Myndin virðist farin að skýrast varðandi vanda Espírito Santo bankans í Portúgal

Hið fyrsta, þá virðast markaðir vera að róast - nema í Portúgal. Þar sem verð falla enn, sérstaklega á bréfum Espírito Santo bankans. Síðan er komin fram yfirlýsing forsætisráðherra Portúgals - þannig að ljóst er; að farin verðu Kýpur leiðin með Espírito Santo bankann.

  1. Það þíðir, að fyrst eru eigendur hluta teknir í bakaríið.
  2. Síðan eigendur skulda bankans, þeirra sem eru án veða sbr. "junior debt."

Það er ekki búist við að lengra verði seilst. En forsætisráðherrann hafnaði því, að bankanum yrði lagt til "opinbert fé."

Portugal speeds up Banco Espírito Santo management changes

European markets brush off contagion fears as troubles at Banco Espirito Santo rumble on

Espirito Santo’s Parent Sells Stake to Meet Margin Call

Espirito Santo fast-tracks management changes

Banco Espirito Santo: A Portuguese Disaster, Not A European Crisis

 

Vandinn virðist einskorðast við Portúgal

Það virðist mat markaðarins. Þ.s. markaðir hafa hækkað að nýju í löndum S-Evr. eftir verðfallið á föstudag, nema í Portúgal. Það virðist að markaðurinn kunni vel að meta "snögg viðbrögð stjórnvalda í Portúgal." Þ.s. að skipti á stjórnendum bankans, hafa verið framkvæmd í hvelli. Síðan getur verið að yfirlýsing forsætisráðherra, þess efnis að "Kýpur" leiðin verði farin - sé að draga úr áhyggjum um hugsanlegt skuldsetningaráfall fyrir Portúgal. Það á þó eftir allt að koma í ljós.

En hve slæm staða bankans raunverulega er - mun ákveða hvort kostnaður lendir á stjórnvöldum, þrátt fyrir þá yfirlýsingu - t.d. ef bankinn hættir starfsemi, er gerður upp. Þá mun ríkið verða að punga út "lágmarkstryggingu" til innistæðueigenda - en skv. breyttum reglum um innistæðutryggingar, er það nú ljóst að ríkissjóður er ábyrgur. Svo það getur enn endað sem fjárhagslegt áfall fyrir ríkissjóð.

Eins og Frances Coppola hjá Forbes útskýrir: "Moody’s has downgraded subordinated debt and preferred stock to C – which is default. So Moody’s is not only certain that BES will need recapitalization, either because of parental debt obligations or because of its own weak capital position and risky balance sheet; it also expects that junior creditors will be bailed in. BES’s junior debt is now worthless."

  • Moody's metur með öðrum orðum, skuldir án veðbanda, verðlausar.
  • Og er viss um skv. sinni greiningu, að Banco Espírito Santo, sé með fjárhagslega gjá í bókhaldinu.

Tengsl Banco Espírito Santo og eignarhaldsfélaga - minna mann á ísl. fjármálaumhverfið fyrir hrun, sbr. tilvitnun í umfjöllun Frances Coppola:

"The ownership structure is a mess. BES is 25% owned by Espirito Santo Financial Group, which is 49% owned by Espirito Santo Irmaos SGPS SA, which in turn is fully owned by Rioforte Investments, which is fully owned by Espirito SantoInternational (ESI)…"

"Currently, BES has admitted it has the following exposure: €980m debt from Rioforte, but it also helped place €651m of debt issued by Rioforte and ESI to retail customers and €1.9bn to institutional clients." - "Citi has put potential total losses at €4.3bn, this could wipe out BES capital buffer and force it to raise a similar amount again."

Skv. talsmanni "Espirito Santo Financial SA" hefur félagið selt sinn 25% hlut niður í 20%. 

"Espirito Santo Financial Group SA said today it sold 4.99 percent of the bank, reducing its holding to 20.1 percent, to meet the call on the loan taken out during the bank’s 1.04 billion-euro ($1.4 billion) rights offering in June."

Í ljósi upplýsinganna fyrir ofan, virðist þetta mér fremur ótrúleg tilkynning - því skv. tilkynningu forsætisráðherra, þá er væntanlega "öll hlutafjáreign í Banco Espírito Santo verðlaus."

Það eina sem mér dettur í hug, sé að Espírito Santo hafi fært fé milli eignarhaldsfélaga í þeirra eigu.

 

Niðurstaða 

Það sem krísa tengd Banco Espírito Santo sýnir ef til vill. Er að íslensku bankarnir voru ekki endilega einu bankarnir, þ.s. eitthvað gruggugt var í gangi milli eigenda og reksturs bankans. Banco Espírito fjölskyldan virðist vera um 150 ára viðskiptaveldi. Með umfangsmikinn rekstur. Ég get séð að það hafi getað verið hugsanlega þægilegt fyrir veldið, að eiga einnig banka - til að hafa aðgang að lánsfé á kjörum - sem væntanlega hefur ekki verið unnt að fá frá bönkum sem ekki voru í eigu fjölskyldunnar.

Það verður forvitnilegt að sjá hvort að það sama var í gangi og á Íslandi, að eigendur gengu í bankann - fengu lán nánast að vild, á vildarkjörum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband