19.7.2014 | 13:20
Vísbendingum fjölgar þess efnis að uppreisnarmenn hafi af misgáningi skotið niður malasísku farþegavélina
Best að árétta að uppreisnarmenn hafa verið að skjóta niður fjölda úkraínskra her-flutningavéla á vegum stjórnarhers Úkraínu. Sérstaka athygli vekur, að þeir skutu niður á mánudag, í sömu viku og malasíska vélin er hæfð; Antonov An26 flutningavél. Þegar sú flaug í 21.000ft. Sannarlega flaug malasíska vélin í 33.000ft. En punkturinn er sá, að 21.000ft. eða ca. 6.400m. hæð. Er meiri hæð, en litlar flaugar ráða við, sem unnt er að skjóta á loft með handheldum skotpalli.
An26 er náttúrulega ekki sérlega lík B777 vél, sem er miklu mun stærri vél.
Á hinn bóginn, þegar B777 flýgur í 10km. hæð, þ.e. 3,6km hærra.
Þá er sjónarmunur séð frá Jörð, hvað stærð varðar - sennilega horfinn.
Svo hef ég bent á, að flugleið malasísku vélarinnar, en frá sjónarhóli uppreisnarmanna, var hún að koma úr sömu átt, og Kíev borg.
Financial Times er með mjög áhugaverða samantekt
Downing of Malaysia Airlines Flight MH17: The evidence so far
En spurningin er ekki síst hvort uppreisnarmenn, eiga "Buk Launcher" eða ekki. En margar vísbendingar eru einmitt þess efnis, að þeir hafi slíkt tæki eða tvö til umráða: Buk missile system.
This Flaw In The Buk Missile System Makes It Really Easy To Accidentally Shoot Down A Passenger Jet:"The system cannot tell the difference between civilian and military-type aircraft based on their transponder signatures alone. In order to tell the difference between targets, it would need to be interfaced with other weapons systems that can work off of additional information."
- Kerfið getur bersýnilega verið hvort sem er á undirvagni með hjólum eða beltum.
Á þessu YouTube vídeói má sjá "BUK" vera ekið á vegi milli "Torez og Snizhne" á umráðasvæði uppreisnarmanna í A-Úkraínu.
Hér er annað YouTube, þ.s. virðist mega sjá, BUK, ekið á vörubílspalli undir dúk, í A-Úkraínu.
Það er hugsanlegt að uppreisnarmenn, hafi náð tækinu á sitt vald - er þeir tóku herstöð í júní sl.
"In late June rebel forces over-ran a small military base near Donetsk that houses anti-aircraft unit A1402 of the Ukrainian army."
Financial Times er með mynd, sem inniheldur góða mynd af "BUK" þ.s. uppreisnarmenn vara úkrínsk stjv. við því, að fljúga yfir þeirra svæði - því uppreisnarmenn ráði yfir tæki, sem geti skotið vélar þeirra niður.
Að sögn blaðamanna hefur myndin verið tekin niður af Twitter síðu uppreisnarmanna.
FT er með eina mynd til viðbótar, þ.s. má sjá "BUK" ekið í gegnum bæ, sem sérfræðingar telja að sé einmitt bærinn, Torez, skammt frá því þ.s. malasíska vélin var skotin niður.
"Several witness accounts of Torez locals also now claim to have seen a Buk launcher in the town."
Ég bendi aftur á vídeóið að ofan, sem sýnir þannig farartæki, ekið milli Torez og Snizhne.
En punkturinn er sá, að það eru sterkar vísbendingar uppi, þess efnis, að tæki sem vissulega er fært um að skjóta niður stóra flugvél í 10km. hæð. Hafi verið til staðar á svæðinu, þ.s. malasíska vélin var skotin niður.
Ég geri að sjálfsögðu eingöngu ráð fyrir, að uppreisnarmenn sem stjórnuðu tækinu, hafi talið sig vera að skjóta á flugvél á vegum úkraínskra stjórnvalda.
Þeir hafi aldrei skotið á malasíska farþegavél, ef þeir hefðu áttað sig á því, að um malasíska farþegavél var að ræða.
Þetta séu því, sorgleg / grátleg, mistök. Er hafa kostað fjölda manns lífið, þ.e. farþega og áhöfn malasísku flugvélarinnar.
Þ.e. áhugavert að þetta er í annað sinn, sem "Malasian Airlines" missir B777 vél. En það hvarf önnur sporlaust og hefur ekki fundist enn, einhvers staðar langt suður í hafi við hlið Ástralíu.
Svo er "loka sönnunargagnið" og sennilega "most damning of all," því hefur verið dreift á YouTube, en á því virðast uppreisnarmenn vera að ræða atburðarás, þá sem varð:
Því miður virðist forritið sem setur inn YouTube myndbönd ekki ráða við þetta, svo ég set hlekkinn inn með öðrum hætti: Sjá hér. Ath. þetta er nr. 19. Þetta virðist listi af YouTube.
Skv. blaðamönnum Financial Times:
"Just now a plane was hit and destroyed by the miners group, one rebel called Besler tells Colonel Geranin." - "On TV theyre saying now that it is an An-26, a Ukrainian transporter. But whats written on it is Malaysia Airlines, another recording says. There is a sea of bodies, women, children." - "The recording is clear and gives no indication of having been staged. Western intelligence officials told the FT they believed it to be accurate."
Niðurstaða
Það eru að sjálfsögðu, skelfileg mistök, af þeim sem stjórnuðu eldflaugaskotpallinum færanlega, að hafa skotið niður farþegavél. Það sem þetta sýnir þó fram á, er að farþegavélar eiga ekki að vera að yfirfljúga svæði þ.s. styrjöld er í gangi. Það er auðvitað áhugavert, að flugyfirvöld í Evrópu hafi ekki verið búin að loka svæðinu yfir bardagasvæðinu í A-Úkraínu. Hafandi t.d. í huga þær gríðarlegu varúðarráðstafanir, þau hrintu í framkvæmd þegar Eyjafjallajökull gaus. Og nánast allri flugumferð yfir N-Atlantshaf var nánast stöðvuð um hríð. Og umferð lá einnig niðru á stórum svæðum í NV-verðri Evrópu.
Það verður áhugavert að sjá, hvernig þessi saga - vindur upp á sig.
En eins og ég sagði í gær, mun heimurinn örugglega leggjast þungt á stríðsaðila, að hætta átökum sem fyrst.
Einhverjar vísbendingar eru einnig þess efnis, að málið sé að lina andstöðu innan Evrópu, gagnvart hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Sem a.m.k. úkraínsk stjv. segja hafa skaffað uppreisnarmönnum "BUK" skotpall. Þau hafna þeirri skýringu, að tækið sé frá þeirra eigin herstöð - sem var tekin af uppreisnarmönnum fyrr í sumar.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:43 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar ,þú verður að fara að finna þér betri sérfræðinga því efra videoið sem sýnir einhverskonar farartæki á ferðinni er augljóslega ekki tekið á vegunum sem liggja milli Torez og Snizhne. Þeir eru 2
Seinna videoið er svo tekið í Þingholtunum sýnist mér,gæti reyndar verð hvar sem er.
Borgþór Jónsson, 19.7.2014 kl. 17:55
Þó að þetta séu alvarlegir tímar getur maður ekki annað en brosað af þessum "Sönnunum" sem er verið að bera á borð fyrir mann þessa dagana.
Þeim svipar svolítið til fjölda mynda sem byrtast á netinu af geimverum.Það vill alltaf svo til að myndavélin fókusar ekki eða geimvera sést ekki nema í 1 til 2 sek.
Svo kinka hinir trúuðu ábúðarfullir kolli og segja hver við annan að nú sé loksins ljóst að það séu til geimverur.
Landamæri Rússlands og Úkrainu eru sennilega eitthvert mest skannaða svæði á jörðinni í dag og náttúrulegar aðstæður eru einstaklega góðar til eftirlits.
Að sögn bandaríkjamanna streyma skriðdrekar loftvarnakerfi fallbyssur og önnur vopn yfir landamærin,en af einhverjum ástæðum hefur enginn séð það eða náð myndum af því,þrátt fyrir að þeir geti að eigin sögn séð svipbrigðin í andlitum þeirra sem þeir eru að.
En af einhverjum ástæðum geta þeir ekki tekið myndir af skriðdrekalest á ferð milli landa. Sennilegasta skýringin er að það eru engir skriðdrekar á ferðinni milli þessara landa.
Þið verðið að trúa okkur
Við segjum það satt
Stóreflis UFO af himnum ofan datt
Við hefðum tekið myndir
En við höfðum engann kubb
Sönnunargagnið er astraltertugubb
Eitt skemmtilegasta sönnunargagnið sem ég hef séð eru myndir sem teknar voru af bílaplani í Rússlandi með amerískum njósnahnetti
Á fyrstu myndinni gaf að líta fjölda hertrukka og 7 skriðdreka
Á næstu mynd voru engir herbílar ,en sjö skriðdrekar
Á síðustu myndinni voru engir herbílar og engir skriðdrekar.
Og ályktunin sem við drögum af þessu er sú að skriðdrekarnir hafi verið fluttir til Úkrainu.
Og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna hjá hinum trúuðu,þarna var loksins komin sönnun sem mark var takandi á.
Þegar Úkraina öðlaðist sjálfstæði hafði hún yfir að ráða um 13.500 brynvörðum tækjum þar af um 6500 skriðdrekum.Töluverður hluti þessara vopna féll í hendur lýðræðishersins,ýmist þegar hermenn yfirgáfu stöðvar sínar eða þegar fyrsta bylgja árásarhers Úkraínu skifti um lið í töluverðum mæli. Það þarf enginn að vera hissa þó það séu til skriðdrekar í Úkrainu.
Það að svona bull skuli vera birt í fjölmiðlum sínir einfaldlega að fréttamenn eru löngu hættir að reyna að hugsa heila hugsun, þeir éta bara upp hvaða vitleysu sem Psaki ber á borð fyrir þá,eða jafnvel það sem verra er að þeir séu viljandi að halda okkur illa upplýstum.
Sama gildir um þessar visbendingar sem Einar er að setja fram,þær hafa einfaldlega ekkert gildi og í þokkabót er augljóslega rangt farið með varðandi tækið sem sagt er á ferð milli Torez og Snizhne.
Það er þó ánægjulegt ef Obama hefur skift um skoðun varðandi vopnahlé á svæðinu,þó það séu ekki nema tvær vikur síðan hann prívat og persónulega kom í veg fyrir að síðasta vopnahlé væri framlengt.
Eins og kannski einhverjir muna höfðu frakkar þjóðverjar rússar og úkrainumenn gengið frá munnlegu samkomulagi um það efni,en Poroshenko hætti við eftir að hafa haft samráð við bandarísk stjórnvöld.
Ég er samt ekki bjartsýnn þar sem bandríkjastjórn virðist ekki hafa neina utanríkisstefnu lengur,nema hóta ofbeldi eða beita ofbeldi.
Borgþór Jónsson, 20.7.2014 kl. 01:25
Einar,heldurðu að ég hafi ekki bara fundið mynd af staðnum þar sem viddeoið er tekið
http://static.panoramio.com/photos/1920x1280/50150301.jpg
Og eins og videoið er myndin tekin úr þessu húsi úr miðjuhlutanum Videoið er síðan tekið úr hlutanum lengst frá götunni
http://static.panoramio.com/photos/1920x1280/87139609.jpg
Best að hafa þetta fyrir sunnudagsgetraun.
Myndin er ekki tekin á leiðinni milli Torez og Snizhne,en hún er tekin í Úkrainu
Borgþór Jónsson, 20.7.2014 kl. 11:00
Þetta er nú frekar slakur húmor hjá þér - "Torez og Snizhne" - en sérfræðingar hafa örugglega skoðað gerfihnattamyndir af þeim vegi, er þeir ákváðu að þetta myndband sýndi hluta af veginum þar á milli.
Slíkt er mögulegt að gera á GoogleEarth, sem dæmi.
Þó myndin geti verið tekin mögulega annars staðar, þá flaska sérfræðingar ekki á aulaatriðum. Þeir vita vel, að margítrekað er verið að dreifa "fölsuðum vídeóum" um netið.
Að sannarlega eru til aðrir vegir með svipuðum húsum þ.s. einnig standa tré meðfram. Þetta hefur örugglega verið tölvugreint með mun meiri nákvæmni en mannsaugað er fært um, en slíkt þarf yfirleitt svo menn geti verið nokkurn veginn öruggir um að bera kennsla á rétta staðinn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.7.2014 kl. 23:12
Einar,ég þurfti að skreppa aðeins frá og hef ekkii haft aðstöðu til að leiðrétta þig fyrr
Það er einmitt það sem ég gerði,ég fór inn á google earth og skoðaði vegina á milli þessarra staða og sá strax að á engum stað er þessum vegum skift með umferðareyjum.Það er alveg augljóst og þarf ekkert stækkunargler til.
Þú getur gengið úr skugga um þetta sjálfur á stuttri stundu ef þú vilt vita hið sanna.
Hins vegar hafa "sérfræðingar" þínir logið til um staðsetninguna af því það hentaði málstaðnum.
Myndina af staðnum þar sem videoið er tekið fann ég svo inn á Google Earth ,en hún hafði verið sett þar inn árið 2012 en myndin af húsinu man ég ekki hvenær var sett þar inn.
Ástæðan fyrir að ég fann staðinn er að ég hafði vissar grunsemdir um hvar myndin væri tekin og það reyndist rétt.
Framvegis þegar þú vilt greina myndir skaltu leita til mín ,ég er augljóslega betri en "sérfræðingarnir" sem þú styðst við.
Það má bara aldrei líta af þér ,þá finnur þú upp á einhverri vitleysu.
Borgþór Jónsson, 28.7.2014 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning