Samskipti íraskra Kúrda og ríkisstjórnarinnar í Bagdad, virðast sigla í átt að "fullum fjandskap"

Ég mundi halda að Maliki forsætisráðherra, hefði nóg á sinni könnu. Að vera að berjast við einungis einn aðila, þ.e. "Íslamska Ríkið" eða "Islamic State" eins og samtökin "ISIS" kalla sig nú. En síðan átökin gusu upp, með leiftursókn ISIS nú "IS" - sjá kort er sýnir umráðasvæði ISIS. 

Hafa samskipti ríkisstjórnar Malikis og stjórnenda sjálfstjórnarsvæðis Kúrda, farið stig versnandi.

En þegar hröð framrás ISIS hófst fyrir nokkrum vikum, um svipað leiði og næst stærsta borg Íraks Mosul, féll í þeirra krumlur.

Þá hófu sveitir Kúrda, Peshmerga, sína eigin framsókn nokkurn veginn á sama tíma.

Það er eins og að í augum Malikis, sé þetta "sönnun þess að Kúrdar vinni með ISIS eða IS." En Kúrdar segja, að þeir hafi sótt fram - sem m.a. fól í sér töku þeirra á borginni Kirkuk. Til þess að forða því, að þau svæði yrðu tekin yfir af "ISIS" nú "IS."

  • Það auðvitað blasir við - - að báðar túlkanirnar eru mögulegar. Þ.e. sú jákvæða, að Kúrdar séu að verja hagsmuni sína, gegn framrás ISIS eða IS.
  • Eða, neikvæð túlkun, að það sé hugsanleg vísbending um samstarf Kúrda við ISIS eða IS.

Í kjölfar yfirtöku Kúrda á Kirkuk svæðinu - - hefur Maliki "stöðvað greiðslur til sjálfstjórnarsvæðis Kúrda" en í gildi er samkomulag - þ.s. Kúrdum ber 18% af olíutekjum Íraks. Kúrdar, saka ríkisstjórnina um brot á því samkomulagi - - og i nýlegri athyglisverðri frétt:

Kurds threaten oil companies with legal action to claim revenue

Akkúrat, þ.s. ríkisstjórnin er hætt, að borga 18 prósentin af hverju seldu olíufati - - þá hóta þeir að kæra erlend olíufélög, ef þau tryggja ekki - að 18% berist til Kúrda.

Ég reyndar sé ekki hvernig slík kæra getur virkað.

Svo má bæta við, að einnig í vikunni, ásakaði Maliki Kúrda í ræðu um "samstarf við óvininn" svo það væri enginn óvissa uppi um það - - hvað forsætisráðherrann er að hugsa: 

Iraq’s Maliki blasts Kurds in hard-hitting speech

""We will not resort to silence while Erbil is a headquarters for Isis, Ba'athists, al-Qaeda and terrorists,” ... "I call on those who speak about partnership, presidency, foreign affairs and national action to stop this operations room and the presence of the top figures of Ba'athists, (extremists) and hostile illegal mass media outlets. If you want real partnership, give us a national position which has credibility and rejects those people.”"

Graphic: Iraqi fault lines.

Hvað er svo það nýjasta í deilum stjórnenda Kúrda og ríkisstjórnar Malikis?

Það virðist að gagnkvæm tortryggni milli Malikis og stjórnenda sjálfstjórnarsvæðis Kúrda, sé komin á afskaplega hátt stig nú - - ef marka má allra nýjustu fréttir.

Kurds seize Iraq oilfields, ministers pull out of government

Iraqi Kurds seize oil refineries near Kirkuk

Það ætti engum að koma á óvart - - að Kúrdar skuli draga ráðherra sína, út úr ríkisstjórn Íraks. Það sé eðlileg viðbrögð við ásökun Malikis, að Kúrdar vinni með óvininum.

Ef marka má fréttina, þá er Kúrdar tóku yfir öryggismál á Kirkuk svæðinu - - þá virðist að þeir hafi ekki "tekið yfir stjórn" olíuhreinsunarstöðva í grennd við Kirkuk.

Kúrdar að sjálfsögðu hefðu hæglega getað mun fyrr, framkvæmt þá yfirtöku á þeim stöðvum - sem þeir nú hafa hrint í framkvæmt. Þess vegna sama daginn, og sveitir Peshmerga tóku sér varnarstöðu á svæðinu gagnvart ISIS nú IS fyrir rúmum mánuði.

En uppgefin ástæða Kúrda er áhugaverð: "The Kurdish Regional Government learned on Thursday that some officials in the federal Ministry of Oil gave orders to a number of NOC staff to cease their cooperation with the KRG and to dismantle or render inoperable the valves on the new pipeline,"

  • Skv. þessu, höfðu stjórnvöld í Bagdad, gefið lykilstarfsmönnum skipanir, að framkvæma spellvirki á mikilvægri olíuleiðslu, sem sé flutningaleið fyrir olíu frá stöðinni sem kennd er við bæinn Makmour, í grennd við Kirkuk.

Það er að sjálfsögðu engin leið að "sannreyna" þessa fullyrðingu.

En slík ásökun getur verið sönn, ef Maliki virkilega trúir því. Að Kúrdar séu að vinna með "IS" gegn Bagdadstjórninni.

En með því að skemma lokana sem stjórna flæðinu um leiðsluna, þá væri þar með líklega - - sett töf á áform Kúrda, að auka á næstunni stórfellt sinn olíuútflutning. Sem þeir nýverið hófu frá öðru olíusvæði undir þeirra stjórn, í andstöðu við stjórnina í Bagdad. 

  • Svo hafa Kúrdar verið að beita sér gegn Maliki eftir öðru leiðum, t.d. í samstarfi við stjórnmálamenn Súnní Araba minnihlutans, sem flúið hafa til Erbil höfuðborgar Kúrda undan öryggislögreglu Malikis - - en þeir aðilar ásamt Kúrdum, hafa tekið þátt í plotti um að mynda svokallaða "breiðfylkingarstjórn." Sem mundi þá útiloka Maliki.

Maliki sjálfur er gamall baráttumaður, var um hríð með eigin skæruliðasveitir er börðust gegn stjórn Saddam Hussain, var um hríða landflótta frá Írak - með dauðadóm yfir höfði sínu.

Hann hefur ærnar ástæður fyrir því að hata allt þ.s. tengist stjórn Saddam Hussain, þ.e. ekki ólíklegt - að hann tortryggi alla forystumenn Súnní arabíska minnihlutans, vegna raunverulegra eða hugsanlegra tengsla þeirra við Bath flokkinn er áður stjórnaði landinu með harðri hendi.

En með því að ásaka Kúrda fyrir samvinnu við "gamla bathista" - þá virðist hann líta framhjá þeim hörmungum sem Kúrdar sjálfir gengu í gegnum, t.d. frægar gasárásir sem Saddam Hussain gerði á byggðir Kúrda þegar hann var að leitast við að brjóta niður andstöðuhópa Kúrda.

Kúrdar hafi enga sérstaka ástæðu til að - vera vinveittir þeim sem tengjast fyrrum ógnarstjórn Bathflokksins.

En það getur verið, að svo gegnsýrður sé Maliki af hatri, að hann sé ef til vill ekki algerlega "skýr" þegar kemur að sumum málum.

 

Niðurstaða

Hvað sem Nouri al Maliki gengur til. Með ásökunum á Kúrda um samvinnu við óvininn. Þá virðast aðgerðir hans. Vera að íta Kúrdum í þá átt - að segja formlega skilið við Írak. Á sama tíma, virðist margt benda til þess. Að Maliki takist að halda í stjórnartaumana í Bagdad - með aðstoð Írana. Sem virðast leggja áherslu á samvinnu við hans stjórn.

Klofningur Íraks muni kristallast í kjölfar sjálfstjórnaryfirlýsingar Kúrda.

Sem sennilega sé ekki mjög langt í. 

En meðan Kúrdar hafa ekki enn líst yfir sjálfstæði. Geta menn dreymt um það, að hrista Írak saman að nýju. En tæknilega geta sveitir Kúrda og sveitir Bagdad stjórnarinnar - í samvinnu. Hafið sókn gegn sveitum ISIS eða IS. 

En í ljósi hratt vaxandi fjandskapar milli Kúrda og Bagdadstjórnarinnar, virðist slík samvinna ekki líkleg. Mun sennilegra að Kúrdar muni eingöngu fókusa á varnir sinna umráðasvæða. Þeir láti Bagdadstjórnina sigla sinn sjó, ég sé enga ástæðu þess - að Kúrdar rétti ISIS eða IS hjálparhönd.

Hlutleysi í átökum við ISIS virðist rökréttari afstaða af hálfu Kúrda.

  • Í kjölfar yfirlýsingar Kúrda um sjálfstæði, gæti þá komið samn. milli þeirra og "Islamic State" um vopnahlé.

Þá gætu Súnní Arabarnir í Írak og Sýrlandi, undir "IS" - fókusað á sinn erkióvin - Shíta.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 856033

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband