milli bols og höfuðs á svokölluðum "hófsömum andstöðuhreyfingum" þannig að stjórnarherinn sé ef til vill, að færast yfir í að vera "meginskotmark IS innan Sýrlands."
Miðað við þessa þróun, stefnir í að yfirráð stjórnarinnar í Damascus, takmarkist við "hálendið við ströndina" annarsvegar og hinsvegar við Damascus, nágrenni þeirrar borgar, og svæðin við landamærin að Líbanon. Megnið af landinu verði undir stjórn "IS."
En það getur verið stutt í það, að "IS" hefji árásir á restina af umráðasvæði Damascus stjórnarinnar. Þannig missi hugsanlega Rússland "einu flotastöðina sem Rússland hefur við Miðjarðarhaf."
A war that crosses national boundaries:"In recent days IS has advanced against the few bases still held by the regime in the east, taking four in as many weeks. Around Aleppo it has captured at least a dozen villages and is now besieging Marea, a nearby town long held by the moderate rebels, who are in increasing danger of being snuffed out."
Þetta gæti skýrt "hik Pútíns" en hann þarf nú að vega og meta hagsmuni Rússlands, þ.e. bandamaður Rússlands, stjv. í Damascus, ef til vill - - vs. uppreisnarmenn í A-Úkraínu.
Skv. frétt í sl. viku, sagði "yfirmaður herráðs Bandar." að þýðingarlítið væri að ráðast gegn "IS" eingöngu innan Íraks.
White House resists Pentagons advice on Iraq
"General Martin Dempsey, chairman of the joint chiefs of staff, said at a press conference on Thursday that Isis had to be addressed on both sides of what is essentially, at this point, a non-existent border between Iraq and Syria."
Að sögn 5 stjörnu herforingja Dempsey, mundi IS færa mikilvæg hergögn yfir til Sýrlands, til að forðast loftárásir innan Íraks - - geta síðan fært þau til baka.
Obama, og Bandar.þing -en höfum í huga að megingagnrýnin á Bandar.þingi hefur verið að Obama hafi verið of linur gegn Assad- hafa tekið harða afstöðu gegn stjv. í Damascus. Þó Obama hafi ekki gengið nærri eins langt, og haukarnir meðal bandar. hægri manna á þingi hafa viljað.
- Það virðist blasa við, þörf á sameiginlegu átaki gegn IS.
- Á sama tíma, sér Pútín, að ef hann "hefur innrás í Úkraínu" þá mundi slíkt sameiginlegt átak gegn IS, líklega - - verða útilokað. Þegar deilur Vesturvelda á Evrópusvæðinu mundu þá fara í til muna verri farveg.
Kannski er því - - fyrirhuguð friðarráðstefna á næstu dögum, vegna Úkraínudeilunnar - - mikilvægari en margir mundu halda. Því að lausn deilunnar snúist ekki "bara um Úkraínu" - heldur ef til vil einnig um það að skapa möguleika á "víðri samstöðu gegn vaxandi velgengni IS."
- Það vekur athygli, að lest af vöruflutningabílum sem hafði hafið innreið sína inn í Úkraínu, virðist hafa verið snúið við - og vera aftur farin til baka yfir rússn. landamærin. Spurning hvort að Merkel átti enn eitt símaviðtalið við Pútín - - en Pútín talar þýsku reiprennandi, svo þau 2-geta ræðst við án túlks.
Angela Merkel er í opinberri heimsókn í Kíev um helgina, skv. fréttamiðlum, heldur hún á lofti - - lausn byggð á "sambandríkisfyrirkomulagi" að einhverju leiti, að þýskri fyrirmynd.
Germany urges Ukraine to accept federal solution with separatists:"Ms Merkel said that what is understood in Germany to be federalisation is recognised as decentralisation in Ukraine..."
Hún virtist vera diplómatísk í orðalagi, sagði að þ.s. hennar sögn væri þ.s. hún hefði í huga, skilt hugsun þeirri sem væri uppi í Kíev, um - - aukna sjálfsstjórn svæða.
"Sigmar Gabriel, Germanys vice-chancellor, said in a newspaper interview that a federal structure in Ukraine was the only option to resolve the crisis."
Það er örugglega ekki tilviljun, að varakanslari Þýskalands - gerir viðhorf sín opinber akkúrat núna.
Að sögn Merkel í heimsókninni í Úkraínu: There must be two sides to be successful. You cannot achieve peace on your own. I hope the talks with Russia will lead to success."
En Kíev hefur hafnað, tillögum frá Kreml, um sambandsríkisfyrirkomulag - - á hinn bóginn, eins og ég skildi tillögur Pútíns, virtist hann vera að gera ráð fyrir mjög miklu sjálfstæði héraða - - eiginlega langleiðina að því að leggja Úkraínu af sem ríki.
- En þ.e. vítt mögulegt svið, þegar menn eru að ræða um valdmörk milli miðstjórnarvalds, og valds sem einstök svæði fá að beita.
Það virðist eiginlega ekki lengur "umdeild" að svæði innan Úkraínu, fái aukna sjálfstjórn.
Heldur sé deilan þá um, akkúrat hvar þau valdmörk eigi að liggja.
--------------------------------------------
Merkel ætlar greinilega að leggja hart að sér, við það verk að finna einhverja sátt í málinu - - sem Rússland muni geta sætt sig við.
Niðurstaða
Það er sjálfsagt ekki undarlegt að Angela Merkel, er í fararbroddi í tilraun til að leysa Úkraínudeiluna með samkomulagi - enda er sennilega ekkert Evrópuland sem tapar meir á því an Þýskaland. Ef samskiptin við Rússland halda áfram að versna, þ.s. mjög sennilega á ekkert V-Evrópuland umsvifameiri viðskipti við Rússland heldur en Þýskaland.
Þó að baráttan gegn IS sé ef til vill ekki - efst í huga Merkel. Þ.s. Þýskaland á fáa hagsmuni í Mið-Austurlöndum.
Þá er örugglega Pútín farinn af hafa umtalsverðar áhyggjur af stöðu Damascus stjórnarinnar.
Samstaða gegn IS, líklega krefst þess - að það verði samkomulag í tengslum við Úkraínudeiluna, það getur þá verið uppi sú spurning - - hvort að Pútín er að einhverju leiti til í að, gefa eftir í Úkraínudeilunni.
Til þess hugsanlega, að gera það mögulegt, fyrir víðtæka samstöðu gegn IS að verða til.
- Tæknilega má hugsa sér þá verkaskiptingu, að Bandaríkin sprengi stöðvar IS innan landamæra Íraks. Kannski senda þeir einhverjar bombur yfir landamærin.
- Á sama tíma, sjái Bandar. í gegnum fingur sér með það, að Rússar ef til vill mæta til Sýrlands með e-h herlið og flugher, til að aðstoða stjv. í Damascus.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það gætir smá misskilnings hjá þér varðandi bílana með hjálpargögnin,þeim var ekki snúið við beinlínis, heldur afhentu þeir hjálpargögnin og fóru svo heim aftur.
Það er ekkert sem bendir til að rússar hafi á neinum tímapunkti haft í hyggju að ráðast inn í Úkrainu,þetta eru bara hugarórar til að reyna að búa til einhverja ógn sem svo er hægt að leggja út af með frekari bollaleggingum.
Ekki veit ég hvað Putin gerir,en ef ég mætti ráða varðandi ISIS mundi ég bara bíða rólegur og láta bandaríkjamenn fást við rugludallana.Það er engin aðsteðjandi ógn við rússnesku flotastöðina og rússar eiga örugglega ekki í neinum vandræðum með að verja hana ef til kemur.
Eins og sést glögglega eftir fyrstu daga loftárása bandaríkjamanna er ISIS brothætt þegar þeir þurfa að mæta her sem hefur stuðning frá alvöru flugher,jafnvel þó sá her sé ekki sérstaklega merkilegur.
Hins vegar held ég að þeir muni halda að sér höndum í lengstu lög og láta bandaríkjamenn sjá um kostnaðinn í byrjun og taka á sig hryðjuverkaógnina sem þessum átökum fylgir,enda er þessi draugur alfarið á snærum bandaríkjamanna.
Það er eins og þú áttir þig ekki á að það er orðin breitt staða í heimsmálunum,rússar eru hættir að leita samþykkis bandaríkjamanna við aðgerðir sínar.
Ágætis dæmi um það eru samruninn við Krímskaga og nú síðast bílalestin með hjálpargögnin. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var varla búinn að loka kljaftinum ,eftir að hafa hótað rússum öllu illu ,áður en bílalestin lagði af stað til Lugansk og skilaði af ´ser hjálpargögnunum.
Sama gegnir ef Assad fer að stafa aukin ógn af ISIS ,þá biður hann eifaldlega um aðstoð rússa sem þeir munu veita honum ef þeir sjá sér hag í því.Ég sé ekki að bandaríkjamenn hafi neina aðkomu að því máli.
Veröldin er ekki lengur einpóla sem betur fer.Nú standa rússar framan í bandaríkjamönnum ,með fjölda ríkja bak við sig sem taka af þeim verstu skrokkskjóðurnar sem rússar verða fyrir í þessum átökum.
Mér finnst þetta gott af því að þegar bandaríkjamenn gera sé ljóst að þeir geta ekki stöðvað þessa þróun ,þurfa þeir aftur að fara að mynda tengsl við önnur ríki með frjálsum samningum og gagnkvæmri virðingu í stað hótana um efnahagsþvinganir og/eða hernað.Fljótlega munu ríki eiga annan valkost.
Meðan þetta valdatafl stendur yfir verður mikið öngþveiti í heimsmálunum ,og því miður er sennilegt að það verði verulegt efnahagstjón hjá öllum aðilum.
Raunar finnst mér Putin ekki alltaf spila alveg rétt úr þeirri ágætu stöðu sem hann er í.
Til dæmis þegar hann setti viðskiftabannið á matvælin ,hefði ég bara sett það á Evrópu og Kanada og látið Obama og ástrala díla við restina.
Það hefði verið svolítið pínlegt fyrir Obama að tala við Merkel ,verandi nýbúinn að kvelja hana til að beita rússa viðskiftaþvingunum gegn vilja sínum,en vera samt sjálfur að selja rússum matvæli þegar þjóðverjar eru í banni.Það er hætt við að mundi hvína eitthvað í tálknunum á Merkel við það tækifæri.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig viðskiftaþvingununum vindur fram á næstunni.Það er nokkuð ljóst að það verða ekki frekari þvinganir af hálfu ESB þar sem þrjú ESB ríki hafa þegar sagt að það verði ekki frekari þvinganir af þeirra hálfu.Það er samt ekki útilokað að þau skifti um skoðun,en samt held ég að það verði erfitt að fá þau til að beita rússa þvíngunum fyrir að senda hjálpargögn til Úkrainu.
Borgþór Jónsson, 24.8.2014 kl. 19:32
Ég átta mig ekki alveg á hvaða plánetu þú ert staddur, en það var einungis í tíð Bush - sem stjv. í Bandar. héldu í fullkomnum misskilningi, að þau gætu farið sínu fram án þess að - taka tillit til annarra ríkja.
----------------------
Tíð Obama sýnir aftur á móti, að Bandar. hafa snúið til baka til fyrri siða, þ.e. "að taka tillit til hagsmuna annarra ríkja." Þá á ég að sjálfsögðu við ríki, sem ekki eru í hópi andstæðinga þeirra. Þ.e. lönd sem skilgreina sína hagsmuni, gagnvert á móti hagsmunum Bandar.
------------------------
Þú lætur eins og það sé e-h nýtt, að Rússar fari sínu fram - þegar þeir geta. Ég sé ekki, hvað er nýtt í því. Þetta hafa þeir alltaf gert, þegar þeir hafa getað. Eru til fjöldamörg dæmi um einmitt það - t.d. þegar þeir studdu myndun Trans Dnéstríu, sneiðar frá Moldavíu, eða þegar þeir lögðust á Georgíu, eða þegar þeir studdu Armeníu í átökum v. Azera um svokallað Nagorno Karabak. Það eina sem er sérstakt við þetta mál, þ.e. Úkraínu - er hve Vesturlönd leggja mikla áherslu á að aðstoða Úkraínu við það, að koma sér í þeirra raðir. En það virðist augljós vilji meiri hl. íbúa, þó að rússn. mælandi hl. íbúa sé e-h annars sinnis þar um. Rússar með öðrum orðum, hegða sér með sambærilegum hætti, gagnvart sínum næstu grönnum, og Bandar. á sínum tíma gagnvart Mið-Ameríku. Þeir hafa alltaf troðið á þeim og traðkað, eins og þeir hafa talið sig komast upp með - get nefnt fj. dæma til viðbótar þessum, en læt þau duga. Sem er auðvitað, hvers vegna - - svo margir grannar hafa vonast til að komast í mjúkinn hjá NATO. En þ.e. önnur saga.
------------------------
Áhugaverð þessi bjartsýni þin, varðandi flotastöðina á strönd Sýrlands. Auðvitað ráða Rússar því, hvort þeir hjálpa Assad gegn "IS" eða ekki, en hingað til hefur IS/ISIS beint sjónum einkum að öðrum uppreisnarmönnum, sennilega vegna þess "að þeir hafa verið auðveldari skotmörk." En þegar IS hefur klárað þá, er þess ekki langt að bíða - að stjórnarherinn verði megin skotmark IS. Þá auðvitað komumst við að því, hversu stöndugur stjórnarherinn raunverulega er, í baráttu við þau samtök.
--------------------------
En þ.e. fátt sem bendir til þess, að Kanar hafi áhuga á að gera Rússum greiða, með því að aðstoða stjv. í Sýrlandi - í baráttunni v. IS. Í dag er það svo, að veldi Assad er skroppið mjög mikið saman, hann ræður einungis landræmu við ströndina og svæðum meðfram landamærum v. Líbanon v. aðstoðar Hesbollah, síðan svæðinu í kringum Damascus. Landræman meðfram ströndinni, er ekki þykk - - hún er nokkuð hálend á köflum. En ég sé ekki af hverju, það geti ekki gerst - - að gerð verði atlaga að þessu svæði. V. þess að hún er fremur þunn, er ekki loku fyrir skotið að hún falli "hratt."
-------------------------
Það kemur ekki sérstaklega á óvart, að þú takir mark á fíflalegum áróðri, en þ.e. að sjálfsögðu þvættingur að Bandar. hafi búið IS til. Þetta er þó vinsæl flökkusaga á netinu, er sérstaklega tek ég eftir vinsæl á and amerískum síðum. Þar er gjarnan látið eins og um staðreynd sé að ræða. Eitt af fjölmörgum dæmum, um það hve umræðan á þeim síðum er heimskuleg.
---------------------------
Ef flutningabílarnir hafa afhent uppreisnarmönnum þær vistir sem þeir fluttu - þá gerðu þeir það "nærri landamærunum" en þeir virðast ekki hafa komið nærri Luhansk. Það veit auðvitað enginn fyrir víst, hvað var í þeim bílum - nema auðvitað Rússar sjálfir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.8.2014 kl. 20:46
Þeir afhentu hjálpargögnin einmitt nálægt landamærunum en Luhansk er ca 30 til 70 km frá landamærum Rússlands eftir því hvaða leið er farin.
Ekkert veit ég um Moldavíumálið og nenni eiginlega ekki að setja mig inn í það,En í Nagorno Karabak minnir mig að rússar hafi aðallega verið í að reyna að stilla til friðar ásamt bandaríkjamönnum og frökkum.
Og Putin blessaður er enn að ,þar sem hann var með friðarfund stríðandi aðila núna í byrjun ágúst.
Eins og þú veist byrjaði stríðið í S Ossetiu með að Georgiumenn réðust inn í Ossetiu og drápu nokkra osseta og rússneska hermenn.
Það er mikið umhugsunarefni sá fábjánaháttur Georgiumanna að drepa rússneska hermenn,þar sem það er löngu vitað að það er oftast óhollt að ráðast á rússa þó þeir séu ekki árásargjarnir sjálfir.
Þar frá verð ég þó að draga tímabil í sögu USSR þegar þeir fengu þá flugu í höfuðið að gera alla að kommúnistum,en það gekk þó tiltölulega fljótt yfir.
Ég held að Sýrlandsher sé ekki sérlega stöndugur,en ISIS herinn er það ekki heldur þannig ef rússar kjósa að hjálpa upp á Sýrlendinga með lofthernaði álít ég að ISIS herinn láti nokkuð auðveldlega undan eins og við höfum þegar séð í Írak þar sem bandaríkjamenn hafa beitt sér gegn honum úr lofti.
Vandamál Íraka er að þeir voru skildir eftir án flughers og bandaríkjamenn drogu að aðstoða Íraka þangað til það var búið að skifta um stjórn í landinu,enda höfðu fyrrverandi ráðamenn ekki látið almennilega að stjórn.Höfðu jafnvel sést á skrafi við Írani sem er algert no no.
Það getur enginn landher staðist nútíma lofthernað í dag án loftvarna.Jafnframt sýnist mér vígstaða ISIS ekki vera sérlega beisin,herinn er teygður yfir stórt svæði í mjóum ræmum.Staða þeirra er mjög veik nema þeir hafi íbúana alla með sér.
Eina von ISIS ef þeir mæta lofthernaði bæði í Írak og Sýrlandi er að leysa upp herinn og leggjast í skæruhernað eins og talibanar.
Það er rétt hjá þér að bandaríkjamenn vilja örugglega ekki gera rússum greiða og það er örugglega gagnkvæmt.
Þess vegna held ég að rússar muni bíða rólegir og sjá hvernig ISIS bregst við.Ef ISIS reynir að halda stöðu sinni í Írak með að flytja búnað þangað held ég að Putin aðhafist ekkert og láti bandaríkjamenn fást við draugana sína og hafa gaman af.
Forði þeir sér út úr 'Irak og snúi sér að Assad mun hann sennilega hjálpa upp á kallinn.
Þá verðu tími bandaríkjamanna að halla sér aftur í sófasettinu og njóta útsýnisins.
Það er alveg ljóst að ISIS er ávöxturinn af því að bandaríkjamenn ákváðu að skifta um nokkrar stjórnir í miðausturlöndum og þegar þeim varð ljóst að þeir gátu komið að notum við stjórnarskifti í Sýrlandi ákváðu þeir að taka sjensinn eins og með Talibanana og úkrainsku nasistana and so on and so forht.
Nú eru að berast þær gleðifréttir að lýðræðissinnaðir A Úkrainumenn hafi náð töluverðu magni af þungavopnum af úkrainska hernum.Þetta gæti samt verið áróðursbragð hjá þeim til að hressa upp á móralinn,mér sýnist þetta drasl frekar vera ættað af ruslahaugunum.
Borgþór Jónsson, 25.8.2014 kl. 03:21
Ég hef bent þér á það ítrekað, að þessar hugmyndir þínar um Rússa er lítið annað en heilaþvottur, ala McCarthy. Þar ert þú Einar, sem ert á einhverri allt annari plánetu. Sem Íslendingur, hefðir þu átt að fá hlutlausari menntun, en þetta.
Putin er enginn óvinur kanans, þvert á móti. Og það er merkel, gömul austur þýsk Stasi norn, sem talar rúsnesku og ekki Putin sem talar þýsku.
Þetta er allt upp og niður hjá þér.
Putin hefur aldrei gert ... rassgat ... hann hefur látið kanann um að vaða um án afláts, og án þess að skipta sér af í öllum málum þar sem hann hefur getað valið sjálfur. Mál sem Cheznya, Azerbadjan ... voru rússneskir skæruliðar svo skæðir, að Putin hafði ekkert val ... þeir hefðu unnið án hans tillstillis.
Hvað varðar IS, eða ISIS. Þá hundsar þu allar ábendingar, og skynsamlegar alyktanir í þessu máli. Bretar áætla að um 500 bretar séu innan þeirra banda, en þar eru enn fleiri Bandarískir, Sænskir, Franskir arabar. Snowden hefur bent á, að þessi her sé framleiddur af kananum ... og sú staðreynd, hversu margir "vestrænir" arabar, eru í þessum her. Styður þetta, hvort svo saga hans um hver tillgangurinn sé, sé réttur eða ekki. Þá er alveg ljóst að bandaríkjamenn gerðu ekkert gegn IS, fyrr en þeir fóru að vesenast í Kurdum. Og bandaríkjamenn hafa takmarkað árásir sínar, við það að "reka" IS í átt að Sýrlandi, eins og þeir séu að smala fé.
Rússar, hafa enginn "expansion" áform ... þessi skoðun, að rússar séu ljótir kallar, er bara hrein klikkum, og skynsemisskortur. Sem ekki hefur við neitt að styðjast. Mennirnir hafa nákvæmlega ekkert gert. Annað en það sem þeir eiga erfitt með að komast undan. Þeir létu Serba um að bjarga sér sjálfir, og láta nú Ukraínu um það líka. Mennirnir hafa engan áhuga á stríði, en sammála er ég að sú ákvörðun þeirra hefur ekkert með manngæsku að gera.
Og það spil, sem þú sérð ekki eru Kínverjar. Þeir eru nú þegar stærsta heimsveldi mannkynsögunnar, og það eru þeir sem eru að auka yfirráð sín. Rússar láta eftir, vegna þeirra.
Hvað varðar Obama, þá er þessi maður verri en andskotinn. Hann og Putin eru sömu sauðirnir. Báðir stálu kosningunum, og eru ekki valdir forsetar. Það var Bush ekki heldur. Allir þessir þrír aðilar, hafa misnotað kosningar kerfið til að ota sjálfum sér til valda. Obama, er skítseiði sem gaf fólkinu sem valdi hann fingurinn á kosninga daginn. Jú jú, menn segja að hann var bara að nudda nefið á sér, með mið fingrinum ... fyrir framan myndavélina, fyrir framan stuðningsmenn sína.
Hann er skítseiði, í einu orði sagt og á tímabili hans hefur mannréttinda afbrotum í Bandaríkjunum aukist, svo að meira að segja mannréttindastofnanir, sem aldrei hafa yrt einu orði á kanann, vegna þess að hann borgar jú brúsann fyrir þa, meira að segja þeir hafa látið í sér heira ... og flestar mannréttindastofnanir, eru pólitískar stofnanir, stofnaðar sem hernaðar áróður á móti andstæðingunum, en taka nánast aldrei upp það sem gerist innan dyra bandaríkjanna. Svo, þegar slíkt gerist er mikið sagt. En í bandaríkjunum hefur undanfarinn ár, heimilislausir verðir drepnir af lögreglu, fólk sem hefur orðið fyrir slysum myrtir á slysastað, vegna þess að löggan hræddist útlit þeirra ... fatlaðir í hjólastólum misþyrmt. Og þetta er hvorki tekið upp af dómstólum, né lögreglumönnunum refsað. Fólk í bandaríkjunum, nýtur ekki mannréttinda ... en hægt er að fyrra þig þeim, á engum forsendum ... öðrum en tilliástæðum.
Að tala um, að menn eins og Obama, séu einhverjir gæðingar ... er hrein skömm af þér, Einar. Þú ert atast útí Putin, sem ekki gerir rassgat af sér ... annað enn að vera Rússi. Klínir á hann alls kyns þvættingi, sem ekki á við nein rök að styðjast. Ég er ekkert ósammála að Putin sé andskoti ... en að klappa síðan á rasskinnina á þessu Ameríska svíni, sem heijar styrjaldir um allan heim. Og sendir dróna til að drepa fátæka bændur í Afghanistan, ásamt asnanum þeirra, fyrir það eitt að hann ákvað að taka af þeim, þeirra eigið land.
Fyrir það eitt, Einar, að sjá ekki þessa hlið á málinu ... máttu skammast þín. Talibanar, eru í sínu eigin landi. Og hafa rétt til að berjast fyrir frelsi sínu ... ÞAÐ ERU MANNRÉTTINDI ÞEIRRA AÐ BERJAST GEGN INNRÁSARMÖNNUM.
Eða það eitt, að sjá ekki að það sem kaninn er að gera, er nákvæmlega það sama og Sovétrḱin gerðu á sínum tíma. Afghanistan, mið-austurlönd ... þar sem tillgangurinn er, einungis að skapa meiri tvístrung, og ósammlindi.
Bandaríkin hafa orðið fleiri saklausum borgurum að dauða í Írak, en sjálfur andskotinn hann Saddam Hussein. Svo ekki sé minnst á þá staðreynd, að kaninn hafði það að leik sínum að misþyrma föngum í fangelsi í Írak, með þvi að taka þá bókstaflega í rassin, sem hluti af pyntingum og misþyrmingum.
Maður sem styður þennan óhugnað, Einar ... er bara bjáni, sem hefur engan möguleika á að sjá neitt í skilmerkilegu ljósi. Þetta stríð sem háð er, er háð gegn lýsingarorði .. án markmiðs, og án skilríkra marka. Stríð kanans, brýtur allar reglur .. frá a-ö. En Bandaríkjamenn, ásamt vestrænum vinum sínum, eru sjálfir stærstu hryðjuverkamenn veraldar.
Hafðu það á bakvið Eirum framvegis, að Obama er ekki frekar kjörinn forseti Bandaríkjana, heldur en Putin. Og báðir þessir aðilar, standa fyrir stórfelldum mannréttindabrotum í heimalandi sínu. Og farðu ekki að benda á Putin í þessu dæmi, að mannréttindabrot hans séu verri en hins ... Það er ekkert betra, pest eða kólera. Þú læknar ekki kóleru, með pest.
Reyndu, að hífa þig burtu frá þessu kana fávita hætti, og reyna að sjá hlutina í hlutlausu ljósi. Flest sem þú skrifar er gott, það er bara þessi eini þáttur sem skyggir á. Þú sérð allt, með fyrirfram ákveðnum hugmyndum ... þú sérð ekki, hvað er á bakvið spilið ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.8.2014 kl. 08:38
Hvað varðar A-Ukrainu, þá eru gasréttindin stærsta orsök þess að Ukraina vill ná þar yfirráðum. Hvað varðar Russa, þá var flotastöð þeirra, ásamt þeirri staðreynd að þar voru til staðar kjarnavopn, stærsta orsök fyrir tillvist Rússneskra hermanna í upphafi. Eina takmark þeirra, var að sjá til þess að vopnin féllu ekki í hendur Ukraínu. Íbúar, A-Ukraínu vilja halda sínu svæði ... einnig vegna gas auðlindana.
Ástæða kanans af afskiptunum, er vegna þess að kaninn vill skapa sundrungu milli Evrópu og Rússlands. Ástæðan fyrir því að Putin forðast allan "hernað", er vegna þess að hann vill minka þá sundrungu, sem kaninn er að skapa ... meðal annars, með heilaþvotti á fólki ... eins og þér. Umræður milli Merkel og Putin, eru fyrst og fremst af þessum toga að ræða hvernig halda megi sambandinu, þrátt fyrir allt.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.8.2014 kl. 08:48
Hvað varðar eignarétt á Krímskaga ... sem er rússneskur. Þá eru sovétríkin ekki lengur til. Ef Sovétskir leiðtogar, hafa ekki haft rétt á þvi að taka Moldovo og gera það rússneskt, þá hafa þessir leiðtogar heldur engan rétt till þess að taka Krím skaga og gera hann Ukraínskan.
Hvað Krutchev gerði, sem leidtogi Sovétrḱjanna, hefur ekkert varanlegt gildi ... eftir fráhvarf Sovétríkjanna sem slíkra.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.8.2014 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning