17.8.2014 | 00:38
Foringi uppreisnarmanna í Luhansk borg, virtist staðfesta flæði hergagna yfir landamærin frá Rússlandi, og að Rússar þjálfi uppreisnarmenn
Foringi uppreisnarmanna, sem tók yfir sem foringi þeirra í Luhansk, virtist í ræðu staðfesta kvartanir stjórnvalda í Úkraínu - þess efnis að Rússar sjái uppreisnarmönnum í A-Úkraínu fyrir vopnum, og að auki veiti þeim þjálfun, í þjálfunarbúðum Rússlandsmegin landamæranna.
Separatist leader boasts of fresh tanks and trained troops from Russia
"Alexander Zakharchenko" - "At present, moving along the path of this corridor . . . there are 150 items of combat hardware, 30 of which are tanks," - "Also en route were 1.200 individuals who underwent four months of training in the Russian Federation, he said."
Það er áhugavert að íhuga þessa yfirlýsingu hans - - í samhengi við fullyrðingu stjórnvalda Úkraínu, að Úkraínuher hafi eyðilagt með stórskotaárás - - lest brynvarða farartækja á leið frá landamærunum við Rússlands til Luhansk borgar:
Ukraine Says It Destroyed Russian Armored Vehicles Seen Crossing Border
Ákveðin freisting - að leggja 2-saman og líta svo á, að ummæli Zakharchenko staðfesti hugsanlega, að raunverulega hafi lest af brynvörðum farartækjum verið á ferðum, þarna á milli sl. föstudag.
Þó Rússar hafi hafnað því - sagt fullyrðingar úkraínskra stjv. - - fantasíu.
- Á hinn bóginn - eru uppreisnarmenn í borginni, umkringdir.
- Ræða Zakharchenko getur því verið "fantasía" hans sjálfs, ætlað að "stappa stáli" í hans liðsmenn.
Það er auðvitað engin leið - - að vita "sannleikann í málinu."
Niðurstaða
Þó að engin leið sé að tékka á sannleiksgildi ummæla Zakharchenko, þá a.m.k. er forvitnilegt að foringi uppreisnarmanna, sé að "staðfesta" þær kvartanir Úkraínustjórnar - - sem Rússar hafa hingað til ávalt hafnað. Að þeir þjálfi uppreisnarmenn, og sjái þeim fyrir vopnum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er þó allavega eitt komið á hreint að bíla lestin er ekki tilraun til að smygla vopnum heldur er það sem hún segist vera.
Neyðarhjálp íbúa austur-hlutans. En þau hafa búið við loftárásir auk þess að þegar borgir falla þá ryðjast inn sveitir ný-nasista
sem virðast drepa saklausa borgara ef þeir telja þá vera úr rússneska minnihlutanum.
Vesturlandabúar hafa mikið á samviskunni í þessari deilu.
http://www.nationalheadlines.co.uk/ukraine-officially-recognizes-russian-aid-convoy-as-humanitarian/447840/
http://consortiumnews.com/2014/08/16/the-hushed-up-hitler-factor-in-ukraine/
Andrés Kristjánsson, 17.8.2014 kl. 09:44
Ekki "ný-nasistar" slíkt er fáránleg ásökun. Þarna eru "tveir hópar" þjóðernissinna að takast á - úkraínskir vs. rússn. Ég sé ekki að þeir úkraínsku séu augljóslega róttækari en þeir rússn. Eða ég skil ekki hvernig e-h getur komist að slíkri niðurstöðu. En ef maður íhugar rússn. þjóðarnissinnana, þá þarf að viðurkennast - að sú aðgerð að "hefja vopnaða uppreisn" er ekki beint "hófsamt" - þeim stór margvíslegar mildari baráttuaðferðir til boða: þ.e. ekki sérlega óvenjulegt að vopnuðum uppreisnum sé "svarað af mikilli hörku" ég vísa til t.d. bandar. borgarastríðsins, stríðsins á Sri Lanka, Tétníu stríðsins innan Rússlands, og ekki síst stríðsins í Sýrlandi.
Það er heimskulegt, að taka upp gagnrýnislaust, áróður annars aðilans gegn hinum.
Mér dettur hvorki í hug, að samþykkja "áróður uppreisnarmanna" né "áróður stjv." Þess vegna kalla ég uppreisnarmenn ekki "hryðjuverkamenn" né kalla ég stjv. her þeirra "nasista."
Hvorug uppnefningin er sönn.
Í þeim öllum var og hefur þetta bitnað mest á almennum borgurum. Þeir eru alltaf þeir sem verða fyrir mestu tjóni.
Þetta er stór ástæða þess, að ef mönnum er annt um sitt eigið fólk - - þurfa menn að hugsa sig mjög vel og vendilega, áður en þeir velja "róttækustu baráttuaðfer'ina" og þá mest líklega, til að skapa eigin fólki "stórtjón."
Það að uppreisnarmenn völdu vopnaða uppreisn - - bendir til mjög mikillar róttækni meðal þeirra sjálfra.
Menn þurfa að sjá þetta að báðar fylkingar eru harðnaglar. Það vill svo til, að stjórnarherinn er sterkari, er því að vinna.
Stjórnarherinn, er ekkert - verri aðili. Uppreisnarmenn, ekkert betri aðili.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.8.2014 kl. 12:04
Sæll Einar Björn
Þetta er nú bara eina ferðina enn þessi sami kaldastríðsáróður hjá þér, og svona líka allur óstaðfestur hjá þessu áróðsliði á Financial Times og Wall Street Journal, en auðvita þá þarf núna að finna eitthvað til að reyna réttlæta og hvítþvo öll þessi fjöldamorð með notkun Phosphours, sérstaklega þar sem að bannað er að nota Phosphorus inni í íbúðarbyggðum, ekki satt?
White Phosphorus Artillery Allegedly Used in Ukraine
‘White rain’: Donetsk residents record alleged phosphorus shelling
Kiev,USA used Inhumane Phosphorus Bombs on Semenovka
Ukraine War - Donetsk. Junta Used White Phosphorus Ammunition 14 August 2014
Ukraine Crisis | Phosphorus Shells used in Shelling of Donetsk Suburbs
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.8.2014 kl. 13:07
Þorsteinn, hvað akkúrat er "kaldastríðsáróður?" Ræða Zakharchenko liggur fyrir. Hann segir tiltekna hluti. Hann getur verið að ljúga því - en ef þ.e. kaldastríðsáróður að þínu mati, er það ákaflega skemmtilegt, ef Þú er að saka Zakharchenko um slíkt. Ég sé af þessum "hlekkjum" að þ.e. ógrynni af "óstaðfestum ásökunum" í gangi. En þ.e. "venja" í slíkum átökum - að ásakanir ganga á víxl. Gjarnan afskaplega svæsnar. Ég sé ekki sérstaka ástæðu til að taka meir mark á þeim ásökunum, en mörgu því öðru sem haldið er á lofti. Fellur í flokkinn - getur verið "satt" getur verið "ósatt" engin leið fyrir utanaðkomandi að vita hvort á við.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.8.2014 kl. 16:02
Sæll aftur Einar Björn
Þetta er ekki ræða Zakharchenko heldur áróður frá þeim á Financial Times og Wall Street Journal, og allt túlkað á besta veg fyrir stjórnvöld í Bandaríkjunum og þannig hefur þetta verið og allt fyrir stjórnvöld í Bandaríkjunum.
Það er ekki til myndband að þessari ræðu einu sinni, og ef myndband væri til þá væri búið að sýna hana út um allt, það sama má segja ef til væru einhverjar sannanir eða myndbönd og/eða myndir af þessum meinta vopnaflutningi, en eins og þú veit þá eru ekki til neinar sannir til þess að setja á forsíður fjölmiðla. Þannig að nú verður bara að reyna að halda áfram að ljúga, ljúga, ljúga og til að reyna að halda áfram að magna upp hatur og óvild gagnvart Rússum, eða allt fyrir Kaldastríðsáróðurinn
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.8.2014 kl. 16:56
Sæll Einar Björn - sem og aðrir gestir þínir !
Einar minn: síðuhafi !
Þig setur verulega ofan - að reyna að réttlæta tilveru Nazista klíkunnar í Kyiv: þér að segja - öllu frekar.
Yakonovich fyrrum Forseti Úkraínu: var / og er siðblindingi (af svipaðri ° og þorri ísl. stjórnmálamanna - reyndar) en Úkraínumenn áttu annað og betra skilið en - að þessi gerpi sem Obama og Merkel trakteruðu þá með / skyldu verða ráðandi - þarna eystra.
Reyndu Einar Björn - að handlanga þig upp úr þeirri hugmynda fræðilegu gryfju: sem ýmis flón hér á Vesturlöndum liggja Hundflöt í - með beinum eða óbeinum stuðningi / við Nazista ræksnin - í Kyiv Einar minn.
Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.8.2014 kl. 17:50
Þetta myndband sem verið er að sýna á Telegraph er allt saman klippt og það vantar alveg upphaf og endir á hvað hann á við nákvæmlega með 1200 manna herlið á landsvæði Rússa, og þetta er engin sönnun um eitthvað : http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/ukraine/11038598/Rebel-leader-in-Ukraine-says-forces-bolstered-by-1200-troops-trained-in-Russia.html
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.8.2014 kl. 18:09
"Ég sé ekki sérstaka ástæðu til að taka meir mark á þeim ásökunum, en mörgu því öðru sem haldið er á lofti."
Við höfum fleiri og eldri sannanir fyrir því að stjórnvöld í Kænugarði hafi áður notað Phosphours, sjá hérna http://rt.com/news/175572-ukraine-phosphorous-cluster-evidence/
En hvað ert þú því þetta séu svona góðir árámótaflugeldar sem að hafi verið að springa út yfir íbúðarbyggðunum þarna í öllu rafmangsleysinu eða hvað?
Ukraine Military Dropped Incendiary (White Phosphorus) Bombs on Slavyansk
‘White Phosphorus’ Reports: Ukraine Military ‘Dropped Incendiary Bombs’ on Slavyansk
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.8.2014 kl. 18:32
Óskar Helgi Helgason -- Þér eruð sjálfur í vandræðum með þetta, en sú ásökun að þeir séu nasistar, er afskaplega kjánaleg svo meir sé ekki sagt. Eða var Pútín nasisti, þegar hann sendi herinn inn í Tétníu og gekk á milli bols og höfuðs á uppreisninni þar, sem kostaði mjög miklar blóðsúthellingar þarlendra? Var ríkisstjórn Sri Lanka skipuð nasistum, þegar hún sendi herinn inn á yfirráðasvæði svokallaðra Tamíl Tígra og gekk endanlega á milli bols og höfuðs á uppreisninni þar, sem einnig kostaði miklar blóðfórnir? Eða, var Abraham Lincoln e-h sambærilegt við nasista, er hann skipaði sínum her - að gersigra uppreisnina þar í landi, það stríð er enn langsamlega mannskæðasta stríð sem Bandar. hafa háð.
Það er ekki ég sem er í vandræðum með skilninginn.
Ég get bent á flr. svo sem, að nasistar trúðu á því - - að slavar væru "untermenchen" - þ.e. áhugavert, ef menn eru svo blindnir í hatrinu á stjv. í Kíev, að halda að úkraínskir þjóðernissinnar, geti hallast að slíkri trú. Eða kannski, vita menn sem varpa upp slíkri ásökun, ekkert um nasista? En það var mikilvægur þáttur í nasismanum, hugmyndin um aríska kynstofninn, skv. þeirri trú voru slavar skilgreindir úrkynjaðir og nánast jafn réttdræpir og gyðingar.
Ábending, ásökun um nasisma - virkilega er kjánaleg.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.8.2014 kl. 00:20
Þorsteinn Sch Thorsteinsson --- hvar held ég því fram að þetta myndband sanni nokkurn skapaðan hlut? Ég sagði það "vísbendingu."
Hér er nokkuð góð útgáfa af því: Выступление Захарченко на сессии ДНР
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.8.2014 kl. 00:22
Þorsteinn Sch Thorsteinsson - - - Það er ekki mögulegt að nota fréttir frá Russia Today sem sannanir á nokkrum sköpuðum hlut.
RT er áróðursveita rússn. stjv. Ekkert annað.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.8.2014 kl. 00:24
Sælir - á ný !
Einar Björn !
O jú. Meðal helztu fyrirmynda Úkraínsku Nazistanna - eru liðsmenn Jobbik flokksins Ungverska / auk fjölda annarra: og gleymum ekki heldur þeirri staðreynd Einar minn: að Þjóðverjar (ESB eigendurnir)VORU ALDREI búnir að sverja af sér Þriðja ríkið (1933 - 1945) / nema í orði kveðnu - ágæti drengur.
Það: eitt og sér skýrir tilkomu ''Stálbandalags'' þeirra á 6. áratugnum - sem nú er orðið að Evrópusambands fyrirbrigðinu - sem kalla má réttilega Fjórða ríkis tilraun þeirra.
Þannig að - gæti ekki verið: að þú sjálfur þyrftir að endur skoða söguskilning þinn Einar Björn - áður en þú varpar næsta Bjúgverpli til mín - sem annarra þeirra / sem ekki erum tilbúnir að kok gleypa Vestræna hráa ''kjötbúðinginn'' þann - sem þú reynir að matreiða / til þess að þóknast Obama og Merkel 2ví eykinu - síðuhafi góður ?
Göngum hægt - um gleðinnar dyr: Einar Björn.
Með - alls ekki síðri kveðjum en hinum og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2014 kl. 01:17
Þú heldur enn áfram að tönnslast á þessu "nasistarugli." Þegar við erum að taka um "róttæka þjóðernissinna." Þú þarft að átta þig á því, að róttækir þjóðernissinnar og nasistar - - er ekki sami hluturinn. Ég sé t.d. engan augljósan mun varðandi róttækni á uppreisnarmönnum og róttækum úkraínskum þjóðernissinnum. Það að uppreisnarmenn ákaváðu að velja "róttækustu" baráttuaðferðina í boði, segir heilmikið um róttækni rússn. uppreisnarmannanna i A-Úkraínu. Ég lít á það sem "fullkomna sönnun þess" að þeir hópar séu afskaplega róttækir. Að þeir skuli hafa valið sé þá tilteknu baráttuaðferð - - strax eiginlega. Vopnaða uppreisn - - en vopnuð uppreisn er augljóst sú leið, sem skapar langsamlega mesta hættu fyrir þeirra eigið fólk. Ef e-h hefur fyrir því, eisn og ég benti á, að skoða dæmigerðar afleiðingar vopnaðra uppreisna, sem er sú - að uppreisnin tapi og samtímis verði margir af eigin fólki einnig fyrir fjörtóni. Uppreisnarmenn bera a.m.k. jafn mikl ábyrgð á því sem hefur gerst, en þeim stóð til boða - fjöldi vægari leiða en að hefja vopnaða uppreisn. Ég er að tala um "friðsamlegar baráttuaðferðir." Allar þær sem hefðu verið miklu mun "minna áhættusamar" fyrir þeirra eigið fólk. Þetta er ekki "góður vs. vondur" þarna eru - - > tveir hópar róttæklinga að takast á. Og fólkið er á milli og auðvitað lýður mest. Megin munurinn er sá, að Úkraínumennirnir eru fleiri og því hafa "yfir höndina."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.8.2014 kl. 08:43
Sælir - enn sem fyrr !
Einar Björn !
Því miður - eru niðurstöður þínar / sem ályktanir: með öllu óviðunandi.
Mér finnst ekki síður - sem vanti frekari skírskotun þína til Miðaldasögu Rússlands og nágrennis: til freakri skýringa á hinni raunverulegu atburðarás - í okkar samtíma.
Alls ekki - illa meint ábending til þín / af minni hálfu.
Bendi þér á - orrustur Alexanders Nevský Hersis (Vojvods) af Novgorod á 13. öldinni t.d. / þegar hann atti kappi við lang frændur mína Mongóla í austri: þegar Þjóðverjar réðust að honum úr vestri: með Baltneskum ruzlara lýð frá Eistlandi og víðar að og hafa Þjóðverjar ALDREI getað fyrirgefið Rússum þá sneypu sem þeir urðu þar fyrir - æ síðan.
Alexander Hersir: sneri þá austanmenn sem og Þjóðverja liðið niður / með glæsilegri snerpu: sem kunnugt er.
Ég vildi bara - benda á þennan eina þátt / í blindu og undirliggjandi hatri Þjóðverja: til þorra Slavnesku þjóðanna - allar götur síðan - Einar minn.
Reikna með - að þú vandir betur til efnisöflunarinnar þessum málum viðvíkjandi:: því vel hefir þér oftlega tekist til upp / með ýmis önnur málefni.
Hinar sömu kveðjur - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2014 kl. 12:19
Mér finnst ekki gott hjá þér að nota orðalagið "baltneskur ruslaralýður." Þetta voru ekki "þjóðverjar" skv. nútímaskilningi - heldur bandalag "riddararíkis" sem þá var á svæði er síðar varð A-Prússland, og Litháena en þeir voru á þessum tíma og nk. 2-3 aldir öflugir aðilar. Ég held að það sé afar ólíklegt að óbeit aðila nái svo langt aftur - þó. Aftur á móti eftir að Moskvu ríkið reis upp á 16. öld og gerðist stórveldi undir Ívani mikla. Þá á 3-4. öldum, í fj. styrrjalda, sigruðu Rússar nær alla andstæðinga lögðu undir sig, Novgorod ríkið fyrst - síðan stóð lengi í átökum um Úkraínu milli sambandsríkis Póllands og Litháens, á endanum skiptu Rússar og Prússar Póllandi á milli sín á 18. öld - - eins og frægt var. Þegar síðar meir "þjóðernisstefna" fór að láta á sér kræla meðal þjóðanna - sem Rússar "drottnuðu yfir" er ekki sérdeilis undarlegt, að sú "þjóðernisstefna" beinist að "drottnunar þjóðinni" - eða hvað? Að Rússa hatur einkenni þjóðernissinnaðar hreyfingar í löndum þ.s. Rússar hafa ráðið yfir, og þ.s. enn er ótti til staðar - að Rússar geti beitt her sínum til að færa þær þjóðir aftur bak við rússn. landamæri. Þ.e. ekki síst "óttinn við Rússa" í þeim löndum sem "elur á hatrinu." Miðað við þá forsögu, að þessar þjóðir allar hafa um langa hríð, verið "óviljugar" að baki landamærum Rússa, er þessi ótti ekki endilega óskiljanlegur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.8.2014 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning