6.8.2014 | 23:48
Ítalía aftur í efnahagskreppu - 14 tínd ár, hvað verða þau mörg?
Það kom fram á Financial Times vefnum, að Ítalía sé ca. statt þar í dag, efnahagslega séð, þ.s. Ítalía var fyrir 14 árum síðan - - "From 2000 until the peak, real GDP grew only 1.3 per cent a year and, since then, has shrunk 1.3 per cent a year taking the economy back down to the size it was 14 years ago." - - og nú í ljósi þess að landið er aftur komið í kreppu, eftir að hafa mælst með smávegis hagvöxt síðasta ársfjórðung 2013. Þá standa spjótin á Mattheo Renzi forsætisráðherra!
Italy's economy slides back into recession
Renzi under pressure as Italy falls back into recession
Renzis economic strategy questioned as GDP shrinks
Hann hefur gefið sig út fyrir að vera maðurinn sem tekur til hendinni, talað digurbarkalega um þörfina á breytingum, og sannarlega hefur hann breytt einu - - þ.e. ítalska þinginu. Eða nánar tiltekið, efri deild.
- Efnahagsumbætur - - hafa látið á sér standa fram að þessu.
- Eina efnahagsaðgerðin sem heyrst hefur um fram að þessu - - er launahækkun til lágtekjufólks, sem gildir bara þetta ár, þ.e. 80. En skv. frétt, sé það ekki að mælast í neyslu.
- Fólkið sitji á þeim aurum vegna efnahagslegrar óvissu.
Fram að þessu virðist ekki hafa verið kynnt til sögunnar, nein sérstök - - ný efnahagsstefna.
Og varðandi spurninguna um halla á ríkissjóði, þá heldur efnahagsráðherra því fram, að engar nýjar sparnaðarráðstafanir þurfi til - - þó svo að miðað við fyrstu 6 mánuðir ársins sýni samdrátt virðist ekki sérlega líklegt; að áætlaður hagvöxtur ársins upp á 0,8% komi til að sjást.
Í reynd þarf Ítalía hagvöxt á seinni parti, til þess eins að standa á sléttu.
Þannig að heildarútkoma ársins sé "0."
Miðað við það að meðalvöxtur á Ítalíu árin 2000-2007 var 1,3%. Þá virðist afar ólíklegt að seinni partur árs geti sýnt þannig vöxt að dugi til þess að heildartalan fyrir árið verði 0,8%.
- En vandi Renzi er sá, að hann tók yfir þá ríkisstjórn er var fyrir, sem reyndist ófær um ákvarðanatöku undir Enrico Letta.
- En spurning hvort að það sé ekki að koma í ljós, að Mattheo Renzi, ráði ekkert betur við stjórn, samsetta út flokkum til hægri og vinstri - - sem áður voru ekki séu sammála um megindrætti stefnunnar, og eru ef til vill það ekki enn.
Það geti hafa hugsanlega verið mistök af honum, að neyða ekki frekar fram kosningar.
Samdráttur er að sjálfsögðu ekki gott mál, með skuldastöðu upp á um 135%.
A state like ours, that needs some 400bn each year to service its debt, has significant limits in the use of fiscal policy,
Að greiða af þeim, kostar mikið fé - ár hvert.
Ég hef áður heyrt þá tölu, að til þess að lækka þær skuldir - - þurfi Ítalía hagvöxt að lágmarki 3%.
Eða viðhalda ákaflega hárri prósentu í afgang af fjárlögum í afgang ár hvert, í ákaflega langan tíma.
Þá er það miðað við, lágar hagvaxtartölur í líkingu milli 0,5-1,5%.
En þá er einnig miðað við það, að verðbólga sé ekki lægri en 0,5%. Það áhugaverða er, að skv. EUROSTAT mælist meðalbólga evrusvæðis nú, 0,4%.
Sem þíðir að sennilega hefur löndum í verðhjöðnun fjölgað.
Euro area annual inflation down to 0.4%
Það verður forvitnilegt að fylgjast með því á næstunni, hvort að ríkisstjórnin gerir tilraun til þess, að leiða í lög umtalsverðar umbætur sérstaklega á vinnulöggjöf á Ítalíu.
En skv. Renzi, voru umbætur á þinginu, forsenda þess að unnt væri að framkvæma hraðar lagabreytingar.
Hann hefur nú fengið - spark í rassinn.
Nú þarf hann að taka til hendinni, eða hann reynist fyrir Ítali - - enn einn gagnslausi pólitíkusinn.
Niðurstaða
Án hagvaxtar geta skuldir Ítalíu ekki gert annað en að vaxa. Nema að ríkisstjórnin hefji stórfellda sölu ríkiseigna. Þá er tæknilega unnt að lækka skuldirnar nokkuð. En spurningin sem menn beina að stjórninni - - er auðvitað. Hvað ætlið þið að gera?
Enn virðast vera fá svör við því.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning