Það virðist enginn vita - af hverju Ísland er ekki á refsiaðgerðalista Rússlandsstjórnar

Fyrsta kenningin var sú, að Ísland hafi ekki fram að þessu tekið þátt í aðgerðum Vesturvelda gegn Rússlandi. En samkvæmt fréttum RÚV virðist alls ekki svo - að Ísland hafi hingað til, sleppt slíkri þátttöku:

Ísland tekur þátt í viðskiptaaðgerðum ESB

"...þrátt fyrir yfirlýstan stuðning Íslands við Úkraínu og þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum gegn Rússum í mars á þessu ári."

Auk Íslands - virðast Lichtenstein og Sviss ekki heldur vera á lista rússneskra stjórnvalda, yfir lönd sem fá á sig, viðskiptabannaðgerðir rússneskra stjórnvalda.

Ég sé í sjálfu sér - ekkert augljóslega sameiginlegt með þessum 3-löndum, annað en að þau eru ekki meðlimir í ESB.

Á hinn bóginn, er Noregur á viðskiptabannslista Rússlandsstjórnar, svo þ.e. ekki tenging við það að vera "ekki meðlimur að ESB."

Ísland er meðlimur í NATO, meðan að Sviss er það ekki.

  • Heyrt hef ég þá kenningu, að rússneskir aðilar vilji áfram getað "nálgast vestrænar -bannvörur-" og einhver áform séu um það, að nota löndin utan bannsins til þess.

Það er að sjálfsögðu - - óstaðfest.

  • Tæknilega getur Ísland orðið slík "bakdyraleið" fyrir vestrænar vörur til Rússlands. 
  • Ástand sem Ísland gæti grætt á.
Má velta fyrir sér hvort að aðilum innan Rússlands dettur í hug að Ísland sé "meðfærilegri staður" en eitthvert annað hugsanlegt land. Þetta eru auðvitað einungis - vangaveltur.
  • Fram kemur í frétt RÚV, að Ísland hyggst taka þátt í nýjum viðskiptabanns aðgerðum Vesturvelda.

Það verður að segja eins og er - - að engin augljós skýring þess að Ísland er ekki á bannlista rússneskra stjórnvalda, blasir við.

Það getur auðvitað vel verið, að Ísland fari á þann lista - síðar.

 

Niðurstaða

Ef einhver hefur góða kenningu um það - af hverju Ísland er ekki undir viðskiptabanni Rússlands. Má sá eða sú láta í sér heyra. Aðspurt hafði sendiráð Rússlands enga minnstu hugmynd. Sagði þetta "ákvörðun rússneskra stjórnvalda." Ég sé í sjálfu sér enga sérstaka ástæðu þess, að háttsettum aðilum innan Rússlands sé hlýrra til Íslands en t.d. "annarra Norðurlanda." 

Þetta virðist með öðrum orðum vera - ráðgáta.

Og hún mun dýpka ef Ísland lendir ekki á þeim bannlista - seinna meir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sendiráð Rússlands myndi aldrei fara að fabúlera með undarlega ákvörðun stjórnvalda í heimalandi sínu, Jafnvel þótt þá grunaði það. Úkraína og Ísland eru bæði “kantlönd” Evrópu í austri og vestri og glíma bæði við ásókn ESB.og taglhnýtinga þeirra heima fyrir. Pútin er ekkert um útþennslu tilburði ESB. og í ljósi sögunnar stafar Rússlandi ógn af kjarnaríkjum ESB. Eigum við ekki að geta okkur til að hann fylgist með pólitíkinni á Íslandi og viti nákvæmlega að sú stjórn sem situr núna,var kosin með miklum meirihluta þeirra sem alls ekki vilja í ESbéið. Hann veit hvernig Esb vinnur og gæti svo vel hugsað sér að gera þeim erfitt fyrir að ná Íslandi inn. Ráðamenn Evrópu vita mæta vel að BNA er ekki lengur okkar helsti bandamaður,svo afhverju ekki þeir?

Helga Kristjánsdóttir, 10.8.2014 kl. 02:57

2 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Að mínu mati felst lausn "ráðgátunnar" í því að þrátt fyrir að Norðmenn séu ekki í ESB, frekar en Ísland, Sviss og Lichtenstein, þá hefur smáríkið Noregur bægslast í gegnum tíðina með stórveldisdrauma í maganum á hafinu, ekki aðeins gagnvart örríkinu Íslandi sbr. deiluna um Jan Mayen og Makrílinn, heldur einnig gagnvart stórveldinu Rússlandi sem oftar en ekki hefur reynt mjög á langlundargeð rússneskra ráðamanna. Með hliðsjón af sögunni hefur Pútin skiljanlega ekki geð til að láta Norðmenn sleppa þrátt fyrir að þeir séu saklausir af því að vera í ESB. En ugglaust kemur fleira til.

Daníel Sigurðsson, 10.8.2014 kl. 03:24

3 identicon

Ísland á, að hafa vit á því, að fylkja sér í fylkingu með Liechtenstein og Sviss.  En svarið við spurningunni, er að öllum líkindum Kína ... og viðskiptasamningur Íslands við Kínverja.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.8.2014 kl. 11:06

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Viðskiptasamningur Kína segirðu - - það skildi aldrei vera að Kína sé alvara með framtíðarhöfn hérna, og vilji hafa Evr.hl. Rússlands opið fyrir varningi sem væri settur á hlað hérna.

Ég man að Norðmenn og Rússar hafa oft deilt um fiskveiðar og lögsögumörk, sem og um aðra auðlyndanýtingu á hafi á mörkum umráðasvæða landanna. Ekki gott að segja hvað ræður.

Þ.e. sjálfsagt hugsanlegt að eins og í fyrri átökum Kaldastríðsins, t.d. þegar Ísl. var upp á kannt við Breta, gæli Rússar við þann draum - að Ísl. halli sér að þeim - hugsanlega. Staðsetning Ísl. gerir það enn að hugsanlegri flotahöfn er væri hverjum þeim er væri upp á kannt v. Vesturveldi gagnleg.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.8.2014 kl. 11:51

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það segir ákveðna sögu um þá íslendinga, að þeir hafa spekúlarað sem svo: Eru Nojarar á listanum? Eða SvissÐ Eða Bandaríkin og Þýskaland o.s.frv.

Eigi hefur íslendingum hugkvæmst að spyrja sig: Eru Færeyjar á listanum?

Málið er að fyrir helgi var það óvíst hvort Færeyjar væru á listanum. (en Færeyjar hafa líka, eins og ísland, verið að beina augum sínum á Russlands-markað undanfarin misseri).

Færeyingar voru að reyna að finna það út eða fá staðfest af eða á fyrir helgi hvort þeir væru á listanum eða ekki. Virkar við fyrstu sýn - svipuð staða og Ísland er í gagnvart þessum lista.

,,Tað er framvegis óvist, um bannið fer at raka Føroyar, og tí verður bíðað í stórum spenningi eftir boðum úr Tinganesi.

Vinnan heldur ondini, tí enn er óvist, um russiska innflutningsbannið eisini fer at taka Føroyar."

http://kvf.fo/greinar/2014/08/08/innflutningsbann-vinnan-heldur-ondini

Þetta lítur soldið út sem rússar telji Ísland og Færeyjar svo ómerkilegt dæmi að ekki hafi tekið því að setja formlega á lista heldur ætli þeir að bíða með það og sjá hvort þeir verði ekki þægir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.8.2014 kl. 12:12

6 identicon

Einar, ég tel það alveg öruggt.

Það verður uppi þit í Bandaríkjunum, þegar Kínversk skip fara að sigla um Atlantshafið.  Því að á eftir þeim, koma Kínversk herskip ... en kafbátar þeirra, eru hér þegar.  Flugmóðurskipið þeirra, er komið í notkun.  Þeir hafa nú byggt kjarnaflaugar, sem ná Bandaríkjunum, beint frá Kína.  Kína er þegar með fleiri flugmóðurskip, í smíðum.  Kínverjar hafa nú möguleika á því, að flytja her sinn ... hvar sem er í heiminum á skömmum tíma.

Án flugmóðurskipa, eru landvinningar ómögulegir í nútíma þjóðfélagi.  Þess vegna, hefur þú rangt fyrir þér, í sambandi við Rússland.  Þeir seldu þetta gamla flugmóðurskip, sem Sovét byggði, til Kína.  Með þessu, hafa Rússar sýnt, að þeir hafa enginn "heimsvalda" áform.  En Kínverjar, sýna að þeir hafi slík ... með byggingu fleiri flugmóðurskipa, ásamt intercontinental ballistic missile.  Þegar bandaríkjamenn tóku upp á því að byggja "stealth" skip, tók Kínverskur aðmíráll svo til mála ... að það skipti engu máli, þeir myndu sökkva því með armada af skipum, á sama hátt og bretar sökktu bismarck.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.8.2014 kl. 13:13

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne - "Án flugmóðurskipa, eru landvinningar ómögulegir í nútíma þjóðfélagi."

Þetta er ekki alveg rétt hjá þér.

Þó þú eigir ekki flugmóðurskip, þá getur þú samt beitt landvinningastefnu að löndum - -

  1. Sem eiga landamæri að þínu landi.
  2. Sem eru á sama meginlandi og þitt land.

Þú getur t.d. tæknilega, stefnt að því - að leggja undir þig allt það meginland þangað sem herir þínir geta farið, án þess að "þurfa að fara yfir haf."

En án flugmóðurskipa, getur þó ekki ógnað löndum - - ef haf er á milli.

-------------------------------------

Land sem ekki hefur flugmóðurskip - - hefur þá ekki "hnattræna -power projection.- 

Rússland er í dag talið vera "svæðisbundið veldi" - þ.e. hafa "svæðisbundna" -power projection.-

Án flugmóðurskipa - getur það "einungis ógnað löndum" á sama meginlandi og Rússland er staðsett, þ.e. Evrasíu.

Það þíðir auðvitað, að tæknilega getur Rússland ógnað töluverðum slatta af öðrum löndum - - meðan að lönd sem eru í öðrum heimsálfum þaðan sem yfir haf er að fara, þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur.

Ég tek sannarlega undir að Kína hefur metnað til "hnattrænna áhrifa" og "er samþykkur því að uppbygging flotaveldis þeirra sé sterk vísbending þess."

Ég er viss að það er rétt, að Kína er að smíða a.m.k. 3-viðbótar stór flugmóðurskip. Ég tel að Kína - ætli að ráðast að Tævan sennilega innan nk. 20 ára. En þ.e. rökrétt, þ.s. einungis Tævan er nægilega stór eyja til þess að þar sé unnt að staðsetja nægan flugher, til að verja með nægilega traustum hætti. Opna lænu fyrir þeirra flota, inn á Kyrrahafið - - í gegnum eyjamúrinn fyrir framan strendur Kína.

Kína er að sjálfsögðu - framtíðar ógn v. Bandar. Á hinn bóginn, er ég handviss að Bandar. munu bregðast við með nákvæmlega sama hætti, og Bretar brugðust við flotauppbyggingu þýska keisaradæmisins eftir 1896.

Þ.e. með því, að stækka sinn flota enn meir.

  • Mig grunar að Kanar setji hér aftur upp herstöð, ef Kína setur hér upp stóra höfn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.8.2014 kl. 22:51

8 Smámynd: Snorri Hansson

Það kemur þannig út hjá frétta fólki, að Íslendingar séu í áfalli vegna þess að innflutningsbann Rússa er á matvörum  frá ESB, USA og Noregi  . En ekki Íslandi

Eigum við ekki frekar að gleðjast og reyna að gera góðan bisness.

Eða eigum við að hreyta ónotum í Rússa eins og aðrir til að ná banni líka ??  

Snorri Hansson, 11.8.2014 kl. 02:01

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sjálfsagt allt í lagi að gera bissness, á hinn bóginn veit maður ekki hvort þetta er með þessum hætti til lengdar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.8.2014 kl. 09:38

10 Smámynd: Borgþór Jónsson

Svo þetta sé nú á hreinu.

Samkvæmt lögum nr 95 2008 eru þvingunaraðgerðir settar á með reglugerð

17 mars er sett reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi í framhaldi af umræðu í utanríkismálanefnd.

Þessar aðgerðir tilheyra fyrstu bylgju refsiaðgerða esb

Síðan þá hafa tvær bylgjur refsiaðgerða verið samþykktar í ESB,en Ísland hefur staðfest hvoruga þeirra.

Noregur hefur staðfest tvær fyrstu bylgjurnar og fyrir þinginu liggur frumvarp um staðfestingu á hinni þriðju.

Ólókt Íslandi virðist þurfa leyfi norska þingsins til að hefja ófrið við aðrar þjóðir.Hér virðist bara þurfa einn mann til að segja öðru landi stríð á hendur.

Eins og við vitum var það þriðja bylgja refsiaðgerða sem hratt á stað viðbrögðum rússa ,en eins og fyrr segir höfðu íslendingar ekki aðhafst neitt til að innleiða hana og ekki heldur aðra bylgju.

Þarna liggur sennilega hundurinn grafinn.

Við verðum að taka með í reikninginn að Rússland er í dag siðað samfélag sem fer ekki með ófriði gegn þjóðum að fyrra bragði.

Ekki verður séð á fundargerðum utanríkismálanefndar eða vef utanríkisráðuneytis að neitt sé í bígerð í þessum efnum.

Það má þó teljast líklegt í ljósi umræðunnar að Gunnar Bragi taki sig á og geri gangskör að þessu.

Þá verðum við komin í stríð við rússa með tilheyrandi tjóni til að friða hina stríðsglöðu. Vel gert.

Borgþór Jónsson, 12.8.2014 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband