Hvers vegna ganga múslimakonur í Bretlandi með höfuðklút í vaxandi mæli?

Rakst á þessa skemmtilegu umfjöllun í Reuters, en umræða um Múslima hefur verið vaxandi - vegna uppgangs öfgasinnaðra hópa í Mið-Austurlöndum. Ekki síst vegna hótana samtakanna "Islamic State" gegn Vesturlöndum, og morðs á bandarískum ljósmyndara um daginn - - sem tekinn var af lífi með grimmilegum hætti, vídeó sent út á Youtube af verknaðinum.

Violence, threats, prompt more Muslim women in Britain to wear a veil

Yasmin (L), 16, pushes Hana (C), 16, on a swing after finishing a GCSE exam near their school in Hackney, east London June 6, 2013.  REUTERS/Olivia Harris

"Yasmin (L), 16, pushes Hana (C), 16, on a swing after finishing a GCSE exam near their school in Hackney, east London June 6, 2013. "


Ef miðað er við samtöl blaðamanns við konurnar, sem kjósa að klæða sig með áberandi hætti sem Múslimar

Þá virðist þetta vera - - þeirra eigin ákvörðun. Þær séu ekki beittar þrístingi eða hótunum frá eigin samfélagi. 

Þær tala um, að sýna "einkenni sín sem Múslimar" - með öðrum orðum, að þær eru vísvitandi að láta alla í kring, vita að þær eru Múslimar.

Ef ég ætti að túlka slík ummæli - - þá hljómar þetta eins og að, þær séu með þessu að mótmæla. Það getur staðist, því að það virðist að notkun múslimakvenna á "áberandi klæðaburði sem einkenni þær sem múslima" - "hafi farið vaxandi eftir því sem harðar er deilt á múslima" - "í hinu vestræna samfélagi í Bretlandi."

Með öðrum orðum fyrirbærið "defiance" - - þær finni fyrir því, að Múslimar í vaxandi mæli verða fyrir aðkasti. Og þá sína þær samstöðu með öðrum Múslimum í bresku samfélagi, með því að klæða sig með þeim hætti sem skilur þær frá öðrum íbúum Bretlands, og einkennir þær sem Múslima. Þó þær hafi ekki áður endilega - - klætt sig með þeim hætti.

  • Þetta virðist a.m.k. að einhverju leiti - - grafa undan þeim boðskap, að slíkur klæðnaður sé dæmi um, þvingun Múslima karla á konum sem eru Múslimar.


Nú þætti mér forvitnilegt að vita - - mundi það pirra fólk hér á landi, ef Múslimar klæða sig með áberandi hætti, sem einkennir oft múslima í öðrum löndum?

Tek fram, að ég er sjálfur, afskaplega mikið - -"live and let live" týpa.

Ég væri alveg til í að, umbera að Múslimar klæði sig eins og þeim sýnist, og kæra mig um kollóttan. 

Fyrir mér, skipti slík "ytri tákn ekki máli" - - heldur skipti mig eingöngu máli, að fólk fari eftir landslögum. 

  • Ég hef t.d. - - ekki verið andsnúinn byggingu Mosku í Reykjavík.
  • Því ég veit, að öfgasamtök, hafa gríðarlega virka - - nettilvist.
  • Að koma í veg fyrir Moskubyggingu - - með engum hætti, hindrar dreifingu áróðurs.

Svo bendi ég á, að það er - - trúfrelsi á Íslandi.

Að auki, grunar mig, að ef Múslimar á Íslandi - - upplifa sig sem beitta misrétti, sé líklegra að vandræði verði, heldur en ef Múslimar hér upplifa sig með þeim hætti, að þeim sé sýnd sama virðing og hafi sama rétt, og hver annar.

 

Niðurstaða

Ég óttast persónulega ekki Múslima, ég er alls ekki þeirrar skoðunar, að Múslimar séu almennt varasamara fólk, en annað. Ég mundi ekki láta það pirra mig, þó Múslimar á Íslandi mundu klæða sig með áberandi hætti, þannig að ekki fari á milli mála að þar fari Múslimi.

Ég bendi fólki á, að Íslendingar erlendis, ástunda þætti sem tengjast ísl. menningu - gjarnan jafnvel í meiri mæli en ef þær væru staddir hérlendis. Í því liggur punktur, að það virðist líka einkenna notkun Múslima á áberandi fatnaði, sem skeri þá úr. Að líkur á slíkri notkun, virðast aukast - - ef þeim finnst þeir undir þrýstingi sbr. "defiance."

Ábending mín gagnvart þeim sem óttast Múslima, er að sjálfsögðu sú - - að það stuðlar yfirleitt að betri samskiptum við fólk, að tryggja að það hafi sömu réttindi og aðrir. 

Ef það upplifir það þannig, að samfélagið sé á móti því, vilji ekki tryggja því jafna stöðu eða réttindi - - þá vaxi líkur á því, að það snúist gegn samfélaginu - og vandræði skapist.

Leiðin til að hlutir gangi upp - - sé því að tryggja öllum sömu mannréttindi, sem hér lifa. Að koma ekki verr fram við einn hópinn sem hér býr.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einar, það er ekki þér líkt að skrifa svona vitleysu!

Kolbrún Hilmars, 21.8.2014 kl. 23:30

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Fólk á að klæða sig eins og það langar til að klæða sig.

Varðandi ISIS, þá þrífast svoleiðis fyrirbæri best í jarðvegi fáfræði, hræðslu, fordóma og misréttis. Hvers vegna virðast allir fjölmiðlar fyllast hryllingi þegar einn vestrænn blaðamaður er myrtur en enginn deplar auga meðan mörg hundruð manns eru drepnir með fjarstýrðum flugvélum? Er fólkið sem býr í löndum eins og Pakistan og Yemen einhverjar undirmanneskjur "Untermensch" eins og nasistar töluðu um, sem engu máli skipta? Eru Múslimar "the new Jews"? Hvænær lærum við eiginlega að haga okkur eins og siðað fólk?

Hörður Þórðarson, 22.8.2014 kl. 00:01

3 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

Einar, þú kynnir þig sem stjórnmála- og Evrópufræðing...

ég segi eins og Kolbrún,hvernig dettur þér í hug að skrifa aðra eins vitleysu!! Fáfræði þín á þessum málaflokki er til skammar, og Hörður tja ég held að þú ættir að byrja að kynna þér málin frá sjónarhóli muslima áður en þú kemur með svona kjánalegar athugasemdir....Fyrir múslimum er Kóraninn er ekki bara trúarrit heldur miklu frekar stjórntæki, um lög og yfirráð.... úff það er ekki hægt að útskýra þetta í stuttu máli, betri pennar ég verða að gera það.

Birna Kristjánsdóttir, 22.8.2014 kl. 09:16

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Íslenskar konur mættu gjarnan taka sig saman og klæðast upphlut á erlendri grundu, hvort sem það er í stórborgum eða sólarströndum.

Án gamans, þá skil ég ómögulega hvers vegna þeir sem flytja til annars lands í þeim tilgangi að búa þar til framtiðar reyni ekki að semja sig að þeim siðum og venjum sem þar gilda. Það væri öllum fyrir bestu, sérstaklega innflytjendunum sjálfum.

Ágúst H Bjarnason, 22.8.2014 kl. 09:51

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Vilt þú gjöra svo vel að útskýra hvers vegna fólk á ekki að klæða sig eins og það langar til að klæða sig, Birna? Ég er einfaldlega að segja að konurnar eiga að vera eins og þær langar til að vera, burtséð frá öllum trúarritum, og burtséð frá öllum fordómum. Betri pennar geta skrifað þangað til þeir verða bláir í framan...

Hörður Þórðarson, 22.8.2014 kl. 18:48

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hörður, alveg sammála þér, fólk á að hafa heimild til að klæða sig skv. vild. Hvaða máli skiptir það, hvernig þú klæðir þig.

Ég var t.d. á "Gaypride" um daginn, þar var bíll t.d. með konum á palli, sem voru með slagorð e-h á þá leið "en hvað þú ert í fallegu pilsi maður."

Ef menn depla ekki augum við því, að karlar klæði sig pilsum eða máli sig, og gangi um klæddar sem konur. Af hverju fara menn á hjörunum yfir því, að konur klæði í samræmi - - við einhverja "trúarskoðun"?

Alveg rétt, Múslimar eiga að hafa sömu mannréttindi og aðrir.

Það eru ljótar aðfarir, að drepa fólk án dóms og laga út um allt, með róbotum.

-----------------------------

Ég tók eftir því - - að fólk lét vera að útskýra "hver væri vitleysan"?

Það sagði bara "bull" eða "vitleysa" í upphrópunarstíl. Maður getur eiginlega ekki svarað slíku, því maður veit ekki, akkúrat hvað viðkomandi meinar að sé bull.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.8.2014 kl. 23:06

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Það sagði bara "bull" eða "vitleysa" í upphrópunarstíl. Maður getur eiginlega ekki svarað slíku, því maður veit ekki, akkúrat hvað viðkomandi meinar að sé bull"

Alveg sammála.

Hæst bylur í tómri tunnu.

Hörður Þórðarson, 22.8.2014 kl. 23:31

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er ekki von að þið karlarnir komið auga á það sem er "vitlaust" þarna. 

Það geta verið margar ástæður fyrir því að KONUR merki sig sem múslimskar með klæðaburðinum.  Ein gæti t.d. verið að þær teldu sig öruggari?

Mín vegna mega múslimar klæðast því sem þeir vilja og þætti það alveg sjálfsagt EF karlar tækju upp þennan kvenbúning líka.

Kolbrún Hilmars, 23.8.2014 kl. 12:43

9 Smámynd: Hörður Þórðarson

Kolbrún, það er ekki þér líkt að skrifa svona vitleysu!

Hörður Þórðarson, 23.8.2014 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband