Enn eitt gjaldþrot Argentínu virðist ekki valda neinum teljandi óróa

Ég held að gjaldþrotasaga Argentínu sé einstök þ.e. ríkisþrot einu sinni á 25 ára fresti. En mér skilst að þetta sé 8 ríkisþrot Argentínu, síðan landið var stofnað á 19. öld.

Þetta ríkisþrot er einnig sérstakt í samanburði - en Argentína á í reynd peninga til að greiða af sínum skuldum. Þrotið í þetta sinn, virðist snúast um "lagadeilur" vegna skilmála í skuldabréfum Argentínu, sem gera ráð fyrir "jafnri meðferð" eða "pari passu."

Aðili sá sem Argentína hefur einna helst átt í deilum við, keypti skuldabréfin - með það markmið, að nýta sér "pari passu" ákvæðið, til að knýja fram - - fullar greiðslur, en ekki "hluta greiðslur."

  • Það má líta á gjaldþrotið, sem lið í deilu Argentínu, við þennan aðila.
  • En nú er Argentína, búin að slá það tromp úr hendi þess aðila, að neyða fram þrot.

Það er eiginlega í ljósi þessara deilna, að markaðurinn hefur ekki brugðist - harkalega við.

En menn reikna að því er virðist, enn með því, að Argentína nái samkomulagið við sína kröfuhafa.

Argentine markets fall post-default, New York hearing on Friday

Argentina bondholders focus on hope over experience

Hedge funds bet on Argentine recovery by piling into stocks

Investors sanguine as Argentina defaults

 

Það hefur ekki a.m.k. enn orðið nýtt verðhrun á skuldum Argentínu

  • "...the restructured Argentine bonds are at 89 cents, and higher than they have been for three years..."
  • "Argentina is in the unprecedented position of being willing to pay its main bondholders, and having the money."

Ef það verður samkomulag á næstu dögum - þá þarf ekki að vera. Að þetta "þrot" skapi neitt eiginlegt tjón fyrir Argentínu. Höfum í huga að traust á Argentínu í ljósi þrotasögu landins "er hvort sem er lítið fyrir."

  • Menn hafa einnig í huga, að Argentína á nægar auðlyndir og einnig næga peninga. 
  • Menn væru mun órólegri - - ef greiðslugeta væri óviss.

Verð argentínsku bréfanna, þessa dagana, virðist markast af "veðmáli vogunarsjóða" um "yfirvofandi samkomulag" við kröfuhafa.

Þannig að í kjölfarið verði, umtalsverð verðhækkun á argentínskum skuldum.

Ekki veit ég nákvæmlega hvað þeir hafa fyrir sér - - en þ.e. þó ekki endilega órökrétt, eftir að Argentína hefur hækkað áhættustigið - þannig neitað að blikka í deilu sinni við kröfuhafa; þá sé möguleiki á einhverri tilslökun þess aðila sem Argentína hefur einna helst deilt við.

Það virðist líklegt, að aðrir "fjárfestar" - - taki hlutum með ró, a.m.k. næstu daga hugsanlega 2 vikur eða svo. Því þeir einnig séu að vonast eftir samkomulagi, fyrir utan að þeir vita að "greiðslur til þeirra" hafa verið lagðar inn á bankareikning af hálfu argentinskra stjv. Peningarnir séu undir lögbanni, ekki heimilt að greiða þá út, meðan að ekki hefur verið samið við aðila þá sem Argentína á í deilu við.

"Tæknilega" geta nú eigendur skuldabréfa Argentínu - gjaldfellt þaut. Mér skilst að eigendur 25% í skilgreindum flokkum bréfa, sem voru hluti af "endurskipulagningu skulda Argentínu" eftir síðasta þrot á undan, geti krafist gjaldfellingar.

Þetta er þó ekki talið - líklegt, a.m.k. enn. Meðan talið er sennilegt, að samkomulag muni nást á næstu dögum eða allra næstu vikum.

 

Niðurstaða

Það verður áhugavert að fylgjast með þessari deilu. En gjaldþrotasaga Argentínu er sennilega einstök.

Höfum þó í huga. Að landið er ríkt af auðlyndum. Þ.e. talið að í Argentínu séu auðug "leirsteinsslög" / "shale" eins og í Bandar. sem nýtt eru með "fracking" aðferðinni. Síðan gera menn vonir um olíu meðfram ströndum. Á sama tíma, hefur Argentína "sínar endurnýjanlegu auðlyndir" rétt eins og Ísland.

Þessa stundina - á landið í reynd nóg af peningum. 

Það sé ekki síst vegna þess, að kröfuhafar almennt - virðast vera rólegir.

Veðmálið sé um, að Argentína semji um skuldavandamál sín á nk. dögum. Síðan í kjölfarið, verði skuldakreppa landsins endanlega leyst - - eða a.m.k. leyst þangað til næst Argentína klúðrar sínum málum. Kannski eftir 25 ár eða svo.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Argentína eins og þú segir, á nóg peninga og auðlyndir.  Hver er þá hin raunverulega ástæða hrunsins?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 20:17

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Spurning hvort orðið hrun er rétta orðið, en eins og þú væntanlega veist, þá voru skuldir Argentínu endurskipulagðar fyrir nokkrum árafjöld. Gefin út ný skuldabréf, gömlum skipt út - - nema að fáir aðilar, svokallaðir "holdouts" sem höfðu neitað að skipta yfir í nýju pappírana, sem voru á hagstæðari greiðslukjörum auk þess að rúml 30% voru gefin eftir af höfuðstól; heimtuðu fullar greiðslur - áfram. Höldum auk þess til haga að þeir "holdouts" keyptu þá pappíra á ca. 10% af nafnvirði, mig rámar í að endurgreitt sé 66% af höfuðstól, sem hefði gefið þeim álitlegan arð, en þeir aðilar hafa ávalt heimtað fullnaðargreiðslur skv. upphaflegum útgefnum greiðsluskilmálum. Það vill svo til að á þeim gömlu bréfum, eru svokallað "pari passu" ákvæði sem leggur kvöð um "jafna meðferð" eða "jafnræði" skv. dómi New York dómstólsins, þá var úrskurðað að það ákvæði þíddi, að Argentína - - yrði að geiða Holdouts "að fullu." Fram að þessu, hafði Argentína neitað að greiða þeim aðilum, meðan ekki hefði verið "samið um greiðslur við þá eða tilhögun greiðsla" en ávalt boðið þeim sömu kjör og meirihluta aðila; dómnum var að sjálfsögðu vísað upp á æðra dómstig. Og það úrskurðaði ekki fyrir löngu síðan, á sama veg og undirréttur í New York. Svo að þá stóð Argentína frammi fyrir þeim valkosti, að "verða að greiða -holdouts" að fullu." Tæknilega var það vel mögulegt, en þá kemur flækja sem er sú, að skv. ákvæðum nýrri skuldabréfanna sem þeir sem samþykktu endurskipulagningu fengu í staðinn. Þá má ekki veita öðrum aðilum hagstæðari gerninga, þá telst það samningsrof - babba, babb. Þá er málið komið í nett, "Catch 22." Nema að "holdouts" buðu, að semja við Argentínu, að Argentína gerði upp við þá, en að gengið yrði að samkomulagi á þessum vikum, en að það mundi ekki taka gildi fyrr en 2015. Þegar ákvæðið er bannar hagstæðari kjör, rennur út. Deilan við "the holdouts" er enn á sama stað, þ.e. Argentína býður sömu greiðslur og öðrum aðilum. Áhugavert atriði í þessu, er að þ.e. "lögbann í gildi" sem "the holdouts" náðu fram, sem virkar þannig, að Argentína má ekki afhenda peninga til hinna aðilanna meðan ekki hefur verið gert upp við "holdouts." Það á endanum skapar þetta "greiðslufall" þ.s. greiðsludagur rann út, án þess að hinir fengu sitt fé á réttum tíma, samningar milli stjv. Argentínu og "the holdouts" náður ekki fyrir "deadline", en Argentína heldur því þó fram - - að þ.s. argentínska ríkið hafi lagt féð fram, inn á bankareikninginn á New York. Þá hafi ríkið staðið við sitt - og sé alls ekki greiðsluþrota "hveru tæknilega sem það sé skilgreint."

-----------------------

Ef þetta er tæknilegt greiðsluþrot, þá er það ný tegund af því, þegar greiðsluvilji er til staðar, féð er til staðar, en rifist er um skilmála - - og minnihluti kröfuhafa knúði fram sinn vilja í gegnum dómstóla. Eða gerði a.m.k. góða tilraun til þess. Flestir reikna enn með því, þarna úti, að eftir að Argentína þannig séð, blikkaði ekki gegn "the Holdouts" þá verði fljótlega samið, og málið verði einungis að gáru í vatnsglasi. En hver veit, þetta getur líka endað í verri málum, ef aðrir kröfuhafar tapa þolinmæði. En skv. reglum í endurskipulögðum skuldum, má 25% eigenda krefjast gjaldfellingar. Svo Argentína hefur ekki endalausan tíma til að semja, þeir vilja fá greitt áfram - - þó það geti verið að þolinmæði þeirra endist einhvern tíma. Kannski 2-3 vikur eða jafnvel mánuð. Þannig að samningar innan þess tíma, ef klárast þá geti málið endað án - verulegs vesens.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.8.2014 kl. 22:38

3 identicon

Kínverjar hafa þann þáttin á, að meðan peningarnir eru í hendi Argentínu ... þá hefur Argentína höldin og taglirnar.

Getur verið að það sé verið að rífast um yfirráð yfir auðlindum Argentínu?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 23:34

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það ætti aðeins við ef þeir væru í raunverulegum vandræðum með útvegun fjármagns. Ég á afar erfitt með að trúa því, að Kínverjar séu tillitsamari en aðrir. Á hinn bóginn er sá sem á fjármagn ávalt með samningsstöðu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.8.2014 kl. 04:11

5 identicon

Nei, þeir er síður tillitsamari en aðrir ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband