14.8.2014 | 22:44
Spurning hvort að það er í gangi "sviðsetning" í tengslum við lest flutningabíla á leið til landamæra Úkraínu frá Moskvu
Ég velti þessu fyrir mér - vegna vísbendinga þess: Að um sé að ræða "hertrukka" sem hafa verið málaðir hvítir en að sögn blaðamanns sem ræddi við nokkra bílstjóra og fékk að skoða mátti sjá í gegnum hvíta lítinn á sumum bílanna í grænan lit sem er standard litur rússn. herflutningabíla og að auki sást í græna málningu inni í stjórnklefanum þ.s. skein í beran málm. Sumir bílanna virtust eingöngu hafa hvítar yfirbreiður. Að auki virðast bílstjórarnir vera "hermenn" annaðhvort nýverið hættir störfum eða fyrrum hermenn - aðspurðir neituðu þeir að gefa upp nafn vinnuveitanda síns. En á handlegg sumra mátti sjá tattoo merki rússn. herflokka.
- Það verður náttúrulega að hafa í huga, að Rússland er með verulegan fjölda hermanna í herstöðvum nærri landamærum Úkraínu.
- Það þíðir, að rússn. heryfirvöld reglulega senda lestir af flutningabílum, til þeirra herstöðva - með mat og aðrar vistir.
- Magnið sem er á bílunum, rúmlega 1.000 tonn, er ekki endilega úr takt við þ.s. búast má við - ef um væri að ræða eina af þeim bílalestum.
- Og innihaldslýsingin var ekki endilega heldur úr takt við það, þ.e. matvæli - tjöld - lyf o.s.frv - - fyrir utan "barnamatinn" sem einnig er sagður vera um borð.
Þegar þær upplýsingar liggja fyrir - - að þetta eru sennilega hertrukkar.
Að auki, bílstjórarnir séu sennilega á vegum hersins.
Síðan hefur sést til nokkurs fjölda farartækja greinilega á vegum hersins, í fylgd með bílalestinni - á palli eins sást "...two Ranzhir armoured command units..." sem í notkun starfa með loftvarnarkerfum gera þeim t.d. kleift að þekkja hervélar frá farþegavélum.
Það veit náttúrulega - - enginn utanaðkomandi hvort þ.e. raunverulega barnamatur um borð.
Fyrir utan að bílarnir eru hvítir - - lítur þetta út eins og "hver önnur herflutningalest" á leið með vistir.
Russian volunteers in beige drive aid convoy to Ukraine border
Ukraine, Russia Parry Over Russian Aid Convoy
Ég fullyrði ekki að þetta sé "blekking"
En mér virðist blasa við, í ljósi þess að rússn. heryfirvöld hljóta að vera mjög reglulega að senda vistir til herstöðvanna í grennd við landamæri Úkraínu.
Að slík "sviðsetning" sem ég bendi á sem möguleika, væri mjög - einföld og auðveld í framkvæmd.
Hún getur verið "opinberlega" bílalest með hjálpargögn - -nánast alla leið til landamæra Úkraínu. Ferð sem tekur nokkra 2-3 daga frá Moskvu.
Síðan þarf ekki mikið til þess að veita rússn. stjv. nægilegt "skjól" til að "senda hana ekki yfir landamærin" þ.e. lítið annað en að, Úkraínumenn neiti að hleypa henni yfir landamærin, nema að allt sé tekið út úr bílunum og vandlega yfirfarið af þeirra eigin fólki.
Og Rússarnir neiti að hreyft sé við innihaldinu - segjast ekki senda hana yfir, nema hún fái að fara ferða sinna, óáreitt.
- Þegar staðið hefur í stappi um það atriði í nokkra daga, þá sé opinberlega - ferðinni aflýst.
- Úkraínustjórn kennt um, sögð hafa hindrað flutninga á hjálpargögnum.
Síðan séu gögnin flutt til þeirrar herstöðvar - sem þau áttu raunverulega að fara til.
Pæling!
Skv. þessu, væri Alþjóða Rauði Krossinn, hafður að fífli. En skv. talsmanni hans á Íslandi, sé þörf fyrir þessi gögn í borginni Luhansk.
Niðurstaða
Ég skal ekki fullyrða að rússn. stjv. séu þetta svakalega kaldhæðin, að setja slíkt á svið. Ég set þetta fram, sem möguleika. Blaðamenn sem fengu að skoða inn í bíla, sáu mat og tjöld t.d. dósamat. Þeir skoðuðu ekki inn í alla bílana. Svo þ.e. ekki unnt að fullyrða, að ekki sé til staðar 62 tonn af barnamat. Þó enginn barnamatur hafi verið í þeim bílum sem blaðamenn fengu að kíkja inn í.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heirðu Einar, að trúa svona vitleysu er nú bara gagg gagg. Ekki svo að skilja, að það sé ólíklegt að Rússar geti átt það til að senda einhver hergögn til aðstoðar, en til hvers í andskotanum ættu þeir að fela það. Mjög líklega eru þetta gögn, sem herinn hefur átt ... sem ætluðu að senda. Að það finnist einhverjir sem kanski vilja smygla einhverju með, er ekkert ólíklegt.
En Einar, vinur ... herafli Rússlands er það sterkur, að ef þeir ætluðu sér að taka Ukraínu, þá myndu þeir bara vaða inn. Og vangefnir asnar í Evrópu, hafa nákvæmlega ekkert um það að segja. Ef í harðbakkan slæi, væri einfalt fyrir Rússa að beina kjarnavopnum sínum að Rassinum á þér, og spyrja þig hvort vildir eina ... í þessu máli, er ekkert sem gæti ógnað Rússum í þessu máli. Ekki einu sinni Bandaríkin. Bandaríkin eru að heyja stríð á fleiri en einum stað, og hef þeir byrjuðu eitt stríðið enn við Rússsa ... opið, myndu þeir ekki bara bíða ósigur. Heldur myndu veldi þeirra líða undir lok ... ekkert ríki, getur háð stríð á mörgum vígstöðvum. Það var þessi fávitaháttur Hitlers, sem gerði það að verkum að þeir töpuðu.
Þú ert svo blindur, í hatri þínu á Rússum að þú sérð ekki myndina í heild sinni. Rússar eru fantar, hafa alltaf verið ... kaninn og evrópu búar, eru engir minni fantar. Miljónir þjóðverja voru myrtir, eftir stríðið .... eitthvað sem ekki einu sinni má tala um. Ekki græt ég þá, sem slíka, því það virðist vera frekar "skárra" í Evrópu án þeirra ... en það breitir ekki staðreyndum, Einar.
Í kosovo, var minnihlutanum "Albönum" hjálpað við að reka út Serba, og taka af þeim landið.
Í Ukrainu, er stjórnvöldum hjálpað við að murka lífið úr uppreisnarmönnum.
Hér notar þú tvær mælistikur. Eina fyrir "góðu strákana", og eina fyrir "rússa bjánana". Einar, það eru ekki einu sinni fréttir hér á vesturlöndum um afdrif fólksins í uppreisnarhéruðunum. Það er ekki einu sinni talað um flóttafólkið, sem fyllir Rússland.
Ertu virkilega svo einfaldur, að þú heldur að þetta hafi ekki afleiðingar. Svona tvískinnungsháttur. Ef maður er að "aðstoða", þá notar maður eina mælistiku ... ekki eina fyrir "vini" og hina fyrir "ekki vini". Sem dæmi, má nefna Ísland og Kínverjann sem vildi kaupa land. Samkvæmt Íslenskum lögum, má erlendur ríkisborgari ekki eiga land á Íslandi. En Íslenska ríkisstjórnin er með eina mælistiku fyrir "vini", svo að ef einhver kani vill kaupa. Þá er honum veitt undanþága ... sem eru landráð. Ef hann er "gyðingur", þá er hann líka vinur ... aðallega vinur "kanans", en "vinur". Svo hann fær líka undanþágu ... sem eru landráð. Ísland og Íslendingar hafa ekki gert gyðingum, eitt eða neitt nema í hugarfóstri klikkaðra einstaklinga. En, ef kaupandinn er Kínverji ... þá má ekki selja. Hann er ekki í "vina" hópnum. Þetta er svona svipað hugarfar, eins og þegar bankarnir voru einkavæddir. "vinir" og "vandamenn" fengu nýjan banka í Jólagjöf. Eða þegar hrunið átti sér stað ... skuldirnar voru settar á herðar almenningi. "vinir" og "vandamenn" fengu verðbréfaskuldir sínar, afskrifaðar.
Þetta kallast "mafíu" lausn, og corruption á fínni ensku.
Til dæmis, Putin ... Bandaríkjamenn, vitandi að rússneska mafían geimir fé í bönkum á kýpur. Sendi þangað FBI inn í bankana, sem "frystu" eigur þeirra. Hvað heldur þú að FBI hafi að gera í bönkum á kýpur. Er kýpur ekki "sjálfstætt" land, eins og þú sjálfur orðaði það ... en ástæða þess, að Putin gerir ekkert. Er vegna þrýstings frá "mafíunni" í Rússlandi. Bann Rússa við Evrópskum vörum, er nánast hjákátlegt.
Heldur þú, að þessu ljúki hér ... Evrópa á kúpunni, á ekki bót fyrir rassgatið á sér. Ísland á hausnum, fólkið getur ekki borgað af íbúðum sínum ...
Einar, það er till tvenns konar "friður" í heiminum. Annars vegar, mun annar aðillinn "eyða" óvinum sínum. Þannig að þeir geti ekki risið upp, og eru bara einstaklingar sem síðan eru "kriminaliseraðir" í þjóðfélaginu. Þetta hefur tíðkast í gegnum aldirnar, um allan heim.
Hins vegar, er svokallað "razors edge" ... þar sem báðir aðilar halda hinum undan (mutual exclusion). Þetta er hugmyndin á bak við "democracy", sem er grískt fyrirbrigði. Á sögu sína að rekja til grikklands ... og þeirrar staðreyndar að grikkland voru mörg ríki, í bandalagi. Hafðu á bak við eyrað, að endalok grikklands, er sameining þess.
A Republic, er ríki þar sem "sterkari" hlutinn ræður. Það skiptir engu, Einar, hvort sterkari hópurinn sé meirihlutinn eða bara "sterkari" í valda skilningi. Friðurinn sem myndast af slíku, þýðir að það finnast minnihluta hópar, eins og Rómanir, í Evrópu. Sem er illa farið með, á bak við tjöldin. Sem síðan skýtur um upplýsingar um, áratugum síðar.
Ég, vil hafa frið sem byggist á jafnvægi ... jafnvel, þó slíkur friður sé valtur og balanseri á "razors edge".
Ég, vil gríska fyrirmynd ... ekki rómverska.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.8.2014 kl. 08:38
Sæll Einar Björn
Eru þetta ekki allt saman hlutlausir 'blaðamenn' þarna á New York Times og Financial Times eða þetta lið sem þú fjallar um og fékk 'að skoða inn í bíla'?
Í öllum þessum kaldastríðsáróðri eigum við þá ekki alltaf að kaup allt frá New York Times og Financial Times og svona líka algjörlega núna án einhverja áreiðanlegar sannana?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.8.2014 kl. 08:56
Þetta er nú frekar "kjánaleg athugasemd" Bjarne.
Punkturinn er að sjálfsögðu sá, að við hér heima - getum ekki vitað "hið sanna í málinu" þ.e. hið minnsta möguleiki, að rússn. stjv. séu með sjónarspil.
En maður á aldrei að "reikna með því" að stjv. sem eiga í átökum við annað stjv. þó það séu ekki bein stríðsátök - - séu augljóslega að segja sannleikann.
Að sjálfsögðu gildir það fyrir stj. Úkraínu einnig.
Þú þarft ekki að "vera þetta mikið móðgaður yfir því" að ég íhuga möguleika þess, að rússn. stjv. séu - ekki að fara með satt mál.
Þetta er þ.s. ég sagði á Eyjunni um málið:
Ásakanir um "hatur" eru að sjálfsögðu - - fáránlegar.
Varðandi hugsanleg stríðsátök milli NATO og Rússl., með þátttöku Bandar.
Ég sé ekki af hverju, það bendi e-h til þess, að Bandar. mundu ekki vinna frekar auðveldan sigur á Rússlandi, ef það mundi hefja "allsherjar stríð gegn NATO."
Mundi það ná nokkrum landsvæðum, að sjálfögðu Úkraínu - örugglega Eystrasalt löndum, kannski einnig Póllandi - Ungverjalandi og Tékklandi, að stórum hluta jafnvel öllum.
Rússar yrðu í síðasta lagi, stöðvaðir eftir það. Síðan mundu standa harðar orustur, er mundu sennilega fara með þeum hætti - - að Rússar yrðu að hefja sína löngu vegferð til baka, hraktir skref fyrir skref frá einni vígsstöðunni til þeirrar næstu.
Það gæti hugsanlega tekið rúmt ár fyrir heri NATO, að hrekja lið Rússa til baka. Síðan mundi koma að sókn inn í Rússland sjálft.
Þó tæknilega getir Rússar beint kjarnavopnum. Þá á ég ekki von á því að Rússar mundi beita þeim - það væri unnt að sækja langleiðina að Moskvu. Jafnvel umkringja, en sennilega ekki skynsamlegt að "hefja innreið."
Síðan væri unnt að semja um endalok stríðsins. Í tengslum við þetta, í kjölfar "hruns rússn. hersins" mundi sennilega fj. þjóða sem nú búa með Rússum - - lísa sig sjálfstæðar. Og NATO mundi sennilega "viðurkenna þeirra sjálfstæði" Rússl. mundi sennilega minnka um ca. 1/3 - - við þetta.
Rússl. mundi aldrei ná þeim löndum - aftur. Það yrði aldrei aftur - - rússn. heimsveldi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.8.2014 kl. 15:43
Þorsteinn, ég sé enga ástæðu til að efast um sannleiksgildi frásagnar fréttamanna FT. Á hinn bóginn, fengu þeir einungis að skoða nokkra vörubila. Þ.s. þeir sáu, einungis gildir um þá bíla - sem þeir fengu að sjá í.
Um þá bíla sem þeir fengu ekki að kikja inn í, gildir að sjálfsögðu - óvissa. Þeir geta ekki vitað "hvað er í þeim bílum" og að sjálfsögðu ekki heldur "hvað er ekki."
Að sjálfsögðu er rannsókn þeirra engin sönnun - - en þ.e. a.m.k. áhugavert að það sé rússn. herinn, sem sé að "skipuleggja þessa bílalest."
Hvað það akkúrat þíðir - veit enginn á þessari stundu. Að þetta sé í reynd birgðalest, ekki með hjálpargögn - er einungis einn möguleiki í þeirri stöðu.
Það er ekki unnt að útiloka, skv. þessum gögnum, að rússn. herinn sé raunverulega að skipuleggja, aðstoð við flóttamenn.
Þetta mun allt koma í ljós á nk. dögum. Hvað er hið sanna í því máli.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.8.2014 kl. 15:47
Eins og oft áður vikur þú örlítið út af sannleikanum til að geta búið til svolítið drama.
"Um þá bíla sem þeir fengu ekki að kikja inn í, gildir að sjálfsögðu - óvissa. Þeir geta ekki vitað "hvað er í þeim bílum" og að sjálfsögðu ekki heldur "hvað er ekki."
Hið rétta er að þeir gátu kíkt inn í hvaða bíl sem er ,en gerðu það ekki af því að bílarnir eru 280.
Það er næstum öruggt að bílarnir eru í eigu rússneska hersins,enda örugglega illmögulegt að útvega 280 bíla sem má mála hvíta og senda inn á ófriðarsvæði frá einkaaðilum.
Einfaldasta skýringin er best eins og alltaf.
Rússar eru að senda ættingjum sínum hjálpargögn,hverja nasistar eru að myrða þessa dagana.
Borgþór Jónsson, 15.8.2014 kl. 21:21
Boggi, enn einu sinni "endurtekur þú nasistabullið" sem er alltaf jafn kjánalega áróðurskennt - - ég er sammála því að einfaldasta skýringin sé best.
En sú er ekki endilega - - að þetta sé sending með hjálpargögn.
Hin skýringin að herinn sé að senda vistir til eigin liðsmanna við landamæri Úkraínu - - er einnig einföld. Virkar þannig alveg jafn vel.
Á þessari stundu - - get ég ekki valið á milli, hvor mér finnst líklegri.
Það má vera að þeir hafi valið bíla af handahófi, þ.e. alveg hugsanlegt að barnamatur sé í einhverjum öðrum bílum. Á hinn bóginn, bendi ég á - - að þ.s. þeir fundu, sbr. dósamat - lyf - tjöld og viðlegubúnað.
Er ekki endilega í ósamræmi við innrásarsviðsmynd, að þetta sé bílalest á leið til liðsmanna Rússa við landamærin. Enda ef innrás er fyrirhuguð, þá þarf einmitt tjöld og viðlegubúnað, einnig mat og lyf.
Þess vegna treysti ég mér ekki að ákveða hvor skýringin sé líklegri.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.8.2014 kl. 22:45
Matur lyf og viðleguútbúnaður er einmitt eitthvað sem ég mundi hugleiða að senda fólki sem situr á viðavangi,rafmagns og gaslaust og hefur ekki fengið að éta lengi.
Lyf og sáraumbúðir eru líka æskileg fyrir fólk sem er búið að skjóta,ef það drepst ekki.
Þetta eru bara hrein Kremlarfræði hjá þér ,enda ekkert sem bendir til að rússar hyggist ráðast á Úkrainu.
Þetta með nasistana hef ég frá evrópuþinginu.
Borgþór Jónsson, 15.8.2014 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning