21.7.2014 | 20:43
Hamas er hugsanlega sigurvegari í núverandi átökum við Ísrael
Þetta hljómar ef til vill - sérkennilega í eyrum einhvers. Þar sem mannfall Hamas er í háu margfeldi. En punkturinn er sá, að Hamas er sennilega búið að ná markmiðum sínum - með núverandi átakasyrpu.
- Sigrar Hamas, geta aldrei verið nema "áróðurs sigrar."
- Hamas heldur velli, eina ferðina enn - fátt bendir til annarrar útkomu.
- Í annað sinn, virðist Hamas hafa tekist að klófesta ísraelskan herfanga, síðast tókst Hamas að fá lausa 4000 fylgismenn Hamas, í skiptum fyrir hermann. Þetta eitt sér, getur réttlætt allt málið í augum Hamas.
- Síðan hefur herflokkum Hamas, tekist að drepa nokkurn fjölda af ísraelskum hermönnum, þar á meðal 13 í orustu í Gazaborg. Í allt virðist mannfall "IDF" eða ísraelska hersins, vera orðið a.m.k. 25. Auðvitað, nálgast mannfall Hamas líklega 5-hundraðið. En þetta er "ójafn" leikur.
- En punkturinn, er að þetta er mesta mannfall Ísraelshers, síðan Ísraelsher fór fyrir 8 árum í snögga herför inn í Lýbanon, gegn Hesbollah. Hamas hafi nú sennilega með nægilegum hætti, sannað það fyrir róttæklingum á Gazaströnd, að Hamas hreyfingin sé málið.
Líklega endar dæmið alveg eins og síðast, að það tekur nokkur ár, þar til að Ísraelar að lokum láta undan, og semja við Hamas um "ójöfn" skipti á gíslum - síðast í hlutfallinu 1/4000.
Þegar við tökum um "áróðurssigra" þá eru nú heimsfjölmiðlar - fullir af fréttum um "dráp" Ísraela á Palestínumönnum. T.d. voru fjölmennar óeirðir í París, þ.s. mótmæli gegn Ísrael fóru úr böndum:
Paris crackdown amid anti-Israel rioting
Víða eru mótmæli á torgum í Evrópu, þ.s. fólk mótmælir í "vandlætingu" drápum Ísraela á Palestínumönnum, þó oftast séu þau mótmæli friðsamleg.
Gaza death toll tops 500 as U.S. steps up ceasefire efforts
Gaza Battle Deadliest in Conflict
Israel Says Seven More Officers, Troops Killed in Gaza Ground Operation
Málið er að mig grunar að Hamas sé búið að spila ríkisstjórn Ísraels - ákaflega vel
Ríkisstjórn Ísraels er af því taginu, að ákaflega fáir "utan Ísraels" bera nokkra virðingu fyrir henni, þ.e. samsetningur af trúarofsaflokkum og megin hægri flokki Ísraels.
Fólk þarf þó að átta sig á því - að Hamas er enginn góður gæi!
- En það þarf að hafa í huga, að Hamas virðist hafa komið flestu því sem skiptir máli fyrir þá, fyrir í gröfnum hvelfingum og göngum - sem liggja þvers og kruss undir Gazaborg, og víðar.
- Sennilega hafa loftárásir Ísraela, ekki valdið Hamas í þetta sinn, neinu umtalsverðu tjóni.
- Á meðan létu Hamas liðar, skæðadrífu - eldflauga ganga yfir Ísrael. Samtímis því, að almennir borgarar á Gaza, fá fyrir ferðina.
En ef Hamas væri "góður gæi" væri Hamas þá, að stunda slíka leiki - þ.e. skýla eigin mönnum, meðan þeir láta eldflaugum rigna yfir Ísrael. Sem sannarlega skópu lítinn usla þar.
En á móti, sem Hamas hefur fullkomlega vitað að mundi gerast, þá sprengdu Ísraelar upp - umtalsverðan fjölda af húsum og drápu fjölda palestínskra borgara.
- Útkoma: áróðurssigur fyrir Hamas.
Mér virðist af rás atburða, að Hamas samtökin séu afskaplega tilfinningalaus, í reynd, gagnvart mannfalli sinna samborgara.
-------------------------------
Ísrael er í dag með, Moshe Ya'alon, sem einu sinni var yfirmaður herafla Ísraels, sem hætti í kjölfar deilu 2005, þegar þáverandi stjórn landsins - ákvað að afnema einhliða byggðir Ísraela á Gaza svæðinu; var Ya'alon mjög andvígur þeirri aðgerð. Ekta harðlínumaður, og er varnarmálaráðherra.
Sá sem gefur skipanir til ísraelska hersins, geri ég ráð fyrir.
Það var í hans tíð sem yfirmanns herafla Ísraels, þegar Ísraelar fóru síðast með her inn á Gazasvæði, en síðan hafa þeir fram til nú, látið loftárásir duga. Kannski, langaði hann til að klára verkið, sem hann náði sjálfur ekki að klára á sínum tíma.
- Og var því auð-egndur til verks, af Hamas.
En þ.e. sjálfsagt full ástæða til að taka Ya'alon alvarlega, þegar hann segir - tilganginn að leggja gangakerfi Hamas í rúst.
Það verður þá áhugavert að fylgjast með nk. daga, því ef "IDF" ætlar að leggja þau göng í rúst, þá munu hermenn Ísraela, þurfa að "hefja innreið inn í gangakerfi Hamas."
Þá má sjálfsagt eiga von á allkonar góðgætum frá Hamas, í formi sprengjugildra af margvíslegu tagi. Það getur skýrt, af hverju "IDF" hefur innreið sína í Gazaborg, þ.s. líklega er "miðstöð neðanjarðarhvelfinga Hamas."
- En þetta getur kostað "IDF" verulegt mannfall - þ.e. 25 sé bara byrjunin.
- Og Hamas gæti náð að fanga flr. en bara einn hermann.
Spurning hvort að Moshe Ya'alon - heldur vinsældum sínum innan Ísraels. En á sínum tíma, var það fyrir þrýsting almennings, að á endanum - létu ísraelsk stjv. undan, og sömdu um að skipta á einum lifandi herfanga fyrir 4000 Hamas liða. Á seinni árum, hefur stuðningur almennings við herfarir, dalað hratt - þegar raunverulegt mannfall lætur á sér kræla.
- En Hamas hafnar enn - - öllum sáttaumleitunum. Treystir kannski á það, að mannfall "IDF" á endanum skapi nægan þrýsting á ísraelsk stjv., til að þau hætti "og veiti Hamas vopnahlé á hagstæðum kjörum."
Þeir halda ef til vill, að þeir geti náð sér í flr. "konfektmola" þ.e. "ísraelska fanga."
Þó það kosti 1.000 - 2.000 óbreytta borgara lífið - - þá er það mjög sennilega þess virði, vel það, í augum Hamas.
Niðurstaða
Ef fólk man eftir, þá hófst núverandi hrina - á leit Ísraela að 3-myrtum unglingum. Lík þeirra fundust nokkru síðar, í kjölfarið töldu stjv. í Ísrael að Hamas ætti sök á. Og létu nokkrar sprengjur falla innan Gazasvæðis.
En Hamas, í stað þess að gera ekkert - sem hefði átt að vera niðurstaðan, ef Hamas væri annt um eigin samborgara. Þess í stað, hóf gagnárásir í formi eldflaugaárása. Sem ríkisstj. Ísraels, svaraði með enn frekari loftárásum.
Það er nánast eins og að Hamas hafi stjórnað atburðarásinni, en í hvert sinn sem Ísraelar gerðu frekari loftárásir, þá svaraði Hamas með því - að auka frekar á eldflaugaárásir á Ísrael. Sem skilaði að sjálfsögðu, enn meiri loftárásum Ísraela - mannfalli palestínskra borgara, og því frekari áróðursprikum til Hamas.
Það sem ég er að benda á, sé að atburðarásin sé sennilega að spilast nokkurn veginn, eins og hentar hagsmunum Hamas - - þó jafnvel nokkur þúsund almennir borgarar farist, sé Ísraelum ekki Hamas kennt um það, í alþjóðapressunni. Hver látinn palestínskur borgari verði áróðursprik fyrir Hamas.
Síðan séu nú ísraelskir hermenn, farnir að tína tölunni, sem séu frekari áróðursprik fyrir Hamas, því þá sanni Hamas fyrir öfgasinnuðu fólki á Gaza svæðinu, að Hamas séu fært um að drepa Ísraela. Þannig veiki Hamas stuðning við önnur öfgasamtök, á ströndinni.
Og ef þ.e. rétt, að Hamas hefur náð sér í stríðsfanga, þá er rétt að árétta - að síðast þó þau viðskipti hafi tekið nokkur ár, náði Hamas 4000 Hamas liðum úr ísraelskum fangelsum í skiptum fyrir einn.
Ef Moshe Ya'alon ætlar virkilega að láta herinn, berjast inni í neðanjarðar borginni sem Hamas hefur reist, undir Gaza ströndinni - þá geta flr. slíkir "lukkupinnar fyrir Hamas" bæst í sarpinn.
- En í þessum viðskipum, til að hafa betur, þarf Hamas eingöngu að halda velli.
- Allt umfram það, þ.e. látnir ísraelskir hermenn, tölum ekki um ísraelska stríðsfanga, er bónus fyrir Hamas.
- Og í kaldhæðni örlaga - virðast látnir samborgarar Hamas - einnig vera bónus fyrir Hamas.
Það er áhugavert að muna það, hve litla tillitsemi Hamas virðist auðsýna eigin borgurum, þegar menn hlusta núna á talsmenn Hamas, eins og t.d. Barghouti.
Þarna virðist "heims ísraelsk ríkisstjórn" vera að takast á við "nær fullkomlega miskunnarlaus samtök."
Þarna er ekki um að ræða, góður vs. vondur.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
R0krétt greining hjá þér en byrjaði þetta ekki þegar að til að hefna fyrir unglingana þrjá þá brenndu Ísraelskir öfgamenn Palentískan ungling til bana. Það er síðan athyglisvert að í allri þessari njósnastarfsemi sem er sennilega þarna að þeir sem myrtu unglingana þrjá hafi ekki fundist. En er sammála því sem þú ert að segja hér.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 21.7.2014 kl. 21:02
Það er sennilega rétt hjá þér, rámar að hafa heyrt að róttækir gyðingar hafi gengið berserksgang, án þess að nokkur af hálfu yfirvalda hafi stöðvað þá. Einhvern veginn, virðist að unglingarnir 3-séu gleymdir - eins og gjarnan vill verða, er mál eru komin langt - langt út fyrir það, sem hratt snjóboltanum af stað í upphafi. En þ.e. eins og að bæði Hamas og ísraelsk yfirvöld, hafi fljótlega áttað sig á möguleika þess. Að nota mál unglinganna 3-ja sem tilliástæðu, til að hefja eina bardagasyrpuna enn. Þannig séð, sé ég engan stóran mun á framgöngu yfirvalda og Hamas, nema að því leiti - að mér finnst viðhorf Hamas vera áberandi kalt, til síns fólks. Er Hamas virðist til í að beita því sem fóðri í fullkomnu að því er virðist tillitleysi við líf og limi. Að einhverju leiti er smávegis brjóstumkennanleg afstaða þeirra, sem sjá bara málið í svart/hvítum skilningi. Hampa Hamas, sem baráttusamtökum fyrir réttindum Palestínumanna, þegar ef e-h er þau eru kaldlyndari en herafli Ísraels, og líklega sé það svo að Ísraelsher sé ívið varværnari þegar kemur að því að forða mannfalli íbúa Gaza.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.7.2014 kl. 00:48
Hey, virkaði fyrir Viet Minh.
Ásgrímur Hartmannsson, 22.7.2014 kl. 12:22
Sæll Einar Björn
Það er ekki rétt hjá þér að Zíonistar hafi látið nokkrar sprengjur falla, því þetta voru fleiri, fleiri sprengjur og talsvert öflugar sprengjur.
Nú og þetta voru mun öflugri sprengjur en þessar heimatilbúnu sprengjur úr áburði og sykri.
Sjá : "On Monday night, after the cabinet convened for an urgent meeting, Israel launched a massive air strike on the Gaza Strip, hitting 34 targets which the IDF said were terror-related......Israel bombed dozens of sites in the Gaza Strip on Tuesday"(http://www.haaretz.com/news/diplomacy-defense/1.602354) En það er rétt hjá þér Einar Björn að þetta byrjaði eftir að þrír drengir fundust látnir og án sannana og án dóms í þessu máli.
Þessar aðgerðir Zíonista eru og hafa verið hefndaraðgerðir og er það komið frá þeim sjálfum, þeir vilja hefna og hefna, og hugsanlega á að drepa um 60% af öllum íbúum þarna á Gaza er kusu Hamas stjórnmálaflokkinn í síðustu kosningum.
Það hefur enginn grunaður verið eftirlýstur (eða hvað þá með mynd) í þessu sambandi. En óvinir Zíonista -Ísraels eru því allir er studdu eða kusu Hamas stjórnmálaflokkinn, og það á að keyra þessar hefndaraðgerðir svona áfram án sannana og án dóms í þessu máli.
Eins og segir þetta byrjaði eftir að þrír drengir fundust látnir, en hvað kemur til að þessir Zíonistar séu að hefna og hefna svona, þegar að frá árámótum til júní hafa 6 Palestínubörn verið drepnir og ekkert gert?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.7.2014 kl. 12:53
"Hey, virkaði fyrir Viet Minh." - - Þeir höfðu líka öflugan bakstuðning frá N-Víetnam, o.flr. Það stríð var í reynd "proxy" stríð milli Bandar. annars vegar og Kínverja/Rússa - hinsvegar, sem studdu N-Víetnam. Á sama tíma og Kanar voru fjölmennir í því landi, voru bæði Rússar og Kínverjar ef e-h er, enn fjölmennari á móti. "Viet-Minh" var eiginlega frontur fyrir bardagasveitir á vegum N-víetnamskra stjv. með stuðningi Kínv. og Rússa. Þó að innan "Viet-Minh" hafi verið eitthvað hlutfall af S-Víenömum, hafi þeir ekki stjórnað þeirri hreyfingu, heldur stjv. í N-Víetnam. Innan raða þeirrar hreyfingar, hafi "hermenn" N-Víetnam stjórnar, þó ekki í einkennisbúningum hennar, verið fjölmennir. Átökin í Ísrael séu allt ððruvísi, þ.s. hreyfingar Palestínumanna, hafa ekki sambærilegan stuðning, sem geri þetta að "Proxy war" milli utanaðkomandi afla.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.7.2014 kl. 13:38
Stríðið í 'Nam tapaðist vegna þess að Charlie tók eftir hvaða áhrif dauð börn höfðu á fólk í USA og hvaða pull þetta sama fólk hafði, og hafði vit á að notfæra sér það. Með því að framleiða fleiri dauð börn.
Hamas hefur lært vel.
Ásgrímur Hartmannsson, 22.7.2014 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning