Fjöldi stórra flugfélaga hafa tímabundið stöðvað flug til Tel Aviv

Þetta gerðist í kjölfar þess, að eldflaug frá Gaza svæðinu, náði nærri því alla leið til flugvallar höfuðborgar Ísraels. Sprakk ca. 1,5 km. frá vellinum.

Eftir að flugyfirvöld í Bandaríkjunum, ákváðu 24-klst. bann á öllum flugferðum til Tel Aviv, ákváðu fjöldi flugfélaga í öðrum löndum, að fylgja því fordæmi.

Airlines halt Israel flights after attack near Ben Gurion airport

Airlines Suspend Flights to Israel After Hamas Rocket Falls Near Main Airport

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/Israel-physical-map.gif

Ríkisstjórn Ísraels var ekki skemmt

"Major airlines canceled service — and in several cases, diverted planes in midflight — after the Federal Aviation Administration instructed American carriers not to fly to Israel for 24 hours because of the “potentially hazardous situation created by the armed conflict in Israel and Gaza.”"

"The three United States carriers with scheduled service to Israel — Delta Air Lines, United Airlines and US Airways — quickly canceled their flights, and were later joined by Air Canada and a number of Western European airlines, including Air France, Lufthansa and KLM. Turkish Airlines and the Russian carrier Aeroflot also suspended flights."

"The European Aviation and Safety Agency also warned airlines to avoid Israeli airspace."

  • "Yisrael Katz, Israel’s transport minister" - “There’s absolutely no reason why American airlines in particular should stop their flights and thus hand a prize to terrorism,”

Það er auðvitað rétt hjá ráðherra samgöngumála í Ísrael - að með því að stöðva flug. Þó það sé einungis gert í skamma hríð. Þá fá Hamas samtökin þar með ágætt - áróðursprik í hendurnar.

Á hinn bóginn, er það að sjálfsögðu ekki, hlutverk flugfélaga - að hætta lífum og limum hugsanlega farþega; það sé aftur á móti hlutverk stjórnvalda innan Ísraels, að tryggja öryggi innan landsins.

Flugfélög geta eðlilega ekki tekið nokkra afstöðu í þeim átökum, sem standa yfir milli ísraelskra yfirvalda og Hamas samtakanna.

Á hinn bóginn, má vera að flugfélög séu sérlega viðkvæm akkúrat núna, rétt í kjölfar þess að stór flugvél var skotin niður yfir A-Úkraínu.

Það er hugsanlegt, að ráðherrann hafi rétt fyrir sér, að líkur þess að flugvél verði fyrir eldflaug frá Gaza séu hverfandi.

En farþegar munu vera óttaslegnir, núna - þegar þeir heyra af því, að Hamas geti hugsanlega skotið á Ben Gurion flugvöll.

Flugfélög þurfa á því að halda, að viðhalda trausti þeirra sem fljúga með þeim.

Það verður að koma í ljós, hvort framhald verður á þessu stoppi, þó því hafi verið lýst yfir - tímabundið. Þá gæti það alveg verið framlengt, enda var það sett - út af skilgreindu ótryggu ástandi.

Flugfélög, gætu allt eins ákveðið, að viðhalda banninu - þangað til að "vopnahlé" er samið. Nema auðvitað, að her Ísraels takist að stöðva flugskeytaárásir Hamas.

En ég minnist þess, að fyrir áratug er Ísraelar síðast fóru með her inn á Gaza, þá stóðu þær árásir yfir - samfellt allan liðlangan tímann sem sú átakahrina entist, eða þar til vopnahlé var fyrirskipað af báðum.

Það er ekki óhugsandi, að Hamas muni takast að viðhalda flugskeytaárásum, með sama hætti - meðan átök standa yfir.

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að spá því. Að ferðastopp - verði framlengt. En Hamas virðist enn viðhalda getu til að senda eldflaugar yfir Ísrael.

Það að flaug náði næstum til Ben Gurion flugvallar. Er ný þróun. Kannski á Hamas ekki margar flaugar með slíkt drægi. Kannski á Hamas flr. slíkar. Og mun halda áfram að gera tilraun til að hæfa Ben Gurion völl, eða a.m.k. að senda flaugar í átt að honum.

Hamas þarf sennilega ekki endilega að hæfa flugvöllinn. Einungis að sýna fram á, getu til að skjóta á hann. Til þess að það sé alfarið hugsanlegt - að framhald verði á þessu flugbanni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband