20.7.2014 | 23:01
Töluverður tilfinningahiti virðist hlaupinn í málið út af líkum farþega malasísku vélarinnar er skotin var niður yfir A-Úkraínu
Ég hugsa að meginn vandinn sé "skortur á yfirstjórn" en það virðast nokkur dæmi þess, að íbúar hafi sjálfir tekið upp á því að "færa lík í líkhús" vegna þess að "lyktin" var til ama í sumarhitanum þar. Aðrir hafi gengið fram á lík á víðavangi, og komið þeim í líkhús sem þeir vita um. Það gæti skapað þann vanda, að nokkurn tíma taki að "finna" þau öll. Er sum eru hér og önnur eru þar, þeir staðir eru ekki þar sem þau komu niður er vélín líklega sprakk í loft upp, skömmu eftir að verða fyrir eldflaug.
Síðan virðist enginn einn "yfirmaður" bera ábyrgð á svæðinu meðal uppreisnarmanna, heldur eins og þarna sé flr. en einn hópur, með sitt hvorn foringjann - það flæki málið. Þegar samkomulag við annan, gildi ekki endilega gagnvart hinum.
En rannsóknarmenn, hafa ekki fengið að starfa óáreittir, vinna þeirra hefur orðið fyrir truflunum, síðan hafa orðið tafir á "skipulagðri vinnu" við að fjarlægja lík - koma þeim fyrir í frystivögnum í lest.
- Harðorðar ásakanir ganga nú á báða bóga, skv. yfirlýsingu Vesturveldanna - - hóta Vesturveldin nýjum refsiaðgerðum á Rússland, nema Pútín sjái til þess, að starfsmenn sem eigi að rannsaka "valinn" - koma líkum í skjól; fái vinnufrið.
- Og síðan virðist að heimamenn gangi um svæðið nærri að vild, það eru ásakanir uppi um að menn séu að taka sér muni þaðan til eignar eða til minja; það hafi ekki verið afgirt og sé ekki gætt stöðugt - eins og mundi vera ef þarna væri "full fúnkerandi ríki."
Putin handed ultimatum over MH17 crash site
European Leaders Threaten Harsher Sanctions Against Russia
Bodies Are Removed From MH17 Crash Site Under Rebel Watch
Margir heimamenn virðast vera að aðstoða við verkið
Mjög greinilega eru margir heimamenn sorgmæddir yfir atburðinum, starfsmenn Öryggis og Samvinnustofnunar Evrópu rákust t.d. á eftirfarandi þ.s. stjórnklefi vélarinnar hafði komið niður.
"At the site where the cockpit fell, in a field of sunflowers near the village of Razsypnoye, residents had made a small memorial shrine of flowers, candles in tiny jars and brightly colored teddy bears." - "Photocopied pictures of children and families killed in the disaster, apparently from news coverage of the victims, had been set out on the grass." - "All bodies, including that of a woman who had lain naked under a tarp about 50 meters away, had been removed." - ""There were five or six over here, and two or three over there," said a young man with a rifle guarding the site, who declined to give his name. "They took the bodies away to the morgue. Firstly, they were decomposing. And secondly, the smell was horrible.""
Þó þetta sýni skort á gæslu með svæðinu, þá var þetta mjög augljóslega af góðum hug.
Sjálfboðaliðar meðal heimamanna, virðast aðstoða starfsm. ÖSE við það verk, að færa lík í frystivagnana.
- En það eigi eftir að finna lausn á því, hvernig þeim síðan verður komið frá A-Úkraínu.
- En uppreisnarmenn, hafa hafnað algerlega allri samvinnu við stjv. í Kíev, t.d. tillögu þeirra að líkunum verði ekið inn á þeirra yfirráðasvæði.
Þetta sé hluti af pirringnum - "að fá líkin afhent."
Svo segist Aleksander Borodai, sjálfskipaður forsætisráðherra Donetsk, hafa "svarta kassann" úr vélinni.
Menn vilja auðvitað fá hann.
Það liggur ekki alveg á tæru, akkúrat hvað - uppreisnarmenn vilja fá í staðinn. Kannski vita þeir það ekki sjálfir, þ.e. foringjar þeirra eru að karpa sín á milli um málið. Engin sameiginleg stefna.
Líkur virðast þó nokkuð yfirgnæfandi að vélin hafi verið skotin niður af einhverjum hópi uppreisnarmanna, þó ekki akkúrat vitað "hvaða hópi" né "akkúrat hvar."
Ég mundi vanalega ekki mæla með því að lesa "Daily Mail" en þessi grein virðist innihalda áhugaverðar upplýsingar: - vara lesendur við því að blaðamenn fara harkalegum orðum um uppreisnarmenn -
Líklegast að notast hafi verið við færanlegan skotpall, Buk M1.
Niðurstaða
Það verður forvitnilegt að fylgjast með málinu áfram. En málið veitir vísbendingar um að á svæðum uppreisnarmanna, "ríki nánast stjórnleysi." Ef þarna væri full fúnkerandi ríki, hefði fjölmenn lögregla mætt á svæðið. Og það hefði verið girt af með einhverjum hætti. Og almenn umferð takmörkuð.
En uppreisnarmenn hafa augljóslega ekki mannskap til að gæta þess, þannig að íbúar virðast fara um það nokkurn veginn að vild. Það auðvitað "getur skaðað rannsóknarhagsmuni" - en rannsakendur vilja almennt að allt sé sem minnst hreyft. Þegar þeir skoða verksummerki.
Þ.e. auðvitað ekki unnt að útiloka að einhverjir freistist til að taka muni úr flakinu, eða af eigum farþega, þegar nánast löglaust ástand ríkir.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856028
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Maður er alltaf að heyra eitthvað nýtt um þetta mál, eða eins og t.d.
MH17 Show & Tell: It’s the West’s Turn – Russian Satellites and Radars Contradict West’s Baseless Claims
Rebel commander blamed for downing MH17 says 'bodies aren't fresh'
Pro-Russian separatist Igor Girkin said victims surrounding the debris of the Malaysian Airliner were drained of blood and decomposing.
Malaysia MH17 crash: 10 questions Russia wants Ukraine to answer
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.7.2014 kl. 18:28
'Why did Ukraine SU-25 fly same path as MH17, simultaneously at same altitude?'
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.7.2014 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning