20.8.2014 | 22:53
Ef marka má fréttir, getur verið stutt í gos í Norðvestanverðum Vatnajökli, ásamt hamfarahlaupi niður Jökulsá á Fjöllum
Eldstöðin Bárðarbunga er ekki sú eldstöð sem flestir Íslendingar hugsa um, þegar kemur að upptalningu á stærstu og hættulegustu eldstöðvakerfum landsins. En forsaga Bárðarbungu sýnir að úr henni hafa komið sum af allra stærstu gosum Íslandssögunnar. Og þar af, stærsta flæðigos heimssögunnar - gríðarlegt hraun sem rann fyrir 8000 árum niður í sjó - "Þjórsárhraunið." Fyrir utan þetta, hafa komið frá Bárðarbungu, stórgos við Veiðivötn 1480, svokallað Vatnaöldugos 870. Það gaus á Dyngjuhálsi rétt Norðan við Vatnajökul á 19. öld. Það er vitað um gos undir jökli á 18. öld.
Mynd af svokölluðu "Gjálpargosi" 1996, þegar síðast gaus frá Bárðarbungukerfinu
En gosið í Gjálp - - varð rétt Norðan við Grímsvötn. Rann síðan bræðsluvatnið niður í Grímsvötn, og fyllti þau. Þegar þar varð orðið allt fullt - - hljóp úr Grímsvötnum í hamfaraflóði sem tók af brýrnar á söndunum, eins og einhver ætti að muna eftir.
Mér skilst að í dag, sé þetta gos - - eignað Bárðarbungukerfinu, þ.e. að kvika hafi hlaupið til Suðurs frá Bárðarbungukvikuhólfinu, og komið upp rétt Norðan við Grímsvötn. En undir Grímsvötnum er síðan önnur megineldstöð, sem einnig er ákaflega virk.
Skemmtileg skýringarmynd af Gjálpargosinu
- Ekki er búist við því að nýtt gos muni vera eitt af risagosunum.
- Bárðarbunga
Samkvæmt skýringarmynd sem sjá má á vef Jarðvísindastofnunar, er í gangi atburðarás þ.s. kvika er að leita frá Bárðarbungukvikuhólfinu inn í gang milli Bárðarbungu og Kverkfjalla. Gangurinn er á 3km. dýpi, talinn 20km. að lengd, 2,1km. að hæð og innihalda ca. 80-90 millj. rúmmetra af kviku.
En talið er að - - enn sé að streyma kvika inn í þessa myndun, jarðskjálftar beri það merki, að þrýstingurinn þar inni fari vaxandi, kvikusöfnun sé enn í fullum gangi.
- Miðað við þessa staðsetningu á rás atburða.
- Þá bendi flest til þess að hugsanlegt flóð fari niður, Jökulsá á Fjöllum.
Sjá áhugaverðan vef þ.s. sjá má mynd af skjálftavirkni.
Það auðvitað gæti orðið - - töluvert slys. En Jökulsárgljúfur eru ákaflega gróin á köflum. Það væri töluverður missir af því. Ef þar yrði verulegt rask.
Svo vitum við ekki fyrir víst - - að gljúfrið rúmi allt hlaupvatnið.
Svo má ekki gleyma - - öskufallinu, sem örugglega verður.
En gos undir jökli leiðir óhjákvæmilega til þess, að kvikan springur er hún kemst í snertingu við vatn, og útkoman er að eldstöðin spúir ösku - - svo lengi sem vatn nær í kvikuna.
Það er að sjálfsögðu tvennt sem er slæmt við gos á þessum stað:
- Flóðið mun fara um langa leið til sjávar, sem þíðir að flóð getur skemmt heilmikið af landi sem í dag er viðkvæmt og ósnortið.
- Síðan, er hætta á öskufalli yfir okkar viðkvæmasta gróðurlendi á hálendinu - ef öskufallið verður mikið. Getur það valdið miklu tjóni á viðkvæmum hálendisgróðri á stórum svæðum.
Ekki má því gleyma heldur, að þetta eru sumir af okkar þekktustu ferðamannastöðum, sem geta orðið fyrir skemmdum, jafnvel - - óbætanlegum.
Niðurstaða
Ef allt fer á versta veg, þá mun brjótast upp gos á langri gossprungu milli Bárðarbungu og Kverkfjalla. Líklega fer þá að hlaðast upp móbergshryggur undir jöklinum, eins og gerðist í Gjálpargosi. Hætturnar séu tvær - þ.e. af öskunni sem mun óhjákvæmilega streyma frá eldstöðinni. Síðan eins og í tengslum við Gjálpargos, muni gosið bræða mikið af ís. Á einhverjum punkti, mun upphleðsla bræðsluvatns lyfta upp jöklinum - - og flóð leita sennilega til Norðurs í farveg Jökulsár á Fjöllum. Það yrði þá svokallað, hamfaraflóð, af umfangi sem engin leið er að spá fyrir af nokkru öryggi fyrirfram.
Hættan er augljós af mjög verulegu tjóni á viðkvæmri náttúru á svæðinu þ.s. hlaupið fer um. Síðan að sjálfsögðu, getur öskufall einnig skaðað til muna viðkvæman hálendisgróður, ef hún fellur í miklu magni sem getur vel gerst.
Við búum á landi elds og ísa, og við erum minnt á það öðru hvoru.
Kv.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning