15.7.2014 | 12:17
Stefnir Ísland í átt að stórri gengisfellingu - eins og svo oft áður?
Ísland hefur lengi verið í klassísku "boom / bust" ferli. Bendi á að þarna er ég ekki að kenna um stjórnvöldum, nema að hluta. Þau geta þó gert eitt og annað til þess að draga úr upphleðslu spennu. Síðan ef það dugar ekki - er hægt að framkvæma róttækari aðgerðir. Á móti er spurning, hvort vilji til slíks er fyrir hendi, eða hvort menn vanmeti hættuna - eða menn horfi á skammtímasjónarmið?
Stenst viðskiptajöfnuður Íslands álagið sem er framundan?
- Fyrirtækið Gam Management er með merkilegan fjárfestingasjóð, sem virðist eiga kringum 350 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Það sem ég hjó þó eftir, eru áætlanir sjóðsins - - um uppbyggingu: Sjóður Gamma vill byggja 50-60 íbúðir við Hverfisgötu - Í nýlegri grein Kjarnans, er viðtal við Gísla Hauksson, framkvæmdastjóra Gamma: Markmiðið að byggja upp öflugt leigufélag. - - "Markmiðið sé að koma á fót öflugu leigufélagi að skandinavískri fyrirmynd, sem nú sé orðið til undir merkjum Leigufélags Íslands ehf. Félagið hafi nú þegar til útleigu áður nefndar 350 íbúðir í eigu sjóða á vegum GAMMA. Sárafáar íbúðir hafi nú þegar verið seldar út úr eignasafni félagsins en flestar íbúð - anna séu nú í útleigu. Þá eigi sjóðurinn Novus, sem er á vegum GAMMA, lóðir fyrir 850 íbúðir víðs vegar um í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þar sé stefnt á uppbyggingu smárra og meðalstórra íbúða." - - > Takið eftir áformum að reisa 850 íbúðir! Ekki misskilja það, að ég sé á móti þessu félagi, Ísland hefur einmitt lengi skort öflugt fasteignafélag af þessu tagi. En spurningin er um heildardæmið, með öðrum orðum - viðskiptajöfnuðinn.
- Svo eru stórfelld kosningaloforð Samfylkingar, um byggingu 2.500 - 3.000 búseturéttaríbúða á næstu árum, væntanlega "allt innan kjörtímabils borgarstjórnar": Vilja byggja 2.500 til 3.000 íbúðir. Ég heyrði nýlega viðtal við Dag, þ.s. hann vildi meina að þetta verkefni mundi "vinna gegn bólum" frekar en vera líklegt að mynda slíka - - en þá er hann að tala um "verðbólu" og út af fyrir sig er það rétt, að svo mikil uppbygging getur haldið niðri verðhækkunum. En þ.e. einungis lítill vinkill í þeirri heildarmynd sem þarf að skoða, þegar metin eru bóluáhrif.
- Svo er þessi "dæmalausa launahækkun til kennara upp á allt að 29%" - Launahækkun upp á 29 % | RÚV - Plús í kladdann - Samtök atvinnulífsins. Þó svo að samn. feli í sér margvíslegar skilvirkni aukandi breytingar - verður ekki horft framhjá þessari gríðarlegu launahækkun. Þó svo notað sé orðalagið "leiðréttingar" þá er þetta launahækkun.
- ASÍ hefur gefið það út að "næst verði farið fram á réttmætar leiðréttingar launa" - eiginlega bein tilvitnun í umræðuna hjá félögum kennara, þ.s. eingöngu var notað orðalagið, "launaleiðrétting" - Tilraun til langtímasamnings í uppnámi - Nýjar áherslur í kjaraviðræðum ASÍ og SA. Tilvitnun - "Ríkisstjórn og sveitarfélög hafi hins vegar að undanförnu samþykkt veruleg frávik frá þeirri meginlínu sem lá til grundvallar kjarasamningunum sem gerðir voru í desember 2013 og febrúar 2014." - Aðildarsamtök ASÍ geta ekki við það unað að launafólki sé mismunað með þessum hætti. Það getur ekki verið þannig að almennt launafólk beri eitt ábyrgð á stöðugleika og lágri verðbólgu á meðan aðrir sæki sér meiri kaupmáttarauka með meiri launahækkunum. Það verða allir að axla ábyrgð, - Félagsmenn ASÍ vildu gera slíka tilraun. Því miður vantaði framtíðarsýn stjórnvalda og samstöðu á vinnumarkaði svo leiðin væri fær. Þess vegna hljóta aðildarsamtök ASÍ að fara inn í viðræður um næsta kjarasamning á þeim grundvelli að krefjast réttmætra leiðréttinga á kjörum sinna félagsmanna til jafns við aðra, - - Þá vitum við að ASÍ mun næsta haust krefjast launahækkana í 2-ja stafa tölum, eins og kennarar fengu.
- Það vakti athygli mína að um daginn, var rætt við Sigmund Davíð forsætisráðherra, um hættu á þenslu - og hann tók undir að einhver slík hætta geti verið til staðar. Sagði til skoðunar að "draga úr opinberum framkvæmdum."
- Aðspurður sagði hann áform um skattalækkanir í samræmi við kosningaloforð Sjálfstæðisflokks, enn vera í býgerð.
- Síðan má ekki í heildarmyndinni að ofan - gleyma leiðréttingu lána sem ríkisstjórnin er með í framkvæmd, sem mun koma inn á sama tíma og allt ofangreint.
Ég óttast með öðrum orðum - klassíska neyslusprengingu, þegar allar þessar launahækkanir koma inn. sannarlega verðbólga líka óhjákvæmileg, þ.e. 2015 og 2016. Þegar launahækkanabylgjan gengur í gegn. Það þíðir óhjákvæmilega mikla aukningu gjaldeyrisneyslu.
Svo má ekki gleyma allri húsnæðisuppbyggingunni samtímis - - en allt til húsnæðis er innflutt nema sandurinn í steypuna. Af því leiðir að bygging húsnæðis eykur mjög "gjaldeyrisneyslu" þjóðarbúsins.
Leiðrétting lána ofan í þetta, er síðan eins og rjóminn ofan á.
- Ég er ákaflega hræddur um, að það dugi hvergi nærri til - - að draga úr opinberum framkvæmdum.
Sjá hér spá Hagstofu Íslands: Hagtíðindi.
Hagstofan hefur því miður oft vanmetið ofangreinda þætti.
Niðurstaða
Ég óttast með öðrum orðum að Ísland sé á siglingu í átt til stórrar gengisfellingar. Einfaldlega vegna þess að landið ráði ekki við þá gríðarlegu gjaldeyrisneysluaukningu sem sé í farvatninu.
Á móti má nefna að 2-erlendar fjárfestingar koma inn á nk. 2-árum. Síðan var aukning um 30% í ferðamennsku þ.s. af er ári, jafnvel miðað við svakalegt ár í fyrra.
Á hinn bóginn, þegar launahækkanabylgjan kemur inn - - þá reikna ég með að það sama gerist eins og alltaf áður. Að Ísland verði dýrara land.
Aukning í ferðamennsku hefur verið svo mikil meðan að Ísland hefur enn verið tiltölulega hagstætt, miðað við árin 2004-2007. En miklar verðhækkanir virðast mér óhjákvæmilegar, þegar "launahækkana" sprenging sú sem virðist í farvatninu - kemur fram. Þá ætti að hægja verulega á aukningu ferðamennsku.
Fjármagns innspýtingin vegna fjárfestinganna 2-ja verður komin inn, fyrir kosningar 2016. Á sama tíma, og innlendar kostnaðarhækkanir - - eru líklega farnar að slá verulega á aukningu í ferðamennsku.
- En neyslubólan- og fjárfestingabólan í byggingum er þá sennilega að komast almennilega á flug.
Ríkisstjórnin væri afar óheppin, ef gjaldeyrisvandræði - hefjast áður en kjörtímabilinu er lokið. En rétt er að muna að ríkissjóður er enn með töluvert þunga greiðslubyrði í gjaldeyri, a.m.k. fram yfir 2018.
Það gæti einnig lafað rétt svo fram yfir kosningar.
Hvað segja þeir sem lesa þetta? Eruð þið sammála því að stefni hugsanlega í ljósi reynslunnar í stóra gengisfellingu? Öðru hvoru megin við nk. þingkosningar?
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:23 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 863660
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Margur Maðurinn mætti taka orð þín til greina.Ekki koma Ráðamenn auga á það sem er að ske.
Takk fyrir þínar góðu Greinar..
Vilhjálmur Stefánsson, 15.7.2014 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning