17.7.2014 | 13:51
Spurning hvort að Sameinuðu Þjóðirnar ættu að hafa eigin her, en það má kalla dóm Alþjóðadómstólsins í hag, vissan áfellisdóm á fyrirkomulag friðargæslu
Veikleikar fyrirkomulags friðargæslu eru fjölmargir. En Sameinuðu Þjóðirnar - hafa ekki eigin her. Sumir á netinu, misskilja hvað "bláu hjálmarnir" eru. En þó svo að þeir teljist "lögformlega" vera á vegum SÞ. Þá lúta sveitir þær sem taka þátt í friðargæslu - í flestu sem máli skiptir, vilja þess ríkis sem sendir friðargæsluliða á vettvang.
Mjög gott yfirlit frá BBC: Timeline: Siege of Srebrenica
- Friðargæslulið er alltaf látið af hendi af einstökum aðildarríkjum SÞ, sem áhuga hafa á að senda lið á vettvang.
- Það er viðkomandi aðildarríki, sem skilgreinir hlutverk þess liðs sem það sendir á vettvang - þar á meðal "rules of engagement" ef um herlið er að ræða.
- Það er viðkomandi aðildarríki, sem sendir lið á vettvang, sem skaffar því búnað, tæki, hergögn og fatnað.
- Aðildarríki, getur hvenær sem er - dregið sitt lið til baka.
Fjöldamorðin Srebrenica eru sorglegt dæmi um það, hve friðargæslulið hefur oft verið "ófært um að gegna hlutverki sínu"
Þó að hollenska friðargæsluliðsveitirnar, hefðu verið hersveitir. Voru þær fámennar - um 800 talsins. Þær voru léttvopnaðar. Því ekki í stakk búnar, að mæta - vel búnum her. Þegar slíkur mætti á svæðið.
Að auki voru sveitir Serba miklu fjölmennari.
Til að vel væri, hefðu liðssveitirnar þurft að vera a.m.k. nokkur þúsund. Og vera fullbúinn her.
- Það auðvitað hefði margfaldað kostnað við það að senda lið á vettvang.
- Holland er auðvitað lýðræðisríki, stjórnvöld því undir þrístingi almanna álits, undir þrístingi fyrir tilstuðlan þess ógnarástands, sem var skollið á í Bosníu. Þá sendu hollensk stjv. fámennar liðssveitir illa búnar vopnum á vettvang - - og tóku að sér að vernda líf og limi tug þúsunda Bosníu Múslima.
En vegna fámennis - lélegs búnaðar, voru þær sveitir ekki í reynd - vandanum vaxnar.
----------------------------------
- "9 July 1995: The Bosnian Serbs stepped up their shelling and thousands of refugees fled to the town from southern camps ahead of advancing Serbs, who attacked Dutch observation posts, taking about 30 soldiers hostage.
- "11 July 1995: ...By midday, more than 20,000 refugees - mostly women, children and the infirm - fled to the main Dutch base at Potocari." - "At 1430, two Dutch F-16 fighters dropped two bombs on Serb positions surrounding Srebrenica. The Serbs responded with a threat to kill their Dutch hostages and shell refugees, causing the suspension of further strikes."
- "13 July 1995:...Peacekeepers handed over about 5,000 Muslims who had been sheltering at the Dutch base at Potocari. In return, the Bosnian Serbs released 14 Dutch peacekeepers who had been held at the Nova Kasaba base."
----------------------------------
Ég get því skilið, af hverju "bosnísku konurnar" eru ekki ánægðar með dóminn - en fjöldamorð Serba beindust eingöngu að "karlmönnum" á þeim aldri, að þeir gátu barist.
Hollendingarnir afhentu - án bardaga - 5000 karlmenn. Ekki bara 300. Og allir þeir 5000 voru myrtir í köldu blóði, í fullkomnu miskunnarleysi.
Sennilega hafa hollenskir fjölmiðlar, verið fullir af fréttum og angist út af þeim tiltölulega fáu hollendingum, sem höfðu verið teknir til fanga af her Bosniu-Serba.
Stjórnvöld Hollands verið með allt niður um sig, eftir að hafa tekið að sér - að vernda mikinn fjölda manns. Án þess að senda lið á vettvang, sem raunverulega var fært um það hlutverk.
- Það virðist liggja í loftinu, að ákveðið hafi verið "að vernda líf og limi hollensku friðargæsluliðanna."
- Á hinn bóginn, efa ég að sú hugsanlega ákvörðun hollenskra stjv. að láta friðargæslulið sitt, berjast til síðasta manns.
- Hefði breitt útkomunni.
- Klúðrið hafi verið, að taka að sér verkefni, þ.e. friðargæslu - - þegar menn voru ekki tilbúnir til þess, að veita í það verkefni þeim kröftum, sem til þurfti.
Það er því alveg réttmætt, að dæma hollensk stjv. sek - mistökin hafi verið þeirra. Þó mistökin hafi fremur falist í því, að senda of fámennar liðssveitir og vanbúnar til alvöru átaka.
Hvernig gæti her SÞ litið út í grófum dráttum?
Ég held að ráðlegast væri að fara að fordæmi t.d. frönsku útlendinga hersveitanna í Afríku, eða fordæmi bresku "Gúrka" hersveitanna.
- Það er að ráða málaliða til þess að gegna friðargæslu.
- Þeir þurfa þá að vera, varanlegur her - svo að það gefist tími til að þjálfa þá að nægilegu marki, og að sjálfsögðu að vera "fullbúinn her."
- Í stað þess að "stjórnvöld einstakra aðildarríkja skaffi hermenn" þá veiti þau SÞ rétt til þess - að ráða "frjálsa einstaklinga" innan meðlimaríkja, í sína þjónustu. SÞ verði þá með ráðningastofur í aðildarríkjum SÞ. Aðildarríkin, skaffi fjármagn til reksturs "hers Sþ."
- Einstök aðildarríki, skaffa herstöðvar sem her SÞ hefur til afnota, og nýtir til: þjálfunar liðs, sem íverustaði fyrir lið -milli verkefna- , til að varðveita vopnabirgðir og tól, o.s.frv.
Hugsunin er þá sú - - að aðildarríki verði frekar til í að beita "málaliðaher" heldur en hersveitum sem hvert og eitt ríki skaffar. Með þessu er "ábyrgðinni dreift" og herinn verður að "almennri eign" allra ríkjanna, í stað þess að vera pólitísk "pet project" í tilvikum.
- Eðli sínu skv. mun ekki vera unnt að beita slíkum her - nema með samþykki "Öryggisráðs SÞ."
- Þannig að slíkum her, verður aldrei beitt - gegn hagsmunum einhverra af ríkjunum 5 sem hafa neitunarvald innan Öryggisráðsins.
- Á hinn bóginn, verða víða um heim skærur og stríð, t.d. borgarastríð, sem aðildarríki munu geta náð sátt um, að beita sér gagnvart.
Þá gætu þau haft slíkan her, til að taka að sér - að vernda almenna borgara, tryggja dreifingu hjálpargagna, vernda dreifingu hjálpargagna, o.s.frv.
Eitt í þessu, að slíkur málaliðaher hefði mun meiri "trúverðugleika" því að með því að dreifa ábyrgðinni, gera hana þá "minna sýnilega gagnvart fjölmiðlum og almennum borgurum" ætti að vera minni hætta á andstöðu innan einstakra aðildarríkja, við beitingu slíks her - vegna ótta við mannfall eigin fólks.
Það eitt að "warlordar" hér og þar, trúi því að vilji sé til að beita hernum, að ótti við mannfall muni ekki hindra beitingu hans - - mun gera slíka aðila. Mun líklegri en ella, til að láta undan fyrir hótunina um beitingu þess liðsafla eina sér.
Niðurstaða
Ég hef verið um nokkra hríð þeirrar skoðunar. Að besta lausnin til að leysa öll þau fjölmörgu vandamál sem fylgja rekstri friðargæslusveita SÞ. Væri að stofna her SÞ. Sem væri málaliðaher.
En auk vandamála sem ég hef nefnt. Má einnig nefna, vandamál tengd spillingu. Þegar t.d. herir fátækari landa t.d. Nígeríu, hafa tekið þátt í fjölmennum friðargæslu verkefnum.
Her SÞ gæti aftur á móti, haft algerlega "samræmdar starfsreglur" og innan hans "ætti að vera mun auðveldara" að beita sér gegn spillingu - en þegar um er að ræða liðsmenn sveita sem eru alfarið í eigu tiltekins aðildarríkis. Þá er einungis unnt að "kvarta við viðkomandi aðildarríki" og vonast til að það beiti sér gegn viðkomandi einstakling. Það þíðir að sjálfsögðu einnig, að "agavandamál" verða einnig mun auðveldari viðfangs, þegar allt er undir einni stjórn.
-----------------------------------
Svo getur einnig vel verið, að ef SÞ hefur eigin her - - þá dragi úr hneigð sumra aðildarríkja, að ástunda herfarir hér og þar.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning