19.8.2014 | 23:12
Vopnahlé á Gaza á enda - spurning hvort bardagar hefjast á ný?
Vandi virðist að "viðræður hafi sennilega verið í strandi" en þar virðast mætast algerlega "ósamrýmanleg markmið" þ.s. Hamas heimtar að losað verði um "viðskiptabann á Gaza" en Ísrael tekur það ekki í mál, heimtar á móti "fulla afvopnun Hamas" - - sem ég verð að segja -> að ég sé ekki "hvernig ætti að framkvæma." Þegar sú afvopnun hafi farið fram með þeim hætti, sem Ísrael sætti sig við, geti komið til greina "að losa e-h um viðskiptabannið."
" Credit Suhaib Salem/Reuters."- Punkturinn sem þarf að hafa í huga, að það er enginn þrýstingur heima fyrir innan Ísraels, á Netanyahu að semja við Hamas um nokkrar hinar minnstu tilslakanir.
- Þvert á móti, er harkan -skilst mér- í samfélagsumræðunni innan Ísraels gegn Hamas slík, að megin gagnrýnin á ríkisstjórn Ísraels, er á þá leið - -> að hún sé of lin við Hamas.
- Gagnrýnin á hinn veginn, sé mjóróma og hafi afskaplega lítið fylgi þessa dagana, meðal almennings í Ísrael.
Síðan í stað þess að einangrast - - sé að draga úr einangrun Ísraels, að sumu leiti. T.d. hafi Ísrael aldrei sennilega búið við hagstæðari viðhorf stjórnvalda nágrannaríkja í kring, en þaðan hefur þögnin verið alger - þegar kemur að gagnrýni. En á sama tíma, fær Ísrael mjög "virkan stuðning" stjórnvalda í Egyptalandi - þ.e. herforingjastjórnarinnar þar.
Svo má ekki gleyma því, að á seinni árum hefur Ísrael verið í vaxandi mæli að vinna "gas" í eigin lögsögu, sem skapar Ísrael - - orkuöryggi.
Í ljósi átakanna í Sýrlandi - og Írak, virðist afar ólíklegt - - að Evr. ríki muni leggjast hart á Ísrael. Einnig sennilega spila deilur við Rússland inn, þ.s. þær beina Evr. sjónum að því, hve háð Evr. er Bandar. með varnir - - og Bandar. styðja Ísrael nú sem fyrr.
- Þannig að "fátt virðist þrýsta á Ísrael til þess að gefa eftir."
Ég bendi á þetta áhugaverða viðtal við ísraelskan félagsfræðing, sem gerir tilraun til að útskýra viðhorf Ísraela til Palestínumanna:
'The Real Danger to Israel Comes from Within'
- Ef marka má hana - - sé nær öll samúð með málsstað Palestínumanna, horfin úr ísraelskri þjóðmálaumræðu.
- Viðhorf hafi harðnað innan samfélagsins, og vilji til þess að sýna sveigjanleika - - sé nær horfinn.
Ef þetta er rétt hjá henni - - sé nær engin von til staðar í náinni framtíð um lausn í gegnum samninga.
En meðan ísraelskt samfélag þrýstir ekki á um slíkt, er frekar á móti en hitt, þá sé það ekki gott fyrir innanlandspólit. stöðu ísraelsks pólitíkus, að styðja þau sjónarmið að það þurfi að semja og gefa eftir.
- Sennilega hefur málsstaður Palestínumanna, aldrei virst eiga minni von.
Niðurstaða
Mér virðist lúkning Palestínudeilunnar með samningum, aldrei hafa verið fjarlægari draumur en í dag, ef tekin eru mið af ríkjandi viðhorfum í Ísrael. Og á sama tíma, sé staða Ísraels innan Mið-Austurlanda sterkari en hún lengi hefur verið. Samtímis að fátt bendi til þess, að þrýstingur "vina Palestínumanna" í þá átt á "einangra Ísrael frekar" skili árangri. Í ljósi vaxandi áhyggna samfélaga hins Vestrænna heims gagnvart vaxandi áhrifum öfgafullra Íslamista í ljósi alvarlegra átaka í Sýrlandi og Írak. Að auki hafi líklega deilan við Rússland einnig áhrif, með því að beina sjónum Evr.manna að því - hve háðir þeir eru Bandar. með varnir. Þá fari þeir vart á sama tíma að þrýsta á Bandar. um að gerbreyta afstöðu sinni í tengslum við Ísrael - - eða taka áhættu á því að deila um Ísrael myndist á milli Evr. og Bandar. Þannig að "óbeint" græði Ísrael sennilega á Úkraínudeilunni.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar
Það er nú einu sinni svo að Hamas með ítrekuðum yfirlýsingum sínum ætla sér að eyða Ísrael og öllum Gyðingum. Það er einmitt þess vegna sem þeir eru búnir að vera að skjóta eldflaugum nær stöðuglega frá síðasta stríði þeirra í milli 2012, án þess að Ísraelar hafi svarað fyrir sig sem heitið getur.
Eldflaugaárásum Hamas er ætlað að drepa, þó svo að margir vilji halda öðru fram og það er ekki þeim að þakka að þeim hefur ekki tekist betur til en raun ber vitni.
Viðskiptabann á Gaza er nú ekki meira en svo að matvæli og aðrar helstu nauðsynjar eru reglulega fluttar yfir til Gaza frá Ísrael. Meira að segja sement og steypustyrktarjárn í verulegu mæli sem Ísraelar töldu að nota ætti í uppbyggingu á Gaza en ekki til að styrkja undirgöng sem leiddu til Ísraels svo íslamistar gætu komist inn í Ísrael óséðir.
Fá því Ísraelar yfirgáfu Gaza [2007 að mig minnir] hefur líf hins almenna borgara á Gaza lítið breyst til batnaðar, en Hamassamtökin vilja hafa það þannig og nota í áróðursskini.
Það er margt í þessu sem almenningur er ekki upplýstur um og fjölmiðlar eru ekki að segja frá. Einhverra hluta vegna er litið á Ísrael sem vonda aðilann og Hamas, sem eru yfirlýst hryðjuverkasamtök, sem fórnarlamb.
Hamas lýstu því yfir á meðan á vopnahléi stóð að þeir notuðu vopnahléið til að undirbúa frekari árásir á Ísrael. Ekki fór mikið fyrir þeim yfirlýsingum í vestrænum fjölmiðlum.
Aðferðir Hamas eru ótrúlega grimmar, ekki eingöngu hvað Ísrael varðar heldur þegar kemur að þeirra eigin fólki á Gaza svæðinu, þeir sýna sínu eigin fólki mikla grimmd og miskunnarleysi.
Hamas, Muslim Brotherhood og ISIS eru öll af sama meiði, blóðþyrstir öfgahópar sem þarf að stöðva áður en þeir hefja aðgerðir í Evrópu og Ameríku.
Tómas Ibsen Halldórsson, 20.8.2014 kl. 12:57
Ég vil ekki samþykkja skilgreininguna á Bræðralagi Múslima sem hryðjuverka-afli, þó að stjv. í Egyptalandi skilgreini þau samtök með þeim hætti og þó svo að Saudi Arabar hafi ákveðið að skilgreina þau með þeim hætti, en ég lít á Sauda sjálfa sem "varasama Íslamista."
--------------------------------
Ef við notum samanburð, þá skiptust Marxistar í hófsama Marxista sem börðust með löglegum hætti fyrir marxískum markmiðum, og róttæka Marxista - þ.e. Komma. Ég nota þetta sem viðmið, að Bræðalagið sé grunnsamtök "tiltölulega hófsöm" en úr þeim jarðvegi, spretti róttækari hópar - sbr. Hamas, með sambærilegum hætti og kommar á endanum klufu sig frá flokkum sósíalista í flestum tilvikum, og stofnuðu róttækari hreyfingar sem stefndu að "byltingu."
-----------------------------------
Ég tel með öðrum orðum, að það eigi að stefna að því, að vinna með "Bræðalaginu" lít ekki á að þ.s. gerðist í Egyptalandi sanni að það sé ekki hægt. Sú stefna sem nú sé í gangi sé of varasöm, að berja það niður með öllum tiltækum ráðum - - hafandi í huga hve hátt hlutfall þjóðarinnar í Egyptalandi styður þau samtök.
----------------------------------
Það er eiginlega svipað hlutfall og studdi flokka sósíalista í Evr. að öllu jafnaði - flokkar sem aldrei voru bannaðir. Heldur heimilað að starfa. Hættan sé á þróun yfir í borgarastríð í Egyptalandi - - ef leitast sé við að berja niður samtök. Er njóta stuðnings milli 30-40% landsmanna.
-----------------------------------
Varðandi Hamas, eru markmið þeirra samtaka augljóslega óraunsæ, þ.e. engin möguleiki að þeir geti nokkru sinni hrint þeim í framkv. - - með öðrum orðum, þeirra markmið "sé ekki alvarleg ógn fyrir Ísrael." Ísrael sé það miklu öflugra hernaðarlega, að það sé ekki nokkur hin minnsta von þess, að Hamas geti framkv. eyðileggingu Ísraelsríkis. Það má því velta fyrir sér - - hve miklu máli það markmið skiptir í reynd. Sannarlega eru þetta "grimm samtök" og þau sannarlega nota "samúð Vesturlanda með samborgurum þeirra."
----------------------------------
Ef Ísrael vill losna við Hamas - - tel ég einungis eina mögulega leið. Að semja við "Heimastjórnina" um yfirtöku á Gaza. Ísraelsher getur þá aðstoðað við það verk - sbr. bandalag Ísraelsstj. og Heimastj. En það krefðist þess, að Ísrael framkv. stórar tilslakanir gagnvart Heimastjórninni - t.d. að afnema mikið til nýbyggðir Gyðinga á Vesturbakka. Með öðrum orðum, ég lít á ástandið sem að stórum hl. eða jafnvel stærstum hluta, sjálfskaparvíti Ísraels. En eina 3-leiðin væri að Ísrael mundi hernema Gaza alfarið, síðan stjórna í ástandi stöðugs mannfalls bæði borgara og þeirra eigin hermanna. Það ástand gæti verið endalaust. Einungis Heimastjórnin, sé fær um að taka svæðið yfir, og binda enda á þessar róttæklingahreyfingar - - það væri borgarastríð meðal Palestínumanna. Sem þíddi, að Heimastjórnin þyrfti að fá e-h mjög stórt á móti frá Ísrael í staðinn. Meðan Ísrael vill ekki stöðva uppbyggingu landnemabyggða á Vesturbakka, sem útilokar möguleika á samkomulagi við "hófsama Palestínumenn" þá standa þeir einir uppi með vandann.
--------------------------
Í ljósi þess að þ.e. á valdi Ísraela að skera á þennan gordíonshnút, er samúð mín með Ísraelum - nokkuð takmörkuð. Þeir þurfa að finna viljann heima fyrir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.8.2014 kl. 15:10
Sæll Einar Björn
Ég skil það mjög vel þegar menn koma hérna aftur og aftur með þessar sömu Zionista lygar gegn Hamas, eða þessar lygar um að Hamas ætli að eyða Ísrael og öllum Gyðingum, þegar að Hamas hefur aldrei sagt eitthvað í þá áttina. En hvað jafnvel þó að sumt fólk viti að þetta hafi ekki komið frá Hamas, þá kemur þetta sama fólk aftur og aftur með þessar sömu lygar eða allt fyrir Zíonista Ísrael, því það er Zíonista Ísrael sem skiptir máli og annað ekki.
Nú þarf greinilega að reyna að réttlæta allt þetta hefndarstríð Zíonista með þessari líka lélegu átyllu ("pretext" ) útaf þessum þremur drengjum er fundust látnir án sannana og án dóms í því máli, eða þar sem að yfir 2000 Palestínumenn hafa verið myrtir, þar með talið yfir 450 saklaus Palestínubörn og yfir 200 saklausar konur. Þá þarf núna eins og segir að reyna réttlæta og hvítþvo þetta allt saman gegn öllum friðar- og kærleiksboðskap Jesú Krist og öllum helstu trúarbragða heims, eða svona allt fyrir Zíonista Ísrael, ekki satt?
Það er orðið ljóst að fólk á Gaza hefur fengið meira nóg af þessari kúgun og einangrun á Gaza, en hvað Zíonistar, stuðningsmenn fyrir þetta Zíonista Ísrael og allt þetta litla, litla nice, nice kristna Zíonista- lið hérna er nákvæmlega skítsama um það allt saman.
Þessu stuðningsliði hérna fyrir Zíonista Ísrael er nákvæmlega skítsama um allt þetta her- og landnám á Vesturbakkanum og í Austurhluta Jerúsalem gegn sínum Kristnu trúbræðrum (Kristnum Palestínumönnum) og það þrátt fyrir allar þessar yfirlýsingar hér frá Kristnum Palestínumönnum: KAIROS PALESTINE " ," THE JERUSALEM DECLARATION ON CHRISTIAN ZIONISM , Churches for Middle East Peace (CMEP)
Nú það sem að hefur komið frá öllu þessu stuðningslið hér fyrir Zíonista Ísrael er allur þessi stuðningur við verja og styðja Zíonista Ísrael í öllu þessu her- og landnámi gegn kristnum Palestínumönnum og gegn Kristnum Palestínuflóttamönnum. Hjá þessu stuðningsliði fyrir Zíonista Ísrael þá skiptir Kristni trú þarna í Palestínu ekki neinu máli, því það er bara Zíonista Ísrael sem skiptir máli.
Persecution of Palestinian Christians by Isreal
Palestinian Christian & Muslim Relations in the West Bank and Gaza
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 16:13
Í uppreisn Bræðralags Múslíma í Egyptalandi, urðu kristnir og aðrir minnihlutahópar fyrir ofsóknum af þeirra hálfu. Fjölmargir voru drepnir, konum nauðgað, kirkjur brenndar og ýmiss annar óáran sem kristnir þurftu að líða af þeirra hendi og þannig hefur það verið allstaðar sem BM hafa komið sér fyrir.
Sérlegur klerkur BM hélt þrumandi ræðu við mikinn fögnuð gríðarlegs fjölda áheyrenda, um það leiti sem Morsi var kjörinn forseti Egyptalands, þar sem hann lofaði því að þeir, BM og þeir sem þeim fylgja, myndu marsera til Jerúsalem til að taka borgina yfir og þeir væru tilbúnir að fórna miljónum við þröskuld Jerúsalem ef með þyrfti. Ræða þessa klerks BM lýsir vel hvers konar samtök BM eru.
Tómas Ibsen Halldórsson, 20.8.2014 kl. 16:36
"...Að semja við "Heimastjórnina" um yfirtöku á Gaza.....að Ísrael mundi hernema Gaza alfarið.."
Hvernig er það er ekki draumur Zíonista að rætast með leggja alla Palestínu undir sig eða hvað er orðið eftir að Palestínu í dag, þú?
Hefur þetta ekki bara gengið vel hjá Zíonistum með að reka svona Palestínumenn í burtu með þessum aðferðum, svo og með þessu her -og landnámi gegn Palestínumönnum á Vesturbakkanum og í Austurhluta Jerúsalem, þarf ekki bara að setja upp um 500 checkpoints eins og á Vesturbakkanum til gera lífið hjá þeim á Gaza ómögulegt og allt svona gegn Palestínumönnum, ekki satt?
Það er ekki sjá annað en að zíonistar og stuðningsmenn fyrir Zíonsta Ísrael séu ánægðir með að bæir kristinna Palestínumanna, kirkjugarðar, leikskólar þeirra og annað séu lagðir í rúst til þess eins þá að geta tileinkað öllu landinu handa Ísraelsmönnum (Zíonista landnemum) þarna á Vesturbakkanum og í Austurhluta Jerúsalem, nú og verður það ekki eins á Gaza eftir að Zíonista Ísrael hafa hernumið Gaza eða þeas. frekari aukning á Kristnum Palestínuflóttamönnum og Palestínu múslimum, þú?
0 Israeli homes have been demolished by Palestinians and at least 28,000 Palestinian homes have been demolished by Israel since 1967. (View Sources & More Information)
Israel currently has 262 Jewish-only settlements and ‘outposts’ built on confiscated Palestinian land. Palestinians do not have any settlements on Israeli land. (View Sources & More Information)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 21:50
Tómas, Bræðralagið eru ekki einu samtökin sem starfa í Egyptalandi, þar eru einnig margar mun róttækari hreyfingar íslamista - - sem geta hafa staðið að baki þeim árásum.
Ég stórfellt efa að Bræðralagið beri ábyrgð á þeim árásum. Ég hef a.m.k. ekki séð neina sönnun þess, einungis fullyrðingar herforingjastjórnarinnar - - sem erfitt er að taka alvarlega. Hafandi í huga, að ekki er langt síðan að sú stjórn stóð fyrir sýndarréttarhöldum á blaðamönnum, sem voru dæmdir í langa fangelsisdóma fyrir að gegna eðlilegum störfum blaðamanna.
Ég geri með öðrum orðum ráð fyrir því - - að allt sem frá henni komi sé lýgi, nema að það sé staðfest í gegnum óháðan aðila.
Það er ekkert sérdeilis undarlegt, að Íslamistar séu ekki "hrifnir af Ísrael" - - þú getur fundið mörg afskaplega svæsin ummæli t.d. eftir ísl. andstæðinga Ísraelsríkis, ef þú nennir að leita þau uppi.
Þau ummæli sem þú vitnar til, bendir t.d. ekki endilega til meiri róttækni, heldur en meðal harðra andstæðinga Ísraels, sem finna má víða um Vesturlönd.
Ég er alveg viss um, að Bræðralagið er ranglega skilgreint sem hryðjuverkasamtök.
Reyndar lít ég á sjálfa útbreiðslu samtakanna, sem eiginlega sönnun þess - að vart geti verið um últra róttæka hreyfingu. En það er afskaplega sjaldgæft að mjög róttækar hreyfingar, nái svo miklu fylgi.
Þ.e. milli 30-40% fólks. Því að almenningur er yfirleitt ekki það róttækur, að hann styðji mjög róttæk samtök. Þau yfirleitt hafa ákaflega takmarkað fylgi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.8.2014 kl. 23:05
Verður ekki að halda áfram allri þessari eyðileggingu á kristinni trú þarna í Palestínu og svona algjörlega fyrir Þetta nýja Zíonista Ísrael?
En hvernig verður þetta þegar búið verður að eyðileggja alla kristna trú þarna í Palestínu, mun þá allt þetta litla, litla nice, nice kristna Zíonista- lið og aðrir stuðningsmenn fyrir Zíonista Ísrael öskra hérna húrra, húrra draumar okkar og spádómar eru að rætast, eða hvað?
"Ég veit hvernig þú ert hrakyrtur af þeim, sem segja sjálfa sig vera Gyðinga, en eru það ekki, heldur samkunda Satans."(Op 2:9)
"Ég skal láta nokkra af samkundu Satans, er segja sjálfa sig vera Gyðinga, en eru það ekki, heldur ljúga, - ég skal láta þá koma og kasta sér fyrir fætur þér og láta þá vita, að ég elska þig." (Op 3:9)
Þó það sé nú annað mál hérna með alla Kristna trú í Egyptalandi, þá hafa kristnir Egyptar fengið meira en nóg af honum Mosi og þessu ógeðslega Bræðralagi Múslíma, þú? Nú og að sjálfsögðu má líkja þessu Bræðralagi Múslima við hryðjuverkasamtök rétt eins stjórn- og her hans Benjamin Netanyahu eru ekkert annað en hryðjuverkasamtök.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning