Samstaða Araba ríkja með Ísrael í átökum við Hamas - vekur athygli

Það merkilega er, að samtímis því, að Evrópa gerist andsnúnari Ísrael. Er öfug þróun í gangi í Arabaheiminum. En þ.e. t.d. klárt að "Egyptaland" með al Sisi sem forseta, stendur "þétt að baki Ísrael" í átökum Ísraels við Hamas. En einnig virðist, að Saudi Arabía + bandamenn Sauda við Persaflóa. Séu einnig að baki Ísrael, í þetta sinn. Og til viðbótar, vekur þögn konungsdæmisins í Jórdaníu áhuga.

 

Það virðist að Ísrael sé minna einangrað, a.m.k. í Mið-Austurlöndum

Arab Leaders, Viewing Hamas as Worse Than Israel, Stay Silent

Aaron David Miller, vill meina að um sé að ræða - samstöðu gegn róttæku Íslam.

  • “The Arab states’ loathing and fear of political Islam is so strong that it outweighs their allergy to Benjamin Netanyahu,” - “I have never seen a situation like it, where you have so many Arab states acquiescing in the death and destruction in Gaza and the pummeling of Hamas,” - “The silence is deafening.”

Það má að auki nefna, að engin gagnrýni hefur heldur komið frá löndum eins og Marokkó, Túnis eða Alsír.

  • "Mr. Sisi’s office said, in a statement that cast no blame on Israel but referred only to “the bloodshed of innocent civilians who are paying the price for a military confrontation for which they are not responsible.
  • "“There is clearly a convergence of interests of these various regimes with Israel,” - said Khaled Elgindy, a former adviser to Palestinian negotiators who is now a fellow at the Brookings Institution in Washington."
  1. "The dynamic has inverted all expectations of the Arab Spring uprisings."
  2. "As recently as 18 months ago, most analysts in Israel, Washington and the Palestinian territories expected the popular uprisings to make the Arab governments more responsive to their citizens, and therefore more sympathetic to the Palestinians and more hostile to Israel."
  3. "But instead of becoming more isolated, Israel’s government has emerged for the moment as an unexpected beneficiary of the ensuing tumult, now tacitly supported by the leaders of the resurgent conservative order as an ally in their common fight against political Islam."
  • "“Sisi is worse than Netanyahu, and the Egyptians are conspiring against us more than the Jews, said Salhan al-Hirish, a storekeeper in the northern Gaza town of Beit Lahiya. They finished the Brotherhood in Egypt, and now they are going after Hamas.”"

 

Það virðist að Ísrael sé óvænt að græða á andstöðu sem leidd er af Saudi Arabíu gegn bræðralagi Múslima

En Hamas er afsprengi Bræðralagsins - - innan Egyptalands eru skipulagðar ofsóknir gegn Bræðralaginu, enn í fullum gangi.

Og þ.s. Hamas er skyld hreyfing, virðist að stjv. í Egyptalandi og fjölmiðlar á vegum stjv. innan Egyptaland, spyrða Hamas við Bræðralagið.

Og þá framkallast að "merkilega ástand" að ríkisstj. Egyptalands og ráðandi fjölmiðlar í Egyptalandi, eru upp fullir af samúð - með Ísrael. Í baráttu Ísraels við Hamas, og öfugt við þ.s. þekkist í Evrópu, er Hamas innan Egyptalands - kennt um manntjón almennra borgara á Gaza.

--------------------------

Höfum í huga, að Bræðralagið hefur einnig "verið bannað í Saudi-Arabíu" og má nú handtaka hvern sem er, fyrir það eitt - að vera grunaður meðlimur.

Munum einnig, að Saudi Arabía, styður stjórn al Sisi með óskaplegum fjárhæðum, þ.e. a.m.k. 10 ma.USD. Þannig er stjórn al Sisi fjármögnuð af Saudi Arabíu og flóa Aröbum.

  • Svo þ.e. spurning, hver heldur um stjórnvölinn?
  • Mig grunar að það hljóti að vera, Saudi Arabía.

Varðandi Jórdaníu, þá virðist stjv. þar líta á "þögn" sem besta ráðið.

Fyrir Ísrael - - er þetta auðvitað töluvert frelsandi þróun. Því þetta opnar alveg nýjar víddir fyrir Ísrael. Þegar kemur að hugsanlegri samvinnu t.d. við Egyptaland, og það má einnig rifja upp að Ísrael hefur sínar eigin gaslyndir í lögsögu.

Hver veit, kannski að Saudi arab. fyrirtæki, geti haft áhuga á því dæmi. Aldrei að vita.

 

Niðurstaða

Það er óneitanlega sérstakt. Að samtímis að fordæming á Ísrael fer vaxandi víða um Evrópu, og í fjölmiðlum kom frétt að 5 S-Ameríku ríki hefðu kalla sendiherra sína heim frá Ísrael. 

Þá er þróun í Mið-Austurlöndum í þá átt, sem er hagstæð fyrir Ísrael. Í stað þess að það hafi hugsanlega stefnt í alvarlega einangrun landsins. Er það allt í einu, að verða sæmilega - miðlægt.

En það eru vísbendingar þess, ef Mossad hafi starfað með leyniþjónustu Saudi Arabíu, innan Líbanon og Sýrlands. Þar nýtur Ísrael, annars þáttar - - þ.e. vaxandi átaka milli Saudi Arabíu ásamt bandamönnum við Íran.

Ísrael er hugsanlega að lenda í þeirri þróun, að verða bandamaður ríkja, sem eru í Bandalagi við Saudi Arabíu, gegn annars vegar Bræðralagi Múslima, og hinsvegar gegn áhrifum Írans, í stríði sem nú skekur bæði Sýrland og Írak - með upprisu ISIS hópsins.

  • Og þessa dagana, eru þar af leiðandi, Arabaríkin - ekki að gagnrýna herför Ísraelshers gegn Hamas.
 
Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Og á meðan heimsbyggðin veltir sér upp úr þessum málum er enginn að fylgjast með hvað gerist á milli Sýrlands og Tyrklands og fólk gleymir að fylgjast með Ebóla ...

Guðjón E. Hreinberg, 31.7.2014 kl. 13:32

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tyrkland er náttúrulega "hið gamla stórveldi þessa svæðis" og má vel vera, að þeim sé ekki "of vel við" vaxandi veldi Sauda. Það má vel vera, að þeim mundi hugnast, að koma til valda innan Sýrlands - aðila sem hallaðist að Tyrklandi.

-----------------

Það hefur einnig vakið athygli mína, að íraskir kúrdar eru farnir að "selja olíu" í gegnum olíuleiðslu, sem liggur til sjávar í Tyrklandi. Sem vart mundi gerast, án vilja stjv. Tyrklands.

------------------

Þarna eru örugglega, margir leikir í gangi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.7.2014 kl. 17:18

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hamas hefur svo gott lobbý hérna megin.

En hvað um það - skoðaðu hvaða grein Islam þeir aðhyllast, og skoðaðu svo hvaða grein Islam Sádar aðhyllast. Hef ekki nennt að tékka á því nýlega - gerði það nú einhverntíma, en gleynmi alltaf jafnóðum hver er hvað.

Vegna þess að allt er þetta sami grauturinn. Fyrir mér sko, ekki þeim.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.8.2014 kl. 01:58

4 identicon

Ég tek nú þessu með matskeið af salti.

“The Arab states’ loathing and fear of political Islam"

Er hrein og bein lygi og ekkert annað.  Arabar, eru meðal annars Palestínumenn.  Palestína, er orð sem bretar notuðu yfir þetta svæði, og er EKKI það nafn sem var notað yfir það. Orðið Palestína er Grískt, en þarlent nafn yfir svæðið er Fílistei.

Fílistear eru semítar, þeir er Arabar.

Og í Qatar, asamt Dubai hafa verið gerðar breitingar á löggjöf þessara landa, sem hefur í för með sér aukin áhrif Islam.  Og í saudi Arabíu, hekkur maður höfuð og hendur af fólki, í bókstaflegri merkinu Kóransins.

Egyptar, menn eiga að skoða nánar ástæða þeirra upreisna sem hafa átt sér stað í mið-austur löndum. Ein aðal ástæðan, er sú að öll ríkin Egyptaland, Sýrland og Lýbia.  Höfðu samþykkt Ísrael.

Þannig að þetta sem þú segir hér Einar Björn, er gersamlega í þversögn við staðreyndir.

Það getur vel verið, að Saudi Arabia hafi gefið undan þrýstingi frá Bandaríkjunum og Englandi, og gert HAMAS útlægt.  En þeir eru samt sem áður, stærstu fjárhagsstyðjendur Filístin Araba.  Og þar með HAMAS, þó svo að leið fjársins sé krókótt.  Og að þeir geti skotið sér undan því að vera "beinir" fjárstyðjendur HAMAS, þá eru þeir það ... í raun og veru.

Svo þarf maður að skoða þróunina í mið-austurlöndum.  ISIS, ásamt ótal annarra hópa, sem hafa allir verið Al Qaida studdir hópar, til dæmis í Lýbíu.  Og nýjustu þróunina í Lýbíu, þar sem landið er skírt ISLAMSKT.

Þannig, að þetta sem þú flytur hérna Einar ... rokkar á milli þess, að vera hrein lygi (þó svo að það sé ekki þú sem ferð með hena, þú bara flytur hana áfram), til að vera verulega véfengjanlegar upplýsingar.

Maður þarf að líta á eina staðreynd, og grundvöll vandamála mið-austurlanda.  Arabar, þar á meðal Palestínu menn eða Filistínskir Arabar,  eru allir Semítar. En gyðingar, eru það ekki ... nema þeir gyðingar sem eru Filistínar.  Tengsl evrópskra gyðinga við semíta, er véféngt af nánast öllum.  Þó svo að þeir hafi tengsl, þá eru þau svo útþynnt að þá væri öll Evrópa semítar líka, ef gyðingar væru það.

Af þessari ástæðu, standa gyðingar í þessu vandamáli þeirra.  Fólk þar, lítur á þá sem Evrópu búa, en ekki sem semíta. Og ég geri það sjálfur.

Og hvort, einhverjum snilldar Arabanum dettur í hug.  Að í stað þess að berjast með vopnum, að "infiltrera" Ísrael og breita því innanfrá, er ekkert ólíklegt.

En að arabar samþykki ekki-semíta, eftir 2000 ára stríð. Er eitthvað sem maður tekur með matskeið af salti og ælir síðan út úr sér, sem helberu kjaftæði.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 08:39

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hélt að þessi ríki væru í mið Ameríku, endilega leiðréttu mig með það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2014 kl. 11:30

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, ég sé ekki að það skipti máli hvort þetta fólk séu semítar eða ekki, mér finnst vægt sagt skrítin ályktun þín varðandi almennan stuðning við semtíta vs. stuðning við Hamas, þú gætir þá allt eins haldið því fram að stuðningur Bandar. við Evrópumenn þíði að Bandar. í reynd styðji einnig Rússa þ.s. þeir eru einnig Evrópumenn - kynstofnalega séð skyldari Evrópu; ég sé ekki að "kynstofnar" komi málinu við þessu tiltekna atriði.

Málið snúist allt um "trúarlegar skilgreiningar" þ.e. Gyðingar séu trúarleg skilgreining ekki á grundvelli kynstofna, deila Sauda við Bræðralag Múslima og í framhaldinu við Hamas, sé einnig "trúarlegs eðlis" Þ.e. Bræðralagið hefur einnig verið bannað og er ofsókt í Arabíu.

Saudi Arabía, sé að bregðast við ógn, við sinn ríkjandi trúarskóla - Wahabi. Málið sé að vaxandi veldi Bræðralagsins, sem reki sina "eigin trúarkenningu" - hafi verið orðin ógn, innan Saudi Arabíu, við völd fjölskylduveldis Saud valdafjölskyldunnar. En hennar "legitimacy" kenning, stendur í nánum tengslum, við stuðning prestastéttar Saudi Arabíu, sem segir fólkinu á hvað fólkið skal trúa, með vaxandi áhrifum Bræðralagsins - fór fjölgandi "múllum" sem voru að segja fólkinu töluvert aðra hluti, voru að taka undir gagnrýni á hið mikla misrétti innan Saudi Arabíu. 

Á endanum, virðist að Saud fjölskyldan, hafi ákveðið að "hefja ofsóknir gegn Bræðralaginu" samtímis í Saudi Arabíu og Egyptalandi þ.s. eru kjarni áhrifa þess, sem krafðist þess að koma því frá völdum, sem á það að "kaupa eitt stykki byltingu í Egyptalandi" - - Hamas er einfaldlega spyrt við Bræðralagið, þ.s. Hamas er runnið þaðan, hin nýja stjórn Egyptalands "haldið uppi af Saud fjölskylduveldinu" - "keypt til valda af Saud fjölskylduveldinu" - "til að verja hagsmuni Saud fjölskylduveldisins" sé eðlilega andvígt Hamas því Hamas er hluti af Brærðalaginu.

Síðan, styður nú "Saud fjölskylduveldið" Ísrael - - vegna þess að Ísrael virðist í þeirra augum, vera nytsamur bandamaður gegn "Íran." Ef Saudar hata einhverja þá er það Írani og Shíta. 

Þetta Saud hyski er trúarofsalið, einnig ofsalega ofsalega auðugt - - í þessum tilteknu átökum. 

Hafa Bandar. verið meir áhorfendur en gerendur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.8.2014 kl. 11:48

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur - "Hamas hefur svo gott lobbý hérna megin." - "En hvað um það - skoðaðu hvaða grein Islam þeir aðhyllast, og skoðaðu svo hvaða grein Islam Sádar aðhyllast. Hef ekki nennt að tékka á því nýlega - gerði það nú einhverntíma, en gleynmi alltaf jafnóðum hver er hvað." - "Vegna þess að allt er þetta sami grauturinn. Fyrir mér sko, ekki þeim."

Hamas og Saudar eru Súnnítar. Á hinn bóginn, ef þú þekkir e-h til kristni, þá veistu að gríðarlega margar kirkjudeildir eru til, að sama skapi - - þá eru "Súnnítar" ekki endilega, einn hópur hvað trúarskoðanir varðar.

Eins og meðal mismunandi mótmælenda kirkjudeilda, séu "trúarskólar" sem séu nokkuð misjafnir, innan Súnní Íslam.

Wahabi - trúarskólinn, hefur verið ríkistrú í Saudi Arabíu. Saud fjölskyldan, hefur náið bandalag, við múlla eða prestastétt, sem kennir þá tilteknu ríkistrú.

Það er áhugavert að svokallað "Bræðralag Múslima" er einnig í dag, ofsótt í Saudi Arabíu. Vert að muna, að Hamas er upprunnið úr "Bræðralagi Múslima."

Til að skilja málið, þarf að átta sig á því, að "Bræðralagið" rekur sína "eigin trúarkenningu" innan Súnní Íslam. Er þannig séð "eins og kirkjudeild" sem er sjálfstæð.

Þetta séu því "trúardeilur innan Súnní Íslam" - þ.e. mín kenning. Saud fjölskyldan, hafi séð vaxandi áhrif "Bræðralagsins og þar með trúarskoðana þeirra" innan Saudi Arabíu sem ógn, við sitt fjölskylduveldi sem hafi frá upphafi, verið nátengt við stuðning við Wahabi prestastéttina sem styður Saud fjölskylduna á móti.

Viðbrögð eða "counter move" sé að "kaupa eitt stykki herforingjabyltingu í Egyptalandi" til að steypa Bræðralaginu sem þá var komið til valda í Egyptalandi. Og síðan hefja ofsóknir gegn Bræðralaginu í Egyptalandi samtímis og í Saudi Arabíu. Saud fjölskyldan, sé að gera tilraun til þess - að þurrka út Bræðralagið.

Þ.s. Hamas sé með sömu trúarkenningu og Bræðralagið, sé því slegið saman, og einnig ofsótt nú af stuðningsmönnum "Saud" fjölskyldunnar, og keyptum aðilum hennar þ.e. núverandi stjv. í Egyptalandi.

  • ég hef í þessu allt annan skilning en hann Bjarne.
  • þú þarf þá að lesa þ.s.. ég og hann skrifa, og taka eigin afstöðu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.8.2014 kl. 11:58

8 identicon

Sæll Einar Björn

Ég hef nú ekki heyrt annað eins frá þér, en Arababandalagið styður ekki þetta hefndastríð Zíonista gegn Palestínumönnum þarna á Gaza  

Arab League calls Israeli attack in Gaza war crime | Reuters

Arab League Calls Gaza Attack 'War Crime' - NBC News

Arab League calls Israeli attack in Gaza 'war crime'


Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband