10.8.2014 | 23:48
Recep Tayyip Erdogan ætlar greinilega að halda áfram að stjórna Tyrklandi, með því að gera embætti forseta að meginvaldaembætti landsins
Skv. stjórnarskrá Tyrklands getur ekki sami maður verið forsætisráðherra lengur en 3-kjörtímabil. Lausn Erdogans virðist vera - að verða forseti landsins. Stjórna landinu áfram sem forseti þess. Umbreyta embætti forseta í megin valdaembætti landsins.
Til þess þarf stjórnarskrárbreytingu - - sem hann á örugglega eftir að ná í gegn.
Það er öruggt, að stjórnarandstaðan mun berjast um hæl og hnakka gegn þeirri breytingu, en hingað til hefur Erdogan unnið allar sínar rimmur við sína andstæðinga, bæði innan flokks sem utan.
Erdogan vows reconciliation after Turkish presidential win
Turkeys Premier Is Proclaimed Winner of Presidential Election
Pútin vs. Erdogan
Skemmtilegt að bera aðfarir Erdogan við þá aðferð Pútíns, að taka að sér að vera forsætisráðherra Rússlands í kjörtímabil, til að komast framhjá stjórnarskrárákvæði - er takmarkaði rétt hans til setu í flr. kjörtímabil sem forseti en - - 2 í senn.
Þ.e. áhugaverð spurning hvort að Erdogan getur "tæknilega orðið forsætisráðherra Tyrklands síðar"?
Eins og Pútín - - hefur Erdogan staðið fyrir "efnahagsuppbyggingu" en á hinn bóginn, er ég reyndar á því, að uppbygging Erdogans sé verulega merkilegri en uppbygging Pútíns.
En málið með Tyrkland, er að það land undir Erdogan er í hraðri "tæknivæðingu" og "iðnvæðingu" - - meðan að uppbygging Rússlands snýst að stærstum hluta enn um, olíu og gas.
Tyrkland er með öðrum orðum, hraðbyri á leiðinni að verða - - raunverulegt efnahagsveldi.
Það sem þó er "merkilegast" við efnahagsþróun Tyrklands - - er að hún hefur náð til svæða í A-Tyrklandi er áður voru bláfátæk.
Þetta er stóra breytingin sennilega undir Erdogan, þ.e. efnahagsþróun A-Tyrklands, svæði sem áður voru nær alfarið afskipt.
Á þessum svæðum, ræður AK flokkur Erdogan að sjálfsögðu lögum og lofum, hans fylgi sé algerlega traust á þeim slóðum.
Meðan að V-hluti Tyrklands, og svæðin sem tilheyra Evrópuhluta Tyrklands, þau svæði er höfðu fengið nokkra efnahagsþróun áður en AK flokkur Erdogan komst til valda - - á þeim svæðum hafa andstæðingar hans, traust fylgi.
- Þ.e. eiginlega þessi "empowerment" A-svæðanna, sem hefur gert Erdogan að því kosningaveldi sem hann er.
- Að einhverju leiti, má líkja þessu við þróun mála í "Tælandi" þ.s. flokkur Thaksin Shinawatra komst til valda 2001, og sá flokkur sá það tækifæri sem fólst í "fátæka fólkinu í landinu" og henti pening í "þróun fátækari svæðanna" og "uppskar í staðinn traust atkvæði íbúa þeirra svæða er áður höfðu verið afskipt."
- Í Tælandi hefur það sama gerst fyrir bragðið, að flokkar tengdir Taxin vinna "alltaf" kosningar. Eins og Erdogan "vinnur alltaf kosningar."
- En ólíkt Erdogan, hafa flokkar Taxin - - ekki tekist að brjóta völd andstæðinga sinna innan stjórnkerfis landsins, á bak aftur.
Ítrekað hefur stjórnum Taxin Shinawatra, síðan stjórn systur hans, verið bylt af hernum.
En Erdogan hefur aftur á móti, tekist að "draga vígtennurnar í hernum í Tyrklandi."
Og í reynd, núlla her landsins, sem valdatæki "andstæðinga" hans.
-------------------------------
Ég hef stundum velt fyrir mér, hvað hefði gerst í Tælandi ef Taxin hefði tekist að brjóta valdakerfi andstæðinga sinna á bak aftur, en þeim hefur hingað til ávalt tekist að beita her Tælands fyrir sig - - fyrir rest.
En þá sennilega hefði Tæland statt og stöðug síðan 2001 haft einn flokk við völd. Og andstæðingar hans, væru - eins og andstæðingar Erdogan virðast í dag vera, nánast "valdalausir."
Það hafa fáar fréttir komið frá Tælandi síðan herinn þar rændi völdum. Hann virðist einfaldlega stjórna landinu, og viðhafa dæmigert "lögregluríkis fyrirkomulag."
En afar litlar líkur virðast lengur vera á því, að svipað geti farið fyrir Erdogan. Eins og þessi kosning sýnir - - eina ferðina enn. Þá eiga andstæðingar hans, að því er best verður séð, nánast enga möguleika í beinni kosningu gegn Erdogan.
Niðurstaða
Það verður forvitnilegt að fylgjast áfram með metnaði Erdogan fyrir hönd Tyrklands. En það virðist að hann hafi notið "atkvæða" tyrkneskra Kúrda í þetta sinn. Það virðist stefna í einhverskonar samkomulag milli Erdogan og Kúrda innan Tyrklands. Ef það þíðir að átök Tyrklands við Kúrda hætta.
Þá gæti það haft áhugaverða þýðingu fyrir t.d. Kúrda í Írak og Sýrlandi.
En áhugaverð staðreynd er sú, að íraskir Kúrdar eru að "selja olíu í gegnum Tyrkland."
Sem gæti ekki gerst, án vilja Erdogans. Allra síðustu daga, hafa Bandar. verið að varpa sprengjum á sveitir hreyfingarinnar "Islamic State" innan Íraks - til að styðja við vígstöðu Kúrda þar í baráttu við sveitir IS.
Mig grunar, að Obama sé nánast að bíða eftir niðurstöðunni í Tyrklandi, svo hann geti samið við Erdogan - - um að "taka Kúrdistan að sér."
Það getur einmitt vel verið, að Erdogan ætli - - að gera Kúrdistan að nokkurs konar "leppríki Tyrklands." Þannig að það verði háð algerlega stuðningi Tyrkja hernaðarlega sem og efnahagslega.
Og það getur verið, að stjórn Obama sé búin að ganga frá þessu, "óformlega við Erdogan" en það verði síðan "formlega handsalað" eftir að ljóst er að Erdogan er öruggur í sessi áfram í Tyrklandi nk. ár.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 11.8.2014 kl. 09:36 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 863659
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning