16.7.2014 | 12:28
Forsætisráðherra Japans stefnir að því að endurræsa kjarnorkuverin
Það er algengur misskilningur í umræðunni um "Fukushima Daiichi" kjarnorkuverið, að það hafi eyðilagst í jarðskjálftanum er varð 2011.
Það merkilega er, að kjarnorkuverið varð ekki fyrir verulegu tjóni af skjálftanum sjálfum, heldur gekk allt fyrir sig skv. áætlun - þ.e. kjarnaofnarnir slökktu á sér sjálfvirkt, öryggiskerfið virkaði fullkomlega.
Veikleiki versins - akkilesarhællinn - reyndist vera varaaflsstöðin.
En það var hún sem fór í rúst, þegar flóðaldan sem jarðskjálftinn bjó til, náði til versins.
Það reyndist krítískur veikleiki, því að meðan ofnarnir eru slökktir, þá þarf varaaflsstöðin, að knýja kælibúnað kjarnaofnanna.
Þar sem að flóðaldan eyðilagði allar orkulínur til og frá stöðinni, þá var ekki mögulegt að fá rafmagn í staðinn - frá landi, í tæka tíð. Stórar rafhlöður sem voru til staðar, dugðu bara í nokkra klukkutíma.
Japan poised to revive nuclear power
Mynd af verinu eins og það leit út fyrir óhappið
Í fréttinni kemur fram, að Sendai kjarnorkuverið nærri Kagoshima, hafi fengið heimild til að ræsa 2-kjarnaofna sína nk. haust, eftir að hafa staðist mat kjarnorkueftirlits Japans, skv. nýju og strangara matskerfi.
Abe forsætisráðherra - "The submission of the inspection report is a step forward, but the NRA has more inspections to conduct, - If [other plants] are deemed safe and we can secure the understanding of host communities, I want to move ahead with restarts.
- Hafandi í huga að Fukushima Daiichi lenti í vandræðum, vegna þess að dísil varastöðin varð fyrir skemmdum.
- Ef sú stöð hefði verið í byggingu, sem hefði verið betur varin a.m.k. nægilega sterk til að standast álagið af flóðöldunni.
- Þá hefði ekki orðið neitt kjarnorkuslys.
- Það að byggingarnar sem hýstu sjálfa kjarnaofnana - stóðust álagið bæði af skjálftanum og flóðöldunni, sýnir að það er vel mögulegt að reisa sterkar byggingar utan um varastöðvarnar.
- Það þarf þá einnig að gæta þess, að vel sé gengið frá rafmagnsköplum á milli, svo að það sé ekki veikur hlekkur.
- Reyndar virðist mér best, að reisa varastöð við hvern turn sem inniheldur kjarnaofn, hlémegin frá sjónum - ein varastöð per kjarnaofn. Svo slík geti, ef algerlega nauðsynlegt reynist, knúið kælikerfið fyrir a.m.k. 2 ofna, ef ein varaaflstöðin fer forgörðum eða virkar ekki einhverra hluta vegna.
Það kemur ekki fram - hvaða breytingar hafa verið gerðar.
En það mundi alls ekki koma mér á óvart, að ég hafi verið að lýsa nokkurn veginn þeim breytingum sem Japanir hafa hrint í verk.
Þegar tryggilega hefur verið gengið frá því að varaaflstöðvarnar verði ekki fyrir skemmdum, og það sé t.d. a.m.k. tvær slíkar per kjarnorkuver, til að vera enn enn öruggari.
Þá sé ég enga ástæðu fyrir því - þ.e. enga sem eru rök fyrir, að ræsa ofnana ekki.
--------------------------------------
Bendi á að þegar Japan lokaði kjarnorkuverunum, sem sáu Japan fyrir kringum 40% af heildarraforku, minnir mig að sé rétt. Þá neyddist Japan til að flytja inn í staðinn, olíu og gas.
Með öðrum orðum, innlendri framleiddri orku var skipt út fyrir - innflutta orku.
Það hafði afdrifaríkar afleiðingar, því að þá þurrkaðist út sá afgangur sem Japan hafði svo lengi viðhaldið á viðskiptajöfnuði landsins.
Ástæða að það er galli, er að meðan Japan hefur afgang, þá safnast upp í Japan - fjármagn. Sem myndar mótvægi við skuldastöðu japanska ríkisins.
- Mig grunar að stór ástæða þess að Japan tapaði ekki trausti - þrátt fyrir allt, árin á undan.
- Hafi verið vegna hins risastóra gjaldeyrisforða, sem Japan hafði áskotnast í gegnum árin.
Það sé mikilvægt því fyrir fjárhag landsins, að kúpla kjarnaofnunum inn að nýju. Þá ætti að vera mögulegt, að ná að nýju fram hagstæðum jöfnuði - - án þess að standa í frekari aðgerðum til að "lækka gengi jensins." En slíkar aðgerðir geta ávalt mætt mótvægisaðgerðum 3-landa.
Meðan að enginn mun gera athugasemd við það ef Japan minnkar innflutning.
Áhugavert er að líklega við þetta lækkar verðlag á olíu, en það að Japan jók svo mikið innflutning á olíuafurðum 2011 - - mitt í Vesturlanda kreppunni.
Var sennileg skýring þess - - af hverju heimsverð á olíu lækkaði ekki, þegar kreppan minnkaði eftirspurn í Bandar. og Evrópu.
--------------------------------------
Eitt sem ég skil alls ekki - er umræðan sem varð í Þýskalandi, og síðan ákvörðun Angelu Merkel að loka kjarnorkuverum Þýskalands "algerlega að óþörfu að ég best fæ séð" á 4. árum.
Það leiddi til óskaplega kostnaðarsamrar aðgerðar, þ.e. að vindmylluvæða allt Þýskaland. Með þeim óskaplega kerfislega kostnaði, og hærra raforkuverði - sem hefur af hlotist.
- En í Þýskalandi er engin hætta á risaflóðöldum. Þýsk kjarnorkuver eru langt inni í landi, flest hver. Langt frá sjó, við stór vatnsföll. Þar sem nægt vatn er að fá til að kæla ofnana.
- Í Þýskalandi er ekki hætta á risa jarðskjálftum.
Rökrétt - hefðu þjóðverjar átt að hafa ályktað það þveröfuga.
Að slysið í Japan hefði sýnt fram á að kjarnorkan í Þýskalandi væri örugg.
Umræðan meðal Þjóðverja, virðist hafa snúist um tilfinningar, ekki rök - að því er ég best fæ séð. Á hinn bóginn, finnst mér ólíklegt að Merkel hafi í reynd - snúist vegna tilfinninga, þ.e. hún sjálf.
Hún hafi tekið ákvörðun út frá pólit. reikningi - hafa í huga að þetta var ekki löngu fyrir mikilvægar kosningar. Með ákvörðun sinni hafi hún alfarið stolið kjarnorkumálinu af þýskum græningjum, og öðrum vinstrimönnum í Þýskalandi.
Niðurstaða
Ég á von á því að Shinzo Abe ætli að ræsa kjarnorkuverin í Japan. Eins og hann ætlar að efla herafla Japans, og er að standa við það. Og auk þess, er að breyta stjórnarskrá Japans, svo Japan geti beitt her utan landsteina.
Ef kirfilega hefur verið gengið frá varaaflsstöðvum, sem örugglega hefur verið gert. Þá sé ég í reynd engin augljós rök gegn því fyrir Japani, að ræsa ofnana.
Þá minnkar að nýju innflutningur á olíu og gasi.
Viðskiptajöfnuður Japana lagast að nýju, sem ætti að bæta traust á efnahagslegri stöðu Japans.
Og verðlag á olíu í heiminum - gæti lækkað.
Með þessu getur Abe lagað viðskiptajöfnuð Japans, án þess að beita sér fyrir frekari lækkun á jeninu, en þá er ávalt möguleiki á að aðrar þjóðir, komi með krók á móti bragði.
Síðan sennilega vill Abe ekki endilega - að innlend neysla minnki.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:10 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heimurinn þarf að fara skoða nánar að nota Thorium sem kjarnorku eldsneyti, það er til hellingur af þessu efni, ekki nærri því eins mikil mengun og slysahætta gott sem engin þar sem það þarf ef ég man rétt að hita efnið upp til að fá það til að virka (þ.e.a.s ef rafmagnið fer af þá kólnar efnið og hættir að virka, m.ö.o ekkert stórslys) á móti því sem er notað í dag að það þarf á stöðugri kælingu að halda annars bráðnar það.
http://en.wikipedia.org/wiki/Thorium-based_nuclear_power
Halldór Björgvin Jóhannsson, 17.7.2014 kl. 10:02
Ég fjallaði sjálfur um "fljótandi thorium" ofna, fyrir ári síðan, þetta hljómar sannarlega sem áhugaverð tækni:
Er það of gott til að vera satt, kjarnorka án hliðarverkana? Er lausn orkuvanda heimsins á næsta leiti?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.7.2014 kl. 12:11
Já, ég man eftir þessum pistli.
Eina ástæðan fyrir því að thorium var ekki rannsakað á sínum tíma var vegna þess að úranium og plútonium var betra til vopna framleiðslu, það er ástæðan fyrir því að við erum með kjarnorku sem notar þessi efni sem eldsneyti.
Ef aðeins menn hefðu sett fjármagn í rannsóknir á thorium á sínum tíma, efni sem er til hellingur af.
Við verðum bara að vona að það sé framtakssamir einstaklingar eða fyrirtæki sem skelli sér í að skoða möguleikana með thorium, ég held að það geri heiminum bara gott.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 17.7.2014 kl. 14:05
Fókusinn var auðvitað á sprengjuna í Seinni Styrrjöld. Síðan datt mönnum í hug. Að kjarnaofna væru góð leið til að knýja kafbáta. Í framhaldinu af þeirri þróun, komu menn auga á möguleika hennar til framleiðslu á raforku. Það var auðvitað vegna þess, að menn hófu málið ekki þar - heldur var þróun kjarnorku ávalt vopna miðuð, sem úran tæknin varð yfirgnæfandi. Í dag er úrantæknin þróuð. Það sennilega virðist minna áhættusamt frá sjónarhóli fyrirtækja, að halda sig við þá tækni - sem þeir þekkja vel og skilja. Það þarf sennilega að koma til - ákvörðun stjórnvalds. Til þess að skapa þrýsting. Menn hafa nokkuð horft til Asíu sérstaklega Kína, þ.s. er óskapleg orkuþörf. Auðvitað ef það verður nýtt kalt stríð í þessu tilviki með Asíu sem þungamiðju. Þá gæti sagan endurtekið sig.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.7.2014 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning