5.8.2014 | 11:48
Hersveitir "Islamic State" virðast hafa ráðist á hersveitir Kúrda nærri borginni Mosul
Ef marka má fremur óljósar fréttir - neyddust Kúrdar til að hörfa í nokkrum flýti gegn árás "IS." En síðan virðist, einhvers konar gagnárás hafa orðið möguleg, með tilkomu sveita frá Verkamannaflokki Kúrda frá Sýrlandi. Sem hafi komið bræðrum sínum rétt handan landamæranna, sem bersýnilega eru ekki lengur til á því svæði, til aðstoðar. Staðan virðist óljós - ekki ljóst hver heldur hvaða svæði.
Iraqi PM orders air force to help Kurds fight Islamic State
Isis advances puncture Kurdistan self-confidence
Höfum í huga að þegar framrás "ISIS" eða "IS" hófst í vor þá einnig sóttu sveitir Kúrda fram og stækkuðu umráðasvæði sitt um 1/3
Það ætti að veita Peshmerga taktískt svigrúm, til að hörfa og endurskipuleggja - án þess að bardagar færist inn á svæði er innihalda byggðir Kúrda.
Ef marka má fréttir, getur verið að "IS" hafi notfært sér "stuðning íbúa" á svæðinu, sem er áhugavert, það bendi til þess - að Kúrdar hafi ekki stuðning íbúa tryggðan þ.s. sveitir þeirra ráða nú, utan byggða Kúrda sjálfra.
"Kurdish commanders whose units came under attack from Islamic State fighters told Reuters they faced overwhelming firepower, were taken by surprise, and that militants had in many cases started shooting from villages where they had formed alliances with residents."
Það er áhugavert ef þorpshöfðingjarnir hafa heimilað sveitum "IS" að laumast inn í þorpin þeirra. Til að gera "flank" árás þaðan sem varðstöðvar Kúrda áttu sér ekki ills von.
Það er ekki óhugsandi að í N-Írak sé nóg af gömlu hatri milli mismunandi hópa.
Ef marka má fréttir - féll mikilvæg stífla sem m.a. hefur séð N-Írak fyrir rafmagni, að verulegu leiti. Þannig séð, ef "IS" er alvara með þetta ríki sitt, er það mikilvægt takmark að ráða yfir henni.
Á hinn bóginn virðast þessar fréttir óljósar - - vegna þess hve svæðin séu hættuleg, séu sennilega ekki fréttamenn nærri vettvangi. Þannig að fréttir berast, eins og kallað er á ensku "third hand."
- Islamic State - sé þó alveg örugglega ekki með raunhæfa möguleika til að sækja inn í byggðir Kúrda sjálfra, en þá mundi "IS" alveg örugglega ekki fá slíka aðstoð íbúa.
Það sennilega styrki stöðu "IS" að ráða "sennilega" yfir þessari mikilvægu stíflu. Síðan virðist "IS" í þessari orrustu hafa náð á sitt vald olíusvæði, Norðan við Mosul.
"IS" ráði því nú alls - 5 olíusvæðum í N-Írak.
Meiri olía - - rafmagn að auki.
"Kurdish ''Peshmerga'' troops move down a street during an intensive security deployment after clashes with militants of the Islamic State, formerly known as the Islamic State in Iraq and the Levant (ISIL), in Jalawla, Diyala province July 12, 2014."
Eins og sést á þessari mynd, eiga sveitir Kúrda sín þunga vopn. Á móti tóku sveitir "IS" mikið af þungavopnum þegar framrás þeirra hófst í N-Írak. Þar á meðal mikið magn af bandarískum vopnum, sennilega á meðal þeirra, M62 skriðdrekar er Bandar. höfðu látið her Íraks í té.
Það sé hugsanlegt að eftir það, séu sveitir "IS" - ívið betur vopnaðar.
Í því ljósi má ef til vill skoða beiðni fulltrúa Kúrda um - ný og betri vopn.
Niðurstaða
Fyrsta stóra orrustan milli íraskra Kúrda og "IS" og sveitir Kúrda virðast hafa þurft að hörfa. Á hinn bóginn, virðist orrustan einnig sýna að samvinna Kúrda í Írak og Kúrda í Sýrlandi er til staðar. Sveitir sýrlenskra Kúrda hafi stutt við herstöðuna Íraksmegin, til að aðstoða við að koma stöðugleika á hana.
Það gæti verið vísbending þess, að ef að kemur að þeirri stund, að lýst verði yfir sjálfstæðu Kúrdistan, þá verði sýrlenskir Kúrdar með.
Það svæði sem Kúrdar hafi hörfað frá, hafi verið - utan byggða Kúrda sjálfra. Því ekki endilega lykilatriði fyrir þá sjálfa að halda því, sérstaklega ef íbúar þar voru ekki endilega vinsamlegar sveitum Kúrda.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 522
- Frá upphafi: 860917
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 469
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og þu gleimir að skyra fra þvi að bæði IS og ISIS eru vopnaðir bandariskum vopnum sem þeir hafa fengið fra iröskum hersveitum. Og þo svo að bandariskjamenn seu ekki benlinis að gefa þeim vopnin, þa er su staðreynd að þeir gera ekkert i malinu verulega grunsamleg.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.8.2014 kl. 23:22
Hvernig getur það talist "grunsamlegt"? Þ.e. ekki eins og þeir hafi "remote control" sem geti gert þessi vopn óvirk, eftir að þau hafa komist í hendur sveita "Islamic State." Þeir yrðu þá að mæta með eigið lið á svæðið "til að skakka leikinn." En ég hélt ekki að þú værir þeirrar skoðunar, að þeir ættu að mæta með her á svæðið. Kannski í framtíðinni, verða vopn þannig útfærð, að einungis sá sem fær vopnið til notkunar, geti skotið því.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.8.2014 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning