15.8.2014 | 22:35
Gagnkvæmar refsiaðgerðir Rússlands og Evrópu geta skapað nýja kreppu - enginn hagvöxtur á evrusvæði á 2. ársfjórðungi
Þessar tölur komu fram í vikunni: GDP stable in the euro area. Nú þegar leikar æsast í Úkraínu, spennan virðist aldrei meiri. Þá blasir við - óvæntur mældur samdráttur í Þýskalandi. Frakkland mælist í "kyrrstöðu." Og eins og áður hefur komið fram, er Ítalía einnig í samdrætti.
Þegar menn íhuga málið - - þá ætti það "kannski" ekki að koma á óvart, að áhrifin af "gagnkvæmum refsiaðgerðum" séu ef til vill, einna mest á Þýskaland.
En Þýskaland hefur mjög langa sögu samskipta við Rússland, gagnkvæm viðskipti hafa verið gríðarleg, og allt þar til Úkraínudeilan spatt upp - - vaxandi. Nú er það dæmi allt í hættu.
- Belgía...............0,1
- Tékkland...........0,0
- Þýskaland........-0,2
- Eistland............0,5
- Spánn...............0,6
- Frakkland..........0,0
- Ítalía...............-0,2
- Kýpur..............-0,3
- Lettland............1,0
- Litháen.............0,7
- Holland.............0,5
- Austurríki..........0,2
- Portúgal............0,6
- Finnland............0,1
Augljóslega - - ráða stóru hagkerfin mestu í þessu. Og Þýskaland vigtar mest, eðlilega.
- Þar sem það tekur, sennilega nokkra mánuði fyrir áhrif viðskiptaaðgerða gegn Rússlandi að skila sér í hagtölum.
- Þá erum við sennilega eingöngu að sjá, hin tiltölulega mildu áhrif - þeirra aðgerða er voru komnar fram; áður en aðgerðir voru hertar fyrir tiltölulega skömmu síðan - sem orsakaði síðan, hertar mótaðgerðir Rússa.
- Áhrifin af hinum hertu aðgerðum, og hertu gagnaðgerðum Rússa.
- Skila sér þá inn -- síðar.
Ég hef bent á þessa hættu áður, þ.s. að hagvöxtur í Evrópu "væri svo slakur" gætu gagnkvæmar refsiaðgerðir Rússa og Vesturvelda - - hugsanlega kallað fram nýja kreppu í Evrópu.
Mér virðist sá ótti vera á leiðinni - - að koma fram.
Hættan á verðhjöðnun mun auðvitað magnast
Óháðir hagfræðingar hafa bent á að evrusvæði - - sé bara eitt efnahagsáfall frá verðhjöðnun. Eins og sjá má skv. mynd að ofan, er sýnir - - > nýjustu verðbólgutölur. Þá þarf ekki "stóra niðursveiflu" til þess að "verðhjöðnun" geti hrjáð meir en helming aðildarlanda evru.
Nú heyrast ógnvænleg tíðindi frá Úkraínu - - sem benda til möguleikans á innrás, sem aldrei fyrr.
Hættan virðist frekar í þá átt, að samskipti Rússlands og Vesturvelda, versni frekar. Að enn bætist á "gagnkvæmar refsiaðgerðir" svo að líkur á frekara efnahagstjóni en orðið er, virðast meiri en minni.
Þá burtséð frá því viðbótar efnahagstjóni sem þegar er í pípunum, ekki enn komið inn í hagtölur, skv. nýlega hertum gagnkvæmum aðgerðum.
Niðurstaða
Það eru afleiðingarnar sem enn heyrist lítt rætt um, sem hliðarafurð Úkraínudeilunnar. En það er, ný efnahagskreppa - er virðist í farvatninu. En miðað við það, að hagtölur sýna evrusvæði "þegar í kyrrstöðu" skv. meðaltali hagtalna landanna, þá virðist líklegt að þegar áhrif hertra gagnkvæmra refsiaðgerða fer að gæta í hagtölum nk. haust. Þá færist evrusvæði yfir í - - milda kreppu.
Það gerir ekki ráð fyrir - - innrás.
En ef af henni verður, má vænta þess að samskiptin við Rússland, taki mjög stóra dýfu. Ásamt mjög verulega hertum gagnkvæmum refsiaðgerðum.
Reyndar virðist mér í þeirri sviðsmynd, geta skapast hætta á "orkukreppu í Evrópu."
Innrás gæti orðið staðreynd á næstu dögum.
Það þarf vart að taka fram, að í þeirri sviðsmynd - - yrði kreppa miklu mun dýpri. Áhrif á heimshagkerfið að sama skapi - - mun stærri.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning