Eitt af vaxtarlöndunum svokölluðu - leitar aðstoðar AGS eftir 40% gengisfall

Ég er að tala um Afríkulandið Ghana. Miðað við fréttir - er þetta klassísk efnahagsleg óreiða, af því tagi sem við Íslendingar könnumst við, nema að við yfirleitt í fortíðinni báðum ekki AGS um aðstoð. Heldur tókum okkar gengisfellingum, létum þær ganga fram, og síðan fórum inn í næsta áratug.

  1. Landið hefur viðskiptahalla, þó að útflutningur hafi verið í hröðum vexti.
  2. Og landið hefur stóran halla á ríkissjóð, sem líklega ekki síst stafa af því, að laun starfsmanna ríkisins virðast hafa verið hækkuð - þetta er ekkert smáræði, 75% á tveim árum

Forsetinn talar um að fá aðstoð AGS við að tempra fall "the cedi."

Það hljómar í mín eyru, eins og að John Mahama forseti - vilji skuldasetja landið, til þess m.a. að vernda gengi gjaldmiðilsins. En eftir 40% gengisfall, sé hann "Cedið" líklegt að falla frekar, ef þetta gengisfall hefur ekki dugað til að snúa viðskiptajöfnuði landsins við.

"Despite being a major exporter of gold, oil and cocoa, Ghana posted a current account deficit of 12 percent of GDP last year as demand for imports boomed amid economic growth of 7 percent. Ghana is also grappling with a wide budget deficit, which stood at 10 percent of GDP last year, undermining its reputation for fiscal responsibility."

  • En vandi landsins hljómar í mín eyru af því tagi, að hann sjálfleysist - ef gengið fellur nægilega langt. Þá hverfur viðskiptahalli - sjálfkrafa.
  • Hallinn á ríkinu sem örugglega er vegna hinna gríðarlegu launahækkana, ætti einnig að geta horfið, þ.s. gengislækkun virkar eins og launalækkun - þ.e. raunvirði launa þinna fellur.

En þá kemur myndarleg verðbólga - - eðlilega. Og íbúar borganna, sjá kjör sín falla hratt. 

Kannski er það, óróleiki í borgum, sem hann óttast.

Ghana to seek an IMF programme to stabilise cedi

Ghana turns to IMF for help

Ghana to seek IMF help to stabilise currency

Ghana gov't opts for IMF bailout

File:Ghana Regions map.png

Mér virðist vandamál Ghana - minna um margt á "okkar vaxtarverki á 8. og 9. áratugnum

Skv. Wikipedia: Ghana. 

  • Er þjóðaframleiðsla per haus, 1.902$.
  • Til samanburðar er Ísland sennilega á bilinu 38-39þ.$.

Samt er landið samt 6-ríkasta hagkerfi Afríku, miðað við þjóðarframleiðslu per haus, og þar búa 20 milljón manns.

Landið framleiðir: einn stærsti framleiðandi á kakó í heiminum, þar eru gullnámur og síðan er olíuvinnsla vaxandi atvinnugrein.

  • Klassískt "hráefnahagkerfi" með öðrum orðum - þannig að samlíking við Ísland er ekki fáránleg.

Hagvöxtur seinni árin, virðist einkum knúinn af - hratt vaxandi olíu og gasvinnslu, fyrir ströndum landsins.

Sjá kort til hliðar.

Þannig séð má ef til vill bera þetta við það tímabil hjá okkur, þegar Ísland sparkaði flotum Evrópulanda af Íslandsmiðum í svokölluðum þorskastríðum.

Þá varð einnig á 8-9. áratugnum, umtalsverð lyfting kjara á landinu, en samtímis voru gengisfellingar mjög tíðar. Dæmigerður kjarasamningur var upp á 2-ja stafa prósentulaunahækkanir.

Mig grunar af lestri greinanna - hlekkjað á að ofan, að Ghana sé í tímabili að einhverju leiti sambærilegt.

Hagvöxtur er mikill, milli 7-8%, en eins og vill stundum verða, þá geta væntingar landsmanna "vaxið enn hraðar" sem skapar "gengisóstöðugleika" þegar kröfur um bætt kjör "vaxa enn hraðar" - þó vöxtur landsframleiðslunnar sé mjög hraður.

Texti tekinn af síðu Wikipedia:

"Ghana's Jubilee Oilfield which contains up to 3 billion barrels (480,000,000 m3) of sweet crude oil was discovered in 2007, among the many other offshore and inland oilfields in Ghana.[121] Ghana is believed to have up to 5 billion barrels (790,000,000 m3) to 7 billion barrels (1.1×109 m3) of petroleum in reserves,[122] which is the fifth largest in Africa and the 21st to 25th largest proven reserves in the world and Ghana has up to 6 trillion cubic feet of natural gas in reserves,[29] which is the sixth largest in Africa and the 49th largest natural gas proven reserves in the world. Oil and gas exploration off Ghana's eastern coast on the Gulf of Guinea is ongoing, and the amount of both crude oil and natural gas continues to increase. The Government of Ghana has drawn plans to nationalize Ghana's entire petroleum and natural gas reserves for greater revenues for the Government of Ghana.[123]"

  1. Ég velti fyrir mér - - af hverju forsetinn leitar til AGS.
  2. En gjaldeyrisskuldsetning, með því að slá fyrir "lánsgjaldeyrissjóði" mun leiða til þess, að hluti af framtíðar gjaldeyristekjum - fari í að greiða af því láni.
  3. Hugsanlega getur það "dregið úr hrapi gjaldmiðilsins" svo fremi sem að olíutekjur halda áfram að aukast hratt - þannig brúað bil.
  4. En landið getur einnig "virðist mér" sætt sig við "dýpra gengishrap" og sleppt alfarið að slá lán.

Það getur verið, að forsetinn - sé háður fylgi innan borgarsamfélagsins.

Og snögg lífskjarahækkun, gæti skaðað - - endurkjörs líkur sérstaklega ef skammt er til næstu kosninga.

Má vera að forsetinn - - skorti bakbein til að "hafna of háum launahækkunum" og ætli að nota "skilyrði AGS" sem afsökun á nk. misserum.

Segja, þetta er AGS að kenna að ég get ekki samþykkt þessar launahækkanir.

 

Niðurstaða

Vandi Ghana virðist mér heima-tilbúinn, eins og ég bendi á með samanburði við Ísland, sem einnig er hráefnahagkerfi, þá sennilega virkar það landi mörgu leiti svipað - - hagkerfið byggist á útflutningi á kakó, gulli, olíu og gasi. Gas og olíuvinnslan sé nýlega til komin.

Ísland hefur sinn fisk - það hefur landið sjálft þ.e. ferðamennska og það hefur orku - draumar um olíu.

Viðskiptahalli í Ghana er sennilega af sömu ástæðu og reglulega gerist hér, þ.e. að laun hækka umfram aukningu gjaldeyristekna, og neysla vex hraðar en vöxtur þjóðarframleiðslu og prósentuaukning gjaldeyristekna. Jafnvel þó sá vöxtur sé hraður - eins og virðist í tilviki Ghana.

Mikill halli á ríkisútgjöldum - - er líklegast af völdum "gríðarlegra launahækkana opinberra starfsmanna sl. 2 ár" ef marka má fréttir að ofan, 75% launahækkun á tveim árum.

Það hljómar eins og "aðgerð til að kaupa skammtíma vinsældir."

Þess vegna - virðist mér að ef gengið fellur nægilega langt, muni bæði vandamál sjálfleysast.

Það tímabil þegar gengisósstöðugleiki var mestur á Íslandi, var einmitt tímabil þegar aukning gjaldeyristekna var - - hvað hröðust. En þá varð vöxtur "væntinga" almennings - - enn hraðari.

Það voru stórar launahækkanir og gengisfellingar á víxl. Þó var nettó breytingin yfir tímabilið, umtalsverð bæting kjara landsmanna. Þó Ísland hafi aldrei haft meiri verðbólgu og tíðari gengisfellingar en á því tímabili.

  • Við leituðum aldrei til AGS á því tímabili.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband