Vandræði Espírito Santo bankans vekja upp spurningar um stöðu Portúgals

Nú á sunnudag eru mál aðeins ljósari en þó ekki mikið. En Espírito Santo bankinn virðist hafa verið tekinn yfir af stjórnvöldum. Stjórn bankans skipt út - nýir stjórnendur skipaðir. Yfirvöld séu að kafa í gegnum bókhald og lánabækur Espírito Santo bankans. Í leit að "slæmum fréttum."

The tests posed by Espirito Santo

Mounting alarm over Portugal's Espirito Santo bank roils markets

Moody's, S&P Downgrade Banco Espirito Santo

 

Heildar umfang Banco Espírito Santo virðist ca. hálf þjóðarframleiðsla Portúgals

Portúgalska ríkið virðist eiga 6 milljarða evra í handraðanum, af ónotuðum "björgunarlánum." Sem stjórnvöld eru líkleg að nota - til að fjármagna þær holur sem geta komið í ljós í bókhaldi bankans eða lánabókum.

Á sama tíma skuldar Portúgalska ríkið ca. 128% af þjóðarframleiðslu. Ef hlutfall innistæðna er svipað í Espírito Santo og í ísl. bönkum. Þá geta innistæður numið á bilinu 0,4 - 0,6 þjóðarframleiðslum.

Höfum í huga að skv. reglum ESB um innistæðutryggingar - er löggilt lágmark nú 100þ.€ ekki rúm 20þ.€ eins og var þegar Ísland lenti í vanda, að auki hefur reglugerð verið breytt - - hún kveður nú skýrt á um að stjórnvöld virkilega séu bakábyrg fyrir greiðslum á löggiltu lágmarki. 

Til að bæta gráu ofan á svart, hefur frestur til að greiða út hið löggilta lágmark verið styttur.

  • Hugmyndin virðist hafa verið sú, að auka traust "innistæðueigenda" - bæta þeirra rétt.
  • En á móti, þá er búið að búa til mjög verulega stóra áhættu fyrir aðildarríki, sem bera endanlega ábyrgð á bönkum sem starfa innan eigin lands.

En Espírito Santo bankinn er ekki einn af þessum "stóru bönkum" sem lentu inni á lista yfir banka, sem hafa verið færðir yfir til "Seðlabanka Evrópu" þ.e. hann er nú eftirlitsaðili með rúml. 20 stærstu bönkum Evr.

Því felst þó enn - einungis eftirlit. Ekki ábyrgð. Það kerfi sem á að vera fjármagnað af bönkunum sjálfum - - er ekki enn "fjármagnað." Þó það prógramm sé "rámar mig í" hafið.

 

Í grein blaðamanns Financial Times kemur fram áskorun til stjórnvalda í Portúgal, að leggja bankanum ekki til opinbert fé

Ég ætla ekki að taka neina sérstaka afstöðu til þess - að eða á, hvort stjv. Portúgals eiga að "skuldsetja sig" til að fjármagna Espírito Santo bankann eða ekki.

  1. Bendi þó á að Kýpur er enn í höftum.
  2. Traust eigenda fjármagns er brothætt, á Kýpur hefur ekki enn tekist að endurreisa traust.
En þ.e. a.m.k. hugsanlegt, að með því að fara "Kýpurleiðina" þ.e. "núlla út" - fyrst eigendur, síðan útistandandi skuldir, síðan ótryggðar innistæður - að þá skapist sambærilegt "traust vandamál" í Portúgal, þannig að landið lendi jafnvel bakvið "fjármagnshöft."
  1. Hlutafé bankans verður sennilega "fært niður" ef ríkið leggur honum til fé. Þannig eigendur teknir í bakaríið.
  2. En mig grunar að í ljósi vandans á Kýpur - - hiki stjv. í Portúgal við það, að leggjast á eigendur skulda Espírito Santo bankans, og auðvitað "ótryggðar innistæður."

 

Málið sýnir ef til vill hve brothætt staðan er

Portúgal "sennilega hefur trauðlega efni á að greiða út lágmarksinnistæður" í Espírito Santo bankanum. En en ef heildarinnistæður eru um 0,4 þjóðarframleiðslur, gæti hæglega 100þ.€ viðmiðið þítt, að tryggðar innistæður nemi t.d. helming eða 0,2 þjóðarframleiðslum.

Skuldir ríkisins við það eitt gætu þá nálgast 150%. Þó að við það verði ríkið sennilega "kröfuhafi" í bankann, og fái a.m.k. hluta af sínu fé til baka.

Það verður freistandi fyrir stjv. að - - leggja bankanum til 2-3ma.€ af því fé sem Portúgal á enn inni af ónotuðum neyðarlánum.

Eftir að skipt hefur verið um stjórnendur, eignir Espírito Santo fjölskyldunnar í bankanum verulega niður færðar - - muni stjv. í Portúgal "brosa framan í heiminn" segja allt í stakasta lagi.

Sjálfsagt ekki algerlega útilokað - - að það mundi virka.

 

Niðurstaða

Það sem mál Espírito Santo bankans ef til vill sýni. Er að enn sé að vænta slæmra frétta út bankakerfi S-Evrópu. Að menn eigi að veita mjög nákvæma athygli því, þegar Seðlabanki Evrópu hrindir í framkv. í haust sínu "þolprófi" á bankakerfi Evrusvæðis. Sem "ECB" hefur lofað að verði alvöru próf.

Við skulum óska stjórnvöldum Portúgals velfarnaðar í glímu sinni við vandann.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 856031

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband