18.8.2014 | 22:56
Kvarta yfir fréttaflutningi RÚV af átökunum í A-Úkraínu
Ástæðan að ég get ekki annað en - borið blak af "uppreisnarmönnum í A-Úkraínu" í þetta sinn. Er hvernig frétt RÚV er orðuð: Flugskeytum skotið á flóttafólk í Úkraínu
"Fjöldi almennra borgara lét lífið þegar uppreisnarmenn skutu á bílalest flóttamanna sem flúði borgina Luhansk í Austur-Úkraínu í morgun."
Þannig var fréttin lesin í útvarpinu - - að "uppreisnarmenn hefðu drepið konur og börn í bílalest."
Þetta virðist lauslega byggt á frétt Reuters: Dozens killed in attack on convoy, Ukraine says; rebels deny firing rocket
- Það sem ég hef við svona fréttaflutning að athuga - - er að segja frá þessu með þeim hætti, eins og að frásögn stjórnvalda í Úkraínu - - sé algerlega pottþétt hin sanna útgáfa.
Ég er alls ekki að halda því fram - - að sú frásögn, sé örugglega "ósönn."
Einfaldlega að benda á, óvissuna - þegar stríðsátök geisa.
- Þegar skothríð og sprengjuregn er í gangi, verða gjarnan mistök - - t.d. vegna misskilinna skilaboða, eða misskilinna fyrirskipana. En hermenn gera mistök eins og aðrir.
- Það eru dæmi, um "friendly fire" mistök.
Svo það má - - alls ekki fyrirfram útiloka möguleikann, eigin mistök úkraínska hersins.
Sem talsmenn hans, mundu líklega "kenna uppreisnarmönnum um" frekar en að "viðurkenna eigin mistök."
- Sem þíðir alls ekki, að það sé endilega e-h sérlega ólíklegt, að uppreisnarmenn hafi skotið á þá bílalest, eins og fréttin heldur fram.
- Enda ekki endilega verið augljóslega auðvelt, að greina úr fjarlægð "eina bílalest" flutningabíla á vegum úkraínska hersins, frá annarri slíkri - - sem flutti e-h annað, t.d. hergögn.
En uppreisnarmenn, örugglega vilja skemma sem flestar bílalestir úkraínska hersins sem þeir geta, og örugglega reyna hvað þeir geta, að ná sem flestum þeirra.
Ég hafna því alls ekki - - að það geti mjög vel verið, að uppreisnarmenn hafi framkvæmt þennan verknað, ekki vitandi að í þessi tiltekna bílalest - væri ekki verið að flytja hergögn eða vistir til hersins.
Ég einfaldlega - - bendi á, að setja það upp sem fullyrðingu, án nokkurs vafa, að uppreisnarmenn séu sekir um þann verknað, sé "forkastanlegt." Ekki dæmi um gott jafnvægi við fréttaflutning!
Niðurstaða
Menn mega ekki gleyma óvissunni í átökum. Að báðir aðilar ljúga - hafa ástæðu til þess, því frásagnir eru einnig hluti af vopnabúri þeirra, sem takast á. Ég er að tala um "áróður." Menn verða því ætíð, að taka frásögnum aðila sem eiga í stríði - - með fyrirvara. Alls - alls ekki, taka slíkar frásagnir upp hráar án gagnrýni.
Það þarf langt í frá alltaf vera, að slíkar frásagnir séu ósannar.
En stundum gegnir sannleikurinn sínu hlutverki, ef það hentar að segja hann - í það skiptið.
Það þarf ætíð að gera ráð fyrir því, að frásagnir "séu ósannar" á sama tíma og þær einnig geta verið "sannar."
Sem auðvitað framkallar þessa áhugaverðu óvissu - fyrir utanaðkomandi. Sem eru að leitast við að skilja hvað er í gangi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 19.8.2014 kl. 02:22 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú, er ég algjörlega sammála þér. Og menn mega heldur ekki gleima því, að sigurvegarinn mun alltaf setja sökina á þann sem tapaði styrjöldinni. Svo leitinn að sannleikanum er alltaf mjög erfið.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.8.2014 kl. 08:29
Við skulum samt ekki heldur gera endilega ráð fyrir lygum, því eins og ég benti einnig á, þjónar sannleikurinn stundum sínu hlutverki - ef að segja hann, vinnur með markmiðum viðkomandi. Ef uppreisnarmenn hafa framið þau afglöp að fara verulega illa með stuðningsmenn stjv. á svæðinu, og það síðan kemur í ljós. Mundu stjv. að sjálfsögðu leggja mikla áherslu á að koma því að í heimsfjölmiðlum. Og þá má reikna með því að fulltrúar uppreisnarmanna, kannski þá landflótta eða skógarskæruliðar, nefni það allt lygar - og a.m.k. hl. internetsins taki undir, jafnvel þó um sannar ásakanir geti verið að ræða. Menn notfæra sér sem sagt einnig þessa óvissu, að utanaðkomandi eiga erfitt með að þekkja nákvæman sannleika mála - til þess að gera "sannleikann tortryggilegan." Þegar hann er sagður - - til þess að halda jafnvægi þarf maður að átta sig á að yfirlísingar geta samtímis verið sannar og ósannar. Án óháðra upplýsinga, er afar torsótt að vita hvort á við.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.8.2014 kl. 09:52
Vandamálið er, eins og svo oft áður, að það vantar hina hliðina. Sögurnar segja, að Ukraínski herinn skjóti alla aðstoðarmenn uppreisnarhersins, á þeim svæðum sem þeir sigra. Og að sjálfsögðu kenna þeir hinum um ... það er alveg á hreinu, að á undanförnu hafa uppreisnarmenn ekki haft neinar eldflaugar til að skjóta á heimili fólks, en það hefur stjórnarherinn gert. Sagnir af betteríinu sem Rússar "eiga" að hafa flutt yfir, en þeir neita að hafa gert ... er líklega einnig til að sýna að uppreisnarmenn hafi haft vopn, og gera þar með sögurnar óvissar.
það er lítil óvissa í dæminu.
A. Hafi uppreisnarmenn skotið niður MH17, þá eru samt Ukrainumenn sekir um að hafa sent MH17 inn á svæðið eftir að hún flaug aðra leið, en var beigt inn á svæðið samkvæmt upplýsingum frá Rússneskum gerfihnöttum.
B. Ef rússar hefðu einhvern áhuga á að styðja uppreisnarmenn, þá væru þeir ekki með neitt hálfkák í dæminu. Ukraína væri fallið, svo einfalt er það dæmi. Þetta útilokar ekki að einstakir ofurstar reyni ekki að smygla gögnum í gegn, en það útilokar algerlega að flutningur á neinum batteríum eigi sér stað.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.8.2014 kl. 11:55
Bjarne, evr. flugyfirvöld hafa hafnað því að MH17 hafi flogið aðra leið en þá sem var fyrirhuguð, eða það las ég í frétt - höfð eftir talsmanni þeirra. Þetta var "alþjóðleg flugleið" vélin flaug í 33þ.ft. - fyrr sömu viku og hún var skotin niður, var Antonov vél skotin niður í ca. 22þ.ft. Þ.e. of hátt fyrir handheldar flaugar - - þarf hreyfanlegan skotpall. Uppreisnarmenn, voru ekkert feimnir mánudaginn, sömu viku, er Antonov vélin fór niður. Ég hef einnig lesið, að þessi gerð af færanlegum skotpalli - - sé ekki fær um að greina milli tegunda véla, sennilega hafi sá er notaði hann, ekki haft mikla reynslu. Kannski stutt námskeið í notkun hans - - í því liggja líklega mistökin. En þó skotpallurinn hafi ekki haft færni til að greina milli farþegavélar eða Antonov flutningavélar - - þá hefði radarinn á skotpallinum átt að gefa skyttunni upp "flughæð" vélar sem hann var að miða á. Ef hann hefði verið sæmilega upplýstur - þá átti hann að fatta að sú vél væri stödd uppi á markaðri farflughæð fyrir farþegavélar. En sennilega vissi hann það ekki. Sennilega hafi reynsluskortur skyttunnar og þekkingarskortur - - legið að baki þessum "mistökum." En það dettur engum annað í hug, en mistök liggi að baki.
Ég held að uppreisnarmenn, hefðu aldrei haldið þetta lengi út, ef þeir væru ekki með neinn stuðning frá Rússl. En fj. aðkomumanna frá Rússl. er eiginlega skýr vísbending - - að a.m.k. stjv. heimili þeim, að fara til Úkraínu. Að auki virðast þessi Rússn. aðkomumenn vera betur vopnaðir en heimamennirnir almennt voru, þeir hafa því örugglega fengið að taka þau vopn með sér frá Rússlandi. Síðan virðist líklegt að uppreisnarmenn hafi fengið aðstoð í formi vopnasendinga, og skotfæra - - aftur á móti séu uppreisnarmenn fáliðaðir eftir sem áður og þó þeir fái vopn í hendur dugi það ekki til.
Það séu andstæðingar slíks stuðning, t.d. áhrifamiklir viðskiptamenn sem tapa fé á viðskiptaaðgerðum Vesturlanda - - þeir togi á móti hinum, sem líklega séu þjóðernissinnaðir stuðningsmenn stjv.
Reipitogið á milli stuðningshópanna, skapi þá útkomu - að það sé stuðningur. En á sama tíma, hvergi nægur til þess að duga til þess að "uppreisnarmenn hafi betur."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.8.2014 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning